Vikan


Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 13
Hann gekk milli ljóspollanna frá götuljósunum, blá fötin sem héngu utan á honum voru nýpressuð. Hann fann til óslökkvandi þorsta. Á veitingastaðnum hafði hann lítið innbyrgt annað en fjögur stór vatnsglös. Hann hafði ekki getað komið niður meir en þremur bitum af steikinni, sem hann hafði verið svo bjart- sýnn að panta. Hjá Alameda sneri hann til vinstri, þar til hann kom að Linwood stræti. Sum húsin þarna voru fremur lítil, og grasfletirnir viðvaningslega hirtir. Rétt þar hjá var Linwood stræti nr. 1961. Fyrir um það bil þrjátíu árum síðan hafði húsið verið mjög glæsilegt. Það var hvítmálað, tveggja hæða, og ennþá var eitthvað glæsilegt við það. Húsið stóð i brekku, það sneri út að verksmiðju þar nálægt, og skammt þaðan var höfnin á NorðureyjUnni. Hægra megin við húsið lá steinsteyptur stígur að tveimur bílskúrum bak við húsið. Leynilögreglumaðurinn hringdi dyrabjöllunni. Brátt heyrðist gengið um, gluggatjöld bærðust og Georgia gægðist út. Það kviknaði á útiljósinu, þegar hún opnaði hurðina. Hann sá, að fallegt andlit hennar var fölt og tekið undir andlitsfarðanum. Hún var enn í brúna kjólnum. „Halló, ástin," sagði Thursday. „Ætlið þér að tala við dr. Elder?“ spurði hún stundarhátt. „Hver á ég að segja að það sé?“ Hann ýtti henni á undan sér inn í fordyrið. „Woifang von Mozart,“ muldraði hann. Honum fannst hún vera döpur í bragði. „Ég skal sjá hvort hann er upptekinn.“ Georgia gekk út úr herberginu. Það small í háum hælunum á skóm hennar. Hann henti hatti sínum kæru- ieysislega á stól og gekk í humátt á eftir henni. Stórt hringlaga herbergi tók við af fordyrinu, stigi lá upp á aðra hæð. 1 miðju herberginu var skrifborð, en á því lágu pappírshlaðar, sem var snyrtilega raðað niður, sími og lítil spjaldskrá græn að lit. Thursday gerði ráð fyrir áð þetta væri skrifborð Georgiu. Það var greinilegt, að Georgia hafði gengið hér um. Myndir héngu á drungalegum eikarveggjunum og lífguðu mjög upp á herbergið. Nýtízku gólflampar gáfu herberginu þægilega birtu. Gólfið var lagt með linoleum, en gegnum dyragætt sá hann glitra í þykkt vínrautt teppi. Georgia birtist nú í dyragættinni. „Dr. Elder tekur á móti yður núna, gjörið þér svo vel.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Thursday og deplaði augunum til hennar hug- hreystandi. Þegar hann gekk fram hjá henni, brosti hún blíðlega til hans. Hann gekk inn í stofuna og Georgia lokaði á eftir honum. Lítill maður stóð upp frá skrifborðinu og heilsaði honum. Leynilögreglumaðurinn gekk til hans og staðnæmdist. Randolph Elder var lítill og veikbyggður. Hann virtist vera um það bil fjörutíu og fimm ára, hann var hrukkóttur, og hendur hans höfðu á sér gulbrúnan blæ. Hann reigði höfuðið aftur, eins og litlum mönnum er oft eiginlegt. Hann var með nefklemmur á oddmjóu nefinu. Skollitað hár hans var vitund dekkra en hörund hans. 1 hendi hans var lítil silfurlituð byssa, sem var beint að kvið Max Thursday. Læknirinn deplaði augunum og brosti. „Hvað get ég gert fyrir yður, herra Thursday ? “ Rödd hans var há og skír. Skotmark hans brosti til hans og sagði: „Ég vonast til þess að þér getið hjálpað mér, dr. Elder. Lögreglan er farin að hafa áhyggjur út af sam- starfsmanni yðar, dr. Mace." Elder hló skærum hlátri. Síðán þerraði hann nefklemmur sinar með hvítum vasaklút, án þess að taka þær ofan. Hann varaðist að hylja bæði glerin í einu. „Æ, herra Thursday. Þér skuhið ekki reyna að telja mér trú um, að þér séuð frá lögreglunni. Farið úr yfirhöfninni — varlega yðar vegna.“ „Ég kom ekki í læknisskoðun." „Mér er það vel Ijóst, að þér eruð ekki sjúklingur." X-Iann hcrpti saman þunnar varirnar. „Farið úr jakkanum." Thursday fór sér að engu óðslega, og lét jakkann falla á gólfið. ,,Svo skuluð þér snúa yður við.“ Þetta rólyndi var blátt áfram hlægilegt. Og óhugnanlegt. Thursday sneri sér við. „Viljið þér ekki fá yður sæti hérna.“ Dr. Elder benti með byssunni og andaði léttara. Hann virtist bersýnilega feginn því, að gestur hans var ekki vopnaður. Thursday hló fyrirlitningarhlátri og rétti úr löngum löppum sínum. voru snjáðar, hafði hann brett þær upp. Læknirinn leit á upphandlegg hans og sagði: „Þér eruð vöðvastæltur, ungi maður. Þessum vöðvum verður að halda i æfingu." „Hversvegna trúið þér því ekki að ég sé frá lögreglunni ?“ Elder brosti og benti "kæruleysisleg með byssunni. „Ég var að segja, að þér eruð ekki fær um að vera lögreglumaður svona á yður kominn." Hann leit í augu mannsins. „Ef til vill hafið þér einhvern tíma verið lögreglu- maður, Thursday, en það er langt síðan, og þér hafið drukkið mikið siðan.“ „Ég kom ekki hingað til þess að tala um min einkamál.“ Læknirinn hristi höfuðið. „Nei, við skulum helzt ekki tala um neitt “ Það glampaði á byssuhlaupið. Thursday hló fyrirlitningarhlátri og rétti úr löngum löppum sínum. „Annar hvor okkar á eftir að verða leiður á hinum, því að ég ætla að sitja hérna, þangað til við getum talað saman í ró og næði. Til dæmis um þaö hver þér haldið að ég sé, og það hversvegna þér eruð að leika yður að þessu skotvopni. Og hvar er dr. Mace? Og hvar er Tommy?" Það var tekið að rúgna. Dr. Elder gretti sig og yppti öxlum. Siðan sagði hann: „Við getum alveg eins setið hérna í kvöld og hagað okkur sómasamlega." Hann gekk að glerskáp við einn vegginn. Þegar hann teygði hendina inn i neðstu hilluna, sagði hann án þess að snúa sér við. „Þér getið farið í jakkann núna.“ Thursday stóð upp. Hann leit á stálskrifborðið, og augu hans stað- næmdust á minnisbókinni, sem lá opin á borðinu. Þar stóð: Miðvikudagur, 8. febrúar — dagurinn í dag. Ýmislegt var skrifað á blaðið. En að því er virtist hafði læknirinn ekkert að gera þetta kvöldið, nema framan við 8,30 stóð skrifað ST. PAUL. Thursday leit á klukkuna á áhaldaskápnum. Hún var nákvæmlega 7,55. Hann gekk aftur að stólnum og hneppti að sér jakkanum. Dr. Elder hélt ennþá á byssunni í annarri hendi, en með hinni hellti hann víni í tvö glös. Vökvinn í flöskunni liktist vatni. „Absint," sagði litli maðurinn og rétti gesti sínum glas. „Ég er vín- þekkjari, herra Thursday, og ég fullvissa yður um, að þetta er ósvikið Absint. Frá Frakklandi um Mexíkó auðvitað." Thursday lyfti glasi sínu og lyktaði af víninu, meðan læknirinn hélt áfram að rausa. „Sem læknir verð ég að ráðleggja yður hófdrykkju. En sem maður get ég ekki fengið mig til þess að vanmeta gildi alkóhólsins. Þetta vín er einstaklega mjúkt, endurnærandi — og kalt.“ Thursday fannst munnur hans vera að límast saman. Regnið skall á rúðunum. Læknirinn hristi glas sitt örlítið, svo að litlar loftbólur komu upp á yfirborðið. Hann skildi skyndilega augnatillit Thursdays og sagði: „Ó — auðvitað." Hann drakk úr glasi sínu í einum teyg og stundi ánægjulega. Thursday drakk nú úr glasi sínu, og læknirinn fyllti bæði glösin á ný. Hann fann vínið læsa sig um þyrst innyfli sín. Honum fannst hann strax hugsa skýrar. Hann settist og tók um leið eftir því, að minnisbókin var nú lokuð. „Þér eruð ef til vill að velta því fyrir yður hversvegna ég vissi hvað þér hétuð?" sagði læknirinn. Thursday lyfti annarri augabrúninni og sagði: „Ef til vill." Hann sötraði drykkinn í glasinu. „Það er ekkert einkennilegt við það,“ sagði dr. Elder og lét augnalokin síga. „Georgia sagði mér að þér væruð að koma.“ Thursday hélt hendinni stöðugri. „Nú, já. Jæja, það var svosem ekkert leyndarmál. En hversvegna tókuð þér á móti mér með byssu í hendinni?“ Hann ætlaði að fá sér sopa úr glasinu, en sá að það var tómt. Flaskan slóst við glasið, þegar Elder fyllti það á ný. ,,Ég held — já ég held það og enginn annar — að þér hafið átt von á einhverjum náunga með byssu og iélega kímnigáfu." Dr. Elder tók ofan nefklemmurnar og sveiflaði þeim á fingri sér. Hægri hönd hans hvildi á skrifborðinu miðja vegu milli byssunnar og Ab- sintsins. „Það má vel vera,“ sagði hann, „það má vel vera.“ Framhald í nœsta blaði. FLÖTTAFÓLK Nú eru liðin nærri tíu ár síðan Palestínustríðinu lauk. Yfir milljón Araba missiu heimili sín við stofnun Israelsríkis. Sameinuðu þjóðimar stofnuðu sérstaka liknardeild vegna þessa fólks. Yfir 900.000 eru ennþá á skrá hennar. Deildin sér um matvæli og læknishjálp handa þessu fólki, sem býr í flóttamannabúðum í Jórdaníu, Libanon og Sýrlandi og á Gaza- svæðinu. A myndinni eru konur meðal flóttafólksins við sauma. vikan 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.