Vikan - 21.06.1956, Síða 5
sportfatnaði og' eyddi heilum degi með íþrótta-
mönnum á 'æfingu úti á íþróttasvæði Suður-
Kaliforníu háskóla. Á einni af þessum myndum
krýpur hýn tilbúin til að leggja af stað í hlaup,
og við hlið hennar stendur þjálfarinn frægi Dean
Cromvvell með byssu í hendinni. Greta er i stutt-
um hvitum hlauparabuxum, svartri peysu, sport-
sokkum og gaddaskóm. Hárið á henni fellur
niður yfir hægra augað, þegar hún lítur upp
og hlær. Á öðrum auglýsingamyndum er hún
að leika á guitar, sýna skinnfóðraðan loðjakka
eða að heilsa indverskum fursta og fylgdarliði
hans við komuna til Metro-Goldwyn í Hollywood.
Það var ekki af ástæðuiausu að hún var í fyrstu
,, uppáhaldsbarn' ‘ auglýsingadeildai'innar.
Það var ekki henni að kenna þó viðtölin við
hana væru ekkert sérlega frumleg. Hún gerði
sitt bezta. En hún átti við mikla erfiðleika að
stríða. Eins og flestir Svíar þjáðist hún af
minnimáttarkennd. Það er alltaf hættulegt að
gera einkenni heillar þjóðar að algildri reglu,
en Sviar viðurkenna það sjálfir að rótgrónar höml-
ur geri þeim erfitt um vik þegar þeir koma
opinberlega fram. í samanbui'ði við nágranna
sína, hina snarlegu Norðmenn og hjartanlegu
Dani, eru Svíar þunglamalegir, varkárir og tor-
tryggnir í' garð ókunnugra. 1 raun og veru getui'
Svíi verið jafn elskulegur og hver annar, en
skaplyndi hans heldur aftur af honum og gerir
hann ósjálfrátt formlegan í framkomu.
Greta var sænsk alveg fram í fingui'góma. 1
æðum hennar rann ekkert framandi blóð. Hún
var líka óþjál, þegar hún hitti blaðamennina.
Jafn feimin og hún var, tók hún þessi blaða-
viðtöl nærri sér. Auk þess gat hún ekki með
nokkru móti talað um sjálfá sig, eins og félag-
ar hennar í leikskólanum höfðu fyrii' löngu kom-
NÝ TÍDINDI
(AF LÉTTARA TAGI)
ROY M. WOLFF heitii' tannlækn-
ir í Clayton í Missouri. Hann
komst að þeirri niðurstöðu, að allur
hviti liturinn í tannlækningastofum
gerði sjúklingana hrædda, og þó eink-
um börn.
1 stað hvíta læknasloppsins, tekur
Wolff nú á móti í litskrúðugri sport-
skyrtu, gulum buxum og grænum
skóm. Aðstoðarstúlkan hans er i
bláum slopp og bláum skóm og vegg-
irnir eru málaðir í skærum, fjörleg-
um litum.
Sjúklingatala tannlæknisins hefur
tvöfaldast á skömmum tíma.
KUNNINGJAR Spiros Galanopoul-
os í gríska þorpinu Lambeti
skildu ekkert hvað orðið hafði af
honum. Það var alltaf viðkvæðið,
þegar nafn hans vai' nefnt: „Hvert í
ósköpunum skyldi hann hafa farið.“
Fyrir skemmstu kom á daginn, að
hann var raunar ekki fjarri. Nafn-
laust bréf hafði það í för með sér,
að lögreglan gerði húsi'annsókn i
einu af húsum þorpsins. 1 kjallar-
anum fann hún týnda manninn. Ætt-'
ingjar hans höfðu læst hann þar inni,
eftir að þeii' lentu í deilum við hann
— fyrir fimmtán árum!
FR.O Addolorata Carbonelli í Pie-
dimente á Italíu þjáðist af þrá-
látri magapínu. Hún var að lokum
skorin upp —- og í maga hennar
fannst lyklakippa með þremur litlum
lyklum!
Þegar hún var innt eftir því, hvern-
ig lyklarnir væru þarna komnir,
kvaðst hún hafa gleypt þá, til þess
að maðurinn hennar kæmist ekki í
peningaskáp þeirra hjóna og sóaði
öllu sparifé þeirra.
izt að raun um. Hún var sér líka óþægilega með-
vitandi um menntunarskort sinn. Þetta varð allt
til þess að viðtölin við blaðamennina urðu hrein-
asta kvalræði fyrir hana. En það lágu líka aðr-
ar ástæður til þess. Stiller, sem hafði fyrirlitn-
ingu á fréttariturum, hafði ráðið henni til að
umgangast þá af mestu varkárni. Það var þess-
vegna ekki undarlegt þó Greta hefði lítil og
ópersónuleg áhrif á amerisku blaðámennina, þeg-
ar hún hitti þá í fyrsta sinn.
En bandarískir blaðamenn eru uppfinninga-
samir, einkum þeir sem skrifa í hin vinsælu
leikarablöð. Með því að gefa hugmyndafluginu
lausan tauminn, tekst þeim að gefa hverri stjörnu
sinn. persónulega blæ. Það mikilvægasta fyrir
hverja stjörnu eru séreinkenni hennar. Þegar
Þeir fundu upp allskyns auglýsinga-
brellur handa Gretu. Meðal annars
tóku þeir af henni mynd við hliðina
á ljóni!
Greta kom til Hollywood var Mary Pickford
t. d. „hin litla kærasta veraldarinnar“ og Clara
Bow „stúlkan með það“. Það var erfitt að eiga
við hlédræga, ópersónulega, feimna og í raun-
inni næstum steinþegjandi ókunnuga stúlku, sem
engin séreinkenni hafði. En „persónuleikahöf-
undarnir" hófu baráttuna.
Meðan á töku „Freistarans11 stóð, hafði meðeig-
andi í blaðinu Motion Picture Magazine sem hét
Rilla Page Palmborg, viðtal við hana. Maðurinn
hennar, sem var sænskur, var viðstaddur og túlk-
aði samtalið- Samt sem áður skrifaði blaða-
konan í greininni: „Það er aðdáunarvert að heyra
hve vel hún talar ensku, þar sem hún kunni ekki
eitt einasta orð í henni þegar hún kom.“ Þar
mátti lika lesa það, að Greta talaði með „yndis-
legum“ hreim og að röddin væri „djúp og á
lágu tónunum".' Hún var líka kölluð: ,,há, hlédræg
og óörugg“, og sagt — að hún hefði verið i ein-
faldri dragt, sem hefði þurft pressunar við.
Augu hennar voru falin undir grænum bráhár-
um . . . og hún hafði kvartað undan því að Kali-
forniusólin færu í augun á sér.
Ekert markvert gerðist eða kom fram í sam-
talinu. Greta sagði, að hún hefði orðið alveg ut-
an við sig, þegar Stiller var vikið frá, en gerði
engar aðrar athugasemdir um það. Hún sagði að
í Ameríku væri allt svo stórt og ólíkt þvi sem
það væri heima og að vinnustofur Metro-kvik-
myndafélagsins væru svo stórar að hún yrði alveg
rugluð þar. „Eg mundi villast í þeim, ef mér
væri ekki vísuð leiðin.“ Ennfremur sagði hún, að
hún hefði fram að þessu haft of mikið að gera
til að hafa heimþrá. Og um Bandarikin sagði hún:
„Allir ‘eru á svo miklum hlaupum. Okkur ligg-
ur ekkert á í Svíþjóð. 1 Ameríku er allir svo
hamingjusamir. Hvernig stendur á því að þið
eruð öll svona hamingjusöm? Ég er ekki alltaf
hamingjusöm. Bara stundum! Þegar ég er gröm,
verð ég ónotaleg. Eg hörfa þá inn í sjálfa mig
og segi ekki eitt einasta orð“. Hvað hlutverkum
,hennar viðvék þá sagði hún aðeins að hún vildi
einhverntíma fá að leika „góða stúlku“.
Á þessu lítilfjörlega samtali, sem ekki var á
nokkurn hátt leyndardómsfullt eða tvírætt, byggði
blaðakonan grein sína, sem birtist níu mánuðum
eftir að Greta kom til Hollywood, undir fyrir-
sögninni: „Greta Garbo á eftir að hrífa áhoi'f-
endur sína, en ég þori að fullyrða að hún verð-
ur alltaf að meira eða minna leyti óráðin gáta.“
Og til að undirstrika þetta, stóð ofan við grein-
ina þessi ósanna en lokkandi setning: „Dular-
fullur útlendingur.“
Nú var helgisögnin um hana komin af stað.
13. K.VI LI.
Og þegar sagan var komin á kreik ýtti til-
viljunin undir hana. Strax eftir leik sinn í
„Freistaranum“, var Greta látin leika á móti
John Gilbert í „Iðrun“, mynd sem gerð var eft-
ir skáldsögú Hermanns Sudermann. John Gilbert
var frægur sem „mesti elskhugi kvikmyndanna".
Varla var myndataka byrjuð, þegar orðrómurinn
um ákafa ást Gilberts- og hins nýja mótleikara
hans fékk byr undir báða vængi. Stjórnandi
myndarinnar, Clarence Brown, lét á sér skilja,
að aldrei hefði hann séð aðrar eins ástarsenur,
eins og milli Gretu og Gilberts. Hann lét fylgja
skýringu á því. „Ég vinn ineð hreint og ósvikið
hráefni," sagði hann. „Þau eru bæði stödd á
rósaskýi uppi í sjöunda himni ástarinnar og halda
að enginn sjái þau.“
Áður en fyrsta kafla í „málinu Greta-Gilbert“
var lokið, vai' það orðið að alþjóðlegri merkis-
frétt og ótrúlega umfangsmikið. „Þegar ást
þeirra blómgaðist sem bezt“, skrifar slúðurdálka-
ritarinn Adela Rogers St. John, „var Gretu og
Gilbert skipað í flokk með ódauðlegum elskend-
um, eins og Romeo og Juliu, Dante og Beatrice,
Antoniusi og Kleopötru. Þetta var persónugerð
ást milli manns og konu, eins ög Shakespeare
gerði hann þegar hann skrifaði sonettur sínar
til dökkhærðu konunnar”.
Þó Gilbert þoli varla samanburð við Romeo,
Dante og Antonius, þá var hann samt sem áð-
ur þekktur maður á þriðja tug aldarinnar. Hann
var afburða glæsilegur í útliti, med dökkt hár,
logandi augnaráð og blikandi hvítar tennur,
enda var hann vafalaust vinsælasti leikari þöglu
kvikmyndanna. Þegar hann kynntist Gretu, árið
1926, greiddi Metro honum 10.000 dali á viku.
Undir stjórn Erichs von Stroheim hafði hann
náð ótrúlegum vinsældum sem Danilo í „Kátu
ekkjunni“, en hún gaf fjórar milljónir dala í
aðra hönd og í henni voru djarfari ástarsenur
en nokkurn tíma höfðu sést. Gagnrýnendurnir
sögðu að þær einkenndust af „raunsæjum til-
finningum og ástríðum“. En velgengni hans varð
ennþá meiri í . Skrúðgöngunni miklu", som hvað
gróða sv.erti k 'm næst á eftir „Frumbyggja-
vagninum". „Það var nú hlutverk, sem vert er
að tala um,“ sagði Gilbert um þátt sinn í
„Skrúðgöngunni miklu", „Allt annað er bara
smjör".
En i raun og veru var John Gilbert bitur
og óhamingjusamur maður, sem aldrei hafði
ætlað að verða leikari. Foreldrar hans höfðu til-
heyrt þriðja flokks leikflokki; þau höfðu skilið
þegar hann var lítill og æska hans var auðug
af fátækt og vesæld •— oft saddi hann hungur
sitt með því að róta í öskutunnunum. Skólaganga
hans var glóppótt og henni lauk, þegar hann
var fjórtán ára gamall, alveg eins og menntun
Gretu. Eftir að hafa unnið margvísleg störf,
hafnaði hann sem leikari í kvikmyndunum með
15 dala tekjur á viku, en frá upphafi ætlaði hann
sér að vera kvikmyndastjórnandi. Til að fá
hann til að halda áfram að leika, var honum oft
lofað tækifærum til að taka kvikmynd, en hann
fékk aldrei að standa á bak við myndavélina —
hann var of dýrmætur fyrir framan hana. Þetta
olli honum vonbrigðum, sem hann komst aldrei
yfir.
5