Vikan


Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 5
var rétt nýgenginn gegnum bogadyrnar og inn 1 hina stofuna, þar sem Letty Blacklock hafði komið fyrir drykkjarföngunum. Ertu sammála? — Já já, ég man það allt. — Jæja, einhver fór á eftir Patrick inn í stofuna eða var að leggja af stað á eftir honum. Einhver karlmannanna. Gremjulegt að ég skuli ekki muna hver það var, hvort það var Easterbrook eða Edmund Swettenham. Auk þess gekk einhver annar þvert yfir litlu stofuna. Já, Philippa Haymes. Ég man það svo vel, því ég var að horfa á hvað hún hefur fallegan bak- svip. Hún gekk að arinhillunni í hinu herberginu. Ekki veit ég til hvers, því þá fóru ljósin. Jæja, þá höfum við Patrick Simmons, Philippu Haymes og annað hvort Easterbrook ofursta eða Edmund Swettenham í innri stofunni. Taktu nú eftir, Murgatroyd. Sennilega hefur eitt af þessum þremur gert það. Ef einhver hefur ætlað að komast út um innri dyrnar, þá hefur hann auðvitað gætt þess að vera staddur á heppilegum stað, þegar ljósin fóru. Sennilega hefur það verið eitthvert af þessum þremur, eins og ég var búin að segja. Ef svo er, Murgatroyd, þá getur þú ekkert gert. Það hýrnaði yfir ungfrú Murgatroyd. — Aftur á móti getur vel verið að það hafi ekki verið neitt af þessum þremur, hélt ungfrú Hinchliffe áfram. — Og þá kemur til þinna kasta. Ef þú veizt ekki hver það er, þá veit enginn það. — En ég veit það ekki! Það er alveg satt! Ég sá ekki neitt! — Ójú, það gerðirðu reyndar. Þú ert einasta manneskja sem gat séð nokkurn hlut. Þú stóðst bak við hurðina. Þú getur ekki hafað horft beint í geislann frá vasaljósinu — vegna þess að hurðin var á milli. Þú snerir í hina áttina, sömu átt og geislinn féll. Við hin fengum ofbirtu í'augun. En þú f ékkst enga ofbirtu i augun. _ Nei -~- nei, kannski ekki, en ég sá ekki neitt, vasaljósið hélt áfram að f ara hring ef tir hring ... — Og lýsti hvað upp? Geislinn féll á andlit, ekki satt? Og á borðin? Og á stólana? — já — já, það er alveg rétt... hann skein á andlitið á ungfrú Bunner, þar sem hún stóð með galopinn munninn, og deplaði augunum og glápti eins og augun ætluðu út úr hófðinu á henni. — Þetta líkar mér! Ungfrú Hinchliffe andvarpaði feginsamlega. Hvað það getur verið erfitt að fá þig til að nota þennan gráa graut í kollinum á þér. Jæja, haltu svona áfram. — Eg sá víst ekkert annað. Ungfrú Bunner stóð þarna með opinn munninn og frú Harmon sat á stólarminum. Hún klemmdi aftur augun og hélt krepptum hnefanum upp við andlitið á sér, eins og barn. — Ágætt, þá höfum við frú Harmon og ungfrú Bunner. Skilurðu ekki enn hvað ég er að fara? Það erfiðasta er, að ég má ekki koma neinni hug- mynd inn hjá þér. Þegar við höfum útilokað þá, sem þú sást — þá komum við að því sem máli skiptir, en það er, hvort nokkur er eftir, sem þú sást ekki. Skilurðu? Innan um borðin, stólana, chrysanthemurnar og allt hitt, á að vera ákveðið fólk: Júlía Simmons, frú Swettenham, frú Easterbrook — annað hvort Easterbrook ofursti eða Edmund Swettenham — Dóra Bunn- er og Bunch Harmon. Jæja, þú sást Bunch Harmon og Dóru Bunner. Þá strikum við þær út. Reyndu nú að hugsa, Murgatroyd, hugsaðu! Var nokk- nr af þessum ekki þarna? Ungfrú Murtatroyd hrökk við, þegar grein slóst í opinn gluggann. Hún iokaði augunum, og tautaði við sjálf a sig . . . — Blómin . . . á borðinu . . . stóri hægindastóllinn . . . geislinn f ærðist ekki alla leið til þín, Hinch — frú Harmon, já . . . Síminn hringdi og ungfrú Hinchliff svaraði. Ungfrú Murgatroyd hélt hlýðin og með lokuð augun áfram að rifja upp kvöldið 29., þegar ljósgeisl- inn f ærðist hægt yf ir herbergið . . . skein á hóp af f ólki. . . á sóf ann . . . Dóru Bunner . . . veggina . . . borðið með lampanum . . . bogadyrnar . . . og .síðan heyrðust skyndilegir skothvellir . . ." Það er annars skrýtið!" hrópaði ungfrú Murgatroyd upp yfir sig. — Hvað? sagði ungfrú Hinchliffe reiðilega í símann. Er hann búinn að vera þarna síðan í morgun ? Hvenær ? Og þið hringið fyrst í mig núna ? Ég skal senda dýraverndunarfélagið á ykkur. Yfirsjón? Er það öll afsökunin? Hún skellti símtólinu á. — Það er hundurinn. Hann er búinn að vera á' stöðinni síðan klukkan átta i morgun, án þess að fá dropa af vatni! Og nú fyrst eru þessir bjánar að láta mig vita. Ég verð að fara strax og sækja hann. Hún rauk af stað út úr stofunni, og Murgatroyd fylgdi/skrækjandi i kjölfar hennar. — En heyrðu, Hinch, þetta er alveg furðulegt. . . . Ég get ekki skilið það. . . . Ungfrú Hinchliffe þaut út og yfir í skýlið, sem þær notuðu fyrir bil- skúr. — Við höldum áfram með þetta, þegar ég kem aftur, kallaði hún. !fi!g get ekki beðið eftir að þú komir með mér. Þú ert á inniskónum, eins og venjulega. Hún steig á benzínið og ók aftur á bak út úr skýlinu í einum rýkk. Ungfrú Murgatroyd skokkaði hvatlega við hliðina á bilnum. — En hlustaðu á mig, Hinch, ég verð að segja þér það . . . — Þegar ég kem aftur . . . Bíllinn tók kipp og þaut áfram. Ungfrú Murgatroyd kallaði á eftir hon- um í æstum tón: — En, Hinch, hún var þar ekki ....... III Þykk, bláleit ský höfðu verið að dragast saman uppi á himninum. Meðan ungfrú Murgatroyd stóð og horfði á eftir bilnum, féllu fyrstu droparnir. Hún þaut fumandi yfir að snúrunni, þar sem hún hafði hengt Framháld á bls. 14. Gleðilegt sumar! Olíuverzlun Islands h.f. Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Lárus G. Lúðvígsson. Skóverzlun Gleðilegt sumar! HVANNBERGSBRÆÐUR VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.