Vikan


Vikan - 09.01.1958, Qupperneq 8

Vikan - 09.01.1958, Qupperneq 8
ÞRÍR MERKTIR PEIMINGAR eftir MARY COUNSELMAN I*essi leyndardómsfulla saga hefur víða birzt í er- lendum blöðum. Auk þess hefur hún verið sett á svið og leikin í útvarp. EFTXRÁ kom öllum saman um að þetta hefði orðið til í einhverjum rangsnúnum hugarheimi — veriö tafl, telft af geðbiluðum manni. ÞaS var skrýtið að enginn skyldi efast um að þessi „samkeppni" væri ósvikin. Almenningi virtist ekki koma það til hugar eitt andartak að hún væri hrekkur einhvers gárunga, eða jafnvel auglýsingabrella. Jeff Haverty, ritstjóri Fréttablaðsins, kom fram með þá kenningu að þetta ætti að vera einhver snjöll sálfræðileg tilraun, þó hún væri að visu nokkuð Iangsótt — og að endingu mundi upphafsmaður hennar koma fram í dagsljósið, svo allir gætu hlegið hjartanlega að þessu. Ef til vill hefur hinn almenni áhugi sem þetta vakti stafað af því hversu snilldarlega vel það var auglýst. Einn morguninn þegar íbúar Blankville risu úr rekkju, (en það mun ég kalla þennan 30.000 manna bæ í Suðurríkjum Bandaríkjanna) þá höfðu einkennilegir miðar verið límdir á öll tré, og símastaura, húsveggi og búðarglugga bæjarins. Þetta voru tugir miða úr gulum afritapappír, sem skrifað hafði verið á með venjulegri ritvél: ,,Á þessum degi, 15. marz, munu þrír einseyringar finna sér leið í vasa íbúa þessarar borgar. Á hverjum peningi verða greinileg merki. Eitt þeirra er ferhyrningur — annað er hringur — og það þriðja er kross. Þessir þrír einseyringar munu ganga frá manni til manns, eins og allir peningar gera, og á sjöunda degi frá því að þetta er tilkynnt (eða 21. marz) munu eigendur merktu peninganna fá verðlaun: Fyrsti vinningur: 100.000 dalir í reiðufé. Annar vinningur: Ferð i kringum hnöttinn. Þriðji vinningur: Dauöi. Lausnin á þessari gátu liggur í merkjunum á peningunum þrerflur: hringnum, ferhyrningnum og krossinum. Hvert þeirra táknar auðæfi? Hvert þeirra ferðalag? Hvert þeirra dauða? Komið með merktu peningana til ritstjóra Fréttablaðsins 21. marz og gefiö upp nöfn ykkar og heimilisföng. Hann veit ekkert um þessa samkeppni fyrr en hann les einhverja af þessum tilkynningum. Hann er beðinn um að birta nöfn þeirra sem hafa eignarétt á peningunum 21. marz. Það er tilgangslaust að merkja falska peninga, því númerin á réttu peningunum verða send til Haverty ritstjóra." Um hádegið voru allir búnir að lesa tilkynninguna og bærinn var allur í uppnámi af æsingi. Skrifstofumenn byrjuðu að rannsaka inni- hald stimpilkassanna. Það var rótað í vösum og handtöskum. Fólk streymdi inn í bankana og vildi fá seðlum skipt í smámynt. Spurningar dundu á Jeff Haverty, og í kvöldblaðinu hans var löng ritstjórnargrein sem hafði inni að halda allt sem hann vissi um þetta leyndardómsfulla mál, en það var nákvæmlega ekki neitt. Um morguninn hafði komið til hans bréf með öðrum pósti — bréf með engri undirskrift. Það var vélritað á samskonar gulan afritapappír og sent í venjulegu frímerktu umslagi með póststimpli bæjarins. 1 því stóð aðeins: „Hringur — 1920. Ferhyrningur — 1909. Kross — 1928. Gjörið svo vel að halda þessum tölum leyndum þangað til 21. marz." Haverty gerði það sem fyrir hann var lagt, en notfærði sér frétt- ina til hins ýtrasta. Litill drengur fann fyrsta peninginn á götunni og skilaði honum sam- vizkusamlega til föður síns. Faðir hans flýtti sér að láta hann ganga áfram til rakarans síns, sem fékk húsbónda sínum hann sem skiptimynt áður en hann sá krossinn, sem var greyptur djúpt ofan í peninginn. Húsbóndi hans fór með hann til konu sinnar, sem strax borgaði mat- vörukaupmanninum með honum. „Það er alltof mikil áhætta, elskan," sagói hún þegar eiginmaður hennar ætlaði að mótmæla. „Mér er illa við þessa hótun um dauða, sem lesa má i tilkynningunni . . . og þetta hlýtur vissulega að vera þriðji peningurinn. Hvað gæti þessi litli kross svosem tr.knr.ð annaS? Það eru settir krossar á grafir, skilurðu það ekki?“ Iiinir peningarnir tveir komu í ljós áður en dagur var að kvöldi kom- inn — ar.nar msrktur litlum vel dregnum ferhyrningi og hinn snotrum hring. Peningurinn með ferhyrningnum fannst í sjálfsala í kaffihúsinu Dug- lega býflugan. Eigandinn starði lengi á peninginn áður en hann lét hann af hendi við fullorðna piparmey, sem hann var að gefa til baka. „Það borgar sig ekki,“ tautaði hann við sjálfan sig. Piparmeyjan leit snöggvast á merkta peninginn, ískraði eins og mús og fleygði honum i rennusteininn eins og þetta væri kónguló. Morguninn eftir hirti negri á leið til vinnu sinnar peninginn og geymdi hann allan daginn, dreymandi um Harlem, áður en nagandi ótti fékk yfirhöndina, og peningurinn með ferhyrningnum skipti enn einu sinni um eigendur. Gjaldkeri í Búnaðarbankanum varð fyrstur manna var við pening- inn með hringnum í hrúgu af smápeningum. Hann stakk honum alls hugar feginn í vasann en sér til gremju sá hann morguninn eftir að hann hafði látið hann ganga áfram til einhvers, án þess að veita því athygli. „Eg ætlaði að halda í hann hvað sem það hefði í för með sér,“ sagði hann og stundi. Hann horfði reiðilega á seðlahrúguna fyrir framan sig, annarra eign, og rifjaði í laumi upp fyrir sér, hve margir gjaldkerar hefðu í raun- inni sloppið með stolið fé. Það var ávaxtasali, sem hafði fengið peninginn. Hann virti hann tor- tryggilega fyrir sér: „Kannski þú færir mér alla þessa peninga, ha?“ sagði hann og sýndi konu sinni einseyringinn. „Fleygð’ honum,“ skrækti hún i skipandi tón. „Þetta er óheillapeningur!" Maðurinn hennar ypti öxl- um og þeytti peningnum með hringnum yfir götuna. Tötralegur krakki steypti sér yfir hann. Þeir sem höfðu skamma stund eignarhald á peningunum þrem, máttu þola alls kyns mótsagnakenndar ráðleggingar. „Geymdu hann!“ sögðu sumir uppörvandi. „Hugsaðu þér! Þú færð kannski ferðalag kringum hnöttinn!" „Láttu hann frá þér!“ sögðu aðrir aðvarandi. „Þetta getur verið þriðji peningurinn — það er ómögulegt að segja. Ef til vill tákna merk- in alls ekki það sem þau líta út fyrir að tákna, og ferhyrningurinn get- ur alveg eins boðað dauða!“ „Nei! Nei!” hrópuðu enn aðrir. „Haltu honum! Ef til vill færir hann þér peninga. Hundrað þúsund dali!“ Hver einasti maður ræddi um það hvað merkin ættu að tákna." Það er alveg augljóst mál,“ sagði kannski einn. „Hringurinn táknar hnöttinn — það er ferðapeningur, skiljið þið?“ „Nei, nei. Það er krossinn sem merkir það. ‘Að fara í kross, skiljið þið það ekki ? Nokkurs konar orðaleikur. Sjáið þið til, hringurinn táknar * peninga — peningar eru kringlóttir." „En ferhyrningurinn þá?“ „Gröfina. Það er ferköntuð hola fyrir líkkistu, skiljið þið? Þetta er ofur einfalt. Það er dauðinn.“ „Þú ert vitlaus! Krossinn táknar dauða — það segja allir.“ „Eg mundi geyma hann og bíða þangað til hinir tveir hefðu fengið sinn skammt. Ef minn peningur reyndist þá vera sá hættulegi, þá mundi ég fleygja honum!" sagði einn með yfirlætissvip. „En það verður áreiðanlega ekki úthlutað fyrr en allir peningarnir eru komnir fram. Eða það get ég ekki ímyndað mér,“ svaraði annar. „Þetta hlýtur að vera forrikur maður, að bjóða svona dýra vinn- inga," sagði einhver. „Og geðbilaður!" hrópuðu aðrir upp yfir sig. „Að hóta bara að drepa þann þriðja." „En samt sem áður er þetta allt snilldarlega úthugsað," sögðu enn aðrir. „Hann þekkir mannlegt eðli, hver sem hann er. Ég er helzt á því að fallast á skoðun Havertys — þetta er einhvers konar sálfræðileg til- raun. Hann er að reyna að komast að því hvort löngunin til að ferðast eða peningagræðgin eru óttanum við dauðann yfirsterkari." „Haldið þið að hann ætli sér að standa við loforðin?" „Það á eftir að koma í ljós." Á sjötta dcgi var æsingin orðin svo mikil í Blankville, að það lá við sefasýki. Enginn var fær um að vinna fyrir umhugsuninni um úr- slit þessarar kynlegu samkeppni. Það var alkunna að sendill hjá slátrara nokkrum hafði peninginn með ferhyrningnum, því hann hafði verið að gorta af því að sér stæði gjörsamlega á sama þó ferhyrningurinn táknaði gapandi gröf. Hann sýndi hverjum sem hafa vildi peninginn og skopaðist að því hvað hann ætlaði að gera við hundrað þúsundin-------en að morgni síðasta dagsins missti hann kjarkinn. Þegar hann kom auga á blinda betlikerlingu, sem hjúfr- aði sig inni í uppáhalds skotimi sínu milli tveggja búða gekk hann fram- hjá henni-og lót peninginn detta í dósina hennar. 8 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.