Vikan


Vikan - 30.01.1958, Síða 16

Vikan - 30.01.1958, Síða 16
SHELL 8IVIURIMIIMG80LÍUR Miklar útfellingar safnast oft fyrir í Diesel- og Semidieselvélum í fiskiskipum og eru helztu orsakirnar venjulega slæm brennsla og of mikið álag. Þegar vélin gengur í lausagangi verður brennsla eldsneytisins oft ófullkomin og sót eða lakkkend efni safnast á bulluna og hliðar hennar, í hringjagróparnar og útblástursgöngin. Of mikið álag hefur t. d. í för með sér hringjafestingar, þar eð við slíkar aðstæður á sér stað mikil sótmyndun samfara háu hitastigi á efra hluta bullunnar. íHFI I -smurningsolíur til notkunar í fiskibátum eru sérstaklega framleiddar til þess að hindra þessi vandkvæði. Þær UIILtLL halda hringjunum lausum og hreinum, varna sliti á hringjum og strokkum, hindra leðjumyndun og botn- faii og koma í veg fyrir sýring á bullum og legum. Gjörið svo vel að senda mér eitt eintak af bækl- ingnum ,, G AN GFRUPL ANIR 1 DIESEL- OG SEMIDIESELVÉLUM' ‘. Nafn: .... Heimili: Póststöð: I bæklingnum „Gangtruflanir í Diesel- og Semidiesel- vélum“, er lýst helztu orsökum gangtruflana, er fyrir koma í bátavélum svo og hvernig úr þeim er bætt. Ef þér hafið ekki fengið eintak af bæklingnum, þá út- fyllið reitinn til vinstri, klippið út og sendið oss eða næsta útsölumanni vorum. (klippið hér) Vér höfum vélstjóra í þjónustu vorri, sem eru reiðubúnir að aðstoða yður í öllu því, er að smurningsolíum lýtur. Ef þér eigið við vandamál að stríða á þessu sviði, þá gjörið svo vel að leita til þeirra og þeir munu kappkosta að aðstoða yður á allan hátt við að ráða fram úr þeim. Notið eingöngu SHELL-smurningsolíur! Látið oss aðstoða yður við að ráða fram úr smurnings- vandamálum yðar! OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUIMGUR H.F. Tryggvagötu 2. Reykjavík UTBOÐ \ Á lögmætum hluthafafundi, sem haldinn var í Loftleiðum h.f. laugardaginn 18. janúar s. 1., var samþykkt að auka hlutafé félagsins úr kr. 2.000.000,00 — tveimur milljónum króna — í kr. 4.000.000,00 — fjórar milljónir króna. Njóta hluthafar forkaupsréttar að bréfunum, svo sem samþykktir mæla fyrir um, og gefst þeim því kostur á að skrifa sig fyrir aukningarhlutum skv. ofansögðu til 1. marz n. k. Ennfremur verða seld, samkvæmt samþykkt fundarins, þau hlutabréf, sem félagið á nú sjálft, samtals að upphæð kr. 159.800,00, í réttu hlutfalli við bréfaeign og gefst hluthöfum einnig kostur á að skrifa sig fyrir þeim. Afhending allra bréfanna hefst 1. marz n. k. gegn greiðslu á andvirði þeirra, en hluthöfum ber að gera fullnaðarskil fyrir 10. marz n. k. Ella áskilur stjórnin sér rétt til að selja bréfin öðrum. Skráning og afhend- ing fer fram í skrifstofu félagsins við Reykjanesbraut hér í bænum. Reykjavík 21. janúar 1956. Stjórn „Loftleiða h.f.“ STEINDORSPRENT H.F.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.