Vikan


Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 13

Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 13
komast að þeirri niðurstöðu, að mál væri að forða sér. Menn þustu æpandi og skrækjandi í allar áttir. Ringulreiðin var ægileg, og Garcia smeygði sér inn í hana miðja og hvarf. VEGURINN hlykkjaðist upp fjallshlíðina og fjallið virtist ná alla leið upp í himininn. Bílhreyfillinn hóstaði og stundi af áreynslu. Langferðabíllinn með Bartolome við stýrið nálgað- ist Los Altos. Farþegarnir lágu á rúðunum. „Þetta er talsverður klettur," tautaði Henshaw hreinlætis- tækjakaupmaður. „Virðingarfyllst bíðið með aðdáunina," skipaði Bartolome. „Við erum ekki enn komin að hinni hroðalegu dásemd. Þessi staður er kallaður La Cabeza, höfuðið, vegna þess að það heit- ir hann. Útsýnið héðan er bara miðlungsdásemd.“ Augun í Janet Martin ljómuðu af ákafa. „Við erum í miðj- um fjallgarðinum," hvíslaði hún að Doan. „Einn af liðsforingj- um Cortezar sá þennan fjallgarð fyrstur hvítra manna. Fjall- garðurinn minnti hann á sofandi konu. Hann sá hann fyrst frá hinni áttinni — svosem hundrað og tíu mílur héðan.“ „Hvað hét þessi náungi?" spurði Doan. „Emile Perona liðsforingi. Hann var ævintýramaður og hermaður. Hann var yngri sonur spánsks aðalsmanns og hann var einn af fyrstu Evrópumönnunum, sem sáu Ameríku. Hann fann þetta land sem við nú ökum um. Það heillaði hann, því að það líktist honum að ýmsu leyti.“ „Var hann laglegur ?“ spurði Doan og gaf henni homauga. „Já, vissulega,“ sagði Janet þýðlega. „Mjög svo. Hann var hár og dökkur og karlmannlegur, með svört, sindrandi augu og mjallahvítar tennur. Hann gat verið grimmur og óvæg- inn, eins og allir ofurhugar voru í þá daga, en hann var heið- arlegur og drenglundaður." Hún brosti angurvært. „Þú virðist þekkja hann furðuvel,“ sagði Doan, „þegar þess er gætt, að það eru víst kringum fjögur hundruð ár síðan hann gaf upp öndina.“ „Ég hef lesið um hann,“ sagði Janet. „Ég kann líka að lesa,“ sagði Doan, „og geri það oft. En ég hef aldrei kynnst neinum Perona liðsforingja. Hvar í ósköp- unum grófstu hann upp?“ „Hans er getið í dagbókum Cortezar." „Sagði Cortez að hann væri laglegur ?“ „Nei,“ sagði Janet og sneri upp á sig. „Haltu áfram,“ sagði Doan vingjarnlega. Janet hristi höfuðið. „Nei. Þú ert að gera gys að mér.“ „Vitleysa,“ andmælti Doan. „Og Vaskur er ekki heldur að gera gys að þér. Okkur likar vel við þig.“ „Finnst þér — finnst þér ég vera kynbombuleg ?“ „Hvað í ósköpunum áttu við?“ spurði Doan undrandi. Janet var eldrauð í framan. „Finnst þér það ekki? Ég meina — í alvöru.“ „Auðvitað finnst mér það,“ sagði Doan brosandi. „Ég átti bara eftir að víkja að því.“ „Nú ertu þó að gera gys að mér!“ Janet kipraði saman munninn. „En mér er rétt sama! Það er ósatt og það er ljótt að láta stúlkur halda að þær séu það!“ „Hvað er ósatt?“ spurði Doan. „Þetta sem þeir segja í bókunum og kvikmyndunmn, að maður þurfi ekki annað en fara á góða snyrtistofu og áður en maður viti af, séu allir karlmenn orðnir — orðnir bálskotn- ir í manni!“ „Úr fjarlægð, auðvitað,“ bætti Doan við. „Nei!“ sagði Janet reiðilega. „Ég vil ekki að þeir verði skotnir úr fjarlægð!“ „Ég er talsvert fljótur að verða skotinn, ef því er að skipta,“ sagði Doan góðlátlega. „Er þér nokkur fróun í því?“ „Já, eiginlega.“ Janet brosti. „Sjáðu til, ég eyddi 75 dollur- um á snyrtistofu áður en ég fór í þessa ferð, og ég var satt að segja byrjuð að verða fyrir vonbrigðum með árangurinn. Eng'inn karlmaður virtist gefa mér gaum, frekar — frekar en ég væri ekki til! Ég á við — “ ,',Ég veit hvað þú átt við,“ greip Doan fram í fyrir henni. Janet teygði úr fótunum. Vaskur opnaði augun andartak og horfði á hana. Janet horfði hugsi á fætuma á sér. „Vilja karlmenn hafa fæturna á kvenfólkinu svona?“ spurði hún. Doan virti þá fyrir sér. „Já.“ „Ég er berfætt.“ „Ég var búinn að taka eftir því.“ „Ég er með málaðar táneglur.“ „Fer þér einkar vel,“ sagði Doan. Janet dæsti ánægjulega. „Ég á bágt með að trúa því, að ég sé í raun og veru hérna og að þetta sé í raun og veru að ske. Þetta er jafnvel dásamlegra en ég hafði látið mig dreyma um. Mér finnst blátt áfram sem ég verði að tala við einhvern. Má ég segja þér allt af létta?“ „Með einu skilyrði,“ sagði Doan. „Og það er, að þú játir ekki á þig neina glæpi. Af því ég er leynilögreglumaður, virð- ist fólk halda, að ég hafi einhverja ánægju af því að heyra HEIMSOKN Búntngurinn er vafalítið óþægileg- ur, en þetta mega þeir menn sumsé liafa sem giftast meykóngum. Kann- ist þið við hann? Jú, það er hann Philipus prins, maður Elizabethar. Myndin er^tekin við það tækifæri, þegar hann kom í heimsókn til Cardiffkastala i Bretlandi. Af þvi tilefni er hann í einkennisbúningi höfuðsmanns í lífverðinum. Philipus er maður hár og myndarlegur, og ioðhúfan gerir hann jafnvel hærri. Náunginn, sem glápir á prinsinn og sýnist hálfgerður dvergur, er borg- arstjórinn í Cardiff. það játa á sig glæpi. Þú trúir því ekki, hvað þetta er hvimleitt." Janet horfði undrandi á hann. „En ég hefði einmitt haldið, að þú vildir að fólk játaði. Það mundi spara tíma og erfiði.“ „Kemur heim,“ sagði Doan. „En ég kæri mig ekki um neinn tímasparnað. Þetta er hálfgerð tímavinna hjá mér. Því lengri tíma sem það tekur mig að leysa málið, því meira ber ég úr býtum. En hvað ætlaðirðu annars að segja mér?“ „Þú verður að lofa mér því að hlægja ekki að mér.“ „Ég lofa því.“ „Ég er kennari," hvíslaði Janet. Doan lét sem hann yrði ákaflega hneykslaður. „Þú ert að gera að gamni þínu!“ „Þú lofaðir!“ „Ég er grafalvarlegur.“ ' ^ Janet sagði: „Ég er kennari í kvennaskólanum í Wisteriu." „Nei, heyrðu mig nú!“ sagði Doan. „Þetta er heilagur sannleikur. Það er semsagt til bær, sem heitir Wisteria, og það er semsagt kvennaskóli á staðnum og ég er semsagt einn af kennurunum. Ég er í fríi. Ég fékk fríið þegar ég sagðist þurfa að heimsækja fárveika frænku. Ég á auðvitað enga fárveika frænku. Ég á alls enga frænku. Ég á alls engin skyldmenni. Ég var á munaðarleysingjahæli þangað til ég varð átján ára. Það var hræðilegur staður. Við urðum að vera í einkennisbúningum! Og við gengum í ullarsokkum, sem stungu mann.“ „Það er óskemmtilegt,“ samsinnti Doan. „Hælið útvegaði mér vinnu í kvennaskólanum. Ég er tals- verður námshestur. En kvennaskólastúlkur eru voðalegar — einkum ef þær eru ríkar — og ég var einhvernvegin utangátta. Það var viðburður ef ég sá karlmann, og þá sjaldan ég sá karl- mann, sá hann mig ekki. Og kvennaskólinn er óttalega íhalds- samur <5g forstöðukonan skelfilega siðavönd, og ég sá ekki ann- að framundan en að ég mundi pipra!“ „Þar til þú uppgötvaðir Mexiko og Cortez — og Perona liðs- foringja.“ „Já. Ég var að læra spænsku af því það á að fara að kenna hana í skólanum. Og svo fékk ég áhuga á löndunum þar sem spænska er töluð og sögu þeirra. Ég las urmul af bókum. Jafn- vel gömul handrit, sem aldrei höfðu verið prentuð. Skólinn hef- ur makalaust bókasafn, sem enginn notar. Ég las um Cortez!*og: menn hans, og svo rakst ég á dagbók manns að nafni GiPDe Lico. Hann var sagnfræðingur — einskonar einkáritári'' einkasagnfræðingur Cortezar. Hann sá um skýrsluhald leið- angursins, og dagbókina hélt hann einungis vegna fjölskyldu sinnar heima á Spáni. Hann ferðaðist um með Perona liðsfor- Framhald á bls. Vt. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.