Vikan


Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 4

Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 4
5 ALAIM L E MAY Fyrirheitna Inndiö Comanchar setjast um bæ Henrys Ed- wards, drepa hann og Mörtu konu hans og syni þeiraa tvo og ræna dætrunum, hinni 17 ára gömlu Lucy og Deboruh, sem er á tíunda ári. Amos, bróðir Henrys, safnar liði og veitir morðingjimiun eftirför. Þeir eru sjö í eftirfararflokknum, þar á meðal Martin Pauley, fóstursonur Henrys og Mörtu. Þeir rekja slóð indíánanna og leggja nótt við dag. Að lokum finna þeir þá. Þeir hafa áð hjá dálítilli mýri og virð- ast ætla að hafa þar næturstað. Þ ETTA var klappað og klárt. Þeir ætl- uðu að freista þess að fæla hestana frá fjandmönnum sínum þarna við mýrarjaðarinn úti á sléttunni. Svo Varð þetta að ráðast. En hestunum ætluðu þeir að reyna að komast að og stökkva þeim eitthvað \ út í myrkrið. Amos lét þá bíða þarna á brúninni góðan klukkutíma fram yfir myrkur. Þeir elduðu ekki. Þeir stýfðu kalt kjöt upp í sig. Þeir horfðu á fjallgarð- inn úti við sjóndeildarhringinn, þar sem sléttunni lauk. Þeir voru að miða þessa litlu nafnlausu mýri, þar sem indíánarnir höfðu áð. Ef þeir gættu ekki að sér, gætu þeir auðveldlega álpast fram hjá henni í myrkrinu. Þegar stjörnurnar komu fram, þessar sem þeir þekktu, tóku þeir mið af þeim. Þeir ætluðu ekki að eiga neitt á hættu. Martin Pauley sat afsíðis, og þegar rökkvaði, settist hann fremst á brúnina og hafði ekki augun af mýrinni. Hann var að hugsa um Lucy og Deboruh fóstursystur sínar og um Amos, bróður fósturföður sins. En mest um Amos. Honum geðjaðist ekki að breytingunni, sem á honum var orðin. Hann bar það með sér, að hann var búinn að telja systurnar af, hafði enga trú á því, að þær væru enn á lífi. Honum var hefnd í huga, e"kkert annað. Hann hafði aðeins eitt markmið — að drepa indíána. Amos fór sér að engu óðslega. Honum virtist ekkert liggja á, þegar þeir stigu á hestana og létu þá fikra sig niður skriðuna í myrkrinu, niður á sléttuna. Hann ætlaði sér að koma að hestum indíánanna rétt fyrir birtu. Hann vildi ekki þurfa að eiga við þá lengi indíánana i myrkrinu. Hann vildi ekki að myrkrið skýldi þeim á meðan þeir væru að átta sig. Tunglið kom seint upp og það var óverulegt tungl. Þá urðu þeir svartir skuggar á dökkbláum grunni. Veröldin var eintómt myrkur og ótrúlega hljóð. Nema hvað þeir heyrðu stöku sinnum ref gelta, og undir miðnætti heyrðu þeir í úlfi. Brad Mathison reið upp að hliðinni á Mart. „Hvernig fannst þér þetta gól?“ Mart var ekki viss. Sagði samt, að sennilegast hefði þetta áreiðanlega verið i'ilfur. Sem undirstrikaði að sjálfsögðu, að hann var á báðum áttum. ,,Veit ekki," taptaði Brad áhyggjufullur. „Jú, gæti svosem verið úlfur, en gæti líka verio —.“ Hann ypti þreytulega öxlum og lét þar við sitja. Um hálfri stundu seinna heyrðu þeir uglu væia. Rétt á eftir heyrðu þeir vælið í annarri, og þá var hin þögnuð. Svo tók önnur við og þannig koll af kolli. Þær virtust alltaf í næsta nágrenni við þá þessar uglur og það heyrðíst aldrei nema til einnar i senn. Þetta var draugalegt og óhugn- anlegt. Þegar Mart var búinn að fá nóg þokaði hann hesti sinum upp að Amos. ,,Hvað heldurðu?" spurði hann um leið og ugla vældi enn einu sinni. Amos ypti öxlum. Hann var með hendur í vösum. Mart hafði séð hann ríða svona áður, en í þetta skipti virtist ekkert hik á honum. Hann vissi hvað hann vildi og hvert hann var að fara. ,,Ekki gott að segja," svaraði hann. „Þú ert sumsé ekki viss um, að þetta séu raunverulegar uglur?“ „Rauitverulegt er það. Nóttin vælir ekki sjálf.“ „Veit ég það, en það er auðvelt að væla eins og ugla. Þú gætir það, eða — ,,Nú, ég er að minnsta kosti ekki að því.“ ,, — eða ég gæti það. Þetta gæti verið hvað sem er.“ „Eg skal segja þér sögu. Fuglar g£ta verið kindugir. Stundum er engu líkara en þeir séu að reyna áð herma eftir sjálfum sér. Það borgar sig ekki að taka of mikið mark á þessu.“ „Það er bara þetta,“ sagði Mart og gaf sig ekki, „þessar uglur væla allar nákvæmlega eins, eins og það væri bara ein einasta ugla og hún væri að elta okkur. Líst ekki á þetta, Amos. Hélt að uglurnar hérna héldu sig mestmegnis kringum sömu þúfuna." „Veit ég vel, Sveinki. . . Nú skal ég segja þér nokkuð. Nú skal ég láta þær þagna, úr því þær fara í taugarnar á þér.“ Hann myndaði stút á munninn og vældi eins og ugla. Þó ekki bara eins og einhver ugla. Hljóðið, sem kom úr hálsi hans, var nákv’æmlega eins og hitt, sem þeir höfðu verið að enda við að heyra. Og upp frá því heyrðist engin ugla væla. Mart var hættur að velta þessu fyrir sér og reið þegjandi á eftir Amos, þegar hesturinn hans hægði á sér og hafði nærri numið staðar. Mart hafði tekið ósjálfrátt í tauminn, eins og hann væri ósjálfrátt að forðast það sem framundan lá. Hann kveið ekki fyrir bardaganum -— að minnsta kosti hélt hann, að hann væri ekki hræddur. Hann þráði ekkert heitara í veröldinni en sjá framan í Comanchana; það var hann fullkomlega viss um. Hitt óttaðist hann, að í ljós kæmi, að hann væri heigull. Hann reyndi að segja sjálfum sér, að þessi ótti væri vita ástæðulaus, en árangurslaust. Það var eitthvað innra með honum sem hann gat alls ekki skilið. Það var búið að búa þar síðan hann mundi eftir sér. Sem barn hafði hann dreymt sama drauminn upp aftur og aftur á stundum. Það var ósvikin martröð. Draumurinn sá byrjaði sem algert myrkur, bleksvart og djúpt. Svo varð allt logandi rautt. Svo heyrði hann þessi undarlegu hljóð annarleg gól margra manna, sem æptu og ýlfniðu í kór. Þessi grimmilegu gól nálguðust hann í draiimnum, unz þau virtust allt i kringum hann. Þau fylltu hann ólýsanlegri skelfingu, þó að hann væri aldrei viss um, hverskonar menn þetta voru, sem gáfu frá sér svona dýrsleg hljóð. Hann reyndi að hljóða, en gat það ekki. Hann reyndi að hreyfa sig, og gat það ekki. Unz hann vaknaði kófsveittur og skjálf- andi. Nú var langt um liðið síðan hann hafði dreymt þennan draum, en stundum greip hann einkennilegur ótti, þegar hann var einn í myrkrinu. Svo var til sú lykt, sem kom honum úr jafnvægi. Einmitt núna olli þetta honum áhyggjum, því að þessi lykt, sem hann þoldi ekki einhverra hluta vegna og sem gat komið honum í uppnám þótt hann léti á engu bera, það var ilmurinn af skinnklæðum indíánanna. Þó hafði hann oft hitt indíána og talað við þá á merkjamáli og jafnvel verzlað við þá. En ef hann kom á stað, þar sem indíánar höfðu áð, eða ef hann fann óvænt þennan þef, þá greip hann á stundum svipuð skelfing og í draumnum hræðilega. Hann reyndi að setja þetta í samband við morðnóttina, þegar indíánarnir höfðu sest um bæinn foreldra hans og drepið þá og allt skyldu- lið hans. En hann mundi bara alls ekki eftir þessari nótt. Einhver hafði borið hann sofandi út i kjarrið, þar sem hann hafði seinna vaknað einn og yfirgefinn í myrkrinu. Löngu seinna, þegar hann hafði vit til, hafði þessu verið lýst fyrir honum. En aðeins í stórum dráttum. Edwardarnir höfðu aldrei kært sig um að tala mikið um það. Og loks var það eitt enn, sem gat kippt undan honum fótunum; það hafSi komið aftan að honum aðeins tvigvar þrisvar á ævi hans, og þó olli það honum meiri áhyggjum en draumurinn og lyktin, þvi að á þvi virtist engin skýring til. Hann leit á þennan þriðja veikleika sinn sem fullkomna sturlun og forðaðist að hugsa um hann. Og komst þó stundum ekki hjá því, eins og til dæmis núna. Svo að nú var hann kviðinn og óttaðist, að hann kynni að reynast 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.