Vikan


Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 12
Hér lýkur framhaldssögunni um Christine Granville sem kölluð var. . Hœttulegasta kona veraldar ':•>.. - ¦ ( DAG einn í júní stökk Christine Granville í fallhlíf niður í fjallahérað í Fraklandi, en þar var meginstyrkur and- spyrnuhreyfingarinnar í Frakklandi saman kominn. Með því hófst einn erfiðasti og hættulegasti kaflinn í lífi þessa kvennjósnara, sem Hitler óttaðist mest allra njósn- ara.....,, Þetta var í lok heimsstyrjaldarinnar. Christine átti að koma af stað uppreisn meðal óbreyttra borgara, síðan átti hún að hvetja aðflutta pólska verkamenn til þess að sporna við fram- gangi Þjóðverja, þegar þess yrði þörf. Kvöld eitt kom sendimaður til Christine með alvarlegar fréttir. Þrír brezkir herforingjar, sem unnu í frönsku andspyrnu- hreyfingunni höfðu verið teknir höndum, og sátu nú í Digne- fangelsi Gestapolögreglunnar. Christine hugsaði sig ekki um tvisvar. Enn einu sinni stofn- aði hún lífi sínu í mikla hættu. M er njósnari..." Hún gekk sjálfviljug inn í aðalbækistöðvar Gestapomanna og sagði til nafns síns: „Ég er Christine Granville," sagði hún, „brezki njósnarinn, sem þið hafið verið að leita að í fjögur ár." Síðan reyndi hún að semja við lögregluforingjann. ' Hún hafði valið sér hentugt augnablik. Bandamenn voru þegar komnir á land í Frakklandi. Brátt myndu þeir ná til Digne. Lögregluforinginn hlýtur að hafa vitað, að hann yrði að hörfa, eða verða tekinn höndum að öðrum kosti. Og hvað átti þá fyrir honum að liggja ? Gat Christine fengið hánn til þess að láta lausa mennina þrjá, með því skilyrði að hann yrði látinn laus, þegar bandamenn kæmu á vettvang? Hvernig átti hún að koma í veg fyrir, að þessir menn yrðu líflátnir þegar í stað ?. Bandamenn voru á næstu grösum. En hún hafði allar klær úti. Sagan, sem hún sagði lögreglu- foringjanum var harla ótrúleg. En hún gaf honum ekki færi á að grípa fram í fyrir sér. Hún sagðist vera náskyld Montgomery, og hún væri vön að fara í slíkar ferðir. Hún fullvissaði lögregluforingjann um, að hann yrði látinn Iaus, ef hann sleppti mönnunum þremur úr haldi. Én til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig átti Gestapomað- urinn að slást í för með Bretunum þremur. Þetta hreif. Síðar úrskurðaði brezki herinn Gestapomann- ínn frjálsan ferða sinna. Hermennirnir þrír höfðu búizt við dauða sínum, þegar lög- regluforinginn kom að ná í þá. En þeim til mikillar undr- unar för hann með þá á afvikinn stað, þar sem Christine beið þeirra. Þetta er aðeins dæmi um ráðkænsku Christine. Fyrir þetta fékk hún, yiðurkenningu frá brezka hernum. En henni vannst ekki tími til þess að halda þetta hátíðlegt. Hún lét.þegar flytja sig til víglínunnar. Bandámenn voru nú komnir á vettvang. Pólsku verkamenn- irnir gengu nú í lið með bandamönnum. En samkvæmt alþjóða- samþykkt máttu þeir ekki berjast við Þjóðverja, þar sem þeir höfðu áður verið fangar þeirra. •En Christine Granville, áður pólsk greifynja, hélt til landa sinna, sem flestir voru enn í einkennisbúningum, sem Þjóð- verjar höfðu látið þeim í té, og ávarpaði þá. „Samkvæmt stríðslögum megið þið ekki berjast í þessum einkennisbúningi", hrópaði hún. ,,En hver vill vera í þýzkum einkennisbúningi ? Eruð þið stoltir af þýzkum klæðum, þýzk- um hnöppum, þýzkum einkennismerkjum ? Bræður ykkar í Póllandi berjast nú fyrir lífi sínu berbrjósta . . ." Þegar hún haf ði lokið máli sínu varð löng þögn. Síðan heyrð- ist kurr í mannfjöldanum, sem endaði í næstum dýrslegu fagn- aðaröskri. Pólsku fangarnir rifu utan af sér þýzku klæðin. Loks stóðu þeir andspænis henni logandi af eldmóði, naktir niður að mitti. „Þið eruð nú pólskur her," sagði Christine. Stuttu seinna var styrjöldinni lokið. Eftir fimm ár í leyniþjónustunni var Christine loksins ánægð. Hún vissi, að hún hafði unnið starf sitt vel og dyggilega. Henni var sýndur mikill heiður, hún var hlaðin heiðursmerkjum og veitt brezk borgararéttindi. En eftir stríðið litu Bretar niður á alla útlendinga. „Þér eruð í rauninni ekki brezk," sögðu menn við stúlkuna, sem hafði bjargað fjölda Breta. Christine varð að láta sér lynda ýms niðurlægjandi störf. Loks gerðist hún skipsþerna — og á skipinu kynntist hún einnig manninum, sern átti eftir að ganga af henni dauðri. Hann hét Dennis George Muldowney. Hann var lítill, ein- faldur maður. Raunar var hann bezti maður. En Christine var heimskona, sem lifði á fornri frægð. Hún var nú á fertugs- aldri. Henni var vel við þennan mann, hún elskaði hann ekki — samt bar hún hlýjan hug til hans. í hjartastað Og brátt fór Dennis Muldowney að skiljast — eins og öðr- um mönnum hafði áður skilizt — að hann var ekki allt og eitt í lífi Christine. Hann gat ekki sætt sig við þetta. Hann gat ekki gleymt þessu. ' Kvöld eitt í júní kom hann að Christine á tröppum lítils gisti- húss í Kensington. Þar tók hann upp hníf og rak Christine í hjartastað. Hann veitti engan mótþróa, þegar lögreglan kom að ná í hann. Hann tók afleiðingum gerða sinna með kaldri þolinmæði. Christine Granville hafði látizt af hnífstungu afbrýðisams elskhuga. Þetta var konan, sem hafði storkað sjálfum Hitler. Þessi kona, sem hafði verið einn hættulegasti óvinur Nazista, var nú látin. Ein hnífstunga hafði bundið enda á tilveru þessarar ein- stæðu konu. Ein hnífstunga hafði slökkt neistann, sem kveikti eld í brjóstum allra karlmanna. Neistinn var slökknaður. Chris- tine Granville var dáin. SÖGULOK Missið ekki af nýju framhaldssögunni sem hefst í næsta blaði! 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.