Vikan - 30.01.1958, Qupperneq 2
Ö, ÞESSI ást! Lítiö snöggv-
ast á náungann hérna á
myndinni, þennan sem er
eins og spurningarmerki
i framan. Þetta er hör-
undsflúr á andlitinu á
honum — tattóveringar.
Og hvernig þær höfnuðu
þar, það á sér sina sögu.
Svo er mál með vexti, að
Henry Ferrie, sem er bú-
settur i London, varð á-
kaflega ástfanginn af
Tilly Farrell, sem líka á
heima í London.
Og lengi vel var Tilly ást-
fangin af honum.
SVO gerðist það sem stund-
um gerist þegar svona
stendur á: elskendurnir
urðu ósáttir.
„Jæja, Tilly,“ sagði Henry,
,,ef þú nú segir mér upp,
þá fer ég út og læt tattó-
, vera á mér andlitið, svo
að engin kona líti við
mér framar.“
„Skitt og la’go,“ sagði
Tilly og trúði honum ekki.
Nema hvað Henry gerði al-
vöru úr hótuninni. Og lét
tattóveringamann tattó-
vera —
• fiðrildi á nefnið á sér og
• þrílitan dreka á hægri
kinn og
e þrílitan höggorm á
vinstri kinn og
e einhverjar slitrur úr trjá-
greinum á ennið á sér.
NÆST gerðist það í mál-
inu, að Henry fór heim til
Tilly og hugsaði sem svo:
Ætli hún taki mig ekki í
sátt konan, þegar hún sér
hve ég er fórnfús ?
En þar skjátlaðist honum.
Eins og Tilly sagði við
blaðamann frá Daily
Mirror: „Þegar ég sá
framan í hann, hélt ég að
hann væri orðinn vit-
laus.“
Blaðamaðurinn átti líka
stutt samtal við Henry.
Og Henry sagði: „Ég
losna ekki við tattóver-
ingarnai- meðan ég lifi,
svo að ég er að hugsa um
að sýna mig fyrir pen-
inga og reyna að
gleyma. .
Síðan opnaði hann hálsmál-
ið á skyrtunni sinni og
sýndi á sér hálsinn. Og
sjá! þar var þá enn ein
tattóvering — haglega
gerð punktalína og tvö
orð: „Skerið hér.“
ÞIÐ munið kannski eftir
George Orsborne, æfin-
týramanninum sem sagði
frá svaðilförum sinum í
„Skipstjóri á Girl Pat“
og fleiri bókum.
Jæja, nú er hann dáinn.
Hann dó í Frakklandi, 33
ára gamall. Banamein:
Hjartaslag.
HÉR eru nýjustu tíðindi
frá sígarettuvígstöðvun-
um. 1 bandaríska tíma-
ritinu „Time“ er það
haft eftir erfðafræðingn-
um Sir Ronald Fisher —
heimskunnum vísinda-
manni — að krabba-
meinstalið í sambandi við
sígarettureykingar sé
„fig hélt hann væri vitlaus“
„ósvikinn ógnaráróður."
Sir Ronald fullyrðir, að
það sé ekki nóg með, að ó-
sannað sé að reykingar
valdi krabbameini, held-
ur geti alveg eins verið að
krabbamein valdi reyk-
ingum! Loks sé til þriðji
möguleikinn, nefnilega að
ein og sama dulda ástæð-
an valdi bceði krabba-
meini og tóbaksástríðu.
ferðin, segir Sir Ronald,
væri að safna nokkrum
þúsundum manna af
handahófi, skipa sumum
að reykja og öðrum að
reykja ekki og bíða síðan
átekta. En, bætir hann
við, þessari aðferð væri
þvi miður aðeins hægt að
beita í einræðisríki.
ÞÓTT skoðanir séu skiptar
um Bandaríkjamenn, þá
mega þeir eiga það, að
þeir eru stórhuga. Nýj-
ustu dæmi:
Fyrirtæki eitt auglýsti fyr-
ir jól, að það seldi ilm-
vatn á pottflöskum. Og
ef kaupandinn vildi ekki
færa kærustunni pott af
ilmvatni sama daginn, þá
tók fyrirtækið að sér að
skammta henni nokkur
grömm i senn og koma
dagskammtinum til skila
— með morgunmjólk-
inni.
Annað fyrirtæki auglýsti,
að það hefði allnaarga
fjallstirida til sölu.
„Gefðu ástinni þinni
fjallstind," sagði í aug-
lýsingunum. „Láttu hana
eiga sína eigin skíða-
brekku.“
Og loks auglýsti þriðja
fyrirtækið plastmyndir af
Frank Sinatra, Clark
Gable, Rock Hudson og
Gary Cooper — í fullri
Jíkamsstærð.
TVEIR bandarískii- öld-
ungadeildarmenn hafa
stungið upp á því, að raf-
lýsing verði í fyrsta gerfi-
tunglinu sem Bandaríkja-
menn senda upp í háloft-
in. Þeir vilja hafa ljósin
svo sterk, að fólk um
viða veröld geti séð þau.
Þekkið þið þær? Jú, þetta er hún Rita Hayworth, sem nú
kvað vera að gifta sig í fimmta skipti (eða var það
sjötta?) og Yasmin dóttir hennar, sem hún átti þegar hún
var gift þriðja manninum sinum (eða var hann sá fjórði?)
honum Aly Khan. Yasmin er nú átta ára.
ERFÐAFRÆÐIN GURINN
gerir fremur litið úr til-
raununum, sem ýmsir á-
byrgir vísindamenn telja
hafa sannað sambandið
milii reykinga og krabba-
meins. Eina örugga að-
Dr. Fred Singer, einn af
forystumönnum Banda-
ríkjanna á sviði eld-
flauga- og atomvísinda,
segir að hugmyndin sé
alls ekki fráleit frá
tæknilegu sjónarmiði.
Viltu gefa mér utaná-
skrift dægurlagasöngvarans
Tommy Steele.
Hann býr hjá foreldrum
sínum í Oatford nálcegt
London í hverfi sem heitir
Ravensbourne Park. Götu-
heitið og húsnúmerið þekkj-
um við ekki, en á bréf til
svo frœgrar persónu ætti
hverfisheiti að duga.
J\ommy er að leika í nýrri
kvikmynd „The Duke Wore
Jeans.“ Þar á hann að gera
meira en bara sýna sig og
syngja, hann þarf að leika.
Það verður gaman að sjá
hvernig honum tekst það.
Fyrir Gullu og Stínu
birtum við texta, sem
Haukur Morthens syngur
við lag sem margir kannast
við frá gamalli tíð, og er
eftir Oliver Guðmundsson.
Það heitir „Pep,“ gjörið þið
svo vel:
1 kvöld, í kvöld á skemmtistað ég skrepp.
1 kvöld, i kvöld, ég dansa vals og stepp.
Og meðan nokkurn eyri á
ég ætla’ að leika burgeisa, sem græða’ á fingri og tá.
I kvöld, i kvöld, við dönsum vals og stepp.
þótt oft sé gleðin endaslepp —
en er á meðan syngjum við Pep.
Sjá lagsins töfrar seiða fiman fót.
Við faðminn breiðum öllum heimi mót.
Við skulum dansa hó og hæ.
Og steypa á annan endann þessum yndislega bæ.
Pep, pep — pep — pep —
við dönsum swing og stepp.
Vort líf er stutt og ástin endaslepp.
í kvöld skal hugsað um það eitt:
að dansa ört og elska heitt.
S. & R.
Verðla unaþra u tin
í FORSlÐUNNI er 2. mynd í röðinni í verðlauna-
./V. keppni Vikunnar: Finnið happdrættisskuldabréf Flug-
félags Islands. Fyrsta mynd birtist framan á 3. tölublaði.
Hér skulu leikreglur enn endurteknar. Þátttakandinn þarf
einungis að ákveða hve mörg happdrættisskuldabréf eru
á forsíðunni hverju sinni. Töluna á hann síðan að skrifa á
meðfylgjandi seðil og geyma hann. Forsíðumyndirnar í
keppninni verða alls tíu og birtist sú fyrsta, sem fyrr er
sagt, framan á síðustu Viku. EF I»ÉR NÁH) 1 I>AI1
BLAÐ, ER ÞVI ENN TlMI TIL ÞÁTTTÖKU. En þegar
þátttakandi er búinn að fá og útfylla alla tíu seðlana,
á hann að senda þá til Vikunnar og auðkenna umslagið
með orðinu „Verðlaunal{eppnin“. Verðlaunin, sem sá hlut-
skarpasti hreppir, verða:
FLUGFERB TIL KAUPMANNAHAFNAR OG
HEIM AFTUR.
seðill í verðlaunakeppni Vikunnar:
Finnið happdrættis-
skuldabréfin á forsíðunni
Tala happdrættisskuldabréfanna er
að þessu sinni.
Nafn________
Heimilisfang
Útgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.