Vikan


Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 24.04.1958, Blaðsíða 10
Æfintýri á Albertsvatni i Congo k kafi í krókódílum PETTA hét „krókódíialeiðangur" á máli ítölsku greifahjónanna, sem réðu mig fyrir fylgdarmann. Þau sögðust hafa áhuga á að kynna sér lifnaðarhætti krókódílsins. Greifynjan talaði heldur bjagaða ensku og kallaði mig „herra veiði- maður" i öðruhvoru orði. Þetta voru indælishjón og æfin- týraþráin var þeim í blóð borin, þótt bæði væru þau fullkomnir viðvan- ingar á sviði villidýraveiða. Mér fannst heppilegast að fara með þau að Albertsvatni í Congo. Bæði var sá staður nærtækastur, og svo vissi ég, að þar var urmul krókódíla að finna. Aðstæður allar við vatnið eru hinar ákjósanlegustu (frá sjón- armiði krókódíla): það er gruggugt, bakkarnir sendnir og nóg af smug- um til þess að leynast í. Þetta eru grimmir og mannskæðir krókódílar, sem lengi geta verið án matar. Þeir vita að fyrr eða síðar munu þeir komast i færi við bráð. Veiðiaðferð þeirra er óskemmtileg. Þeir leynast í vatninu fáeina þuml- unga frá þeim stað sem þeir eiga helzt von á að bráðin birtist til þess að drekka, læsa kjaftinum um snopp- una á vesalings dýrinu og draga það út í vatnið og drekkja því. Að þessu loknu dregur krókódíllinn hræ- ið á land og felur það á vatnsbakk- anum. Það er fljótt að slá í það í hitanum, og þegar það er orðið vel morkið, étur krókódíllinn það. Það er skinn krókódílanna sem gerir þá verðmæta, nánar tiltekið skinnið á hálsi og belg. En greifa- hjónin ætluðu sér ekki að græða á þessum leiðangri; þau áttu gnægð peninga, og eins og ég sagði í upp- hafi, voru þau bara að þessu af meðfæddri forvitni og æfintýraþrá. Þegar til Albertsvatns kom, leigð- um við okkur mótorbát og hugð- umst búa um borð i honum. Til sjálfra veiðanna mundum við þó verða að nota eintrjáninga, fleytur sem ég hef næsta litlar mætur á. Erfiðleikarnir byrjuðu snemma. Albertsvatn er alræmt fyrir storm- ana, sem skella á fyrirvaralaust, og við vorum naumast fyrr komin um borð í bátinn með farangur okkar en við lentum í einum af þessum byljum. Móturbáturinn valt svo gífurlega, að ég óttaðist að honum mundi þá og þegar hvolfa. Niðri í lúkarnum var allt á tjá og tundri og við urðum að ríghalda okkur. Ég gat ekki annað en dáðast að dugnaði greifynjunnar. Hún tók þessum ósköpum með full- komnu jafnaðargeði, gerði að gamni sínu milli byljanna, lét það ekki á sig fá þótt hún væri orðin bólgin og blá. Og einu sinni, þegar örstutt hlé varð á látunum, leit hún út um kýr- augað og hrópaði: „Herra veiðimað- ur! Eg sé krókódila!" Veörinu slotar. Eíns og í víti. Þetta var um nótt og það gerði sannkallað gjörningaveður. Eg hef aldrei séð aðrar eins eldingar. Þeim laust niður allt í kringum okkur og hvert tréð féll af öðru. Þetta var líkast sprengjuregni í loftárás. 1 þokkabót voru dýrin í skóginum skelfingu lostin og látlaus öskur þeirra dundu á eyrum okkar. Það var eins og maður væri kominn til vítis; þetta var reglulega óhugnanlegt. Og hún var reyndar ekki að sjá of- siónir. Það var heil torfa af krókó- dílum við bátshliðina; maður sá þá greinilega þegar eldingarnar lýstu upp himininn. Þeir virtust hafa gaman ai' ölduganginum. Undir morgun datt skyndilega á dúnalogn. Þetta var afstaðið. Við klöngruðumst upp úr lúkarnum og VIKAIM hvetur lesendur sína til að gerast áskrifendur. Vikulega: Úrval af grein- um, sögum og myndum — tvær f ramhaldssögur í fullum gangi — tízku- og heimilisfréttir. Fimmtíu blöð á ári — samtals 800 blaðsíður! Þið gerið ekki betri kaup. svipuðumst um. Krókódílarnir höfðu dreift sér nokkuö, en héldu sig þó ennþá í grend við bátinn. Þegar sól- ii) kom upp, skriðu þeir upp á vatns- bakkann og létu fara vel um sig. Þeir geispuðu (og það var enginn smá- ræðis geispi), þyrluðu upp sandinum með sporðinum og gáfu okkur gæt- ur. Litlu andstygðaraugun þeirra glömpuðu í sólskininu. Greifinn og greifynjan fóru niður aftur til þess að hvíla sig um stund. Skömmu seinria kom andahópur fljúgandi úr suðurátt. Eg náði í byssu og skaut nokkrar i soðið. Það kom stygð að krókódílunum við skothvell- ina, þeir stóðu á fætur og stungu sér hundruðum saman fram af vatns- bakkanum. Þeir syntu út með bakk- anum og fjarlægðust okkur, syntu í kafi fyrsta spólinn. Þarna var vissu- lega nóg af krókódílum handa greifahjónunum mínum. Þegar við höfðum matast, fórum við í land, náðum tali af þeim inn- fæddu og föluðumst eftir eintrján- ingi. Þessir holuðu trjábolir eru alveg einstaklega ólánleg farartæki í mín- um augum. Það er erfitt að sitja i þeim vegna þrengslanna, erfitt að stjórna þeim — og auðvelt að hvolfa þeim. En, eintrjáning urðum við að hafa til þess að komast á grunna grugg- vatnið við vatnsbakkann, þar sem var hið raunverulega „heimili" krókó- dílanna. Svo að við völdum stærsta eintrjáninginn sem við fundum. En jafnvel hann var þrengri en svo að greifinn kæmi afturendanum fyrir í honum, svo að það varð úr, að hann beið í mótorbátnum á meðan við greifynjan héldum inn í krókódíla- land. Við tókum með okkur tvo svert- ingja til þess að stjaka eintrjáningn- um áfram, og lögðum af stað. Að- dáun mín á greifynjunni óx hröðum skrefum. Hún var sýnilega staðráðin í að missa ekki af neinu, og lét hvorki erfiðleika, óþægindi né aug- ljósar hættur aftra sér. Hún ypti öxlum og hló til mín þegar hún upp- götvaði, hve erfitt var að sitja í ein- trjáningnum. Fyrstu þrjá klukkutímana gekk allt eins og í sögu. Svertingjarnir voru duglegir að stjaka og eintrján- ingurinn var sæmilega stöðugur. Við fórum fram hjá flóðhestum, sem horfðu á okkur sínum rauna- mæddu augum, og fílahjörð sáum við, sem var að fá sér morgunbað í vatninu. Það varð annars sífellt gruggugra og sefið þéttara. Svo fórum við fyrir dálítið nes í vatninu og um leið renndi greifynjan augunum til mín og benti. Beint fram undan eintrjáningnum var urmull krókódíla að leika sér. Þeir voru þarna hundruðum saman. Og með þvi að okkur bar svona skyndilega að þeim og það var all- þungur straumur fyrir nesið, þá viss- um við ekki fyrri til en við vorum komin inn í miðjan hópinn. Þetta var svosem engum að kenna. Svert- ingjarnir okkar reyndu eftir beztu getu að stöðva eintrjáninginn, en ár- angurslaust. Þeir gerðu sér auðvitað ljóst engu siður en ég, að við vorum í bráðum lífsháska. Krókódílar leika sér þannig að þeir opna ginið og loka þvi með miklum smelli, auk þess sem þeir láta sporðinn ríða á vatnsfletinum. Og þarna sátum við nú í völtum eintrjáningi og störðum höggdofa í augun á ófreskjunum. Krókódílar eru að visu ekki mann- ætur undir venjulegum kringum- stæðum, en því fer samt víðs fjarri að þeir aftaki að leggja sér manna- kjöt til munns ef þannig stendur á. Ég óttaðist ekki að þeir mundu beinlínis ráðast á eintrjáninginn. Eg óttaðist miklu fremur, að þeir yrðu gripnir hræðslu, eins og við skot- hvellina fyrr um morguninn, legðu á flótta, hvolfdu farkosti okkar með bægslagangi sínum og gerðu — óvilj- andi eiginlega — út af við okkur. Krókódílarnir tryllast. Og svona fór þetta reyndar — næstum því. Eg hrópaði á svert- ingjana að reka stengurnar í leðjuna og ríghalda í þær, ef verða mætti að það gerði eintrján- inginn stöðugri. En það var til einskis. Krókódílarnir voru að tryll- ast, þeir byltu sér voðalega og einn eða tveir glenntu upp gintö og glefsuðu til okkar. Þeir náðu okkur ekki. En þetta dugði samt. Bátskelin okkar lagðist á hliðina og hvolfdi. Það er til marks um hve þétt krókódílatorfan var, að við féllum ekki strax í vatnið. Við féllum ofan á bök krókódílanna og sprikluðum þar með þeim í nokkrar sekúndur áður en vatnið tók við okkur. Þetta voru ónotaleg augnablik. Eg valt fyrstur niður í vatnið og var fljótur að koma fótunum fyrir mig í leðjunni. Eg lét það verða mitt fyrsta verk að svipast eftir greif- ynjunni. Hún lá þá ennþá uppi á krókódílakösinni, þvert yfir bakið á heljarstórri ófreskju og — að mér virtist — aðeins fáeinar tommur frá glefsandi gini hennar. Loks rann hún líka niður í vatnið, hvarf andartak, birtist svo skammt frá mér í iðunni og stóð grafkyrr, skorðuð milli krókódílanna. Ég teygði mig til hennar. En ég náði ekki og varð beinlínis að troða mér gegnum krókódílaþvöguna til þess að komast að henni. Á sama augnabliki stjakaði krókódíll svo óþyrmilega við henni að hún fór aftur í kaf, en ég seildist niður í skolmórautt vatnið, náði taki á öxl hennar og kippti henni á fætur. i mikilli hættu. Svertingjunum hafði farnast betur. Ég sá að þeir voru komnir út fyrir torfuna og syntu allt hvað þeir gátu að fljótsbakkanum. Eg var feginn því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim. Nóg var nú samt. Eg greip utan um greifynjuna og þrýsti henni upp að mér, og þannig stóðum við nú, grafkyrr, innan um ófreskjurnar. ,Það var komin hreyfing á torf- una: krókódílarnir voru að hypja sig. En við vorum enn í mikilli hættu. Ef einhver þeirra ræki sporðinn í Framh. á bls. 11,. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.