Vikan


Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 14
Æðsta kona Noregs. Framhald af bls. 18 hinum almenna ríkisskóla í Oslo, sem siður er að norska konungsf jölskyld- an gangi í. Ennþá heldur hún sam- bandi við þessa vini sína með því að heimsækja þá á heimili þeirra og bjóða þeim í óformleg teboð heima á Skaugum. En síðan hún lauk skólagöngu sinni, hefur áhugi hennar aðallega beinzt að leirkeragerð. Hún fékk sér kennara, og lét koma fyrir verk- stæði í kjallaranum á Skaugum. Þar á hún sínar beztu stundir við að gera nýja uppdrætti að leirmunum. Hún fer þó ennþá til að nota þurrk- oininn í vinnustofu kennara síns. Calle Kristiansens, sem er vel- þekktur norskur listiðnaðarmaður og býr rétt utan við Oslo. Astrid prinsessu þótti ákaflega vænt um afa sinn, Hákon konung sáluga, og harmaði dauða hans sárt. En þrátt fyrir hryggð sína og harm hélt hún hiklaust áfram að gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna þeirra sem komu til að vera viðstadd- ir jarðarförina og margir hverjir dvöldust í Skaugumhöll. T. H. Harris í Daily Telegraph Móðurást Framhald af bls. 6 ar var innfallið, eins og hún væri orð- ín f jörgömul, og hendurnar voru eins og klær, en í henni bjó samt andi formæðra hennar. Það virtist aug- ljóst, að Kahdosh væri um það bil að halda til feðra sinna, og sjálf gæti hún ekki lifað lengi, en hún kvartaði ekki. Hún leit bara undan. Kahdosh stanzaði hjá henni, klapp- aði á herðarnar á henni og hélt af stað út, til að ljúka þessu af. Birnan var sýnilega sama sinnis, því hún kom strax fram úr lítilli gjá hjá hellinum og kjagaði í áttina til hans. Kahdosh skorðaði spjótsendann í sprungu í ísnum, og hélt spjótinu með stöðugri hendi, meðan hann beið. Hann þurfti ekki að bíða lengi. Skepnan stóð ofurlitla stund kyrr og velti til frammjóu höfðinu, og rugg- aði stóru herðunum. Svo reis hún upp í allri sinni stærð, svo vindur- inn náði í síðu gulleitu hárin á kviðn- um á henni og hreyfði þau eins og gras. Birnan kjagaði áfram, upprétt eins og maður, með stuttu fram- fæturna uppreidda, og hundarnir giefsuðu í tætta feldinn hennar. And- artak vaggaði hún fram og aftur og í næstu andrá kastaði hún sér fram á við, til að falla með öllum sinum þunga á Kahdosh, þar sem hann hnipraði sig saman, en við það sökk spjótið í kaf í bringuna á henni. Nú heyrðist óp, og snöggt brak í' brotnandi viði, um leið og flykkið féll. Veiðimaðurinn heyrði skyndilega hátt, hvínandi hljóð, sem honum fannst jafnvel nú láta kunnuglega í eyrum. Svo varð allt dimmt í kring- um hann og hann vissi ekki meira af sér. „Utvarpaði varaði við borgarís- jaka á reki suðaustur frá , Davíðs- sundi. Sáum mjög stóran jaka. Þeg- ar við sigldum hægt í kringum hann, heyrðum við hundgá, og komum auga á mann liggjandi á ísnum og björn, sem stóð yfir honum. Of mikil á- hætta að skjóta, svo við þeyttum flautu skipsins. Við það kom önnur mannvera skriðandi á fjórum fótum og björninn hörfaði, eins og hann væri særður. Settum út bát og lentum á jakan- um, eftir talsverða erfiðleika. Fund- um Eskimóaveiðimann, særðann á hálsi, síðan konu og ungt sveinbarn, 611 að fram komin af hungri. Skut- um björninn, sem reyndist vera grindhoruð birna. Þegar hún var opn- uð, fundust leifar af beinum og smá- gerðar tennur, svo gera má ráð fyrir aS hún hafi etið húninn sinn. Tókum manninn, konuna og barnið um borð, til að hlynna umsvifalaust að þeim. Nú er veiðimaðurinn kominn til meðvitundar. Hann talar sæmilega ensku, þar sem hann hefur farið eina ferð á hvalfangara frá Dundee. Þau hafa verið á jakanum allt að því þrjá mánuði, eftir því sem næst verður komizt. Eru öll líkust beinagrindum. Við rannsókn fundust á líkama kon- unnar margir litlir skurðir, litt grón- ir. Hún hefur sýnilega haldið barn- inu við á sinu eigin blóði. Þau munu 013 lifa þetta af." Á reiðhjóli í stríðið Svör við „Veiztu" á bls. 11. ÞAÐ sem eftir er af sögunni er bezt að taka orðrétt úr dagbók hvalfangarans Salem, skipstjóri J. Morse Whiting. 14 Glæpadrottning Framhald af bls. 11. Anne Murphy lék þernu. Þegar ungi maðurinn frá Yorkshire birtist, var honum vísað inn í svefnherbergi Jennys, þar sem hún var fljót að smokka demantshringnum af fingri hans. Fáeinum mínútum seinna barði Anne Murphy á dyrnar o'g tilkynnti skjálfandi af hræðslu, að maður Jenny væri að koma heim. Jenny lést líka verða ofboðslega hrædd og grátbændi elskhugann að fela sig undir rúmfötunum, þar sem maðurinn hennar mundi naumast sjá hann, þótt hann kæmi inn í svefn- herbergið. En föt elskhugans, bætti hún viS, mundi hún fela í öðru her- bergi. Yorkshiremaðurinn gerði eins og hann var beSinn og skreiS undir rúmfötin... en Jenny og félagar hennar hirtu fötin hans, pyngjuna hans, göngustafinn, sverðið, tóbaks- dósirnar og gullúrið og hurfu út í buskann. Seinna átti hinn sárt leikni Romeo eftir að uppgötva, að Jenny bjó reyndar ekki í húsinu, heldur hafði það verið tekið á leigu til einn- ar nætur. Lánið lék lengi við Jenny, en þar kom að hún var staðin að verki, handtekin og dæmd til útlegðar í ný- lendu Breta í Ameríku. Hún beið fjóra mánuði eftir fari og notaði tímann, þótt í fangelsi sæti, til þess að viða að sér allskyns varningi, sem félagar hennar stálu og færðu henni. Þegar hún var flutt til skips, fylgdi henni heilt vagnhlass af vörum! Hún lifði eins og drottning í Virg- iníu, en leiddist Ameríka og greip fyrsta tækifærið sem gafst til þess að komast til baka til London. Þar hóf hún umsvifalaust fyrri iðju sína, en var óheppin, lenti aftur í fangelsi, var aftur dæmd til útlegðar og hafnaði aftur í Ameríku. Framhald af bls. 9 yfirboðara sinum í Albert aðvart. Herforinginn í Al- bert flýtti sér að koma hin um geigvænlegu tíSindum til Amiens. Og herforinginn í Amiens þaut í slmann og hringdi til Parísar. Stúlka í fremstu skot- gröfunum? Stúlka í skot- gröfunum okkar? Stúlka í hermannabúningi að leggja jarðsprengjur í einskis- mannslandi ? Þetta getur ekki verið satt! En satt var það reyndar, eins og kom fram við yfir- heyrslurnar. Ung Lundúna- stúlka hafði laumast inn í fremstu víglí'nu brezku herj- anna þrátt fyrir allar ör- yggisráðstafanir. Og það sem var jafnvel verst: hún hafði hjólað gegnum hið umfangsmikla öryggisnet! Hinir skömmustulegu her- foringjar gerðu það eina sem þeir gátu í rauninni gert. Þeir sendu Dorothy heim til London — og reið- hjólið. 1. a) Forseti Túnis. 2. Mýragrunn austur af BreiSamerkursandi, en Kötlugrunn suSur af Mýrdalssandi. 3. Georg McManus. 4. Greifan- um af Monte Cristo. 5. Á æfintýri eftir H. C. Andresen. 6. Rjúpan. 7. Örsmá rykkorn og vatnsdropar í gufuhvolfinu gleypa í sig mik- inn hluta af hinu bláa og fjólubláa sólarljósi, sem verSur þessvegna rautt en ekki hvítt. Purpuralitur himinsins stafar líka frá ljós- broti, þar eð ljósið getur breytt um stefnu og orðið rauðbrúnt, er það snertir rönd vatns- dropa eða rykkorns. 8. Bandaríkjamanna og Frakka. 9. Bambi. 10. Trekt. Með bandarískum flökkurum Framh. af bls. S. Fay hafði skyrtuskipti, fór í buxurn- ar utan yfir gömlu buxurnar sínar, smeygði sér í jakkann, hneppti harm upp í háls og settist við eldinn. Hún malaði af vellíðan, þegar Gates rétti henni bjórflösku. „Hvar fannstu þetta?" spurði ég og lagði áherzlu á „fannstu." „Þetta er námubær," sagði hún. „Það eru ekki til betri staðir til þess að galla sig upp. Á laugardögum eru allar snúr- ur fullar í úthverfunum." „Að þú skilur ekki skammast þín, Fay!" sagði ég. Hún hló. „Svona er lífið," sagði hún og saup á bjórflöskunni. — DICK PATERSON MOEBIB — Framhald af bls. 5 peysur og ullarnærföt nokkrum klukkutímum áður. A meðan tautaði h*n við sjálfa sig. — Þetta er sannarlega skrýtið . . ., ég næ þessu aldrei niður í tæka tíð . . . Og það sem var rétt að verða þurrt . . . Hún barðist við að losa klemmu, sem flækt var í fötunum og leit við, þegar hún heyrði einhvern koma. Svo brosti hún alúðlega: — Góðan daginn . . . farðu inn, þú verð- ur alveg rennandi. — Láttu mig hjálpa þér. —Æ, þakka þér fyrir . . . það er svo gremjulegt þegar allt blotnar á snúrunum hjá manni. Ég ætti að slaka á snúrunni, en ég held að ég nái rétt ... • — Hérna er trefillinn þinn. Á ég að setja Kann um hálsinn á þér? — Já, þakka þér fyrir . . . Kannski . . . Ef ég gæti bara náð í þessa klemmu ... Ullartreflinum var brugðið um hálsinn á henni og skyndilega var hert að . . . Ungfrú Murgatroyd gapti, en ekkert hljóð heyrðist, nema ofurlítiS k»ft kokhljóð. Og trefillinn hertist ennþá fastar að . . . Á kafi í krókódílum. Framhald af bls. 10. okkur, gat það orðiS okkur að bana. Krókódíllinn býr yfir ægilegu afli í sporði sínum. En lánið var með okkur. Við stóð- um þarna ekki skemur en tíu mínút- En Jenny gafst ekki upp. Tólf mánuðum eftir komuna til Vestur- heims var hún komin til London á nýjan leik og byrjuð að laumast í vasa borgaranna. Dag einn hrifsaði hún þrettán shillinga af konu nokkurri, sem hún mætti úti á götu. En þessi kona vildi sjálf fá að eiga sína shillinga. Hún þreif í pils Jenny og hrópaði á hjálp. Og fyrir þessa þrettán shillinga var Jenny Diver, öðru nafni Mary Young, hengd. — HOWARD CULPIN ur í vatni og leðju upp undir hend- ur. Krókódílatorfan mjakaðist fram hjá okkur meS sífelldum sporðaköst- um. Aurinn og vatnið gekk látlaust yfir okkur. Krókódílarnir rákust hvað eftir annað á okkur og oft mun- aði mjóu að við misstum fótanna. En við vorum semsagt ekki feig, vissulega ekki. Og svo rann síðasti krókódíllinn fram hjá okkur og við stóðum þarna alein, holdvot — og lifandi. Eintrjáninginn hafði rekið upp á eyri skammt frá okkur, og þaS var fljótgert að ná I hann, rétta hann við og koma honum á flot. Greifynjan var hin hressasta eins og fyrri daginn. „Þessir krókódílar, herra veiðimað- ur," sagSi hún á leiðinni til mótor- bátsins. „Eru þetta stærstu krókó- dilarnir sem þér hafið séð?" „Nei, að visu ekki," svaraði ég. „En alveg nógu stórir eins og á stóð." — J. A. HAMILTON VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.