Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 13
Fimrhtudaginn, 9. febrúar, kl. 8:00 f.h. Það var einhver að slá hann laust utanundir. Kunnugleg rödd sagði: „Svona nú —• reyndu að vakna, Thursday. Þú ert kominn heim.“ Max Thursday opnaði augun. Maðurinn hætti að slá hann og rétti úr sér þreytulega. „Guði sé lof!“ andvarpaði hann. Leynilögreglumaðuiinn leit í kringum sig. Hann var dúðaður í þykku teppi. Herbergið var lítið, lakkborið og eyðilegt. Hann sat á stól í miðju herberginu, nakinn, með teppið utan urn sig. 1 einu horninu var vaskur, hvítur og skínandi, en nálægt honum var vaskafat, sem einhver hafði ælt í. Hann leit snöggt við og beindi augum sínum að glugganum. Dags- birtan var að reyna að brjótast gegnum þungbúin skýin. Hinum megin við gluggarúðuna voru fjórir járnrimlar. Thursday hristi höfuðið og reyndi að brosa. „Sæll, Crane. Hvað er klukkan?" Crane var roskinn maður með þunnt grátt hár! Hann var í dökkum ullarfötum. Hann sagði stuttur i spuna: „Átta. Rúmlega," án þess að líta á úrið. „Hvað hefur gengið á?“ „Clapp hefur verið að biða eftir þér, Thursday. Hann getur sagt þér það. Svona nú — farðu nú að klæða þig.“ Hann gekk að hurðinni og tók blá föt, skyrtu og bindi, og nærbuxur ofan af hurðarhúninum. „Hérna hefurðu fötin. Skórnir eru bak við stólinn." Thursday lét teþpið falla á gólfið og stóð upp. Hann var valtur á fótunum og greip í stól sér til stuðnings. „Rólegur," sagði gráhærði maðurinn. Thursday byrjaði að klæða sig og fór sér hægt. Líningin á buxun- um var rök. Jakkinn og buxurnar voru þurrar, en illa krumpin. Hann leit á Crane og sagði í spurnartón: „Ég var úti í rigningunni —“ Crane sagði ekkert. Thursday spurði: „Lenti ég í einhverjum vandræðum, Crane?“ Roskni maðurinn setti stút á varirnar og sagði: „Það er undir því komið hvað þú kallar vandræði. Biddu Clapp að segja þér það.“ Thursday settist niður og fÖr í sokkana og skóna. Skórnir gljáðu ekki lengur. Þeir höfðu vei'ið aurugir, en einhver hafði burstað mesta skít- inn af þeim. Skósólarnir voru uppbrettir, eins og þeir hefðu vei'ið gegn- blautir. Hann fann, að þegar hann beygði sig niður, til þess að reima skóna, verkjaði hann enn meir í höfuðið. Hann þreifaði varlega á höfði sér. Bæði gagnaugun voru þrútin. „Þú hefur víst dottið," sagði Crane. „Holdið er samt ekki skaddað. Stein læknir segir að þú hafir ef til vill fengið snert af heilahristing Thursday stóð upp og teygði úr sér. „Við skulum koma okkur af stað.“ Mennirnir tveir gengu út á ganginn. Á aðra hönd voru tvöfaldar hurðir, sem vissu að fangaklefum fangelsisins. Granni maðurinn fór á eftir Crane í hina áttina, eftir köldum ganginum, fram hjá umferðardeildinni, niður í aðalsalinn. Nálægt útidyrunum var hurð, sem á stóð: AUSTIN CLAPP og MORÐDEILD. Gráhærði maðurinn opnajði hurðina og gekk inn á eftir Max Thursday. Austin Clapp lögregluforingi studdi olnbogunum á grænklætt skrif- borðið. Hann var að tala í símann: ,Jæja. Láttu það bíða, þangað til ég kem. Ég kem bráðlega. Allt í lagi.“ Hann lagði frá sér tólið og stóð á fætur. Hann var álíka hár og Thursday en feitari. Andlit hans var harð- neskjulegt og svipmikið. Áhyggjurnar sem höfðu meitlað tvær hrukkur frá nefinu að munnvikunum, höfðu einnig bætt grárri slikju á skolleitt hár hans. Hann leit snöggt á komumann með stálhörðum sviplausum augum og sagði: „Hvernig hefurðu það Max?“ Mennirnir tveir tókust í hendur og settust. Thursday hallaði sér aftur á bak í stólnum fyrir framan skrifborðið og þreifaði á þrútnum gagnaugum sínum. ,,Á nokkur sígarettu?“ „Ég á víst eina handa þér,“ sagði Crane og rétti honum sígarettu. Thursday gleypti reykinn með áfergju, en blés honum síðan frá sér. „Hvað kom fyrir tunguna á mér. Ég hef enga tilfinningu í henni.“ Clapp brosti. „Kaffisullið okkar hefur ef til vill brennt á þér tung- Una. Jim bjó til kaffið og hellti nokkrum pottum ofan í þig.“ „En það veit trúa mín, að það var ekki lengi ofan í maganum á þér,“ sagði gráhærði maðurinn. „Hafið þið komið upp um nokkra góða glæpi nýlega, herrar mínir?“ Clapp kinkaði kolli brosandi. „Ég held, að við séum nýbúnir að koma upp um einn.“ Hann sagði þetta ljúfmannlega — of ljúfmannlega. „Nú?“ Thursday þreifaði eftir vasaklút sínum, síðan spurði hann: „Hver er með draslið mitt?“ Clapp opnaði skúffu og tók upp brúnt umslag. Thursday reif það upp og dró upp vasaklútinn. Þegar hann hafði notað hann, setti hann hina munina í vasann. Slitið veski úr krókódílaskinni ásamt einum dollara- seðli, fjórar rakar myndir af syni hans, nefnspjald Mace—Eldei' lækna- stofunnar, og sjötíu og átta cent. Báðir lögreglumennirnir horfðu á hann með athygli. Thursday sagði: „Ætlar enginn að segja það?“ Maðurinn bak við skrifborðið virtist hissa. „Segja hvað?“ „Hvernig ég er farinn í hundana. Georgia segir, að þið kennið í brjósti um mig." „Þú skilur ekki, Max. Ég er enginn predikari. En mér er illa við að sjá góðan lögregluþjón “ Clapp leitaði að orðinu, — „óvirkan." „Jafnvel þótt hann sé einkalögreglumaður," bætti Jim Crane við. Thursday yppti öxlum. „Bridgeway hótelið er ekki staður fyrir þig, Max,“ sagði Clapp. Framhald á bls. ll^. Nálega ekkert heimili er án þeirra SPIL m HVERJUM er það að þakka en listræna hliðin, sem í — eða kenna — núver- fyrstu skipti öllu máli fyrir andi útlit spila? Svarið er Da La Rue. Því að hann kom Thomas De La Rue. Ár: með ódýr spil á markaðinn. 1832. Allskonar tollar og skattar Fram að þeim tíma voru hafa alla tíð verið lagðir á evrópisk spil ,,stensluð,“ spil. I Bretlandi er á þeim sem var hvortveggja í senn, söluskattur. seinvirk og dýr aðferð. En í gamla daga höfðu Thomas De La Rue, stofn- brezku stjórnarvöldin aðra andi fyrirtækisins sem í dag aðferð við skattheimtu sína ber nafn hans, fann upp að- hjá spilaframleiðendum. Þau ferð til að prenta spil, og bönnuðu þeim sumsé að prentuð eru þau enn þann dag framleiða spaðaása! í dag. Hann fékk einkaleyfi , Og þetta var ekkert grín. á aðferð sinni hinn 23. febrú- Árið 1805 var Richard nokk- ar 1832. ur Hardy dæmdur til dauða Uppfinningin hafði það í fy™' _ að prenta og selja för með sér, að framleiðsla á spaðaása. spilum jókst úr 200,000 Nú kann einhver að spilastokkum árið 1820 í spyrja: hvaða gagn hefur 800,000 tæpum þrjátíu árum maður af spilum sem þennan síðar. í dag, öld síðar, eru ás vantar í? 10,000,000 spil notuð árlega í Þar liggur hundurinn graf- Bretlandi og 80,000,000 í inn. Hreint ekkert gagn, er Bandaríkjunum. auðvitað svarið, þar sem hægt hefði verið að dæma þig „ , til dauða fyrir að búa til Sýning þinn eigin ás. Og það var á þessu stigi De La Rue verksmiðjurnar málsins sem skattheimtu- efndu til mikillar sýningar á menn ríkisvaldsins komu til spilum á 125 ára afmæli sínu. skjalanna. Þeir viðurkenndu Hún var haldin í London. Á fúslega, að þú gætir ekki ráðstefnu, sem efnt var til í spilað á spilin þín að gagni sambandi við afmælið, mættu an spaðaássins. Og þess- fulltrúar frá fimmtán lönd- veSna gastu fengið ásinn um. Ráðstefnan fjallaði um heyptan — hjá ríkinu! framleiðsluaðferðir, sölu og , skreytingu spila. ' GÓÖ prentun Þúsundir manna skoðuðu sýninguna. Tímabilið, sem Ríkiseinokunin á spaðaás- hún náði yfir, var fimm aldir, Um varði í Bretlandi frá 1801 cg á henni gaf að líta spil af til ’62. Þá loksins urðu stjórn- öllum hugsanlegum stærðum arvöldin leið á þessum og gerðum. Sýningargestir skrípaleik og lögðu venjuleg- sáu spil úr fílabeini, hálmi, an söluskatt á spilin. hreistri, tré, leðri, hreinu Þúsundir manna hafa silfri_ og — vitaskuld — úr vinnu við að framleiða og pappír og pappa. selja spil. Spilaframleiðsla er Þarna voru spil með silki- stór-atvinnuvegur. innleggi, sem sennilegast Spilaframleiðsla er líka voru í eigu Karls I. Leðurspil- einskonar listiðnaður. Borið in voru amerísk indíánaspil. saman við aðra prentun, er Fyrstu prentuðu spilin prentun spila ódýr. Og prent- voru auðvitað á sýningunni; listin hefur kannski komist ekki geta þau talist falleg lengst í spilaiðnaðinum. borin saman við þau sem við Athugaðu næstu spil, sem eigum nú að venjast. Hjarta- þú kaupir. Jafnvel þótt þau drottningin er til dæmis tilheyri ódýrari tegundunum, höfuðstór, kjálkabreiður muntu verða að viðurkenna, kvenmaður, sem er rangeyg- að naumast er til vandaðri ur í þokkabót. En það var prentun og frágangur. framleiðsluaðferðin fremur — WILLIAM DEXTER AUGLÝSIÐ í vikuimime VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.