Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 8
FAGKIK MUNXR CS GTJLXI OG 'SXKiFRX Sendœn gegn posfkröfu. Guðlaugur Magnússon SKAKTGKIFA\TEIiZLTJN Laugavegi 182 A. — 'Siml 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTTJR — AVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIK MATARLIÍUR — SÓSULITUR EDIKSÝIÍA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Beykjavík. TRICHLORHREiNSUN (ÞURRHREINSUN) SÓLVALLAGOTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 Prjónastofan Hiín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum viði framleitt i síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa I Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olíukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. frá mínum bœjardyrum skrlfar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefnl þess Kristín Anna Þórarinsdóttir I* VETUR hafa tvær ungar stúlkur, báð- ar nýliðar, skipað stórt rúm á fjölum leikhúsanna, önn- ur í Þjóðleikhúsinu, hin í Iðnó, og báðar staðið sig ákaflega vel. Hinn nýi liðsmaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur, er Kristín Anna Þórarinsdótt- ir, dóttir Öldu heitinnar Möller, leikkonu, og Þór- arins Kristjánssonar sím- ritara. Hún hefur leikið á víxl tvær ólíkar ungar stúlkur í tveim ólíkum leikritum, hina innilokuðu og bækluðu Láru í harmleiknum Glei'- dýrin og broslega ungling- inn Gvendoline í gaman- leiknum Grátsöngvarinn. — Sjálf hefði hún kosið að fá að leika Láru ofurlítið lengur og sá mikið eftir henni, þegar sýningum var hætt eftir 15 kvöld, en leik- húsgestum fellur víst betur við Gvendoline og grát- söngvarann, því eftir meira en 40 sýningar er það leik- rit enn vel sótt. — Hvernig ei' nú að bregða sér í gerfi svona ólíkra persóna? spurði ég Kristínu Önnu, þegar ég náði tali af henni fyrir skömmu. Er það rétt eins og að skipta um föt? — Það er misjafnt hvað leikurum finnst um það. Ef ég get með nokkru móti komið því svo fyrir, þá finnst mér bezt að hafa góð- an tíma, fara hérumbil beint af skrifstofunni nið- ur í Iðnó, finna lyktina af leikhúsinu, koma á sviðið og þessháttar. Mér liðui' hálf illa, ef ég fæ ekki tima til að átta mig almennilega áður en sýningin hefst. Það er þó ekki alltaf gott að koma því við. Enginn lifir á að leika í Iðnó, þar sem leikarar eru ekki á föstu kaupi. Ekkert er borg- aö fyrir æfingar, og í þær geta farið upp í 5—7 vikur, þó æft sé á hverjum degi. Leikur stundum 5 kvöld í viku og skrifar á ritvél á daginn maður að hugsa: „Á ég ekki bara að hætta?" En svo býðst eitthvert tækifæri, og þá grípur maður það, án þess að hugsa sig um. Ég var enn í Gagnfræða- skóla, þegar Ævar Kvar- an bauð mér að koma i leikskólann til sín. Þar vor- um við nú ekki bángin við að leika. Eg hikaði ekki við að glíma við erfiðustu hlut- verk leikbókmenntanna, eins og Höllu í Fjalla- Eyvindi og Lady Macbeth, og lék þau hlutverk af mik- illi tilfinningu en engri getu. Um þetta leyti lék ég í fyrsta skipti á sviði, í barnaleikritinu Snædrottn- ingin, og fékk síðan nokk- ur statistahlutverk. Eftir tveggja vetra leiknám hjá Stuttklippt og grallaraleg í hlut- verki Gvendoline í gamanleiknum Grátsöngvarinn. Óframfærin og yndisleg í hlut- verki hinnar bækl- uðu Láru í harm- leiknum Glerdýrin. Aftur á móti fáum við ofur- litið kaup fyrir hverja sýn- ingu. Ég vinn því fyrir mér með því að vélrita á Inn- flutningsskrifstofunni frá klukkan níu til fimm. Það er ágæt vinna, og þeir sem þar ráða, hafa verið ákaf- lega liðlegir við mig. En með þessu fyrirkomulagi hefur vinnudagurinn minn í vetur oft orðið æði lang- ur — stundum frá níu á morgnana til þrjú á nótt- unni. Það var aðallega með- an við vorum að æfa Gler- dýrin og komumst ekki að sviðinu fyrr en eftir leik- sýningu á kvöldin. Mennta- skólinn skaut þá yfir okk- ur skjólshúsi þangað til við gátum fært okkur niður í Iðnó um ellefuleytið. Og þar sem ég hef verið í tveim leikritum í einu, hefur kom- ið fyrir að ég hef leikið allt að fimm sinnum í viku. En þetta er aðeins það sem leikarar Leikfélagsins hafa lengst af orðið að leggja á sig. Þetta má þó ekki skilja svo að þannig sé það alltaf, enda gæti það ekki gengið til lengdar. Nú leik ég t. d. allt í einu aðeins í einu Ieikriti og er ekkert að æfa og ég er varla búin að átta mig á því að ég hefi tíma til að gera ýmislegt af því sem lengi hefur orðið útundan. Kristín Anna minnist ekkert á það hvaða tíma hún hafi notað til að lesa upp ljóð og taka þátt í út- varpsleikritum og búa sig undir slíkt. Á henni sann- ast, að það er víst hægt að koma ótrúlega miklu í verk, ef nægilegur áhugi er fyrir hendi. Og ég held áfram að rekja úr henni garnirnar. — Þú hefur ung komizt í kynni við Thalíu, þar sem mamma þín lék svona mik- ið. Þú getur því sagt mér hvernig það er að eiga mömmu sem leikur. — Það fór aldrei mikið fyrir leikhúsinu á heimili okkar, og ég man aldrei eftir neinum gauragangi í sambandi við það. Mamma hugsaði um okkur á dag- inn, og þegar hún fór i leikhúsið, vorum við lengi framan af farin að sofa. Æfingarnar voru nætur- vinna þá eins og nú. Ein- hvern morguninn var svo baðkarið fullt af blómum, og maður fór að spyrja hvaðan öll þessi blóm hefðu komið. Það hafði þá verið frumsýning. Seinna fórum við að stelast til hennar niður í leikhús, þegar við vissum af henni þar, og lesa leikdóma af miklum áhuga. Ég fékk þá stund- um fyrir þrábeiðni að hlýða henni yfir rullurnar, ef ég kom að henni með hand- ritið. Þegar ég fór að stálp- ast, fékk ég að fara á síð- degissýningar. Þá var ég stundum taugaóstyrk fyrir mömmu hönd, var dauð- hrædd um að hún mundi nú stama á orðunum eða verða sér einhvern vegin til skammar og þá okkur um leið. En ef hún gerði eitt- hvað vel og ég sá að áhorf- endur kunnu að meta það, þá var ég alveg í sjöunda himni. Þegar ég var níu ára lék- um við systurnar drengina i Brúðuheimilinu. Mamma lék Nóru. Þá ákvað ég að verða leikkona, og upp frá því hvarflaði aldrei neitt annað að mér. Það er að segja ekki fyrr en löngu seinna, þegar erfiðleikarnii- byrjuðu fyrir alvöru. Ég býst við að það komi ein- hvern tíma á æfinni fyrii' alla leikara, að þeir fari að spyrja sjálfa sig, hvort þeir muni nokkurn tima verða færir um að gefa það sem þeir vilja gefa. Og þá fer Ævari, fór ég í leikskóla Þjóðleikhússins og var síð- an i Frakklandi einn vetur. Þar fékk ég leyfi til að sitja í tímum í leikskólan- um og hlusta, en vegna ónógrar málakunnáttu hafði ég meira gagn af að lesa leikritin og sjá þau á sviði. Það var því ekki fyrr en i fyrravetur, sem ég fór að leika nokkuð að ráði. Og nú tek ég það miklu nær mér og sjálfstraustið hefur minnkað að mun, síð- an við Guðmundur Pálsson lékum eitt af erfiðari atrið- unum milli Höllu og Arnes- ar við vígslu samkomuhúss- ins í Bolungavík, þegar ég var 16 ára. 1 hvert skipti sem sýningar á Glerdýrun- um hófust, vorum við öll eins og fest upp á þráð, rétt eins og hver sýning væri frumsýning, og á eftir vor- um við dauðuppgefin. — Þú hefur líka lesið mikið upp. ljóð eftir yngri höfundana, bæði á samkom- um og í útvarp. Gerirðu það af því þér finnst ljóðin þeirra betri en eldri Ijóðin? — Ekki endilega. Ég hef gaman af ljóðum yfirleitt. En fáir lesa nýrri ljóðin, og þau eiga skilið að vera lesin. Ég er ung og þetta eru ljóð okkar tíma, sem mér þykja falleg. Mér finnst þá ekkert eðlilegra en að ég komi þeim á framfæri. — Og hvað ætlarðu nú að taka þér fyrir hendur, þegar þú hefur allt í einu tíma til að gera það sem út- undan hefur orðið meðan Jeikhúsin voru í gangi, eins og þú sagðir? — Ég er um það bil að flytja í Kópavoginn, til að eiga auðveldara með að um- gangast Htinn son minn á fimmta ári, sem er þar hjá afa sínum og ömmu. 1 vet- ur hef ég verið að skjótast þangað, en frístundirnar hafa verið altof fáar. Nú, og ef ég vil eiga veru- lega gott fríkvöld, þá hlusta ég gjarnan á músik af hljómplötum. Ég er alin upp á heimili, þar sem músik var mikið höfð um hönd, og hef alltaf haft gaman af músik. Þegar ég var lítil, héldum við stundum tón- ieika heima hjá mér á laug- ardögum eða sunnudögum. Mamma, lék á píanó, pabbi celló og Leifur bróðir minn á fiðlu. Við systurnar tvær vorum þá áheyrendur. .Iá, ég verð ekki í vandræð- um með að finna mér við- fangsefni, þangað til ég fæ hlutverk aftur. Óperusöngkonan heimsfrœga ELISABETH SCHWARZKOPF VARGSAMAN dag í marzmánuði árið 1946 ók ég í jeppa frá Semmeringveginum og inn í hina sprengjutættu Vínarborg. Það voru aðeins tíu mánuðir síðan bardagar hættu. Við allar beygjur voru háar hrúgur af grjóti. Og vegfarendur voru fölir og guggnir af brauð og kartöfluáti. Ég kom ekki auga á eitt einasta bros á vörum þessa mann- fjölda, sem fyrrum hafði verið létt- lyndur og kátur hópur. Um kvöldið fór ég í Vinarleikhúsið. Hin fræga ríkisópera Vínarborgar hafði leitað hælis þar um stundarsak- ir, þar sem óperuhúsið hafði orðið fyrir sprengjum. Þetta kvöld var þar sungin hin gamansama ópera Ross- inis, Rakarinn í Sevilla. Niðri í leik- húsinu var allt fullt af rússneskum liðsforingjum. — Andrúmsloftið er ekki sérlega heppilegt fyrir Rossini, sagði félagi minn. Ljósin dofnuðu. Tíu mínútum seinna vai' allur kviði og vesöld hinn- ai sigruðu Vínarborgar á bak og burt, Rósina hafði hrakið allt slíkt á flótta. Flestar Rósinur eru hlédrægar á sviðinu og syngjameð hvínandi röddu. Þessi Rósína var á allan hátt hrif- andi. Hún var snotur og mjúkleg í hieyfingum. Munnurinn fagurlega lagaður og augun falleg. Og röddin var þjál, fögur og nákvæm. Aldrei hafði ég heyrt Una voce poco fá sungið svona vel. Leikskráin gaf þær upplýsingar, að Rósína væri Elísabeth Schwarz- kopf. Ég hafði aldrei séð þetta nafn áður. En það lá í augum uppi að brátt mundi það hljóma um víða veröld. Daginn eftir fór ég á fund þess starfsmanns herstjórnarinnar, sem hafði með höndum endurreisn tónlistarlífsins í Austurríki. — Segið mér eitthvað um þessa Schwarzkopf, sagði ég. Hann dró fram kort úr spjald- skránni og las upp af því: „Elísa- beth Schwarzkopf, fædd 9. desembsr 1915 í Jarotschin í Poznanhéraði i Vestur-Póllandi. Fjölskyldan flutti til Berlínar. Dóttirin gekk í Tónlistar- skóla Berlínarborgar. Hlaut verð- laun í tónlistarfræði, hljómfræði, sogu og fyrir píanóleik, violuleik og söng. Árið 1930 fór hún til Englands á Þjóðabandalagstyrk til að þjálfa sig í tungumálum.“ •— Hvenær byrjaði hún að syngja i óperum ? — Nú erum við komnir að því. „RéCist til Charlottenburgóperunnar i Berlín 1938. Söng hlutverk einnar a( blómastúlkunum í Parisfal eftir Wagner með 36 stunda fyrirvara vegna forfalla. Árið 1941 var hún farin að syngja minni háttar sópran- hlutverk. Flutti sig til ríkisóperunn- ai í Vínarborg í nóvember árið 1942. Varð aðal koloratura sópransöng- konan hér í janúar 1943.“ Svo mörg eru þau orð. — Hún á eftir að komast langt. — Þú þarft ekki að segja mér neitt um það. Fyrsta skrefið á þeirri braut, sem ég hafði spáð henni, tók hún átján mánuðum síðar. I septembermánuði árið 1947 fór Ríkisóperan i Vín í heimsókn til Covent Garden í London. Elísabeth Schwartzkopf sem þangað til hafði verið alveg óþekkt í London, var hún úrskurðuð einhver bezti gimsteinn flokksins. Það voru Elvíra hennar (i Don Giovanni), Susanna ‘í Figaro) og Marzellina (í Fidelio), sem vöktu á henni þessa verðskuld- uðu athygli og hrifningu. 1 kampavíns- og kjúklingaveizlu undir krystalljósakrónunum í veizlu- sal Covent Garden minnti ég hana á hlutverk hennar sem Rósína í JRrak- aranum í Sevilla. Hún fitjaði upp á nefið. Rósína hafði bara verið einn ái'angi, að því er mér skildist. Nú var hún á leiðinni alla leið upp á tindinn. Hlutverkin sem hún hafði nú hug á, voru Eva í Meistarasöngvur- unum, Palmína í Töfraflautunni og Die Marschallin í Rosenkavalier. Ungur maður um fertugt, ljómandi al lífsþrótti og mikill á lofti, horfði með aðdáun á ungfrú Schwarzkopf. — Er hún ekki dásamleg? stundi hann. Þessi aðdáandi var Walter Legge, framkvæmdastjóri hjá His Masters Voice og Columbia hljómplötufyrir- tækjunum. Legge var nýr áhrifa- maður í tónlistarmálum í Bretlandi og var nýbúinn að stofna Philharm- oniuhljómsveitina, sem átti eftir að verða einhver bezta hljómsveit í heimi. Hann var líka búinn að taka að sér að koma ungfrú Schwarzkopf ti; frægðar og frama. Það fór eins og hann — og ég — höfðum séð fyrir. Hljómplöturnar, sem hún söng inn á ruddu brautina. Áður en árið var Veiztu ___ 9 Svör á bls. 14. liðið, voru allar höfuðborgir Evrópu farnar að keppast um að fá hana 4 svið hjá sér eða á hljómleikapallinn, og helzt hvorutveggja. Þóknun henn- ar margfaldaðist að sama skapi. Þeg- ar hún var rétt fertug, fékk hún 150 sterlingspund fyrir hverja söng- skemmtun og 300 pund fyrir leik- kvöldið. Og peningunum fylgdi heilmikið hrós. Eftir að hún hafði sungið hið erfiða Missa Solemnis eftir Beethoven i ScalaóperunniíMilano með einhverj- um vandlátasta hljómsveitarstjóra heimsins, Arturo Toscanini, sagði hann: „Molto bene! Aldrei hef ég haft svona góða sópransöngkonu.“- Annarri eins velgengni fylgir eina galli. Það er aldrei friður tii aS halda kyrru fyrir nokkra stund. Ráðningarlisti ungfrú Schwarzkopf frá marz og fram í nóvember 1955 hljóðaði svona: Bergen, Helsinki, Tanger, Aix en Provence ( í Frakk- landi), hljómleikaferð um Holland, hljómleikaferð í Kanada, Menton, Lucerne, San Francisco . . . Og síðan hefur hún haldið áfram með sama hraða. í ágústmánuði árið 1949 lagðist Elisabeth í hálsbólgu í Sidney í Ástralíu. Síminn á náttborðinu henn- ai' hringdi. — Langlínusamtal frá London, tilkynnti símastúlkan. — Hver er að biðja um mig ? — Maður að nafni Walter Legge. Síðan barst henni rödd Walters Leggas um 12000 mílna vegalengd, yfir sjó og land. — Elskan, viltu giftast mér? sagði hann. Hann var búinn að vera að velta þessu fyrir sér mánuðum sam- an. En fjarvera hennar batt enda- hnútinn á málið. — Já, svaraði hún. Röddin var svo vesældarleg að hún varð að endur- taka það þrisvar. Síðan hafa þau iifað i hamingju- sömu hjónabandi. FRANCIS MARTIN verkiuium. En hvað er Kiii- manjaro ? 5. Hver er samgöngumálaráð- herra á fslandi? 6. Hvað var 1 uxahöfuð margir pottar í gömiu máli? 7. Hvað hét Englendingurinn, sem fann það út, að böiusetn- ing með kúnhólu, orsakaði ónæmi fyrir Stóriihóiu í mönnum. 8. Hvort er meira af köfnunar- efni eða súrefni i loftinu? 9. Hvort er Iengra frá fslandi tii Noregs eða til Skotiands? 10. Gáta: Hvar er sú hin fagra frú, fald uppréttan hefur, ofan til á auðarbrú um sig bálið vefur? 1. Hvar er Vesturliópsvatn ? Og hvar er Stóri-Sjór? En Stóra- vatn ? 2. Hver skrifaði bókina Ramona og á hvaða áratug kom hún út? 3. Á hvaða tíma árs hrygnir laxinn ? 4. Snjóar á Kilimanjaro er saga eftir Heramingway, sem kvik- mynduð var með Gregory Peck, Susan Hayward og Hiidegarde Neff í aðalhlut- 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.