Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 4
Tilkynning nm mord eftir Agöthu Christie AÐ eina sem ég gat gert, va.r auðvitað að halda áfram að þykjast vera hin eina sanna Júlia, sagði Júlía Simmons. Hvernig átti mér að detta í hug, að sú raunverulega Júlía færi að gera uppreisn gegn leikstjóranum og eyði- leggja allt saman í reiðikasti? Svo skrifar hún bara til Patricks og spyr hvort ekki sé í lagi að hún komi, og í stað þess að senda skeyti með að- vöruninni „Haltu þig í hæfilegri fjarlægð,“ gleymir hann bara öllu saman! Hún leit reiðilega á Patriek. —- Þú ert sá mesti bjálfi, sem ég hef nokkru sinni kynnzt! Svo andvarpaði hún. Þið hafið ekki hugmynd um hvað ég er búin að ganga í gegnum í Milchester! Auðvitað hef ég ekki komið í sjúkra- húsið. En einhversstaðar vaið ég að vera. Klukkustund eftir klukkustund hef ég setið í bíó og horft á þrautleiðinlegar myndir hvað eftir annað. - Pip og Emma, tautaði Letitia Blacklock. Einhvern veginn trúði ég aídrei að þau væru x rauninni til, hvað sem lögreglufulltrúinn . . . Svo leit hún rannsakandi á Júlíu. — Svo þú ert Emma. En hvar er Pip? Júlía mætti augnai-áði hennar, bljúg og sakleysisleg og svaraði: — Ég veit það ekki. Ég hef ekki nokkra hugmynd um það. — Ég held að þú segir ósatt, Júlía. Hvenær sástu hann síðast? Júlía hikaði andartak, áður en hún svaraði? Hún gaf svarið samt frjáls- lega og skýrt: — Ég hef ekki séð Pip síðan við vorum þriggja ára — og mamma fór með hann. Ég hef hvorugt þeirra séð, hvorki Pip né mömmu. Og ég hef enga hugmynd urn hvar þau eru núna. —- Er það allt og sumt ? Júlía andvai'paði. - Ég gæti auðvitað bætt því við að mér þyki þetta ákaflega leitt. En það væri ekki satt, því ég mundi satt að segja fara eins að aftur — að vísu ekki ef ég vissi fyrirfram um moi’ðtilraunina. - Júlía, sagði ungfrú Blacklock. Ég held áfram að kalla þig þessu nafni, af því ég er orðin því vön. Sagðistu ekki hafa vei’ið í frönsku neðan- jarðarhreyfingunni ? —- Jú, í hálft annað ár. - — Þá hefurðu víst lært að skjóta úr byssu ? Aftur mætti hún þessum köldu bláu augum. — Já, ég kann að skjóta. Ég er satt að segja fyrsta flokks skytta. En ég skaut ekki á þig, Letitia Blacklock, þó þú hafir ekkert annað en mín eigin orð fyrir því. Eitt skal ég þó segja þér. Ef ég hefði skotið á þig, þá er ekki sennilegt að ég hefði misst marks. II. Hljóðið í bíl, sem ók upp að húsinu, rauf hina óþægilegu þögn. — Hver getur þetta verið? spurði Letitia Blacklock. Mitzi staklc úfnum kollinum inn úr dyrunum. Hún ranghvolfdi í sér augunum. - Lögreglan er komin enn einu sinni, sagði hún. Þetta eru of- sðknir! Því láta þeir okkur ekki í friði? Ég þoli þetta ekki. Ég skrifa for- sætisráðherranum. Ég skrifa kónginum. Craddoek ýtti henni heldur hranalega til hliðar. Það voru slíkir hörku- drættir um munninn á honum, þegar hann gekk inn, að þau litu öll kvíða- full á hann. Þarna var kominn nýr Craddock lögreglufulltrúi, sem þau könnuðust ekki við. — Ungfrú Mur-gatroyd hefur verið myrt, sagði hann hörkulega. Hún F □ R 5 A G A : Heimilisfólk og vinir Letitiu Blacklock liggja alUr undir grun um að hafa skotið á hana, drepið Dóru Bunner á eitri og kyrkt ungfrú Murgatroyd. Lögreglan heldur að málið standi í sambandi við arf, sem Letitia á í vændum eftir milljónamæringinn RandaU Goedler, þ. e. a. s. ef Bella kona hans deyr á undan henni, eins og hún virðist ætla að gera. Deyi Letitia hins vegar á undan Bellu, rennutr féð tll Pips og Emmu, systurbarna Randalls, sem enginn veit neitt um. Nú er aftur á móti komið í ljós, að stúlka, sem hefur verið á heimilinu sem Júlía Simmons, frænka Letitiu, er eng- in önnur en Eituna. Gömul kona, imgfrú Marple, sem oft hefur veitt lögreglunni mikilvæga aðstoð, er stödd á staðnum og virðist vera- að komast á sporið. Hún hefur krotað á miða það sem henni finnst grunsamlegt í málinu. Skiljið þið hvað hún er að fara? var kyi'kt fyrir rúmum klukkutíma. Hann festi augun á Júlíu. Hvar hafið þér verið í allan dag, ungfrú Simmons? — 1 Milchester, svaraði Júlía varfæi-nislega. Ég var að koma. — Og þér? Fulltrúinn leit á Patrick. — Líka. — Komuð þið saman tilbaka hingað ? —■- Já — já, við komum saman, svaraði Patrick. — Nei, sagði Júlía. Þetta þýðir ekkert, Patrick. Þessháttar lýgi kemst strax upp. Áætlunai'bílstjórarnir ’þekkja okkur vel. Ég kom með fyrri ferðinni, fulltrúi, með bílnum sem kemur hingað klukkan fjögur. — Og hvað gerðuð þér þá? — Ég gekk mét til skemmtunar. — Hvert genguð þér? I áttina að Bouldersbústaðnum ? — Nei, ég gekk yfir engin. Hann stax-ði á hana. Júlía horfði á móti, náföl í andliti og með saman- klemmdar varir. Áður en nokkur hafði tíma til að segja nokkuð fleira, hringdi síminn. Ungfrú Blacklock leit spyrjandi á Craddock og tók símtólið. Já. Hver? Nú ert það þú Bunch. Ha? Nei. Nei, það hefur hún ekki gei’t. Ég hefi enga hugmynd ... Já, hann er hérna. Hún lét símtólið síga og sagöi: ... Prestfrúna langar til að hafa tal af yður, fulltrúi. Ungfrú Marple er ekki komin heim og hún hefur áhyggjur af henni. Craddock flýtti sér að taka símann. - Já, Craddock hér. — Ég er hrædd, fulltrúi, heyrðist Bunch segja með skjálfandi og barna- legri röddu. Jane fi’ænka er einhvers staðar úti og ég veit ekkert um hana. Og mér er sagt að ungfrú Murgatroyd hafi verið myrt. Er það satt? — - Já, það er satt. Ungfrú Marple var hjá ungfrú Hinchliffe, þegar líkið fannst. — Nú, svo hún er þá þar. Bunch létti auðheyrilega. — Nei . . . nei, ég er hræddur um að svo sé ekki. Ekki lengur. Hún fór þaðan um . . . við skulum sjá . . . fyrir um það bil hálftíma. Er hún ekki komin heim ? — Nei — og þetta er aðeins tíu mínútna gangur. Hvar getur hún verið? — Kannski hún hafi kornið við hjá einhverjum af nágrönnum ykkar. — Ég er búin að hringja í allar áttir. Hún er ekki hjá neinum þeirra. Ég er hrædd fulltrúi. Það er ég líka, hugsaði Craddock. En upphátt sagði hann. — Ég kem undir eins. -- Æjá, gerið það -— það er hérna miði. Hún hefur verið að skrifa eitt- hvað á hann áður en hún fór. Ég veit ekki hvort nokkuð er upp úr þvi að hafa . . . mér sýnist það bara vera eitthvert krot. Craddock lagði frá sér heyrnartólið. — Hefur eitthvað komið fyrir ungfrú Marple ? spurði ungfrú Blacklock kvíðafull. Ó, ég vona ekki. — Það vona ég líka. Hörkudrættirnir við munnvikin á fulltrúanum höfðu dýpkað. — Hún er svo gömul — og svo veikbyggð. — É'g veit. Ungfrú Blacklock stóð, og fiktaði við perlufestina sína. — Þetta verður verra og verra, sagði hún hásri röddu. Hver sem þetta gerir hlýtur að vera brjálaður, fulltrúi — alveg kolbrjálaður . . . — Það er ekki gott að vita. Ungfrú Blacklock rykkti svo í perlufestina með óstyrkum fingí'- unum, að hún slitnaði. Hvítu, gljáandi kúlurnar rúlluðu um allt stofugólfið. Letitia hrópaði upp skelfingu lostin: Perlurnar mínar perlurnar mínar. . . Skelfingin í rödd hennar var svo hamslaus, að þau litu öll á hana. Hún snerist á hæli, greip uxn hálsinn og þaut snökktandi út úr stofunni. Philippa fór að tína upp perlurnar. — Aldrei hef ég séð hana komast í aðra eins æsingu, sagði hún. Auðvitað - er hún alltaf með þessa festi um hálsinn. Haldið þið að einhver sérstakur hafi kannski gefið henni hana? Randall Goedler kannslu. Það er hugsanlegt, sagði fulltrúinn hægt. — Þær eru þó ekki - getur verið að þær séu ekta? spurði Philippa, þar sem hún lá á hnjánum og tíndi upp gljáandi perlurnar. Craddock tók eina í lófa sinn og ætlaði að fara að svara með fyrir- litningu: — Ekta! Vitleysa!, þegar hann hikaði. Gat það í rauninni verið, að perlurnar væru ekta. Þær voi’u svo stórar, og jafnar og svo mjallahvítar að það virtist liggja í augum uppi að þær væru falskar. En Craddock minntist nú allt í einu sakamáls, þar sem ekta perlufesti hafði fundist innan um drasl hjá veðlánara. 4 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.