Vikan


Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 12
Einn wnóti öllum FOBSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skil- inn og lagstur í drykkjuskap. Hann hefur ráðið sig sem löggæzlu- mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að því, að stulka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Hann reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið í skrifborði Elders læknis.------------ THURSDAY yppti öxlum og óð gegnum mannfjöldan að barnum. Þjónninn seldi honum flösku af whisky og pakka af Camel. Hann fór aftur til Angel, sem var að horfa á sjálfa sig í barspeglinum og laga á sér hárið. „Við skulum fara út um bakdyrnar. Það er líka öruggara." Hún leit snögglega upp til hans, ætlaði að segja eitthvað en hætti við það. 1 eldhúsinu, sem var fullt af reyk, virtist þeldökki matsveinninn ekki skipta sér neitt af þeim. Thursday kveikti sér í flýti í sígarettu, áður en þau héldu út í nóttina. Það var steypirigning, nóg til þess að slökkva í sigarettunni. Angel sveipaði gulri regnkápunni yfir hár sitt og þau hlupu upp hrölegan stigann bak við Bridgeway. Thursday kveikti á perunni, sem varpaði drungalegu ljósi um herbergi hans. Angel gretti sig. „Slökktu, Max. Það er eins óhugnanlegt hérna og hjá mér." Hann slökkti á perunni. Þau sátu augliti til auglits á gluggakistunni og horfðu á ijósin frá búðargiuggunum og neonljósin, sem endurköstuSust á rennblautri götunni. Thursday reif innsiglið af whiskyflöskunni með þumal- fingrinum. Angel sagði lágri röddu: „Þetta var rétt hjá þér — á barnum. Eg er orðin hundleið á þessum stað. Ég hef alltaf búið á einhverjum stað líkum Bridgeway, siðan ég hætti í skóla og ég er orðin hundleið á þvi. Aðrar stúlkur lifa góðu lífi." Thursday rétti henni flöskuni. „Vertu kát. Það er að rætast úr þessu." Hún lyfti flöskunni dreymandi, tók tvo stóra sopa og rétti honum hana aftur. Angel andvarpaði og hallaði enni sínu upp að rúðunni. „Ég er þreytt á þessu — að vera alltaf blönk. Að geta aldrei fengið sér fötin, sem maður sér í gluggunum. Þegar maður getur ekki klætt sig vel, kemst maður ekk- ert áfram. Karlmennirnir fara öðruvísi með mann." Thursday setti flöskuna að vörum sínum og heyrðist kyngja. Hann ætlaði ekki að drekka neitt, en nokkuð af logandi vökvanum komst milli vara hans og lék heitt um munn hans. Angel tók flöskuna og fékk sér annan sopa. „Þeir sýna manni enga virðingu. Menn sýna kvennmönnum hvort eð er enga virðingu. Þeir sýna föntum virðingu." Ljósln frá götunni léku um andlit hennar. „Það er tími til kominn að þú hafir heppinna með þér, ástin." Hlátur hennar var stuttur og hranalegur. „Heldurðu að þú gætir breytt þessu?" „Þú ert falleg. Þú ert gáfuð. Þú gætir farið þinna ferða." „Hvað er þá að?" „Félagar þínir. Kunningum þínum er fjandans sama hvað um þig verð- ur. Þú þarft á vernd að halda." „Nú?" Hún saup hugsandi á whiskyinu. Thursday tók flöskuna kyngdi, hallaði sér síðan áfram og setti hana á gólfið. Þegar hann rétti úr sér hélt hann enn um hán Angel. „Þú þarft á einhverjum að halda, sem er heiðvirður, Angel." „Ef til vill." „Láttu nú ekki svona ástin. Þú verður rekin úr þessum félagsskap eins og alltaf áður. Vegna þess að þú hefur línur í stað vöðva, verður farið með þig eins og dauðan hlut." „Það er eins og þú vitir allt um þetta. Enis og þú hefur líka farið illa rr.2ð einhver." Hún lokaði augunum til hálfs og brosti við. Eftir WADE MILLER „Jæja, ástin — hefur maður ekki gott af reynslunni? En ég held að þetta sé nokkuð annað." Hann kreppti hnefann um fót hennar. „Við eigum eftir að verða félagar." » Þykkar varir hennar afmynduðust. „Hversvegna heldurðu það, Max?" „Vegna þess einfaldlega að það er okkur báðum fyrir beztu." Angel hallaði sér nær Thursday. „Fyrir hvern ertu að vnina?" „Sjálfan mig hingað til." Hann fann sterkan ilminn af ódýru ilmvatni hennar. „Nú verð ég lika að hugsa um þig. En ég fæ aldrei fleiri í félag við mig. Héðan í frá verðum við tvö ein i þessu félagi." „Héðan í frá?" Hún hugsaði um þetta um stund. Thursday dró andann örar. Hann fann, að whiskyið var farið að svífa á hann. Þótt ilmvathið væri ekki af beztu tegund, minnti það hann á gamla daga. Það var eitthvað kvenlegt við það. 1 myrkrinu, í þögninni, gat konan verið Georgia. Hann minntist gömlu góðu daganna. Það fór skyndilega hrollur um Angel. ,,Hvað hef ég upp úr því?" Hún sagði þetta hratt og hvíslandi. „Helmingnin. Þú heldur kannskj að þú sért búinn að fá helminginn núna. En þar skjátlast þér." Heitur líkami hennar þrýstist að öxl hans. „Ég veit ekki nema þér skjátlist lika, Max." Hann leit framan í hana, svo að whiskyremman út úr henni lék um munn hans. „Hlustaðu nú á Angel. Ég veit aðeins þetta: Hvar heldurðu að ég hafi náð í þessa perlu?" Angel herpti saman varirnar. Síðan hvíslaði hún æst: „Hjá Elder — þú fékkst hana hjá Elder, er það ekki Max? Þú drapst hann, var það ekki?" „Þú ert ekki svo vitlaus. Og við höfðum ekkert að gera við þennan náunga inni á herberginu þínu." Angel hörfaði frá honum, en hann greip fast utan um axlir hennar. „Þú veizt hvern ég meina. Náungann, sem þú verður að hafa hérna, en þolir samt ekki að láta hann skipta sér af. Náungann, sem þú hefur alltaf verið að gefa klóral." Hún sagði hvíslandi: „Hvernig." „Og ég veit ennþá meira. Við þurfum ekki á honum að halda. Og við höfum heldur ekki neitt á Spagnolettunum að halda. Það, sem við þörfn- umst, er þú og ég og mikill ágóði." „Það er ekki nóg. Við yrðum að hverfa þegar í stað úr borginni." „San Diego er ekki eina borgin i heiminum. Og þetta er heldur ekki eina landið." Safírblá augu hennar loguðu af ákafa. „Max! Ég —" Angel gaf frá sér ókennileg hljóð. „Mig langar til þess, elskan! Mig langar til þess! Þetta er kannski heppnin, sem við höfum bæði verið að bíða eftir. En ég hef aldrei haft heppnina með mér. Max, hvernig get ég treyst þér?" „Max Thursday hvíslaði: „Ég skal sýna þér." Laugardagur, 11. febrúar, kl. 8,00 f. h. Bak vði hann var Angel að mála á sér varirnar fyrir framan sprunginn spegilinn. ,„Ég er tilbúin rétt strax, elskan," sagði hún. Inn um gluggann féll grá, daufleg dagsskíman. Regnið hafði safnazt í stóra polla á Fimmtu götu. Max Thursday virti fyrir sér umferðina niðri á götunni og óskaði þess að hann gæti fengið sér kalt steypibað og eitthvað heitt að drekka, til þess að taka remmuna úr munninum. „Flýttu þér. Ég þaf að tala við Clifford O'Brien. Hann getur orðið taugaveiklaður og horfið." Angel hló. „Clifford? Ég fyllti hann af eiturlyfjum í gær." Hún renddi greiðu gegnum rytjulegt hár sitt. „Hann myndi hvort eð er ekki hlaupast á brott. Hann treystir mér." Thursday brosti til hennar hæðnislega. „Treystir þú mér ekki, Max?" 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.