Vikan


Vikan - 30.01.1958, Page 4

Vikan - 30.01.1958, Page 4
Tilhynning 10. uwn murö eftir Agöthu Christie UNGFRÚ Murgatroyd kom á harðahlaupum og alveg lafmóð. Fald- urinn var niðri á pilsinu hennar og hárið hafði losnað úr heldur lítilfjörlégu hárneti. Kringluleita, góðlega andlitið ljómaði. -— Er þetta Scotland Yard? spurði hún og náði varla andanum. Ég vissi ekki að þeirra var von, annars hefði ég ekki farið út fyrir dyr. Hafið þið komist á nokkra slóð? — Við höfum ekki kallað á Scotland Yard ennþá, sagði Craddock. Ég er Craddock lögreglufulltrúi. — Hann vill fá að vita hvar þú varst þegar morðið var framið, sagði ungfrú Hinchliffe og bandaði hendinni í áttina til fulltrúans. Æ, hamingjan góða, stundi ungfrú Murgatroyd. Ég hefði auð- vitað átt að vera við þessu búin. Fjarverusönnunin auðvitað. Við skulum nú sjá, ég var vitanlega hjá öllum hinum. Þú varst ekki hjá mér, sagði ungfrú Hinchliffe. - Æi, var ég það ekki, Hinch? Nei, auðvitað, ég var nýbúin að dáðst að chrysanthemunum. Ákaflega léleg tegund. Og þá gerðist það — ég vissi bara ekki að það hefði gerzt, ég vissi ekki að neitt slíkt hefði gerzt, á ég við. Mér datt ekki andartak i hug að þetta væri ósvikin skamm- byssa — það var allt svo óhugnanlegt í myrkrinu, og þessi hræðilegu hljóð. Ég misskildi þetta allt. Ég hélt að verið væri að myrða hana — flóttastúlkuna á ég við. Ég vissi ekki að það var hann — ég á við að ég vissi ekki einu sinni að þetta var karlmaður. Ég heyrði bara rödd, sem sagði: Gjörið svo vel að rétta upp hendurnar. — Upp með hendurnar, leiðrétti ungfrú Hinchliffe hana. Og hann var ekki með neina kux'teisi. — Það er svo hræðilegt að hugsa til þess að mér þótti í rauninni bara gaman, þangað til stúlkan fór að æpa. Vilduð þér vita nokkuð fleira, fulltrúi? — Ef þér ætlið að fara eftir landfræðilegri legu húsanna, þá ættuð þér að fara næst á prestsetrið. Þér kynnuð að verða einhvers visari þar. Frú Harmon lítur út fyrir að vera eins mikill kjáni og hægt er að vera —- en stundum held ég að hún sé fluggreind. Hún hefur að minnsta kosti eitthvað við sig. Þegar þær horfðu á eftir Fletcher og Craddock, sagði Murgatroyd kvíðin: — Ó, Hinch, ég var alveg hræðileg? Ég verð eitthvað svo utan við mig. — Alls ekki, sagði ungfrú Hinchliffe og brosti. Þú varst alveg ágæt! III. Craddock lögreglufulltrúi leit strax með ánægju í kringum sig í stóru stofunni þar sem ailt var á rúi og stúi. Hún minnti dálítið á hans eigið heimili í Cumberland. Þarna voru upplitaðar sirsábreiður, stórir illa farnir stólar, blóm og bækur eins og hráviði um allt og hvolpur lá í körfu. Hann kunni strax vel við frú Harmon þó hún væri hirðuleysislega snyrt, ringluð á svipinn og ákafinn skini út úr henni. — Ég verð yður ekki að neinu liði, sagði hún undir eins hrein- skilnislega. Ég lokaði augunum. Ég þoli ekki ofbirtu í augun. Svo heyrði ég skothvell og klemmdi þau enn fastar aftur. Ég vildi . . . ó, hvað ég vildi að morðið hefði farið hljóðlega fram. Mér er svo illa við hvelli. — Svo þér hafið þá ekki séð neitt. Fulltrúinn brosti við henni. — En þér hafið samt heyrt, ekki satt? — Ójú, það veit sá, sem allt veit. Það var svosem nóg að heyra. Hurðir opnuðust og skelltust aftur, fólkið greip allt andann á lofti og sagði vitieysu. Mitzi öskraði eins og gufuvél —- og aumingja Bunny vein- aCi eins og fönguð kalkúnhæna. Fólkið ruddist hvað um annað og rakst á í myrkrinu. En þegar ekki virtist vera von á fleiri skotum, opnaði ég augnn. Þá voru allir komnir fram í anddyrið með kerti. Svo kviknuðu FDRSAGA: Cngur Svissiendingur hefur ruðst inn á heimili ungfrú Black- loek i Llttle Paddocks og ógnað fjöimörgum gestum og heimilis- fólki hennar, sem statt er í setustofunni. Hann skýtur þremur skotum, annaö skotið særir ungfrú Blacklock í eyrað og sjálfur fellur hann fyrir þvi þriðja. Lögreglan hefur verið tilkvödd, er búin að yfirheyra alla viðstadda, og fær ekki botn í málið. En þið? Þið hafið nú heyrt aJUar yfirheyrslumar og hafið sömu mögu- ieikana tii að ráða gátuna og lögreglan. 4 ljósin aftur og allt í einu var allt orðið eins og það átti að vera — ég á auðvitað ekki beinlínis við það, en við vorum aftur orðin við sjálf, ekki aðeins — fólk í myrkri. Fólk er allt öðru vísi í myrkri, er það ekki? — Ég held að ég skilji hvað þér eruð að fara, frú Harmon. Frú Harmon brosti til hans. — Þarna lá hann steindauður, undrandi á svip og rjóður í andliti, þessi útlendingur með hreysikattarsvipinn, sagði hún. Hann lá þarna dauður, með skammbyssu við hlið sér. Það virtist — ó, það virtist einhvern veginn ekkert vit i þessu. Lögreglufulltrúanum fannst heldur ekkert vit í þvi. Hann hafði þung- ar áhyggjur af málinu. 8. KAFLI Marple kemur til skjalanna. I Craddock lagði vélrituðu skýrsluna sína um samtölin við fólkið fyrir lögreglustjórann. Sá siðai’nefndi var rétt að enda við að lesa skeyti frá svissnesku lögreglunni. Hann hefur reyndar komizt í kast við lögregluna, sagði Rydesdale. Hm, alveg eins og við héldum. Skartgripir . . . hm, já og falsað land- gönguleyfi ... nú . . . og ávísun . . . greinilega allra óheiðarlegasti piltur. — Já, í smáum stíl. — Rétt er nú það. En það smáa leiðir til stærri atburða. Lögregiu- stjórinn leit upp. — Hafið þér áhyggjur af þessu, Craddock? — Já. — Því þá það? Málið liggur beint fyrir. Eða er ekki svo? Við skul- um athuga hvað fólkið, sem þér töluðuð við, hefur að segja. Hann tók við skýrslunni og las hana yfir. — Þetta venjulega — fullt af mótsögn- um og óáreiðanlegum athugasemdum. Frásagnir margra af áhrifaríku augnabliki eru aldrei samhljóða. En heildarmyndin virðist svosem nægi- lega skýr. — Það veit ég — en það er ákaflega ófullkomin mynd. Ég veit ekki hvort þér skiljið mig, en þetta gefur villandi mynd. — Jæja, við skulum rifja upp staðreyndirnar. Rudi Scherz tók áætlun- arbíllinn frá Medenham til Chipping Cleghorn klukkan 5,20 og kom þangað klukkan sex. Staðfest af vagnstjóranum og tveimui' farþegum. Frá enda- stöðinni hélt hann fótgangandi í áttina til Little Paddocks. Hann komst inn í húsið án nokkurra teljandi erfiðleika — sennilega gegnum aðal- dyrnar. Hann ógnaði gestunum með skammbyssu, skaut tveimur skot- um, annað særði ungfrú Blacklock og drap síðan sjálfan sig í þriðja skot- inu, hvort sem það hefur nú verið viljandi gert eða af slysni. Það er ekkert sem sannar það. Ég verð að viðurkenna, að ástæðan fyrir þessu öllu er ákaflega óljós. En okkur er ekki beinlínis ætlað að gefa nein svör við því. Kviðdómurinn úrskurðar þetta annað hvort sjálfs- morð — eða dauða af slysförum. Hver sem útkoman verður, skiptir það okkur ekki máli. Við getum rekið endahnútinn á málið. — Þér eigið við að við getum þá alltaf sætt okkur við sálfræðikenn- ingar ofurstans, sagði Craddock dapurlega. Rydesdale brosti. — Ofurstinn hefur þó heilmikla reynslu að baki. Ég er orðinn óttalega þreyttur á þessu sífellda sálfræðiþrugli um allt og alla nú á dögum — en við getum ekki alveg blásið á það. Hafið þér nokkra ástæðu til að halda að einhver á Chipping Cleghorn sé að ljúga að yður? Craddock hikaði. — Ég held að útlenda stúlkan viti meira en hún viil viðurkenna. En það getur verið vitleysa hjá mér. — Haldið þér að hún geti hafa verið í einhverju sambandi við pilt- inn? Hafi hieypt honum inn í húsið? Eða kannski fengið hann til að koma? Eitthvað í þá áttina. Mér finnst það ekki útilokað. En það gefur til kynna, að einhver verðmæti hafi verið x húsinu, annað hvort peningar eða skartgripir. En það virðist ekki hafa verið. Ungfrú Blacklock neit- ar því ákveðið. Sömuleiðis hinir. Þá yrðum við að ganga út frá því að í húsinu hafi verið eitthvað verðmætt, sem enginn vissi um . . . — Alveg eins og í reyfara. — Ég verð að viðurkenna að það lætur undarlega í eyrum. Það eina, sem mælir gegn þessu er sú trú ungfrú Bunner, að Scherz hafi gert ákveðna tilraun til að myrða ungfrú Blacklock. . . . Já, ég skal fúslega viðurkenna að hún er ákaflega óáreiðanlegt vitni, flýtti Craddock sér að bæta við. - Hún cr ákaflega áhrifagjörn. Ilver sem er getur komið alls konar hugmyndum inn í kollinn á henni — en það er athyglisvert að þetta er hennar eigin kenning — hún er ekki frá neinum öðrum komin. Allir hinir eru vantrúaðir á hana. 1 þetta sinn fylgir hún ekki straumnum. Þetta er áreiðanlega hennar eigin hugmynd. — Þvi skyldi Rudi Scherz hafa viljað drepa ungfrú Blacklock? — Það er nú einmitt það. Ég veit það ekki. Ungfrú Blacklock veit VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.