Vikan


Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 5

Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 5
mannleysa þegar á hólminn væri komið, og verða sér til skammar. Hann byrjaði að stappa stálinu i sjálfan sig með því að tauta heitstrengingar fyrir munni sér. „Ég mun mæta þeim augliti til auglitis. Ég mun ryðjast um á meðal þeirra í myrkrinu. Ég mun leggja á þá hendur og tortíma þeim. Þó að ég særist hundrað sárum, mun ég ekki hopa. ..“ En ekkert leið honum samt betur. Hann hélt það gæti naumast verið meir en klukkutími til birtu, þegar Brad kom út úr myrkrinu og hvíslaði: „Ég held við séum komnir framhjá." Mart horfði í austurátt og óttaðist að bjarminn, sem boðaði nýjan dag, l^æmi of fljótt. En nóttin var enn mjög dimm, þótt tunglið væri að fölna. Hann fann heitan gust strjúkast um vinstri vanga sinn. „Hann er orðinn suðlægur,-' svaraði hann. „Ef hægt er þá að kalla þetta vind. Mér sýnist Amos vera búinn að breyta um stefnu. Vill hafa áttina í bakið.“ „Það veit ég. En ég held —.“ Amos hafði stöðvað hest sinn, og nú lyfti hann hendinni. Hinir sex riðu til hans, námu staðar og biðu þöglir. Mart hlustaði út í myrkrið, en heyrði ekkert hljóð. Amos reið af stað og þeir riðu í stundarfjórðung áður en hann stöðvaði hest sinn aftur. ■ Nú heyrðu þeir veikt hljóð, sem erfitt var að greina og sem þeir þeklctu þó, þegar þeir lögðu við hlustirnar. Froskar að ropa í kór. Amos hvíslaði: „Hafið dálítið bil á milli ykkar. Haldið röðinni og eltið mig. Ég fer eins nálægt og ég þori.“ Þeir lengdu bilið á milli sín og riðu enn af stað, eins hægt og varlega og þeir gátu. Froskasöngurinn magnaðist og þetta ráma rop eða kvak varð svo hátt, að Mart óttaðist, að þeir mundu riða ofan á einhvern indíán- ann áður en Amos sveigði frá. Og enn riðu þeir lengi. Þeir höfðu Pól- stjörnuna um stund á hægri hönd. Svo var hún lengi fyrir aftan þá. Svo á vinstri hönd, svo fýrir framan þá. Loks var hún aftur á hægri hönd og Amos nam staðar. Þeir voru á sama stað sem þeir höfðu lagt upp, búnir að fara hring. Á austurloftinu sást gráleitur bjarmi; þeir hefðu hitt stund- ina upp á sekúndu, ef það, sem þeir voru að leita að, hefði aðeins fundist þarna. Mose Harper mjakaði hestinum sínum inn í hópinn. „Ég reið yfir öskuhrúgu," sagði hann við Amos. „Sástu hana? Mér fannst þú fara nokkuð nærri.“ „Hægan,“ sagði Amos. „Ég er að hlusta.“ Mose lækkaði röddina. „Littu á, það var ekki neisti í öskunni, hvað þá meira. Amos, þessir djöflar eru farnir héðan fyrir löngu.“ „Af baki með ykkur," sagði Amos. „Hvað ætlarðu að gera?“ spurði Mose Harper. „Við höfum rétt farið fetið. Hestarnir eru óþreyttir." „Af baki,“ endurtók Amos stuttaralega. „Strax!“ Mart var að lagfæra á sér annað stígvélið, þegar Brad kraup við hlið- ina á honum. „Horfðu þangað," hvíslaði hann og hnykkti til höfðinu. „en láttu ekki bera á því.“ Mart gerði það. Það var komin grá slikja á sléttuna, eins og landið væri að rísa úr djúpi. Það var dagur að heilsa. Andartalc þóttist Mart sjá þúst í landslaginu, sem hann kannaðist ekki við að ætti að vera þar. En aðeins andartak. Þegar hann brá hendinni upp að augunum og hugðist athuga þetta nánar, þá var það horfið. Hann sagði: „Sem snöggvast sýndist mér — en þáð getur varla verið.“ „Það var eitthvað á hreyfingu þarna.“ „Gæti verið úlfur.“ „Kannski. En þetta er eitthvað skrýtið, Mart. Comancharnir hafa hvílt sig á nóttinni, ekki verið á hlaupum. Að minnsta kosti eftir fyrstu hundrað mílurnar.“ Nú tók við biðstund, erfið og löng, á meðan þeir biðu eftir deginum. „Þeir eru hérna," sagði Amos að lokum. „Þeir ætla að berjast. Það er augljóst.“ Enginn andmælti, enginn svaraði. Mart beit á jaxlinn og aðgætti riffil- inn sinn hvað eftir annað. „Ég verð að standa mig,“ endurtók hann sifellt við sjálfan sig. „Ég verð að gera það sem af mér er vænst. Sama hvað það er.“ Það var byrjað að suða fyrir eyrunum á honum. Hinir stóðu kyrrir og biðu. Þyrftu þeir að segja eitthvað, gættu þeir þess að tala í hálfum hljóðum. Svo rauf riffill Amosar þögnina, og þar með var nóttin liðin og dagur hafinn. Þeir sáu hvað Amos hafði skotið á. 1 svo sem þúsund metra fjar- lægð birtust tíu ríðandi Comanchar í einfaldri röð. Þeir virtust hafa sprottið upp úr jörðinni. Þeir nálguðust þá á hægu tölti. Það var ekki að sjá, að þeim lægi neitt á. Zack Harper og Brad Mathison skutu, en færið var of langt. „Slengið hestunum!“ kallaði Amos. „Hafið bakið í mýrina og bindið þá!“ Hann var þegar búinn að slengja sínum hesti flötum á jörðina og hann var að reyra saman á honum fæturna. Brad lenti í vandræðum með sinn hest. Skepnan prjónaði og reyndi að slíta sig lausa. „Dreptu hann,“ öskraði Amos. Brad gegndi orðalaust, dró upp marghleypuna, skaut hest- inn bak við eyrað, vék sér svo frá þegar hann steyptist til jarðar. Ed Newby lét sinn hest eiga sig. Hann stóð bak við hann og lét riffilinn hvíla á hnakknum. Mart kallaði æstur: „Geturðu ekki slengt honum, Ed? Á ég að skjóta hann?“ En Ed Newby svaraði hæglátlega: „Láttu það eiga sig. Ætli við látum ekki Comanchana um það.“ Þegar hér var komið, voru fylkingarnar, sem á þá stefndu, orðnar þrjár. Framhald í nœsta blaði. Hneyksluð Kvikmyndaleikkonan Arlene Dalil er hneyksluð. Hún er svo hneyksluð, að hún er komin í mál við Columbia kvikmyndafélagið og heimtar millj- ón dáli í skaðabætur. Hún heldur því fram, að félagið liafi vægast sagt notað mjög óviðurkvæmi- legar aðferðir tii þess að auglýsa siðustu myndina hennar. Sér í lagi er hún gröm yfir sumum myndanna af henni, sem sendar voru út um kvippinn og kvappinn í áróðursskyni. Þær voru falsaðar. Og á þeim sýn- ist aumingja Arlene upp undir það nakin. angm Margrét prinsessa í Svíþjóð er ást- fangin. Svo hafa blöðin að minnsta kosti sagt að undanförau. En þetta eru dálítU vandræði. Svo er nefni- lega mál með vexti, að maðurinn, sem sagan hermir, að hin 22 ára gamla prinsessa sé ástfangin af, sé bara réttur og sléttur píanóleikari. Hann er brezkur og heitir Kobin Douglas-Home. Þegar blöðin fóru að skrifa um þetta, var IMargrét kölluð heim frá Englandi. Og nú er allt á huldu um það, hvernig þessu ástar- ævintýri lýkur, nema hvað haft ér eftir Douglas-Home, að liann sé ekki aldeilis á þeim buxunum að gefast upp. Heimsókn Bandariska forsetafrúin tek- ur hér á móti tíu ára göml- um gesti frá Laos. Hún lieitir Lotsa Souvannavong og er dóttir sendiherra Laos í Wash- ington. Telpan litla færði for- setafrúnni blóm. Heimsóknin stóð í sambandi við söfnunar dag liknarfélags nokkurs. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.