Vikan


Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 6

Vikan - 13.06.1957, Blaðsíða 6
Svíinn var staðráðinn í að eignast demantinn. En svo komu þeir til skjalanna — STEiNHf ENNIRIMIR ÞAÐ fær enginn landgönguleyfi í kvöld,“ sagði skipstjór- inn. Sem hann sagði þetta, horfði hann á Maribou eyju. Skipið lá svo sem hundrað faðma frá henni og hún var grá og drauga- , leg í myrkrinu. „Það er eitthvað undarlegt við þessa eyju,“ sagði hann. Hann hafði heyrt því fleygt, bætti hann við, að sjómanni, sem brá sér í land, hefði verið breytt í stein. Og staðreynd var það, að þar höfðu menn horfið eins og jörðin hefði gleypt þá. Það var af þessum ástæðum sem allir héldu kyrru fyrir um borð — að einum undanteknum. Hansen, stór og sterkur Svíi, var undantekningin. Hann kannaðist við eyjuna og hafði heyrt sagt frá demantsauganu, og nokkrum mínútum eftir miðnætti renndi hann sér hljóðlega niður skipshliðina og synti í land. Hann hvíldi sig nokkrar mínútur í flæðarmálinu og lagði svo af stað upp á eyna. Hann bar sveðju og notaði hana til þess að höggva sér leið gegnum vafningsviðinn, sem varð á vegi hans. Það var krökkt af snákum í skóginum og hann hafði vafið pokadruslur um fætur sér. Nóttin var feiknheit. Þetta var erfið ganga í myrkrinu og hann þreyttist fljótt. Og þar kom líka snemma, að hann varð hræddur, því að hann fann það glögglega, að hann var ekki einn. Vinstra megin við hann skrjáfaði í tré og þó var blanka- logn. Hann sá ekkert. Þó hreyfðist trjátoppurinn, eins og eitt- hvað væri uppi í honum. Hann tók skammbyssu úr vatnsþétta pinklinum, sem hann bar á bakinu. Ef innfæddir menn voru þarna á ferð, hugsaði hann, þá könnuðust þeir áreiðanlega við byssur. Og þá mundu þeir væntanlega hafa vit á því að láta hann óáreittan. Hann hélt áfram. Klukkustundu seinna kom hann í rjóðrið þar sem musterið stóð. Það var í senn tignarlegt og hrollvekjandi í tunglskininu. Hann nam staðar og horfði í kringum sig. Svo hampaði hann skammbyssunni í hendi sér og gekk að musteriströppunum. Þær voru mosagrónar. Það var eins og hann gengi á svömpum, þegar hann stikaði upp tröppurnar. Þegar hann kom inn í musterið, blasti goðalíkneskið við honum, það glampaði á demantsaugað mikla í enni þess. Hansen hikaði ekki. Hann gekk rakleitt að líkneskinu, stakk skammbyssunni í vasann og byrjaði að losa demantinn úr umgjörðinni með sveðj- unni. Það voru djúpar rispur í umgjörðinni, og hann glotti, þegar hann tók eftir þessu. Einhver eða einhverjir höfðu verið hér á undan honum sömu erinda, hugsaði hann. Þeir hlutu að hafa staðið þarna þar sem hann stóð núna. En eitthvað hafði stöðvað þá. Á sama aiidartaki sneri hann sér við og var nærri því búinn að reka upp öskur. Tunglsljósið féll inn um musteris- dymar og í þeim miðjum stóð skuggamyndin af innfæddum manni. Fjögur kastspjót. stóðu út úr þessum skugga. Hansen hallaði sér upp að líkneskinu, þreif skammbyssuna úr vasa sínum og lyfti henni. Hann kipraði saman augun og reyndi að sjá framan í þann innfædda, en skuggamyndin var of svört. Hann sá ekki einu sinni augun í honum. „Ég er vopnaður," sagði hann og veifaði byssunni, „svo að þú skalt halda þép á mottunni, góði.“ Sá innfæddi stóð grafkyrr og spjótin í hendi hans hreyfðust ekki. „Út með þig!“ skipaði Hansen. „Snáfaðu út! Burt með þig!“ Sá innfæddi haggaðist ekki. Hansen skaut. Hann gaf sér ekki tíma til að miða og kúlan lenti í veggnum við dyrnar. En hin snögga hreyfing olli því, að honum skrikaði fótur, og hann missti fótfestuna og rann bölvandi niður klettinn fyrir framan altarið. Hann rak upp hljóð, bjóst við að finna spjót standa í sér á hverri stundu, skaut út í loftið og hrópaði: „Snertu mig ekki! Snertu mig ekki!“ • Þegar hann stöðvaðist, var sá innfæddi horfinn. Vindgustur feykti upp skraufþurri moldinni, þar sem hann hafði staðið. Það sáust engin för. Hansen klifraði upp á altarið og hafði ekki augun af dyrunum. „Komdu bara,“ hreytti hann út úr sér. „Ég er óhræddur. Ég veit hvar þú ert.“ Hansen veifaði byssunni. „Snáf- aðu út!“ hrópaði hann. „Burt með þig!“ En eftir að hafa hlustað árangurslaust um stund, komst hann að þeirri niðurstöðu, að sá innfæddi væri farinn. ' Hann byrjaði aftur að glíma við demantinn. Hann var dá- lítið óstyrkur á taugunum núna. Það var ómögulegt að segja, hvað sá innfæddi var að bauka. Kannski var hann að sækja hjálp. Loks rann upp sú stund, að demanturinn hvíldi í lófa hans. Hann horfði snöggvast á líkneskið. Nú var eins og úr því væri sálin. Án demantsins var það dauður, ljótur steinn. En hann varð að hafa hraðann á. Hann stakk demantinum í vasann og athugaði skammbyssuna. Hann var búinn að skjóta þremur skotum og jafnmörg voru eftir í byssunni. Það átti að nægja til þess að hann kæmist heilu og höldnu til skips. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var þrjú. Eftir klukkutíma ætti hann að geta verið kominn um borð í skipið. Hann þokaði sér hægt og varlega út úr musterinu. Það var ennþá mjög heitt úti. Hann skundaði yfir rjóðrið og stefndi á staðinn þar sem hann hafði komið út úr skóginum. Svo snarstansaði hann. Þarna stóð sá innfæddi aftur, naum- ast meir en tíu metra frá honum. „Jæja!“ sagði Hansen. Hann reyndi að segja þetta hæðnis- lega, eins og honum fyndist það allt að því hlægilegt, hve maðurinn var þrár. Nú sá hann andlit hans. Það var breitt og flatt. Augun voru dimm og sljó. Maðurinn minnti á svefngöngu. Hansen þuklaði demantinn í vasa sínum. „Frá!“ skipaði hann og lyfti skammbyssunni. En sá inn- fæddi hreyfði sig ekki og starði þunglyndislega á hann. Hansen skók byssuna. „Veiztu hvað þetta er?“ sagði hann. „Langar þig að fá kúlu milli augnanna?“ Hann formælti. „Hvað er að? Ertu mállaus ? Geturðu ekki talað, maður?“ Hann hló, en honum var ekki hlátur í huga. Maðurinn minnti ónotalega á afturgöngu. Það virtist ekkert lífsmark með honum. Hansen varð háðskur á svipinn. „Heyrðu mig,“ sagði hann, „þú ert þó aldrei að reyna að koma því inn hjá mér, að þú sért einn af þessum steinmönnum ?“ Hann steig í áttina til manns- ins. Þegar hann tók til máls aftur, reyndi hann að vera vin- gjarnlegur. Hann lét byssuna síga og sagði: „Skipstjórinn sagði okkur kinduga sögu. Hann sagði, að hér yrðu menn stundum að steini. Finnst þér það ekki skoplegt, gamli minn?“ Honum fannst það spá góðu, að sá innfæddi skyldi enn ekki taka til fótanna, og hann gekk nær. Og þegar hann var kominn svo nálægt, að hann hefði getað teygt hendina til mannsins, þá snarstansaði hann og stirðnaði af skelfingu. Því að andlit Framhald á bls. 11. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.