Vikan


Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 4
Naust er eitt nýjasta og allra glaesilegasta veitingahús landsins, rómað fyrir góðar veitingar og smekkleg salarkynni. Þe.ssi mynd er hér birtist af sölum Nausts, var tekin er konungshjónin sænsku snæddu þar ásamt forsetahjónum Islands er þau fyrmefndu vom hér í opinberri heimsókn. Forstjóri Nausts er Halldór Gröndal, ungur og dugmikill veitingamaður, sem lokið hefur háskólanámi í gistihúsarekstri við Cornell-háskólann i Bandarikjunum. hittust ef til vill í fyrsta sinni afar og ömmur, pabbar og mömmur þeirrar kynslóðar sem nú er vaxin úr grasi. Þar segja menn að borð hafi jafnan svignað undan ljúffeng- ustu krásum, maturinn á Hótel Island hefur ekki síðan eignast sinn líka, segja þeir sem muna tímana tvenna. Og Rosenberg var frumkvöðull á því sviði að hann lét skemmta gestum sín- um með hljóðfæraslætti á eft- irmiðdögum og lagði allt kapp á að fá hingað færustu hljóm- listarmenn. Sumir þeirra sem komu hingað til lands fyrst á vegum Rosenbergs hafa síðan unnið íslenzku tónlistarlífi mik- ið gagn og má þar nefna Carl Billich, Josef Felzmann og Fritz Weisshappel. En nú er Rosenberg kominn heim og hefur samið frið við Iaxinn í bili, hann tekur erindi okkar vel og Ijúfmannlega og kveðst reiðubúinn að segja les- endum Vikunnar lítilsháttar frá ævi sinni. Hann vísar okkur í stofu og lætur bera okkur öl, sest við gluggann og kveikir í sígarettu, brosir og segir: Flóð og fjara í Rosenberg-kjallaranum. — Ég er orðinn svo gamall, ég er hræddur um að ég sé bú- inn að gleyma flestu sem fyrir mig hefur komið. Það kemur þó í Ijós þegar Rosenberg fer að segja frá að minnið er ennþá trútt og heilt. — Ég kom hingað fyrst til lands árið 1909, segir hann, þá var ég hjálparkokkur á Lauru. Ég er upprunninn frá Thisted í Jótlandi, faðir minn var þar hafnsögumaður, Við vorum fjórir bræðurnir og fórum allir i grautinn. Nú eru tveir okk- ar enn á lífi. — Ég var 15 ára þegar ég kom hér fyrst, næst kom ég sem kokkur á björgun- arskipinu Geir og var bryti síð- ustu 2 árin. Þá fór ég hér í land. Ég fór að reka veitinga- sölu í litla salnum á Hótel Is- land í fyrstu en Nýja Bíó var þá til húsa í stóra salnum. Þá átti Jensen-Bjerg Hótel ísland. Það var erfitt um vik, því um þessar mundir geysaði spanska veikin og samkomubann var sett á oftar en einu sinni. Þarna var ég í 15 mánuði en tók þá að mér veitingasölu í kjallar- anum á Nýja Bíó og nefndi það „Rosenberg Restaurant“. Stað- urinn var kallaður Rosenberg- kjallarinn í daglegu tali. Þar var ég í 4 ár og finnst mér það á margan hátt hafa verið skemmtilegasta tímabil ævinn- ar. Salurinn tók um 120 manns Hótel Borg var byggt þjóð- hátíðarárið 1930 og hefur síð- an verið stærsta gistihús Is- lendinga og löngum það full- komnasta. I>ár hafa komið flest þau erlendu stórmenni sem tsland hafa gist. 1 sölum gistihússins hefur lengi farið fram fjölþætt skemmtanalíf. 1 liúsinu eru 39 gistiherbergi og rúm fyrir 60 manns, nú er í ráði að stækka húsið og end- urbyggja það að verulegu leyti. Jóhannes Jósefsson, glímukappinn þjóðkunni, hefur stjórnað H. B. frá upphafi af rniklum dugnaði og árvekni. cg þar höfðu aðsetur ýmsir klúbbar og félög, svo sem Nafn- lausa félagið sem Tryggvi Magnússon, Björn Ölafsson, Helgi frá Brennu og fleiri góðir menn komu á laggirn- ar. Ennfremur má nefna Nýjársklúbbinn sem gekkst fyrir svonefndum Nýjársböll- um, sem urðu afar vinsæl. En það var ekki alltaf sældarbrauð að reka þarna veitingasölu, í fyrstu lak vatn í kjallarann svo að ekki var við neitt ráðið og mátti heita að þar væri flóð og f jara. Eldhús á leiksviði. — Hver er stærsta veizla sem þér stóðuð fyrir um ævina? ■ — Það var konungskoman 1921, svarar Rosenberg hik- laust, þá gekk flest á tréfótum og lá við borð hvað eftir ann- að að allt færi út um þúfur. Þó blessaðist það allt furðan- lega. Hér í Reykjavík var mik- ill viðbúnaður hafður, þá var haldin veizla í Iðnó og byggð- ur skáli sem náði út að Tjörn. Eldhúsinu var fyrir komið á leiksviðinu í Iðnó. Einnig var haldið fjölmennt samsæti á Þingvöllum í gömlu Valhöll sem ég starfrækti um þær mundir. Þar lá við slysi því móttökunefndin sveik mig um kol á síðustu stundu og útlit fyrir að konungurinn og fylgd- arlið hans yrðu að borða kjöt- ið hrátt. Mér tókst þó að fá nokkra kolapoka á elleftu stundu og fór veizlan vel fram. Anhar maður átti að sjá um veitingar við Gullfoss og Geysi en rétt áður en ég ætlaði að halda heimleiðis frá Þingvöll- um bað Jón Sveinbjörnsson konungsritari mig að sjá um veitingar allt ferðalagið á enda og varð það úr. Ekki tók þá betra við. Við Geysi átti að borða kvöldverð kl. 7. Á miðri leið þangað reið ég fram á karlinn sem átti að flytja vistir og útbúnað og var klukkan þá fjögur. Pottar og pönnur voru rifnar úr farangrinum og þeyst Islendinga vantar stórt nýtízku Naust tók upp þann sið á bolludag að láta bera fram logandi vínbollu handa gestum. 1 því tilefni var þessi teikning gerð af Halldóri Gröndal og var ætlunin að birta hana í dagblöðunum. En myndin var bönnuð! GóðtemplarareglÆn skarst í Ieikinn og fékk því til leiðar komið að myndin var aldrei birt. En hér fá lesendur Vikunnar að sjá hana og geta dæmt sjálfir um það hvort bannið var réttlætanlegt. Islendinga vantar mannsæmandi gistihús, sagði Halldór Gröndal, for- stjóri Nausts um daginn þegar við drukkum með honum morgunkaffj. Pyrr geta þeir ekki búist við að er- lendir ferðamenn og gesti fýsi til Islands. Það er löng og erfið ferð til Islands og ekki hægt að ætlast til þess að menn leggi á sig erfitt ferða- lag ef ekki er tryggt að vel sé tekið á móti þeim. Við sitjum í hinum vistlega og smekklega veitingasal Nausts að morgni dags, þögn ríkir i sölunum og þjónarnir ganga um hljóðlega, búa sig undir erilsaman dag. Það verður ys og þys hér er á líður daginn, þótt enn sé ró og kyrrð lík- ust helgiþögn í kirkju. Sá sem kom- ið hefur í Naustið á áliðnu kvöldi þegar dansinn dunar, hlátrarsköll kveða við og glasaglamur og kliður fylla salinn, mundu varla kannast við staðinn. Aðeins einn árrisull gestur er að fá sér morgunkaffi út í horni og fer að öllu hljóðlega og varlega eins og hann sé smeykur um að rjúfa kyrrðina. En það er þess meira næði að ræða um gistihúsmál Islendinga og á því sviði er Halldór Gröndal manna fróðastur, hefur dvalið í Bandaríkjunum við nám í þeim efnum og rekið eitt prýðilegasta veitingahús landsins við sívaxandi orðstír. — Gistihúsmál okkar eru á al- 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.