Vikan


Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 5
— KveikiB öll ljósin og bœtið á eldinn, sagði ungfrú Blacklock. Mér er kalt — óhugnanlega kalt. Komdu og seztu hérna við eldinn, ungfrú Hin- chliffe. Lögreglufulltrúinn sagðist koma hingað eftir 15 mínútur. Þær hljóta að vera næstum liðnar. Nú heyrðist í bíl fyrir utan, og Craddock kom inn, ásamt Easter- brook ofursta og konu hans, Edmund Swettenham og móður hans. Það fór kynlega lítið fyrir þeim öllum. — Ah, notalegt að hafa eld i arninum, sagði Easterbrook ofursti. en rödd hans var eins og bergmál af því sem hún var venjulega. Frú Easterbrook vildi ekki fara úr loðkápunni sinni og settist hjá manni síniun. Andlit hennar, sem venjulega var snoturt en heldur dauf- legt, líktist nú ásjónu hrædds hreysikattar. Edmund var sýnilega í upp- reisnarhug og hreytti ónotum í alla. Frú Swettenham hafði sýnilega mikið fyrir að herða sig upp, og afleiðingin varð hálfgerð skríþamynd af henni sjálfri. — Þetta er alveg hræðilegt - finnst ykkur það ekki ? sagði hún í samræðutón. Þetta allt, á ég við. Þeim mun færra sem maður segþr, þeim mun betra. Því enginn veit hver annan grefur — eins og þegar farsótt er. Kæra ungfrú Blacklock, heldurðu að þú hefðir ekki gott af að fá ofur- lítið koníakstár. Það virðist svo hræðilegt að vera að ryðjast svona inn til þín, en Craddock lögreglufulltrúi neyddi okkur til að koma. Þetta er allt svo hræðilegt — það er ekki enn búið að finna hana. Vesalings gömlu konuna frá prestsetrinu, á ég við. Ekki kom hún til okkar. Við hefðum áreiðanlega orðið vör við hana, því ég var í setustofunni sem snýr út að bakgarðinum og Edmund var að skrifa í bókaherberginu, sem er í framhliðinni .... — Mamma, sagði Edmund, sem greinilega sárnaði þessi vaðall. Get- urðu ekki þagað? ' — Ég segi ekki orð, sagði frú Swettenham og settist á sófann við hliðina á Júlíu. Craddock lögreglufulltrúi stóð frammi við dyr. Konurnar þrjár sátu beint á móti honum, næstum í beinni röð: Júlía og frú Swettenham á sófanum og frú Easterbrook á stólarminum hjá manninum sínum. Hann hafði ekki komið þessu svona fyrir, en það hentaði honum ákaflega vel. Ungfrú Blacklock og ungfrú Hinchliffe vermdu sig við eldinn. Philippa var lengra frá honum, í skugganum. Craddock byi’jaði umsvifalaust, án nokkurs formála: — Ykkur er öllum kunnugt um að ungfrú Murgatroyd hefur verið myrt. Ég hef ástæðu til að halda að morðinginn sé kona. Og af vissum ástæðum getum við þrengt hringinn enn meir. Ég ætla að biðja ákveðn- ar konur hér um að gera grein fyrir því, hvað þær voru að gera frá klukkan fjögur til tuttugu minútur yfir fjögur i dag. Ég er búinn að fá svar frá •— frá ungu stúlkunni, sem hefur kallað sig ungfrú Simmons að undanförnu. Nú ætla ég fyrst að biðja hana um að endurtaka greinar- gerð sína. Jafnframt verð ég að taka það fram vlð yður, ungfrú Simmons, að þér þurfið ekki að svara, ef þér álítið að svarið geti skaðað yður, og að Edwards lögregluþjónn mun taka niður allt sem þér segið, svo hægt yrði að nota það fyrir dómstólunum. — Það er skylda yðar að segja þetta, er ekki svo? sagði Júlía, en hún virtist alveg jafn róleg og áður. Ég endurtek það, að milli klukkan fjögur og fjögur tuttugu var ég á gangi yfir engið, sem liggur að lækn- um við bæ Comptonshjónanna. Ég kom aftur upp á veginn við akurinn með öspimum þremur. Ég hitti engan, sem ég man eftir. Og ég kom ekki nálægt Bouldersbústaðnum. — Frú Swettenham ? — Eruð þér að aðvara okkur öll ? spurði Edmund. , Fulltrúimi sneri sér að honum. — Nei, fyrst um sinn beini ég orðum mínum aðeins til ungfrú Simmons. Ég hef ennþá enga ástæðu til að halda að greinargerð annarra en hennar skaði þá, en auðvitað er ykkur öllum jafnfrjálst að hafa lögfræðing viðstaddann og neita að svara spurningum þangað til hann kemur. Ó, það væri ósköp heimskulegt og ekkert annað en tímaeyðsla, hróp- aði frú Swettenham upp yfir sig. Ég býst við að ég geti sagt yður um- svifalaust hvað ég var að gera. Það er það sem þér viljið, ekki satt? Má ég þá byrja núna? Við skulum nú sjá, hélt hún áfram og lokaði augunum. Auðvitað stend ég ekki í neinu sambandi við morðið á ungfrú Murga- troyd. Ég er viss um að allir hér inni vita það. En ég er nægilega verald- arvön til að vita, að lögreglan verður að spyrja margra ónauðsynlegra spurninga og skrifa svörin vandlega hjá sér, vegna þessarar skýrslu- gerðar, sem þeir kalla svo. Ekki satt? Frú Swettenham beindi þessari síðustu spurningu til Edwards lögregluþjóns. - Ég vona að ég tali ekki of hratt fyrir yður? Lögregluþjónninn, sem var fljótur að hraðrita en heldur lítill heims- maður, roðnaði út að eyrum og svaraði Það er í lagi, frú. Ja, kannski þér viiduð tala ofurlítið hægar. Frú Swettenham hélt því áfram og þagnaði lengi, þar sem henni fannst eiga að koma komma eða punktur. Ja . . . það er erfitt að full- yrða þetta nákvæmlega, því ég hef svo litla tilfinningu fyrir tímanum. En klukkan fjögur held ég að ég hafi verið að stoppa í hælinn á sokknum mínum, með lykkjustoppi ekki þessu venjulega. Hafi ég ekki verið að því þá hef ég verið úti að klippa dauðu chrysantemurnar nei, það var fyrr • - áður en byrjaði að rigna. Rigningin byrjaði klukkan nákvæmlega tíu mínútur yfir fjögur, sagði fulltrúinn. Framhald á bls. Vt. Tilkynning um Lóöahreinsun Með vísun til auglýsinga i dagblöðum bæjarins 13. f. m. eru lóðaeigendur (umráðendur lóða) hér með áminntir um að flytja nú þegar burt af lóð- um sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað þeirra, án frekari fyrirvara. Hlutir þeir, sem þannig kunna að verða fjar- lægðir á vegum heilbrigðisnefndar og eitthvert verðmæti hafa að dómi þeirra, sem framkvæma hreinsunina, verða geymdir til 1. sept. n. k. á ábyrgð eigenda. Að þeim tíma liðnum má vænta þess að hlutir þessir verði seldir fyrir áföllnum kostnaði. Þeir sem kynnu að óska eftir fjrrirgi-eiðslu eða nánari upplýsingum hringi í sfma 13210. Reykjavík, 1. maí 1958- Heilbrigðisnefnd Keykjavíkur. OPTIIVIA Feröaritvélar Skrifstofuvélar Garðar Gíslason h.(. 1 Reykjavík VIKAIST 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.