Vikan


Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 10
HJONABAND EVU BRAUN Hún var eiginkona HITLERS — í VA sólarhring! HON var gift Hitler í 36 klukkustundir og 40 mín- útur. Svo tók hún eitur. Þannig lauk tíu ára ástaræfintýri þess- arar konu og þýzka leiðtogans, mannsins sem nærri því var bú- inn að leggja undir sig heiminn. Hún hét Eva Braun. Hún var meir en tuttugu árum yngri en maðurinn hennar, sem framdi sjálfsmorð í loftvamabyrgi sínu í Berlín árið 1945 — skaut sig daginn eftir 56. afmælisdaginn sinn. Gifting og hjónaband Hitlers og Evu á ekki sinn líka í heims- sögtmni. Rússamir voru búnir að brjótast inn í Berlín. Fram- varðsveitir þeirra voru aðeins mílu frá loftvarnabyrginu. Sprengjum rigndi yfir borgina. Fallbyssukúlur hvinu yfir húsa- þökunum. Örlög Evu Braun eru að ýmsu leyti átakanleg. Hún kemur fram í sviðsljósið þegar Þriðja ríki Hitlers er rjúkandi rúst. harðstjóri veraldar gerði hana að lagskonu sinni; en hún var ósköp venjuleg stúlka. Eva Braun var dóttir smíða- kennara. Hún var skrifstofu- stúlka hjá Heinrich Hoffman, ljósmyndara Hitlers, þegar ein- ræðisherrann sá hana í fyrsta skipti. Hún var þrekleg og mjaðma- stór og brúnhærð og með við- kunnanlegt andlit. Laglega var naumast hægt að kalla hana. Og eftir öllum sólarmerkjum að dæma, var hún ekki gáfuð. Hún hafði áhuga á íþróttum — skíðagöngu og sundi — kvikmyndum, dýrum og falleg- um fötum. Hún var lítið lesin; það litla sem hún las voru léleg- ir reyfarar og lélegar ástarsög- ur. I dagbók sinni lýsir hún fyrsta kvöldinu með Hitler. Einn af aðstoðarmönnum hans hafði skipað henni að mæta í Bi’úna húsinu (aðalbækistöðv- Hver eru börnin? Enginn kannast við þau. Voru þau börn Hitlers og Evu? Þá fyrst staðfestir einræðis- herrann opinberlega, að þessi kona hafi reyndar verið föru- nautur hans árum saman. Hvað hafði hún umfram aðr- ar konur, ástmey einvaldsins? Var hún fegurri en aðrar kon- ur? Ef svo var ekki, var hún þá greindari en aðrar konur? Ef ekki, bjó hún þá yfir einhvers- konar seiðmagni, einhverjum töfrum? Svarið er nei. Voldugasti ý- 1Ó um nazista í Miinchen) klukkan sex síðdegis. Hún segist hafa haldið, að hún ætti að vélrita fyrir ein- ræðisherrann. En Hitler gaf henni „dásamlegt vín,“ bauð henni að borða í íbúð sinni og bjó sjálfur til kaffið handa henni. ,,Ég bara malaði og malaði,“ skrifar hún. Hitler fór varlega í sakirnar. Hann var loksins búinn að taka sér kvenmann, en hann kærði sig ekki um að það spyrðist. Evu var séð fyrir litlu snotru húsi, bíl og þeningum. Það leið heilt ár áður en Hitler lét hana flytjast í fjallabústað sirm í Berchtesgaden í Suður-Bavaríu. Hann fékk henni þar stóra í- búð til umráða. Samkvæmt framburði Heinz Linge, herbergisþjóns Hitlers, reyndu einræðisherrann og ást- mey hans að láta sem hún væri bara ráðskona á staðnum. Samkvæmt dagbók hennar, var það ekki fyrr en 1940 sem hún varð ,,hin leynilega drottn- ing“ Þýzkalands. Þá fékk hún skipun um að koma til Berlínar. Hitler vildi að hún yrði viðstödd þegar hann héldi innreið sína í París. Það var um þetta leyti sem einræðisherrann tjáði skrif- stofustúlkunni fyrrverandi: „Þú ert mér fyrir öllu.“ Nú byrjaði hann líka að skrifa henni ástar- bréf. Ef rétt er frá hermt í dag- bókinni, varð Hitler oftar en einu sinni afbrýðisamur. Eva segir frá ungum, austurrískum listmálara, „sem vildi fá að mála mig nakta.“ Hún fullyrðir, að Hitler hafi látið myrða hann. Eftir dauða hennar, fannst f jöldi mynda af ungum mönnum í hirslum hennar í loftvama- byrginu í Berlín. Það kom á daginn, að þetta voru myndir af mönnum úr lífverði Hitlers. Hversvegna var Eva að halda upp á myndirnar? Þó segir í dagbókinni: „Ég vil forðast að tala við aðra menn af ótta við að vekja grunsemdir hans — þetta er eins og að búa við ræt- ur logandi eldf jalls.“ Linge herbergisþjónn hvikar ekki frá því, að Eva hafi elskað Hitler, og segir: „Hún snerist eins og snælda í kringum hann.“ En hún var bara „leynileg drottning." í stórum samkvæm- um varð hún að láta sér lynda að halda kyrru fyrir í íbúðinni sinni: hún mátti ekki sjást. Stundum varð hún að húka í stofufangelsinu á meðan Hitler og vinir hans skemmtu öðrum konum í sölunum niðri. Ef hana langaði að dansa eða reykja, varð hún að gera það á laun. Nazistaleiðtoginn varaðist að láta tilfinningar sínar gagnvart henni opinberlega í ljós. 1 marg- menni var hann hátíðlegur og kuldalegur í návist hennar, lét eins og hann þekkti hana naum- ast. Á kvöldin gat hún aldrei átt frumkvæðið, aldrei leitað til hans. Hún varð að bíða unz hann gerði boð eftir henni. Að- stoðarmenn Hitlers kölluðu hana sín á milli „stúlkuna í gull- búrinu.“ Hún auðgaðist lítið á sambúð- inni við Hitler. Hann gaf henni fallegt og vandað gullúr þegar hún varð 29 ára. Hún fékk mikið af fötum, en það var aðeins á gamlárskvöld sem einræðisherrann leyfði henni að fara í samkvæmiskjól — og hann mátti ekki vera mik- ið fleginn. Enginn veit enn þann dag í dag hvort Hitler og Eva hafi eignast börn. Hún segir sjálf, að árið 1941 hafi hann stungið upp á því að þau eignuðust bam, en bætir við: „En hann hefur samt áhyggjur af því, að það kunni að verða telpa.“ Eftir stríð hófu Rússar leit að dreng, sem átti að vera son- ur Evu og Hitlers, en ósannað er með öllu, að þau hafi í rauninni eignast son. Eva valdi sama kost og Clara Petacci, hjákona Mossolinis: að deyja með elskhuga símun. Hún flaug til Berlínar frá Berchtes- gaden til þess að vera við hlið honum þegar endalokin kæmu. Hún var með honum síðustu dagana í loftvamabyrginu og sá æðisköst hans magnast unz jaðraði við fullkomna sturlun. „Eva er sú eina sem ekki svíkur,“ hrópaði hann þegar drunurnar frá rússnesku fall- byssunum færðust nær. Dögum saman hreyfði hún sig ekki úr herbergi sínu í loft- varnabyrginu. „Stúlkan mín er orðin svo föl,“ sagði hann við Linge herbergisþjón. „Farðu með hana í göngutúr." Eva fór síðustu gönguferðir sínar um rústir þýzku höfuð- borgarinnar. Á einni slíkri ferð tjáði hún Linge: „Ef ekkert kraftaverk gerist, er það heit- asta ósk mín, að ég verði lög- leg eiginkona Hitlers þegar ég dey við hlið hans.“ Hinn 29. apríl 1945, skömmu eftir miðnætti, voru þau gefin saman í fundarsal Hitlers. Vígslan var borgaraleg. Að henni lokinni var efnt til kampavínsveizlu í íbúð Hitlers. Gestirnir kepptust um að kyssa hendi brúðarinnar. Og byrgið nötraði undir sprengjuregninu. Framhald á bls. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.