Vikan


Vikan - 09.01.1958, Side 9

Vikan - 09.01.1958, Side 9
Það var llka vitað hver geymdi peninginn með hringnum. Ungur af- greiðslumaður á ísbar einn af þessum síbrosandi piltum sem viðskipta- vinunum geðjast svo vel að, hafði komið auga á peninginn í peninga- skúffunni og fiskað hann sigri hrósandi yfir heppni sinni upp úr skúff- unni. „Bud Skinner hefur peninginn með hringnum," sögðu menn hver við annan milli vonar og ótta. „Ég vona bara að pilturinn fái hnattferðina." Loks rann upp hinn langþráði dagur. Það hafði safnazt mannfjöldi ton . . . aumingja skinnið!“ tautuðu menn og lækkuðu röddina. „Dauðinn væri hreinasta guðsblessun fyrir hann. Mesta furða að hann skúli ekki vera búinn að skjóta sig.“ Eigandi peningsins með krossmarkinu brosti bitru brosi. „Ég vona að þetta fjandans litla merki tákni það sem allir halda," sagði hann við vin sinn. Loks rann upp hinn langþráði dagur. Það hafði safnast mannfjöldi fyrir utan skrifstofu blaðsins til að sjá eigendur merktu peninganna þriggja sýna Haverty einseyringana sína og gefa upp nöfn sin til birt- ingar. Vegna áhorfendanna kom ritstjórinn á móti þeim út. 1 kvöldblaðinu voru birtar myndir af þessum þremur, ásamt nöfnum þeirra og heimilisföngum og tilheyrandi merkjum undir hverri mynd. Ibúar Blankville lásu það . . . og héldu niðri í sér andanum. AÐ morgni 22. marz sat gamla blinda betlikerlingin á sínum venjulega stað og hugsaði um þennan æsandi atburð sem fyrir hana hafði komið, þegar margt fólk kom og leiddí hana til skrifstofu dagblaðsins. Það hafði verið að segja henni eitthvað frá merktum peningi, sem það hafði fundið i betlikrúsinni hennar, frá hárri peningaupphæð og frá hættu sem vofði yfir henni. Hún var guðsfegin þegar það leiddi hana aftur til baka í skotið hennar. Þarna sem hún nú sat á sínum venjulega stað, kinkaði í sífellu kolli, sátt við tilveruna og raulaði fyrir munni sér, datt einhver miði í kjöltuna á henni. Hún þreifaði á þessum stífa, aflanga pappír, fann að það var umslag og kallaði á vegfaranda: „Viltu opna þetta fyrir mig?“ sagði hún. „Það er bréf.“ Vegfarandinn reif upp umslagið og hrukkaði ennið. „Það er vélritað bréf, með engri undirskrift,“ sagði hann. „1 því stendur aðeins ■— hver fjárinn er nú þetta? — Það stendur aðeins: „Fjögur horn jarðarinnar eru öll eins“. Og . . . ne-i! Lítið þið nú á! ... Ó, fyrirgefðu, ég var búinn að gleyma því að þú ert . . . þetta er farmiði með skipi kringum hnöttinn! Heyrðu, varst það ekki þú sem áttir einn af einseyringunum ? “ Blinda kerlingin kinkaði syfjulega kolli. „Jú, þennan með ferhyrn- ingnum, sagði það.“ Hún andvarpaði. „Ég var að vona að ég mundi hljóta peningana, eða . . . hitt, svo að ég þyrfti aldrei framar að betla.“ „Nú jæja, hér er miðinn þinn." Vegfarandinn rétti henni hikandi mið- ann. „Hvaða gagn hef ég svosem af honum?“ sagði gamla konan, um leið og hún þreif hann í skyndilegri reiði og reif hann í tætlur. Á sömu stundu tók Kenneth Carlton við umslagi af póstinum. Það krunkaði meinhæðnislega í honum meðan hann opnaði það. „Þetta er það bezta sem fyrir mig hefur komið i mörg ár, Jim. Ég er himinglaður! Himinglaður, Jim, heyrirðu það? Það kemur snögglega, vona ég . . . og kvalalaust. Hvað skyldi þetta nú vera? Ritgerð um það hvernig maður eigi að slá sig af?“ Hann hristi innihald umslagsins á borðið og andartaki siðar glumdi við hlátur . . . miskunnarlaus . . . ógeðsleg- ur hlátur. Vinur hans starði á litla hrúgu af brakandi seðlum, sem hver hafði meira verðgildi en hann hafði nokkru sinni séð áður. „Peningarnir! Þú hefur fengið hundrað þúsundin, Ken! Ég trúi ekki mínum . . .“ Hann þagnaði og greip gulan miða, sem lá innan um seðlana." Auðæfin eru sá mesti kross sem maðurinn ber,“ las hann upphátt. „Þetta er alveg óskilj- anlegt . . . auðæfin? Krossmarkið . . . hefur þá táknað auðæfi?“ Carlton snögghætti að hlægja." Hann veit hvað hann syngur, fugl- inn sá — hver sem hann er! Skemmtileg kaldhæðni það, Jim — að auð- æfin séu byrði en ekki sú blessun sem flestir halda að þau séu. Ekki þar fyrir, ég býst við að hann hafi rétt fyrir sér. . . . Ég efast þó um að honum sé kunnugt um mestu kaldhæðnina í þessum hluta leiksins ? Hundrað þúsund dalir handa manni með — krabba. Jæja, Jim, ég hef einn mánuð eða varla það til að eyða þeim . . . einn djöfulsins mánuð til að kveljast áður en yfir lýkur!" Aftur kvað við þessi hræðilegi hlátur. En það furðulegasta í málinu var þó dauði Buds Skinners. Rétt eftir mesta annatímann um hádegið hafði hann fundið lítinn pakka, sem skrifað var utan á til hans, á einu af hliðarborðunum. Hann reif með ákafa brúna pappírinn utan af honum, meðan hópur af vinum hans þyrptist i kring- urn hann. 1 pakkanum fann hann kynlega undna silfuröskju. Með skjálfandi fingr- um þrýsti hann á lásinn og opnaði lokið. Andartaki síðar var kominn undarlegur svipur á andlitið á honum — og hann hneig hljóðlaust á gólfiö. Lögreglurannsóknin, sem á eftir fór, leiddi ekkert í ljós annað en að Skinner hefði verið byrlað crotalin eitur — slöngueitur — sem komizt hafði inn I líkama lians gegnum stungu á þumalfingrinum, sem komið hafði þegar hann þrýsti á lásinn á silfuröskjunni. Þetta var einasta skýr- ingin á dauða hans, ásamt vélrituðum miða í tóma kassanum: „Lífið endar þar sem það byrjar — hvergi." Leyndardómurinn um merktu peningana þrjá, sem sennilega eru enn í umferö, var heldui- aldrei upplýstur. Hve marga vini parrtu að eiga í eftir ALEXANDER BARRIE HVAÐ áttu marga vini — raunverulega vini ? Sam- kvæmt skoðun sálfræðings nokkurs í London er ekki hægt að eiga marga. Sá sem á f jóra, má teljast vinmargur, segir hann. En það er óþarfi að hafa áhyggjur ef maður á einn, seg- ir hann ennfremur. Hver mann- eskja þarfnast raunverulegrar vináttu. Ef þér finnst, þegar þú hugsar um það, að í rauninni eigirðu engan vin í lífinu — þá skaltu fara að hafa gát á hlut- unum. Og þá skaltu spyrja sjálfan þig um ástæðuna. Sálfræðingar meta vináttu ákaflega mikils. Sumir segja að hún sé það sem mikilvæg- ast er til að gera lífið ánægju- legt og koma í veg fyrir tauga- áföll og aðra taugaveiklun. Og jafnvel þeim sem ekki meta hana alveg svo mikils, kemur saman um að góðir vinir séu aðal kryddið í lífinu. Hvað er það þá sem gefur vinum þessa sérstöðu? Reynd- ur sálfræðingur útskýrir það fyrir sjúklingum sinum, að vin- ur sé maður sem við getum hitt án þess að fara að leika. Sannur vinur er maður, sem okkur er jafn hlýtt til og fjöl- skyldu okkar og vina á bernskuheimilinu. En ef það hefur nú verið lít- ið um hlýjar tilfinningar á heimilinu, þegar við vorum að alast upp? Það verður oft til þess að við vöxum upp án hæfileika til að finna til og sýna öðrum hlýju, eins og sál- fræðingarnir verða næstum daglega varir við í starfi sínu. Og áhrif þess á vináttu eru vægast sagt skaðsamleg. Því er aftur á móti erfiðara að svara, hvað það er sem vek- ur hjá okkur viðbrögð hlýrrar vináttu. Það eru hvorki sam- eiginleg áhugamál, ekki sam- eiginlegar lífsskoðanir, ekki sameiginlegt uppeldi. Satt að segja viðurkenna sérfræðingar í sálfræði að þeir hafi ekki hugmynd um það hvernig vin- átta myndast. Þeir vita að þar er einhvér hulin þáttur. En það krefst vinnu að eign- ast vini — og það er þessvegna sem ekki er hægt að eiga marga í einu. „Vinátta visnar í umhyggju og aðgerðai’leysi." segir einn sálfræðing'urinn." Þegar allt kemur til alls er ekki hægt að eiga vin, sem ekki er hægt að glata; hann væri þá ekkert annað en jábróðir, og áhuga- laus áhangandi." Við verðum líka að fara var- lega með orðið ,,vinur.“ Það er oft kæruleysislega notað. Til dæmis eiga kunningjar og sam- starfsmenn ekki skilið það nafn. Samkvæmt skilgreiningu sálfræðinganna er vinur ein- hver sérstök manneskja sem við ekki aðeins þekkjum, held- ur elskum og treystum jafn- framt. Einhver sem ber i brjósti samskonar tilfinningar í okkar garð. Læknar reka sig oft á að sjúkt fólk, sem til þeirra leitar, á erfitt með að eignast vini og halda þeim. Þessi vöntun er al- geng meðal sálsjúkra. En það ætti að vera manni eðlilegt og auðvelt að eignast vini. Þegar það bregst er eltthvað alvar- legt á seiði. Sumar manneskjur skortir hæfileika til að elska eða treysta fólki. Það gefur sál- fræðingum vísbendingu um geðrænt áfall, sem oft er komið alla leið aftur úr bernsku. Þeg- ar foreldrar bregðast börnum sinum með því að vera óþolin- móð við þau og sjálfum sér ó- samkvæm, þá eru vinalausir einstaklingar i deiglunni. Það er ekki auðvelt að koma vinalausum manni til hjálpar. Eða eins og sálfræðingur nokk- ur orðai' það: „Vinátta er gott læknislyf — það vitum við vel. En gallinn við það er sá, að það er ekki hægt að gefa upp- skriftina af þvi eins og öðrum meðulum." Stundum veit fólk, sem hef- ur áhyggjur af einstæðings- skap sínum, á hvern hátt hegð- un þess er ábótavant, en stund- um hefur það enga hugmynd um það. Kona nokkur sagði sálfræðingi sínum að hún ætti enga vini. „Hvers vegna?“ spurði hann, og bjóst ekki við að hún gerði sér nokkra grein fyrir því. En hún hafði svar á reiðum höndum: „Um leið og ég hitti fólk sem mig langar til að eiga að vinum, ætla ég alveg að éta þá,“ sagði hún til skýringar. „Ég er einhvern veginn alltof áköf." En úr því að hún vissi í hverju hegðun hennar var ábótavant, var hálfur sigur unninn. Sálfræðingum er kunnugt um hve óendanlegar miklar á- hyggjur sumt fólk hefur af vináttuböndunum, svo eðlislæg sem þau eru og svo eðlilega sem þau ættu að bindast. Mesta sölubókin í heiminum að undanskildri Biblíunni, ef skáldsögur eru ekki taldar með, er látlaus og hreinskilnis- Framhald d bls. 13. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.