Vikan


Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 11

Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 11
STEINMENNIRIMIR — framhald af hls. 7 mannsins var ekki svart, heldur grátt. Augun voru grá og varirnar, hárið, nefið, hakan — allt var þetta steingrátt. Og hendin, sem hélt á spjótunxnn, virtist meitluð í stein. „Drottinn minn!“ hvíslaði Hansen. Og svo tók hann til fótanna. Hann hljóp yfir rjóðrið, en nam staðar í skógarjaðrinum og leit um öxl. Sá innfæddi stóð enn grafkyrr, eins og hann hefði vaxið upp úr jörðinni með trjánum. Jæja, hugsaði hann, ef hann stendur þarna bara, þá má mér svosem vera sama. Hann lagði af stað inn í skóginn. Og andartaki seinna hafði hann aftur numið staðar. Því að þarna, beint fyrir framan hann, stóð annar grár maður og sneri bakinu í hann. Hann horfði út í rjóðrið og. sá að hinn maðurinn stóð þar ennþá. En um leið gerði hann aðra uppgötvun. Það hafði fjölgað í rjóðrinu. Svo- sem þrjátíu metra frá honum, stóðu að minnsta kosti tuttugu eyjarskeggjar. Og þeir stóðu grafkyrrir og hljóðir eins og nóttin. Hann tók til fótanna. Hann hafði ekki hugmynd um, hvert hann var að hlaupa. Hann hafði ekki hugmynd um, hve lengi hann hljóp. Það var bara allt í einu kominn dagur. Sólin var komin á loft og hitinn í skóginum var ægilegur. Hann verkjaði í höfuðið og munnurinn var skraufþurr. Hann reikaði inn í lítið rjóður, og þaðan fann hann greini- lega sjávarlykt og heyrði niðinn í sjónum. Hann leit í síðasta skipti um öxl. Og þeir voru þarna á hælunum á honum stein- mennirnir, minnst tuttugu talsins og beindu að honum stein- augum sínum. Svo rak hann fótinn í eitthvað og steyptist fram yfir sig. Hann stóð ekki á fætur aftur. Andlitið á honum lá ofan í heitri leðju, og þótt af honum væri gengið, skaut þeirri hugsun upp í huga hans, að þetta væri skrýtið, því að það hafði ekki rignt um nóttina. Ég verð að komast héðan, hugsaði hann. Hann bar fyrir sig hendurnar og reyndi að rísa á fætur, og það var þá sem hann uppgötvaði, að handleggirnir á honum voru sokknir í leðjuna. Hann reyndi aftur að lyfta þeim, en líkami hans sökk dýpra í leðjuna, og þar kom að aðeins höfuðið stóð upp úr. Vafningsviður hékk niður úr trjánum. Hann kippti hand- leggjunum upp og að lítilli stundu liðinni tókst honum að losa annan, þótt hann sykki dýpra við átakið. Hann greip í viðar- taugina, sem næst honum var, og stundi eins og dýr, þegar hún slitnaði. Hann þreif til annarrar og hún hélt. Hann hóf sig hægt upp með annarri hendi, og þegar hin var laus, greip hann báðum höndum um taugina. Nokkrum mínútum seinna var hann laus úr leðjunni og lá á dálítilli grastó í miðju feninu. Hann horfði í kringum sig. Steinmennirnir vorú horfnir. Þetta hlaut að hafa verið draumur. Þetta gat ekki hafa skeð. Hann lokaði augunum og opnaði þau aftur, en allt var við hið sama, hitinn, blár himinninn, fenið, flugurnar sem sveim- uðu yfir andliti hans. Skrýtið, hugsaði hann svo, að hann skyldi ekki heyra í flugunum. Þær hringsnerust yfir andlitinu á honum, en suðið vantaði. Hlýtur að vera eitthvað að eyrunum á mér, *hugsaði hann. Hann reyndi að bera hendurnar upp að eyrunum, en gat það ekki. Hann gat ekki hreyft sig. Hann reyndi að sparka, en hafði ekki þrek til þess. Ekkert gat unnið á leirskelinni, sem hélt. honum í heljargreip sinni, sem huldi hann frá hvirfli til ilja og sem harðnaði með hverri sekúndu. Þegar sólin var búin að baka þessa skel í nOkkra klukku- tíma. var hún orðin eins og steinn. Hansen hélt lengi áfrúm að reyna að slíta sig úr steinböndunum, en þegar sólin gekk til viðar og myrkrið grúfði sig yfir skóginn, þá varð hann að viðurkenna, að hann mundi verða um alla eilífð á þessari eyju. Hann þóttist heyra skip blása til brottferðar, og hann hélt hann sæi reyk úr skipi bera við loft. En sannleikurinn var sá, að hann sá og heyrði ekkert, hreint ekkert. Hann var dauður. Steindauður. MITZI HJÁ METRO Mitzi Gaynor er ein vinsælasta unga stjarnan í Hollywood um þessar mundir. Hún er brúnhærð, léttlynd og hláturmild, segir í fréttatilkynningu kvikmyndafélagsins hennar, Metro-Goldwyn- Mayer. — Nýjasta myndin hennar heitir kvenfólkið; það er músík- mynd í litum. Gene Kelly fer með hitt aðalhlutverkið. Áður en Mitzi kom til Metro var hún á samningi hjá Paramount. Hjá þvi félagi lék hún I þremur myndum í fyrra. Perill hennar í Hollywood hófst annars fyrir rösklega sex árum. MAÐURINN SEM EKKI.VAR TIL FRAMHALD AF BLS. 7 unarerindum, látið í ljós áhuga á skotvopnum og byrjað að skoða safn Vaughans. Skot hafði óviljandi hlaupið úr einni skammbyssunni og Bernays látist samstundis. Bréfinu laúk með því, að Vaughan lýsti því, hvernig hann hefði í örvsðút- ingu sinni valið þann kost að flýja. Lögreglan heimsótti húsið, sem ,,Bretinn“ vísaði á, fann líkið og hóf leit að Henry Vaughan, eins og Peltzer hafði ætlast til. En hann var hvergi finnanlegur. Berre leynilögreglumaður velti bréfinu frá Sviss lengi fyrir sér. Sú staðreynd, að ekki fannst tangur né tetur af Vaughan, sannfærði hann um, að ekki hefði verið um neitt slys að ræða. Kaupsýslumaður gat ekki horfið svona gjörsamlega alveg fyrirvaralaust. Og hann hafði illan bifur á Armand Peltzer, sem nú var nærri því daglegur gestur á heimili Julie og byrj- aður að tala um að giftast henni. En það var þessi fjarvistarsönnun. Gat Peltzer þá hafa notað leigumorðingja ? Berre gerði þá uppgötvun, að rithönd Henrys Vaughan var nákvæmlega eins og Leons Peltzer. En Armand var við þessu búinn. Hann sýndi leynilögreglumann- inum bréf, sem hann kvaðst hafa fengið frá Leon sama dág- inn sem Bemays dó. Og bréfið hafði verið póstlagt í Banda- ríkjunum. En Berre gafst ekki upp. Næst komst hann að því að maður, sem eftir lýsingunni að dæma gat verið Leon, hafði keypt skammbyssur í London og París. Loks tókst honum að grafa upp franska leiksviðsbúningasalann. Nákvæm rannsókn hjá skipafélögum leiddi í ljós, að maður, sem var nauðalíkur Leon, hafði komið til Evrópu áður en morð- ið var framið. Þegar þar við bættist, að ljós hár fundust í greiðu, sem hinn svarthæröi Henry Vaughan hafði notað í einú hótelinu, sem hann dvaldist í, var gefin út skipun um að hand- taka Leon Peltzer. Það tók tvo mánuði að finna hann, en árið 1882 voru bræð- urnir dregnir fyrir rétt. Þeir neituðu sekt sinni afdráttarlaust, þar til Leon féll skyndilega allur ketill í eld, játaði og lýsti yfir, að hann hefði verið verkfæri bróður síns. Báðir vóru sekir fundnir um morð, en þar sem búið var að afnema dauða- refsingu í Belgíu voru þeir dæmdir í ævilangt fangelsi. Armand, maðurinn sem nærri því hafði tekist að fremja hið fullkomna morð, dó í fangelsinu. Leon var látinn laus eftir þrjátíu ára fangelsisvist og lifði í tíu ár í viðbót áður en hann framdi sjálfsmorð. — JUSTIN ATHOLL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.