Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 3
Imyndun eöa Púsundir „trúa" á drauga og afturgöngur Hér segja nokkrir frá reynslu sinni E R líf eftir dauðann ? Og ef svo er, geta framliðnir „gengið aftur“. Það er endalaust deilt um þetta. Það eru til þúsundir skráðra frásagna um aftur- göngur. Sumar hefur verið hægt að hrekja. Aðrar hafa það sér til ágætis, að enginn hefur treyst sér til að afsanna þær, engin „eðlileg“ skýring hefur fundist á fyrirbærinu. Frægur atburður af þessu tagi er kennd- ur við stúlku að nafni Anastasia Pereli- guine. Hans er getið í f jölda bóka um svipi og afturgöngur. Skömmu fyrir jól fyrir rösklega fimm- tíu árum, bauð rússneski aðalsmaðurinn Antonovich Nartzeff lækni að nafni Tou- loucheff til miðilsfundar að heimili sínu í Tamboff. Aðrir fundarmenn skyldu vera frænka aðalsmannsins og ráðskona hans. Nartzeff, sem lengi hafði fengist við rannsóknir á yfirnáttúrlegum fyrirbær- um tjáði lækninum vini sínum skömmu fyrir fundinn: „Eitthvað eða einhver hef- ur verið að reyna að hafa samband við mig í allan dag. Þetta hefur komið fyrir mig áður, þegar ég hef verið einsamall, og hvort sem þú trúir því eða ekki, hef ég oftar en einu sinni haft samband við framliðna.“ Touloucheff brosti. Sem læknir og vís- indamaður hlaut hann að trúa svona full- yrðingum varlega. Nú tók ráðskonan dúkinn af borðinu, sem stóð í miðri stofunni. Öllum hurðum :♦»»»»»»»»»»»»»»»»:« Veiztu ? 1. Hvaða lcaupstaður stendur við ána Blöndu ? 2. Fæðir krókódíllinn lifandi unga? 3. Eftir hvern er sagan „Dr. Jekyll og Mr. Hide“? En hver lék aðalhlutverkið í sam- nefndri kvikmynd? 4. Hver er stjórnandi Karlakórs Reykjavík- ur? En karlakórsins Fóstbræður. 5. Er Mekka, liin lieilaga borg Múhameðs- trúarmanna, í: a) Saudi Arabiu b) Yemen c) Iraq d) Jórdaníu? 6. Hvers vegna er Kirkjubær á Síðu frægur sögustaður ? 7. Ef þii ættir lakkflosa, til hvers mundirðu nota hann? 8. Hvaða ríki átti Alaska, áður en það varð hluti af Bandaríkjunmn ? 9. Hverjar eru dauðasyndirnar sjö? 10. Gáta: Ljótan þursii leit ég löngu nefi með. Engan verri veit ég; hann veikir sumra geð, fúllur upp með fúla pest. Hans þó spýju elskar öld, »g af lienni nærist mest. :♦:« * >;< v >♦< >í v V V >♦< >$ V V V V V >♦' >♦< V V >;< v >♦< >♦< >;< >;< >;< >;< s % % g $ $ >♦< >;< v >;< v >:< V >:< Eftir Derek Mason var læst og fundarmenn settust við borð- ið og tókust í hendur. Enginn gat því hreyft hendurnar án þess að hinir yrðu þess varir. „Við erum ekki ein hérna inni,“ sagði Nartzeff eftir stundarkom, og nærri því samtímis heyrðust þung högg á veggjum og lofti. Svo var barið undir borðplöt- una. Nartzeff spurði: „Geturðu svarað greitt og skírt? Þrjú högg þýða já, eitt nei.“ Samstundis var barið þrisvar í borðið. „Viltu svara með því að nota stafrófið?“ spurði hann. Aftur var barið þrisvar sinnum. „Stafaðu nafnið þitt,“ sagði Nartzeff. Nafnið „Anastasia Pereliguine“ var stafað hægt. „Hvað viltu okkur?“ spurði aðalsmaður- inn. „Ég er ógæfusöm og bið ykkur að biðja fyrir mér,“ var svarið. „Ég dó í gærdag í sjúkrahúsinu. Ég leitaði að einhverjum, sem ég gæti haft samband við, og fann engan nema ykkur.“ Svo kom þetta: „Ég er sautján ára. Ég var vinnustúlka og framdi sjálfsmorð með því að gleypa brennistein af eldspýtum . . . Biðjið fyrir mér.“ Það var dauðaþögn í stofunni. „Vofan“ var farin. Touloucheff læknir lét það verða sitt fyrsta verk að heimsækja eina sjúkrahús- ið í héraðinu. Þar var honum tjáð, að daginn fyrir miðilsfundinn hefðu tvéir sjúklingar verið lagðir á sjúkrahúsið og þjáðust báðir af eitrun. Annar var eigin- kona embættismanns á staðnum, hinn var vinnustúlka að nafni Anastasia Pereli- guine,- Hún var sautján ára. Plún hafði gleypt mikið magn af brenni- steini og drukkið olíu. Enginn viðstaddra hafði hugmynd um sjálfsmorð stúlkunnar — enginn þeirra vissi einu sinni að hún var til — fyrr en hún gaf sig fram á miðilsfundinum. Op- inber rannsókn staðfesti þetta. Hér er annar furðulegur atburður. Hann gerðist undir lok síðustu heims- styrjaldar. Jerome Larkin, brezkur flugliðsforingi, sat í samkomusal flugdeildarinnar, þegar náinn vinur hans, David McConnell fíug- foringi, gekk inn. Hann hafði verið sendur í árásarferð til Þýzkalands. „Kominn aftur?“ hrópaði Larkin undr- andi. „Það er ekki nema klukkutími síðan þið fóruð.“ McConnell brosti. „Komst heim fyrr e» ég hafði gert ráð fyrir,“ sagði hann og tók ofan flughjálminn um leið og han» gekk inn í herbergi sitt. Nokkrum mínútum síðar fór Larki* inn í herbergið til þess að rabba við vi» sinn. McConnell var þar ekki. Um fjórum stundum síðar komu flug- vélarnar úr árásarferðinni og Larkin fór út á flugvöllinn til þess að sjá þær lenda. Flugvél McConnells var hvergi sjáanleg. Larkin flýtti sér til flugstjórans á eimii vélinni og sagði honum frá hinni skjótu endurkomu McConnells. „Hvað gengur eiginlega að þér?“ ansaði flugmaðurinn. „McConnell var skotinn niður. Ég sá flugvélina hrapa. Engin* kornst út úr henni áður en hún náði jörðu.“ Larkin var tjáð að þetta hefði gerst um tíuleytið. McConnell hafði birst honurn þegar klukkuna vantaði svosem eina mín- útu í tíu . . . Þess eru mörg dæmi, að menn hafi feng- ið óvænta heimsókn vina eða ættingja, og frétt seinna að þeir hafi verið látnir •— áður en heimsóknin átti sér stað. Séra Matthew Frost í Essex var ai drekka kaffi með konu sinni dag nokk- urn, þegar hann heyrði að barið var á gluggann fyrir aftan hann. Hann leit við og sagði undrandi: „Nei, sérðu! Þarna er hún amma.“ Hann flýtti sér til dyranna til þess aé hleypa gömlu konunni inn, en hún var þá hvergi sjáanleg. Hann skrifaði ömmu sinni sama dagin* til þess að segja henni frá þessu ein- kennilega atviki. Næsta dag barst honum sú fregn frá Yorkshire, að amma hans hefði látist klukkan hálf fjögur daginn áður — þrjá- tíu mínútum áður en hann hafði heyrt bankið á glugganum og séð andlit hennar. Ýmsar sögur eru af því sagðar, hvernig dauðsjúkir menn eiga að hafa séð látna ástvini við rúmstokk sinn. Læknirinn, sem stundaði bandaríska tenorsöngvarann James Moore, þegar hann lá banaleguna, segir frá því, að fáeinum mínútum áður en hinn frægi söngvari gaf upp öndina, hafi hann rétt sér hendina og sagt: „Þér hafið verið mér mjög góður, Wilson læk»- ir.“ Moore, segir Wilson, var með fullri mei- vitund. Framhald á hls. 14 VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.