Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 10
Ællsstaðar l'tM MM' tlM Æfintýrið um einn merkasta fornleifafund veraldar eftir Leonard Cotterell rF'VEIR menn sátu saman í -■ bókaherbergi Highclere kastala í Welsh og höfðu breitt stórt landabréf á borðið fyrir framan sig. Annar var ríkur aðalsmaður, Camarvon lávarður, eigandi kastalans. Hinn, Howard Cart- er, var sonur óþekkts listmálara sem unnið hafði fyrir sér með því að mála myndir af uppá- haldsgæðingum ríka fólksins. Uppdrátturinn var af hrjóst- ugu og eyðilegu landsvæði meir ^n 2000 mílum frá Highclere kastala. Þetta var Kóngadalur- Carter hafði um allmargra ára skeið starfað á vegum Bandaríkjamanns að nafni Theodore M. Davis, sem árið 1902 fékk einkaleyfi til forn- leifarannsókna í grafhýsum í Kóngadalnum. Fimm árum síðar kom Carn- arvon lávarður til Egyptalands til þess að safna kröftum í sól- inni eftir þunga sjúkdómslegu. Hann fylgdist með Carter þegar hann gróf upp grafhýsi Yuia prins óg Tjuiu konu hans og sá hann meðal annars finna for- Kongurmn og drottnmg hans. Myndin er byggð á mynd á í ar verið grafnir í Kóngadal. Grafhýsi þeirra höfðu verið höggin í klettana: móttökusal- urinn fremst — þar sem guð- irnir tóku á móti hinum látna faraó — þá „gullni salurinn", sem geymdi kistu konungs, og svo geymsluherbergin, þar sem því var komið fyrir sem fylgja átti konungi inn í land liinna clauðu. En grafræningjar höfðu komist í öll þessi grafhýsi, þau voru auð og tóm og höfðu verið það um þúsundir ára. Grafræningjarnir höfðu brot- ist inn í þau fáeinurn öldum eft- ir lát konunganna, og jafnvel 350 árum fyrir Krist höfðugraf- hýsin vakið forvitni grísku her- mannanna, sem Ptolemy hafði haldið með inn í Egyptaland. Klór þeirra sést á> veggjunum enn þann dag í dag. A einum stað stendur: ,,Ég, Philastrios, hef skoðað þessi grafhýsi og furðuverk þeirra og átt ágæt- an dag . . Hvaða líkur voru til þess að hægt yrði að finna ósnerta konungsgröf á stað, sem níu- tíu egypskar kynslóðir höfðu vitað að var grafreitur kon- unga? Carnarvon byrjaði ekki að leita fyrir alvöru fyrr en árið 1917, og eftir fimm ára leit var hann orðinn býsna vonlítill um árangur. Þannig stóð á fundi hans og Carters í Highclere kastala. Lávarðurinn hafði á- kveðið að hætta. En Carter bað hann að reyna einu sinni enn. ,,Ég bið yður að láta mig fá eitt ár ennþá í dalnum,“ sagði hann. baki hásætisins sem fannst grafhýsinu Aðeins níu dögum eftir að leitin hófst á ný, rakst Carter á brött jarðgöng, sem lauk við dyr, sem múrað hafði verið upp í. Hann símaði Carnarvon að koma til Egyptalands eins skjótt og hann gæti. Þeir hjuggu svolítið gat á múrinn í dyrunum. ,,Ég rak kertið inn um gatið og gægðist inn,“ skrifaði Car- ter. ,,í fyrstu gat ég ekkert séð. En smásaman vöndust augu mín ljósinu, hlutirnir slcírðust í herberginu, furðuleg dýr komu út úr mistrinu, stytt- ur og gull — glóandi gull. alls- staðar. Andartak gat ég ekki komið upp orði. Þá spurði Carnarvon lávarður hikandi: Sérðu nokkuð? Já, svaraði ég . . . dásam- lega hluti.“ Carter hafði rekist á einu ósnertu egypsku kóngsgröfina sem fundist hefur fram á þenn- an dag. Miðað við konungagraf- ir, var þetta fremur lítið graf- hýsi, með fjórum herbergjum, og voru tvö stærst. En þau voru full af ómetan- legum gripum frá gólfi til lofts: gullklæddir legubekkir, gullhúð- aðir vagnar, fílabeinskistur sem enn geymdu klæði konungsins, örlítill stóll, sem hann hafði notað sem barn, og óviðjafnan- legt útskorið hásæti hlaðið gulli og silfri. Á baki þess var mynd af konungi, sem verið hafði seytján ára þegar hann andað- ist, og drottningunni hans korn- ungu, Ankhesnamun. Þarna var líka urmull „ó- merkilegri“ hluta,. sem snertu daglegt líf konungshjónanna og Carter og Tutankhamun kóngur ínn í Egyptalandi, þar sem Carter var opinber embættis- maður. Hann hafði titilinn: gæzlumaður fornleifa. Fornleifafræði var mjög í tízku meðal brezka aðalsins fyr- ir og um síðustu aldamót. Að- alsmennirnir höfðu gjarnan vet- ursetu í Alexandríu. Áhugi þeirra beindist því öðru frem- ur að egypskum fornleifum. Þeir auðugustu höfðu fornleifa- fræðinga í þjónustu sinni. kunnarfagurt gullbúið skrín. Carnarvon varð heillaður af þessu starfi, og þegar Davis hinn bandaríski komst að þeirri niðurstöðu árið 1914, að öll grafhýsi Kóngadals væru kom- in í leitirnar, tók Carnarvon við einkaleyfi hans og gerði Car- ter að ráðunaut sínum. Fæstir hugðu að neitt væri upp úr þessu að hafa. Þrjátíu öldum áður höfðu meir en þrjá- tíu og fimm egypskir konung- 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.