Vikan


Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 3
Hinn makalausi ALEC GUINIMES8 I eiíini myndinni lék hann átta persónur ALEC GUINNESS er furðulegur maður „Enginn Breti hefur aflað okkur fleiri vina hér í Bandaríkjunum síðan Churchill dró sig í hlé,“ segir starfsmað- ur við ræðismannsskrifstofu Breta í Los Angeles. „Bandaríkjamenn hafa tekið hon- um opnum örmum. Okkur löndum hans finnst líka vænt um hann.“ Aðdáendur Guinness í Bandaríkjunum eru af öllum stéttum. Aðdáun þeirra nálg- ast tilbeiðslu. En jafnvel núna, eftir að hann er orðinn heimsfrægur, hafa marg- ir ekki hugmynd um, að fyrir tíu árum var hann þekktastur sem háalvarlegur Shakespeareleikari, sem numið hafði list sína í kunnustu leikhúsum Bretlands. Sjónvarpið gerði hann frægan í Banda- ríkjunum. Árið 1954 byrjuðu bandarísk- ar sjónvarpsstöðvar að sýna brezkar mynd- ir, sem hann lék aðalhlutverkið í. Sjón- varpsmennirnir bandarísku bjuggust satt að segja ekki við miklu af þessum mynd- um. En raunin varð sú, að þær vöktu alveg óvenjulega athygli og gerðu þennan óþekkta brezka leikara frægan á nærri því einni nóttu. Brezkir gagnrýnendur eru ósammála um hæfileika Guinness til að fara með alvarleg hlutverk. Sumum finnst hann stórkostlegur harmleikari; öðrum finnst. hann ekki ennþá búinn að finna sjálfan sig. Hinsvegar eru gagnrýnendurnir hjart- anlega sammála um, að sem gamanleikari eigi hann fáa jafningja. Nú er því við að bæta, að Guinness fékk Oscarsverðlaunin eftirsóttu í ár og ein- mitt fyrir „alvarlegt“ hlutverk. Hann fékk þau fyrir leik sinn í myndinni „Brúin á Kwai-fljóti“, þar sem hann leikur brezk- an liðsforingja. Kostnaður við myndina varð nærri fimmtíu milljónir króna, og það er að ýmsu leyti furðulegt til þess að hugsa, að leikarinn, sem öðrum frem- ur ber ábyrgð á því, að þessir peningar komi inn með rentum, er feiminn og hlédrægur maður, sem sárafáir Banda- ríkjamenn mundu þekkja í sjón, þó að þeir sæju hann á götu. Alec Guinness kemur manni sannarlega ekki fyrir sjónir sem heimsfræg kvik- myndastjarna. Hann er meðalmaður á hæð, grannur og fremur veiklulegur, ljóst hárið mjög tekið að þynnast. Hann er íhaldssamur í klæðaburði og svipurinn í senn flóttalegur og áhyggjufullur. „Hann sýnist hvorki eitt né neitt,“ skrifaði kunn- ur gagnrýnandi um hann fyrir skemmstu. Guinness fæddist í London í apríl 1914. Hann var einkabarn og foreldrar hans skildu þegar hann var átján mánaða. Hann var átta ára, þegar hann sá föður sinn síðast, og man óglöggt eftir honum. I skóla eignaðist hann fáa vini og var lítill afreksmaður í íþróttum. Hann kenndi s.jálfum sér um einstæðingsskapinn og fékk megnustu óbeit á persónuleika sín- um og andliti. Þetta situr í honum enn þann dag ‘í dag. Guinness hyggur, að hann hafi verið tólf ára, þegar honum datt fyrst í hug að gerast leikari. Þegar hann hætti námi sautján ára gamall, var hann búinn að gefa sig fullkomlega á vald leiklistarinn- ar. Hann stundaði leikhúsin, ef hann átti nokkurn eyri. Hann þekkti ekki einn ein- asta leikara og hafði ekki hugmynd um, livað hann þyrfti að gera og hvert harm ætti að snúa sér til þess að verða leikari. Gamall fjölskylduvinur útvegaði honuna vinnu hjá auglýsingafyrirtæki. Hann hafðí lipran penna. Launin voru eitt sterlings- pund á viku, og sex pence af upphæðinni fóru í leikhúsmiða. „Það fór ekkert leikrit fram hjá mér í London,“ segir Guinness. Hann var sennilega ágætlega til þea« fallinn að semja snjallar auglýsingar — nema hvað honum dauðleiddist. Laun hans hækkuðu í þrjátíu shillinga á viku. Hækk- unin gerði honum kleift að kaupa sér til- sögn í leiklist — einn tíma í viku. Hann var orðinn nítján ára, grannur og renglu- legur unglingur. Eftir nokkrar kennslustundir sótti hanu um námsstyrk hjá Konunglega leikskólan- um. Þegar honum var tjáð, að búið væri að úthluta öllum styrkjum ársins, sneri hann sér til Fay Comptón skólans, eins hins bezta í London. Hann var prófaður og hreppti styrk, sem tryggði honum ókeypis tilsögn í ár. Þegar hér var komið, átti Guinness 'ekki eyri. Hann bjó í pínulitlu súðarher- bergi og borðaði eina máltíð á dag. Þegar skórnir hans voru orðnir gatslitnir, fóðr- aði hann þá með pappír. Þegar efnt var til nemendakeppni í lok skólaársins, hlaut Guinness fyrstu verð- laun. Einn í dómnefndinni var John Giel- gud, sem þá var frægasti leikari Breta og átrúnaðargoð Guinness. Nú tók Guinness að leita fyrir sér ui» atvinnu hjá leikhúsunum. Hann fékk smá- hlutverk í leikriti sem hér Mciðyrði. Þegar sýningum þess lauk, komst hann í leíkrit- ið Skrýtin slápshöfn og lék kínverska* kokk, franskan sjóræningja og brezka* sjómann. Þetta voru ekki stór hlutverk, en gagnrýnendurnir hældu honum. Þegar hætt var að sýna Skrýtna skips- höfn, ákvað Guinness að reyna að ná tali af Gielgud, ef' hinn frægi leikari kynni að Framhald á bls. 14 VERÐLAUNAKEPPNI S.I.B.S. VINNINGAR SJÁ FORSÍÐUMYND 1. verðlaun kr. 2.500,00 |T RISTNESHÆLI vai’ byggt -1A. fyrir atbeina Heilsuhælis- 2. verðlaun kr. 1.500,00 félags Norðurlands á árunum 1926—27. 3. verðlaun kr. 1.000,00 S.l.B.S. hefui' rekið vinnu- stofur fyrir sjúklinga í hæl- Fjórir barnavinningar: Bráða, bráðuvagn, sturtubíll og bygging- arkubbar frá Reykjalundi. sftðill i verðlaunakeppni S.t.B.S. Landnámsmaðurinn hét: Nafn _______ Heimilisfang inu síðan 1948, saumastofu, trésmíðavinnustofu o. fl. — Þar hafa sjúklingarnir unnið úndir lækniseftirliti, hver eft- ir sinni getu. Starfsemi þessi hefur verið þeim fjárhagsleg stoð, aukið sjálfstraust þeirra, andlegan og líkamlegan styi’k og látið þjóðfélaginu í té vinnu- afl, sem annars hefði farið for- görðum. Með því að skipta við vöru- happdrætti S.I.B.S., stuðlið þér að framgangi eins mesta þjóð- þrifa- og líknarmáls Islendinga auk þess sem þér getið unn- ið stórfé í eigin vasa, ef heppn- in er með. SPURNING: Hvaða landnáms- maður reisti bá að Kristnesi? Forsíðumyndina (og þá á síðasta blaði) tók tók Gunnar Rúnar. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.