Vikan


Vikan - 09.01.1958, Page 11

Vikan - 09.01.1958, Page 11
PABBI FÆit SÉit SÍHIA ^olarenœDAy Vikan hefur öðru hvoru birt frásagnir Clar- ence Days af föður sínum. Þetta er víst sú þriðja eða f jórða. Hversvegna erum við svona áfjáð í að birta pabba-greinar Days? Jú, að okkar viti eru þær nefnilega alveg bráð- skemmtilegar HEIMILIÐ var árum saman kastali pabba í orðsins fyllstu merkingu. Þegar hann kom heim á kvöldin og lokaði á eft- ir sér forstofuhurðinni, þá lokaði hann heiminn úti. Það var búið að finna upp símann, en pabbi átti enn eftir að fá sér síma eins og svo margir aðrir. Enginn gat komist að okkur án þess að hringja útidyrabjöllunni; og ef bjallan hringdi eftir háttatíma, stakk pabbi hausnum út um gluggann til þess að aðgæta hver væri á ferðinni. Þetta fannst honum gott og blessað — svona var þetta búið að ganga um ómunatíð, heimilið var kastali mannsins. Stöku sinnum henti það sig, að sendill kom með skeyti til pabba eða mömmu — kannski svosem tvisvar þrisvar á ári. Þar sem þetta boðaði venjulegast slæm tíðindi, höfðum við hálfgerðan beyg af símskeytum. Á Fimmtu götu voru engir símastaurar, en þeir stóðu í löngum röðum í nágrannagötunum. Margrét gamla vinnukonan okkar skildi ekkert í þessum loftsnúrum. Víst voru snúrur í húsinu okkar; þær höfðu verið hengdar utan á veggina til þess að hringja bjöllum með; en þetta voru heiðarlegar snúrur, sem maður þurfti að toga í til þess að þær gerðu eitthvað gagn. Það var ekkert af þessu stórhættulega rafmagni í þeim. Rafmagn var allt of hættulegt til þess að þorandi væri að taka það inn á heimilin, og hvorki við drengirnir né Margrét skildum hvað það var eiginlega. Eftir mikið þóf tókst þó símafélaginu að fá pabba til að kaupa spánýja uppfinningu, sem mörgum fannst mikið um. Þetta var dálítill blikkkassi með sveif. Úr honum lá snúra út í síma- staur, og þótt snúran væri rafmögnuð, sögðu talsmenn félags- ins, að straumurinn væri einkar veikur og gæti engan skaðað. Þegar sveifinni var snúið, suðaði í kassanum, og einhvernveg- inn átti þessi tónn að berast niður á símstöð þar sem röð af litlum símsendlum átti að bíða. Suðið þýddi að okkur vant- aði dreng í sendiferð. Þetta var hið mesta galdratól í okkar augum. Samkvæmt notkunarreglunum, sem því fylgdu, var jafnvel hægt að nota það til þess að kveðja til lögregluna eða brunaliðið. Þá átti maður bara að láta það suða lengur og oftar. Við þurftum aldrei að kalla á lögregluna, svo að við kom- umst aldrei að því, hve skjótt hún svaraði tóninum. En það tók þetta tuttugu til tuttugu og fimm mínútur að fá sendisvein — ef nokkur kom þá. Það var langt til símstöðvarinnar og sendlaröðin var ósköp stutt. Væri enginn sendill viðlátinn þeg- ar kallið kom frá okkur, gat maðurinn á stöðinni ekki látið okkur vita. Við gátum logað af óþolinmæði. Hann var þolin- mæðin uppmáluð. Hann beið hinn rólegasti þar til næsti send- ill sýndi sig. Þetta varð maður samt að láta sér lynda. Það voru ekki önn- ur úrræði fyrir hendi. Fólk notaði þessa sendla líka sparlega — þeir voru ekki einasta svifaseinir heldur dýrir. Við fórum sjálf í okkar sendiferðir. Það var lítil eftirspurn eftir símanum fyrst eftir að hann var fundinn upp. Maður hélt tryggð við gamla suðtólið. Sím- sendlarnir voru nógu erfiðir viðureignar. En þar sem þeir röskuðu ró manns bara nokkrum sinnum á ári, var viðbúið að síminn mundi hringja allt að því vikulega. Fólki kom sam- an um, að síminn væri merkileg uppfinning, en því datt ekki fremur í hug að kaupa sér síma en ráðast í að kaupa loftbelg eða kafarabúning. Satt. að segja var notagildi símans lengi vel lítið. Þar sem nærri því enginn hafði síma, gat maður eiginlega við engan talað. Símafélagið lét útbýta auglýsingamiðum, þar sem það spáði símanum glæsilegri framtíð og lét þess getið, að auk þess sem þrír bankar væru búnir að panta tæki, ætluðu nokkr- ir læknar að gerast símnotendur.. En þótt menn neituðu því ekki, að þægilegt gæti verið að hafa síma ef allir aðrir hefðu síma, ákváðu menn allir sem einn að bíða þar til sá dagur rynni upp. Að því kom að pabbi þurfti að fá sér síma á skrifstofuna, en hann þverneitaði að nota hann sjálfur; hann lét setja tækið upp í kompu bókhaldarans, sem annaðist öll símtöl og kom skilaboðum til pabba þegar nauðsyn krafði. I kompu bókhald- arans var líka ritvél fyrirtækisins. En mönnum fannst það hlægi- legt ef ymprað var á því að flytja þessi skrifstofutæki inn á heimilin. Mamma var pabba sammála — hún hafði líka ímugust á símatækjum. Hún vantreysti vélum hverju nafni sem þær nefnd- ust; þær voru svo ómanneskjulegar, þær voru sífellt að gefa frá sér allskyns dularfull hljóð og þær komu henni úr jafn- vægi. Maður vissi aldrei hverju maður átti von á þegar vél- arnar voru annarsvegar. Og í augum mömmu var síminn auk þess alveg sérstaklega varhugavert tól. Hún hafði heyrt að ef maður stæði nálægt símatóli í þrumuveðri, gæti eldingUr hæglega slegið niður í mann. Jafnvel þótt það væri ekkert þrumu- veður, gat maður fengið í sig rafmagn. Mamma neitaði að koma nálægt síma. Auk þess, sagði hún, gat hún ekki talað neitt af gagni nema hún sæi framan í þann sem hún var að tala við. Hún vildi ekki láta póleraðan kassa, sem hékk uppi á vegg, ávarpa sig. Hægt og bítandi fór símatækjunum þó fjölgandi. Sumar hinna stærri verzlana fengu sér síma. Vagnstöðin. Nokkrar lyfjabúðir. Og stundum, þegar pabbi var með slæmt kvef og komst ekki á skrifstofuna, lét hann orð falla um það, að frá verzlunarsjónarmiði gæti verið þægilegt að hafa síma heima. Og tíu eða fimmtán árum eftir uppfinningu símans lét pabbi verða úr því að fá sér heimilissíma. Tækið var fest upp á vegg á miðhæðinni, þar sem allir gátu heyrt hina hvéllu hring- ingu. Við vorum ekkert hrifin. Okkur fannst þessi sími hinn mesti friðspillir, enda var hann ekki fyrr kominn í húsið en hann byrjaði að valda óþægindum. Hann hringdi ekki oft, en einhvemveginn tókst honum alltaf að velja það augnablik þeg- ar enginn var staddur á miðhæðinni til þess að svara. Þá hysj- aði mamma upp um sig pilsin og þaut upp á loft, hrópandi: ,,Ég kem! Ég kem!“ En síminn lét sem hann heyrði það ekki og hélt áfram að hringja. Pabbi virtist líka líta á símann sem lifandi hlut. Hann var a,ð vísu ekkert að flýta sér, þótt hann heyrði til hans. En hann átti það til að húðskamma simann okkar og krossbölva honum. Nú var helgi heimilisins rofin, kastalahliðin stóðu opin upp á gátt. Það var erfitt að venjast þessu. Mömmu fannst ágang- urinn keyra úr hófi fram. Hvað pabba viðvíkur, varð hann oft ofsalcga reiður. Hann bókstaflega umhverfðist af bræði þegar einhver hringdi á hann og hann vissi ekki samstundis hver það var. Þá skók hann hnefann framan í litla svarta kassann, sem var að gelta að honum. ,,Hærra! Hærra! Hærra," skrattinn sjálfur!“ öskraði hann blóðrauður í framan. „Hvað viltu? Hver ertu segirðu? Ég heyrí ekki aukatekið orð! Ég heyri ekki neitt, skrattinn hirði þetta allt!“ Þegar hér var komið, kom mamma oftast þjótandi. „Clare, láttu mig fá símann!“ ,,Ég læt þig ekki fá neinn bölvaðan síma!“ var viðbúið að pabbi svaraði beint í talpípuna. „Láttu mig í friði, kona! Ég er að reyna að komast að því, hver skrattinn er í símanum. Halló! Halló, þú þama, heyrirðu til mín? Hver. er þama hinu- megin? Halló! . . . Ha? Hvað segirðu? ... 6, emð það þér, frú Nicholas?“ Þegar hér var komið, lækkaði pabbi venju- legast röddina pínulítis og varð meir að segja stundum allt að því vingjarnlegur í málrómnum. „Jú, konan er heima. Hvem- ig hafið þér það, frú Niehols? . . . Nú, viljið þér fá að tala við konuna? . . . Ha? . . . Jæja þá, andartak." Og þá loks hleypti hann mömmu að kassanum á veggnum. Þegar pabbi þurfti sjálfur að hringja, varð hann venjuleg- ast öskuvondur við „Miðstöð.“ Hann sagði að símastúlkan væri heimsk, heymarlaus og hyskin. Ef hún sagði honum, að númer væri „á tali“, mótmælti hann harðlega: „Ég hef engan tíma til að hanga hér í allan dag. Á tali! Til fjandans með það!“ Hann gekk alltaf út frá því þegar síminn hringdi, að verið væri að hringja á hann, Honum fannst það fjarstæða, að ein- ! hver gæti verið að hr ngja á mömmu eða okkur strákana. Ef hann leyfði einhverju okkar að svara, var hann sífellt að hrópa j °S-spyrja, hvcirt þetta væri og hvað hann vildi eiginlega, svo að við heyrðum varla í sjálfum okkur hvað þá í manninum í sím- j anum. Þegar við sögðum pabba, að það væri alls ekki verið að j Framhald á bls. V,. 11 VIKAI7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.