Vikan


Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 11
Úr heimi lœknavísindanna KONA MEÐ mggmgm ¦ ¦ m '§* ?^9^ ÞRJÚ ANDLIT \ Það börðust þrjú öfI um Evelyn White — því að sál hennar var þríklofin! IÆKNIRINN þagnaði snöggv- -* ast og horfði á sjúklinghm, fremur dauflega 25 ára gamla konu, sem sat herðaslöpp og mæðuleg á stólnum andspænis honum. Allt í einu stirðnaði hún, lok- aði augunum og skalf. Svo hvarf spennan úr líkama hennar og hún sagði nýrri, breyttri röddu, næstum því frekjulega: „Halló, læknir!" Hún krosslagði fæturna kæruleysislega — og læknirinn tók eftir því í fyrsta skipti, að þetta voru fallegir fætur. And- litið sýndist bústnara, augun ljómuðu, hún virtist í bezta skapi. Hún heimtaði sígarettu. Svo sagði hún: „Þetta hefur verið cttalegt basl hjá henni. En hún er líka svo mikill auli." „Hver er hún?" spurði lækn- irinn undrandi. ,,Nú hver önnur en hún Eve White — vesalings litla músin, sem er sjúklingurinn þinn." „En ert þú ekki Eve White?" „Láttu ekki svona, læknir. Ég er Eve-Black. Ég er ég og hún er hún sjálf". Og á þessu stóð Eve Black fastar en fótunum, þegar mað- urinn hennar var sóttur. Eve Black þekkti hann að vísu. En hún þvertók fyrir að vera gift honum og lýsti honum sem „leiðindaskarfi." Svona kom annað andlit kon- unnar, sem hafði þrjú andlit, fram í dagsljósið. Eve var kleifhugi; þ. e. a. s. að persónu- leiki hennar var klofinn. En hann var þríklofinn! Síst að furða þótt sjúkdómssaga henn- ar hafi vakið athygli í lækna- heiminum. Og í nýútkominni bók segja læknarnir tveir, sem einkum stunduðu Eve, alla sög- una. Þeir heita Corbett H. Thigpen og Hervey M. Cleck- ley — og eru báðir kunnir með- al stéttarbræðra sinna í Banda- ríkjunum. Eve White (það er dulnefni) hafði gengið til rannsókna í sjúkrahús í Augusta í Georgíu í um það bil ár þegar þetta gerðist. Hún þjáðist af nístandi höfuðverkjum, en ástæðuna þóttust sálfræðingarnir geta rakið til þess, að hún var ó- hamingjusöm í hjónabandi. Hún var mótmælandi, maðurinn hennar kaþólskur, og þau gátu ekki komið sár saman um trú- VIKAN fræðslu hinnar þriggja ára gömlu dóttur þeirra, Bonnie. Þetta sýndist líkleg sjúk- dómsgreining; og þegar Eve hafði gengið um hríð til sál- fræðings, virtist henni skána. En dag nokkurn hringdi maðurinn hennar til sjúkra- hússins til þess að skýra frá því, að hún hefði farið út og keypt sér sæg af fötum, en þeg- ar hann hefði séð þau í klæða- skápnum, hefði hún þvertekið fyrir að kannast við þau. Það var þegar hún var að segja frá þessum atburði sem hin frakka og flennulega Eva Black birtist læknunum í fyrsta skipti. Og það var auðvitað hún sem hafði keypt kjólana og kápurnar. Þegar hinni hæglátu, dauf- gerðu Eve White var sagt frá tilveru Eve Black, varð hún að sínu leyti fegin. Þarna var feng- in skýringin á því, hvernig heilir dagar gátu þurrkast út út vitund hennar, og þeirri staðreynd, hvernig henni hafði sem barni verið refsað fyrir misgerðir sem hún hafði ekki hugmynd um að hafa drýgt. Nú gátu læknarnir líka útskýrt fyr- ir henni, hvernig á því stóð, að suma morgnana vaknaði hún með timburmenn þótt hún bragðaði aldrei áfengi. Eve Black óx smásaman ás- megin. Það kom hvað eftir ann- að fyrir, að hún fór á dans- leiki og skildi Bonnie litlu eftir eina. Eve White greip til þess ör- þrifaráðs að fá foreldra sína til að taka við barninu, yfir- gefa manninn sinn og fá sér vinnu. Reyndin varð sú, að hún vann á mörgum stöðum, því að það brást ekki, að fyrr eða seinna tók Eve Black völdin, skrópaði í vinnunni, móðgaði yfirboðara sína og var óhjákvæmilega rekin. Reipdrátturinn milli Eve White og Eve Black stóð í rúmt ár, en þá byrjuðu hinir óþol- andi höfuðverkir aftur. Þar við bættist, að hinum algjöru gleymskustundum fjölgaði og í því sambandi gerðist hið óvænta, að Eve Black fór líka að verða fyrir barðinu á þeim. Dag nokkurn þegar Eve White var að tala við læknir- inn sinn, féll hún í dá. Þegar hún opnaði augun, spurði hún: ,,Hver eruð þér?" Þriðja kon- an var komin fram á sjónar- sviðið. Hún kallaði sig Jane og varð bezt lýst sem greindari, laglegri og þroskaðri útgáfu af Eve White. Jane féll strax vel við Eve White og gerði sér far um að hjálpa henni. Hún gat „slegist í fylgd með" báðum persónun- um, en hafði ekki hugmynd um, hvað gerst hafði áður en hún „fæddist" í viðtalsherbergi íæknisins. Svo að persónurnar voru þrjár í ellefu mánuði. Eins og þetta væri ekki nóg, skaut eig- inmanninum, Ralph, nú upp og reyndi að fá Eve White til að taka saman við hann aftur. Hún hafnaði honum, en Eve Black hvarf með honum yfir eina helgi af eintómum óþokka- skap. Eve White varð svo hneyksl- uð á „ótrúmensku" mannsins síns að hún skildi við hann. Til VEIZTU - ? 1. Hver er yfirmaður landhers Atlantshafsbandalagsrikj- anna? 2. Hvað eru margir einseyring- ar í tylftinni? En tveggjeyr- ingar ? 3. 1 hvaða sveit er Bergþórs- hvoll? 4. Hvað er sameiginlegt með Keflavík, Santa María og Goose Bay? 5. Hver var Pestalozzi? 6. Hvaða lönd skilur Bering- sund? | 7. Hvaða frœg leikkona lék a«- alhlutverkið í kvikmyndinni „Komdu aftur, Sheba litla", sem sýnd var í Tjarnarbíó? 8. Hvað hétu postularnir tólf? 9. I hvaða Iandi eru Svörtu- skógar, hið fræga ferða- mannahérað? 10. Maður kom á bœ og var spurður að heiti, og svaraði í visu þannig: „Nokkrir greina nafnið sitt nú með berum orðum, en Hervör sótti heitið mitt i haug á Samsey forðum". Svör á bls. 14. ¦ Hitiimiiiiiiii öryggis skrifuðu allar þrjár „stúlkurnar" undir skilrlkin. Jane-persónuleikinn magnað- ist með aðstoð sálfræðinganna. Góður kunningskapur tókst líka með Jane og manni nokkr- um, sem Eve Black hafði kynnst en hafnað, af því hann var „svo óttalega stilltur." Snemma varð líka ljóst, að Jane mundi reynast Bonnie góð móðir, en þótt sálfræðingunum fyndist freistandi að reyna að „drepa" báðar Evurnar, kom- ust þeir að þeirri niðurstöðu, að sjúklingurinn yrði sjálfur að kjósa hver kvennanna lifði. Eve White var dáleidd, og í dáinu féllst hún fúslega á sína eigin „aftöku," ef það þýddi að Jane gæti tekið við. Jane var í heimsókn hjá Bonnie þegar til úrslita dró. Bolti litlu telpunnar skoppaði undir húsið, sem stóð á staur- um. Þegar Jane skreið á eftir honum, fannst henni hún kann- ast við sig, fannst eins og hún hefði lifað þetta áður. Hún var að segja lækninum frá þessum atburði, þegar hún allt í einu þagnaði, stirðnaði upp og hljóðaði: „Mamma . .. 0, mamma . . . Ekki láta mig .;. Ekki. . ." Lækninum brá sem vonlegt var og flýtti sér að sækja sam- starfsmann sinn. Þegar þeir komu aftur, fundu þeir enn eina konu — þá konu sem þeir nú hyggja að sé hin sanna Eve White. Seinna komust þeir að því, að fimm ára gömul hafði hún verið að leika sér undir húsinu, þeg- ar móðir hennar kom og kall- aði, að nú ætti að fara að jarða ommu hennar. Móðir hennar hafði látið hana snerta hið kalda andlit ömmunnar í líkkist- unni, og hún hafði Jiljóðað grátandi: „Nei — ég vil það ekki. Ekki láta mig gera það!" Hin nýja „sameinaða" Eve- lyn White, sem birtst hafði við að lifa þessa skelfingarstund upp aftur, var líkari Jane en hinum tveimur. En hún hafði nokkuð af glaðlyndi Eve Black, og það hafði hún sameiginlegt með henni að hafa ofnæmi fyr- ir nælon. Evelyn gif tist að lokum kunn- ingja Janes sem fyrr er getið, og þau og Bonnie hafa nú lifað saman eðlilegu og ástríku f jöl- skyldulífi í tvö ár. — SARAH JENKINS 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.