Vikan


Vikan - 12.06.1958, Side 6

Vikan - 12.06.1958, Side 6
Smásaga eftir ISABELLE GEORGES-SCHREIBER Pósthverfi X.Y.Z., 1. marz. ELSKU, sæta Jeanine, Þér hlýtur að finnast ég vera óttalega latur að skrifa, en þú veizt að ég er enginn snillingur í að setja saman fallegai' setningar, og auk þess höfum við ekki mikinn tíma aflögu héra. Og nú ertu komin með litla Sylvíu! Þegar ég hugsa um þig sem mömmu, get ég varla trúað því'. Þvílíkt og annað eins! fig sé þig ennþá gegnum rúðuna í klefanum mínum, þar sem þú situr við ritvélina! Það eina sem sást af þér var ljósi kollurinn. Og við gerðum ekkert annað en brosa hvort til annars. Auðvitað vildi ég miklu heldur horfa á litla uppbretta nefið þitt en töludálkana mína! Þú verður að viðurkenna að við óttum góðar stundir saman; t. d. þegar við gengum til Vaucresson . . . þú manst auðvitað þegar við stönz- uðum undir eikinni i Saint-Germain skóginum . . . Þú getur ekki sagt að við höfum ekki elskast daginn þann, eða hvað? Og þá í kvikmynda- húsinu! Eg sé ekki eftir neinu! Ég tek hlutunum eins og þeir bera að hönd- um og geri mér engar grillur. Það er satt að maður lendir stöku sinnum í einhverjum vandræðum, eins og t. á. þetta frímerkjamál, en þaS er ekki vert að gera of mikið úr slíku. Eg gerði glappaskot, það er allt og sumt. Það er að segja, ég lenti illa I því. I slíkum málum er um að gera að láta ekki vaða ofan í sig. Allt veltur á því! Ég krafsaði mig heldur ekki svo illa út úr því, úr því þeir kærðu mig ekki og ég gat sagt upp sjálfur. Og í rauninni þykir mér núna jafn gott að vera hermaður eins og gjald- keri. Hérna hefur maður ekki of mikið fyrir lífinu, ágætt fæði og veöráttan dásamleg. Eg skil vel að þú eigir i erfiðleik- um, vesalings Jeanine mín! Barn gerir ekki svo lítið strik í reikning- inn. Vinkona þín, hún Marie-Louise saumakona, ætti að sjá svo um að hún gæti haft þig. Þú segir að hún hafi ekki nema herbergið sitt og ör- litla skonsu til að taka á móti við- skiptavinum sínum og máta í. Það er skiljanlegt, en það er ekki hægt að vísa konu með barn út á götuna. Hvað fólk getur verið eigingjarnt! Mér finnst að þú gerðir réttast með að finna einhverja góða konu, sem vill taka barnið að sér, annars áttu eftir að lifa mesta hundalífi. Og þetta barn er, þegar á allt er litið, ekki nema hálfs mánaðar gamalt, svo þú hefur varla haft tíma til að bindast þvi traustum böndum. Þú verður fljót að gleyma því! Trúðu mér, það er skynsamlegast af þér að skilja barnið við þig. Sú sem tekur það að sér mun áreiðanlega geta g'ert meii'a fyrir það en þú. af hendi herþjónustu og mér fellur Þú verður að skilja þetta! Ég get ekkert gert. Ég hef ekki nema her- mannalaunin mín og ég verð þó að hafa ofurlitla vasapeninga. Án barns- ins getur þú farið að vinna og kannski fengið aftur gömlu stöðuna. Þeir verða guðsfegnir að fá þig aftur. Það líkaði ákaflega vel við þig. 1 bréfinu þinu spyrðu um fyrir- ætlanir mínar. Hvað þú ert hátíðleg, vesalings Jeanine mín! Eg er að leysa Okkur pabba hefur aldrei samið, eins og þú veizt. Hann er skrýtinn karl. Það eru ekki miklar líkur til að hann taki við þér. í fyrsta lagi af því að hann elskar heimilið sitt, sem hann er ákaflega stoltur af, og í öðru lagi af þvi hann hefur enga ástáeðu til að kæra sig um þig, þar sem hann kærir sig ekki einu sinni um mig. Þú getur samt reynt. Sá sem engu hættir, hreppir heldur ekkert. Ef hann vill ekki sjá þig, þá ferðu bara þína ekkert illa hér í Bavaríu, það veit trúa mín. Meira get ég ekki sagt. Ég skil það vel að þú viljir vita hvar þú stendur, það liggur í hlutar- ins eðli. Sjálfur hefði ég ekkert viljað frekar en kvænast þér, en eins og þú veizt, hefur þetta farið öðruvísi. Ég gæti vel beðið þig um að bíða mín, þangað til ég hef lokið herþjónustutíma mínum, en ef ég kem aftur til Parísar, þá hef ég hvorki stöðu né meðmæli þaðan sem ég hef unnið (og það ekki að ástæðu- lausu), enga peninga og engan stað að búa á. Jæja, við skulum sjá til, ekki satt? Ég kyssi þig á litla rauða munn- inn. Etienne Lenoir. P.S. — Mér hefur dottið nokkuð í hug. Ef Marie-Louise vill ekki hafa þig, þá gætirðu kannski reynt að leita til pabba. Hann býr í Cardinet- götu 318, á þriðju hæð til vinstri. leið. Engin ástæða til að gera meira úr því. Bréf frá Jeanine Martin til Etiennes Lenoir. Cardinetgötu 318, 12. marz. Það er ákaflega erfitt fyrir mig að lýsa þeim tilfinningum, sem bréfið þitt vakti hjá mér, Etienne! Ert það þú, sem stingur upp á þvi að ég yfir- gefi Sylvíu litlu ? Gerirðu þér þá enga grein fyrir því hvað það er að ganga með barn í níu mánuði og fæða það í þennan heim? Ég treysti þér og hélt að þú værir unnusti minn. Við ætluðum að gifta okkur og eiga saman rólega og yndis- lega æfi, þar sem ekkert væri eðli- legra en að lítil vagga skipaði sitt rúm. En þá gerirðu þetta glappa- skot, sem gerði þig að . . . (ég þori ekki einu sinni að skrifa orðið) og sem breytti öllum okkar áformum. Og viltu nú að litla dóttir mín taki afleiðingunum og verði svipt móður sinni ? Nei, vertu alveg rólegur, ég treysti ekki lengur á þig. Þú þarft auðvitað á vasapeningunum þínum að halda . . . Vesalings pilturinn, hvað ég vorkenni þér! Ég hélt að þú værir heiðarlegur og hugrakkur og það ertu sjálfsagt. Mér hefur ekki getað skjátlast í því. Nei, hvorki þessi augnabliks veikleiki þinn né bréfið, sem ekki sæmir þér . . . Jæja, þrátt fyrir allt verð ég þó að unna þér sannmælis. Þú fékkst góða hugmynd í lok bréfs þíns. Eins og þú sérð er ég hjá föður þínum. Ekki til frambúðar, en það er mikil hjálp í því, og nú munar um allt. Ég gat ekki verið lengur hjá Mai'ie- Louise. Barnið grét alla nóttina, og vesalings stúlkunni kom varla blund- ur á brá. Eg ákvað því að fylgja þínu ráði. Eg hafði hræðilegan hjartslátt, þegar ég gekk upp stigann með litlu stúlkuna í fanginu og ég hikaði lengi, áöur en ég þorði að hringja bjöllunni. Hár maður í innijakka og ennþá ungur að sjá, opnaði fyrir mér. Hann varð ákaflega undrandi og spurði mig þýðlega: — Hvað er yður á höndum, frú ? Eg var svo hrærð og svo vand- ræðaleg, að ég bara fékk honum bréfið þegjandi. Faðir þinn renndi augunum yfir það og sá undirskrift- ina. Hann fölnaði en sagði ofur ró- lega og ákveðið: — Mér þykir það leitt, ungfrú, en ég get ekkert gert fyrir yður. Eg vil ekki hafa neitt saman við son minn að sælda, hvort sem hann er nær eða fjær. Hann var um það bil að loka dyr- unum, þegar ég brast í grát af þreytu ofg áhyggjum. Þá opnaði hann dyrn- ar upp á gátt og sagði kuldaiega: — Takið vel eftir því sem ég segi, ungfrú. Þér getið dvalið hér hjá mér í tvo daga, en gerið yður engar gyllivonir, ég hef yður ekki stund- irni lengur. Herbergið er líka upp- tekið. Frændi minn kemur í það á föstudaginn. Að svo búnu tók hann pokann, sem ég hafði látið frá mér, og sem hafði að geyma barnaföt og pela Sylviu litlu, og gekk þegjandi á undan mér inn eftir löngum hvítum gangi. Hann vísaði mér inn í stóra stofu, sem ég varð srax ákaflega hrifin af. Eg giét svo mikið að ég gat með naum- indum sagt: — Þakka yður fyrir. - Þér getið sofið þarna, sagði hann. Fyrir barnið þurfið þér aðeins að draga saman tvo hægindastóla. Vaskurinn er í skápnum. Eg borða klukkan hálf átta. Svo fór hann. Ég held að ég hafi óljóst heyrt Monsieur Lenoir opna dyrnar og kalla á mig í matinn, en dyrnar lok- uðust ofur hægt aftur og ég vissi ekki af mér framar. Etienne, hvað hefurðu getað gert föður þínum, úr því hann reiddist þér svona ? Jeanine. Bréf frá Jeanine Martin til frú Martin. 318 Cardinetgötu, 15. maí. Kæra mamma, Þú ert auðvitað alveg forviða að sjá að ég bý enn á sama stað. Ég ej- sjálf ennþá meira hissa en þú. Já, Framhald á bls. 13. 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.