Vikan


Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 7
Nan fann vinsemd þeirra og hlýju streyma til sín þegar hún gekk inn í stofuna. Sir Reginald tók Drew tali. Símon rýmdi til við hlið sér og Nan settist hjá honum. Hann óskaði af öllu hjarta að hann hefði ekki séð ótætis blaðagreinina. Hann óskaði að þetta leyndarmál, sem Nan augsýríilega kærði sig ekki um að aðrir vissu um, hefði ekki upplýsts. Hann virti það að fólk vildi eiga sitt einkalíf. Meðan hann horfði á hana skutu orð dómarans upp kollinum í huga hans. Hvað var það sem Pollý hafði sagt? Að blíðan og elskulegheitin hefðu aldrei haft nein áhrif á hana. En þau höfðu haft áhrif á hann. Hafði það raunverulega verið m-ynd af henni, sem hann hafði séð. Það hlaut að vera. En hamingjan vissi að hún leit ekki út fyrir að vera sú tegund stúlkna sem sviku menn svo að þeir gripu til slíkra úrræða sem sjálfsmorðs. Hann gat ekki ímyndað sér, hvað hafði raunverulega gerzt. Hún missti vasaklútinn og hann tók hann upp, í einu horninu var saumaður stafur. — A, sagði hann. Hvers vegna A, fyrst þú heitir Nan? — Annetta er mitt fulla nafn. — Það er fallegt. — Ekki finnst mér það. Hafði John Cornell kallað hana Annette? Var það þess vegna sem henni fannst það ekki fallegt? Af því að það minnti hana á liðna tíð? — Ég held nú samt að ég kalli þig Annette. — Ó, nei. Nan heyrði óttann í rödd sjálfrar sín og óskaði að hún hefði getað bitið úr sér tunguna. Hún sá að Símon leit undrandi á hana. Eitt hræðilegt and- artak hélt hún að Pollý hefði sagt honum það sem gerzt hafði. Hún hafði auðvitað skilið undan sinn þátt í sorgarleiknum. En nei, hún gat ekki hafa sagt honum það, nema það kæmi í ljós að þær höfðu einu sinni verið góðar vinkonur. Pollý myndi sjálfsagt ekki segja að hún og Nan væru aldar upp saman. Það myndi alveg eyðileggja allt sem hún var áður búin að segja. Pollý kom inn í stofuna. Hún brosti glaðlega til þeirra allra. Og sneri svo allri athygli sinni að Drew. Þa,u sátu hlið við hlið á dívan og Drew furðaði sig á að hve lítil áhrif þessi fallega stúlka hafði á hann. Hann leit til Nan, sem talaði við Símon og skyndilega laust hugmynd niður hjá hon- um. Nan hafði viðurkennt, að annar hefði tekið sæti Johns Cornell, maður sem hún ætlaði þó ekki að giftast. Hafði hún átt við Símon? Það var undarlegt hvað hann var viss um það. — Ætlið þér að vera hér lengi? spurði Pollý? — Það er undir ýmsu komið. Ég er að skrifa bók, sem mig langar að ljúka við. —• Og þér eruð módel? Ég er viss um að við höfum sézt áður. — Höfum við það? Hún horfði á hann hálfluktum augum. Það er ekk- ert sérstakt hrós fyrir mig að þér skulið ekki vera viss. — Ég held það sé langt um liðið, tvö þrjú ár. •— Ég held að yður skjátlist. Ef ég hefði hitt yður fyrr mundi ég muna það. Drew og Pollý horfðust í auga. Harin gat lesið ýmislegt úr augum hennar - - hann þyrfti ekki annað en bjóða henni i' gönguferð þá . . . Hvei’s konar stúlka var hún eiginlega. Hann langaði til að komast að því. Hann hafði alltaf haft áhuga á fólki. — Ætlið þér að vera hér lengi? spurði hann. — Nei, ég fer til London í næstu viku. En ég býst við að koma hingað um hverja helgi með Símoni. Vitið þér að við ætlum að gifta okkur? — Já, ég vissi það. Hann er heppinn. — Finnst yður það virkilega ? Drew fannst það ekki Hann hafði bara sagt það til að segja eitthvað. Hann sá að hún hafði ekkert á móti smádaðri, ef ekki vildi betur. — Eruð þér giftur? spui'ði hún. — Nei. — Trúlofaður? — Ekki heldur. — Hvers vegna hitti ég yður ekki áður en Símon varð á vegi mínum, sagði hún glaðlega. Hann leit hvast á hana. — Þér eruð gædd sérstökum hæfileikum, er það ekki? —■ Þegar um karlmenn er að ræða? En vinur minn, þvi skyldi ég ekki vera það ? Ég elska karlmenn. Ég hef ekki tíma til að hugsa um kynsystur mínar. Eg er það sem maður kallar. „Kona manns." — Veit unnusti yðar það ? — Ég efast um það. Simon er indæll, en . . . hún fnæsti. 1 trúnaði sagt kalla ég hann einfalda Símon." Hann hristi höfuðið. — Hann er sýnilega alltof góður handa yðui'. — Það er öruggt. En hann er hamingjusamur. Hann tilbiður mig. — Tilbiðjið þér hann? — Nei, ég er ekki sú manngerð sem tilbiður einn né neinn. — En yður sjálfa? Hún leit á hann öskureið. — Þetta var ekki sérlega fallega sagt. Jenný kom til þeirra til að bjóða góða nótt. Drew sagðist þurfa að fara. — Verðið þér að fara strax, sagði Pollý lágt. Ég vildi óska að þér gætuð verið lengur. Hún brosti töfrandi til hans. Kannski get ég laumast til yðar eitthvert kvöldið - ef þér viljið. Þér mynduð ekki sjá eftir því. Ég gæti gert yður mjög sælan . . . Og það er líka margt sem mig langar að tala við yður um. Framhald á bls. 18. Islendingar! Mælið ykkur mót í SJALFSTÆÐISHUSINU Drekkiö síðdegiskaffið í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU Skemmtið ykkur í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU Sjálfstæðishúsið í Reykjavík VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 17100 SlMI 17100 Við leitumst ávallt við að gera gestum okkar allt til hæfis, sem unnt er. Vinsamlegast, reynið viðskiptin. HÚTEL BORGARNES H.F. VIKAN *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.