Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 2
Við erum hérna nolckrir shipa-
smiðir, sem um það deilum, hve lang-
an tíma það hafi tekið að smíða
,jJjiberty-skipin“ bandarísku í heims-
styrjöldinni, það er að segja frá þvi
kjölurinn var lagður og þar til þeim
var hleypt af stokkunum.
jSg held því fram, að Bandaríkja-
menn hafi að lokum smíðað þau á
tveimur til þremur vikum, þegar bezt
létf Er þetta rétt hjá mérf — Ingi.
SVAR: Já. Tíminn var áður en
lauk um tvær vikur. Og eitt skip af
þessari tegund var smíðað á tíu dög-
um. En það þarf naumast að taka
það fram, að undirbúningur allur
tók mun lengri tíma. Það sem hér er
átt við er „samsetning" nefndra
skipa.
svipaðri spurningu áður, en þessi
gamla stjarna er nú gift frú í Frakk-
landi og sennilegast búin að leggja
leiklistina á hilluna fyrir fullt og allt.
Seinustu spurningunni getum við
ekki svarað.
búningurinn er dálítið eldri en siðan
um aldamót. En gamall getur hann
ekki talist sem þjóðbúningur. Það var
Sigurður málari Guðmundsson sem
breytti íslenzka kvenbúningnum, og
komst sú breyting í tízku 1860—70.
Gamli skautbúningurinn, sem tíðk-
aðist áður en faldbúningur Sigurðar
fór að breiðast út, var pils, treyja,
svunta og hempa utanyfir með fram-
þröngum ermum. Fötin voru svört og
oftast úr vaðmáli eða klæði. Pilsin
voru venjulega tvö, nærpils og sam-
fellda. Og miklu lengri lýsingu mætti
gefa af gamla kvenbúningnum, en
þetta verður að nægja að sinni.
SVAR: Okkur er kunnugt um, að
nokkur loftför eru enn í notkun í
Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn
nota þau víst aðallega við strand-
gæzlu.
Hefur Winston Churchill, fyrrver-
andi forsætisráðherra, komið til Is-
landsf Ef svo er, þá hvenœrt
— Spurull.
SVAR: Já, Churchili kom til Is-
lards í striðinu. Það var i ágúst 1941.
Hann var viðstaddur hersýningu á
Suðurlandsbraut.
MUNIÐ
Hafa konur nokkurntíma fengist
við nauta-att Ekki svo að skilja, að
ég sé að hugsa um að leggja það
fyrir mig, en við deildum um þetta
i saumaklúbbnum heilt kvöld og nú
langar mig að vita vissu mína. Þœtti
vœnt að fá svar sem fyrst. — H. S.
SVAR: Já, vissulega. Nokkrar
fást við nauta-at og kváðu gera það
gott. Átján ára gömul mexikönsk
stúlka er orðin feiknvinsæll nauta-
bani í ættlandi sínu. Þar hefur líka
bandarísk stúlka til skamms tíma
fengist við að drepa naut fyrir pen-
inga. Hún særðist eftir á að hyggja
illa í fyrra.
Eg hef hugsað mér að bregða
mér til útlanda. Eg mun fara til
Danmerkur og Svíþjóðar. Fœ ég
fararleyfi, ef ég er skuldugur við
skattheimtumenninaf — Sigurður
SVAR: Þá þarftu að fá undan-
þágu og einhver þarf að ganga í
ábyrgð fyrir þig. Við erum bundnir
hálfgerðum átthagafjötrum Islend-
ingar. Það er sumsé hægt að banna
okkur utanferðir, þó að við höfum
ekkert brotið af okkur. Svo er það
víst nýjast, að menn þurfa að hafa
greitt hálft tryggingargjald til þess
að fá vegabréf.
Vika mín, villtu gefa mér tækifæri
til að láta i Ijós gremju mína. Ástœð-
an er auglýsing, sem ég sá í dag-
blaði fyrir fáeinum dögum. Þar var
auglýst eftir síldarstúlkum, en tekið
fram að þœr yröu að vera vanart
Erum við ekki komin út i öfgar í
þessum efnumt Okkur vantar sjó-
menn, en þegar auglýst er eftir þeim,
er þess nœrri undantekningarlaust
krafist, að þeir verði að vera „vanir".
Með leyfi að spyrja, þarf ekki að
lœra sjómennsku eins og hvað annað I
Nú finnst mér það vera að bera í
bakkafullan lœkinn, þegar sömu kröf-
ur eru gerðar til síldarstúlkna. Einu
sinni verður nefnilega allt fyrst —
jafnvel að stúlka fari á síldarplan.
Og ég sem hélt að skortur hefði ver-
ið á síldarstúlkum á stundum síðustu
ár.
Eg skrifa þetta vegna þess að
dóttvr min og vinkona hennar eru að
hugsa um að fara i síld. Þaer eru
óvanar. Hvað í ósköpunum eiga þœr
nú að geraf — Gröm móðir.
Hvemig er það, er íslenzki kven-
búningurinn, eins og hann tíðkast i
dag, nokkuð sérstaklega gamall f
Það er eins og ég hafi heyrt, að hann
sé bara frá því um aldamótin. Get-
ur VIKAN upplýst mig um þettaf
— Herdís.
SVAR: Þetta er ekki alveg rétt;
Eg var að lesa um daginn um
Hindenburg-slysið, þegar þýzka
risaloftfarið fórst við lendingu í
Bandaríkjunum. Er dagur loftfar-
anna alveg liðinnt Getur VIKAN
sagt mér, hvort þau séu nokkur-
staðar ennþá í notkunf — Áhuga-
samur.
Hve lengi hefur Thor Tliors verið
sendiherra í Bandaríkjunum f Þetta
er veðmál, svo að svarið getur
naumast komið of fljótt. — A-j-F.
S VAR: Thor hefur verið sendi-
herra okkar í Washington síðan 23.
október 1941. Hann hafði áður um
eins árs skeið verið aðalræðismað-
ur Islands í New York.
BRÉFASAMBÖND
Birting á nafni, aldri og heimilisfangi
kostar 5 krónur.
Ölafur J. Hansson (við 19—27
ára stúlkur), Elliða n, Seltjarnar-
nesi. —- Hrafnhildur Jónsdóttir (við
15—17 ára pilt eða stúlku), Norður-
götu 52, Akureyri. — Hörður Júlíus-
son og Hilmar Kúld (við 16—17
ára stúlkur), báðir til heimilis að
Norður-Nýjabæ, Þykkvabæ, Rang-
árvallasýslu.
FORSÍÐUM YNDIN
Gunnar Rúnar tók myndina.
Eins og hún ber með sér, var
hann staddur á réttum stað á
réttu augnabliki. Jú, stráksi er
að sýna kunningja sínum hvar
tönnin var — áður en hún fauk.
Getur Vikan sagt oklcur, hvar
Diana Durbin er niðurkominf Er hún
hætt að leikaf Getum við átt von á
nokkrum gömlum myndum með henni
hingaðt — Vinkonur.
SVAR: Vikan hefur víst svarað
NORA MAGASIN
»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»>:»»»»»»»»»>:
|
Njótið sumarferðarinnar
■ “ I
o
••cS
J3
•M
*.c3
«M
☆
1 HÓPI glaðværra ferðafélaga. —
Fararstjórarnir sem allir eru þaul-
vanir ferðamenn með mikla mála-
kunnáttu létta öllum áhyggjum af
ferðafólkinu. —
— Eyðið ekki tímanum í óþarfa umstang
☆
Takið þátt í hinum vinsælu hóp-
ferðum Orlofs h.f. um:
RLOF H.F.
Norðuriönd,
Þýzkaland,
Frakkland,
Holland,
Belgiu,
Luxembourg,
Spán,
Tékkóslóvakíu,
Júgóslaviu,
Austurríki og
Italíu.
Alþjóðleg Ferðaskrifstofa
Austurstræti 8 — Sími 82265
»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»♦»»»»»»»»»:
Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Astþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 495.