Vikan


Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 6
SKUGGAR FORTÍÐARIIMNAR EFTIR RENEE SHANN Forsaga: NAN SMITH er einkarltarí Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall. Hún er hamingjusöm þar, en minnlngar fortíðar- innar varpa skugga á gleði hennar. Hún elskar á laun soninn Sl- MON. Aðrir á Highland Hall eru Lady Wadebridge, dæturnar PA- MELA og STELLA. Ennfremur litil dóttir Stellu, Jenný. Stella vill skilja við mann sinn. Símon skrifar foreldrum sínum og til- kynnir komu sína og unnustu sinnar til Highland Hail. —- Méi' fellur vel við þau öll. Ég var heppin að fá vinnu hjá þessu yndislega fólki. — Ég segi aftur á móti að þau hafi verið heppin að fá slíkan ritara eins og þig. Ég talaði við Lady Wadebreidge meðan ég beið eftir þér. Þú hefðir átt að heyra allt lofið, sem hún bar á þig. Þú gætir áreiðanlega fengið launin þín tvöfölduð ef þú kærðir þig um. — Ég hef ekki hugsað mér að gera það. Ég hef eiginlega allt of hátt kaup. Drew hló. — Það er tilbreyting að tala við manneskju, sem er ánægð með starf sitt og launin. — Það er mikilvægt, finnst þér það ekki? — Að sjálfsögðu. En það er líka mikilvægt að vera hamingjusamur. Bæði í starfi og einkalífi. Hún svaraði ekki. Hún reyndi að sannfæra sig um að einkalíf hennar væri ekki mikilvægt. Eftir dauða Johns hafði henni ekki fundizt hún eiga neitt einkalíf. Hún var eins og vél. Gerði allt ósjálfrátt og utan við sig. Hún var vél, sem borðaði, svaf, vann og lifði hvern dag án þess þó að veita nokkra athygli hinu ólgandi lífi í kringum hana. Og einn góðan veðurdag uppgötvaði hún að hún lifði aftur. Símon hafði gert kraftaverk, þótt hann vissi það ekki. * — Ert þú hamingjusamur ? spurði hún. Að nokkru leyti. — Þér þykir vænt um starf þitt, er það ekki ? Þú hefur verið mjög heppin. Hún hugsaði til Johns. Hann hafði einnig haft heppnina með sér. Hún óskaði skyndilega að Drew hefði ekki komið til boðsins. Hún gat ekki annað en hugsað til baka. Bara þegar hún sá hann rifjaðist atburðurinn fyrir þremur árum upp fyrir henni. Hún var aftur i íbúð sinni og blaða- mennirnir kringum hana eins og býflugur og ljósmyndarar alls staðar ef hún vogaði sér út. Vegna þessarar stúlku hafði John Cornell skotið sig. Þetta var unga, hjartalausa stúlkan, sem hafði svikið hann. Engum hafði dottið í hug að bréfið sem John skildi eftir væri til annarar en hennar. Þau þögðu um stund. » — Segðu mér um sjálfa þig, sagði Drew síðan. Hún sneri sér að honum. — Kannski þú segir mér frekar eitthvað af þér. Ég er lokuð bók. Þú lofaðir að ég mætti vera það. — Gott og vel. Fyrir þremur árum hitti ég stúlku. Ég skal vera ná- kvæmur og segja að ég hitti hana aðeins tvisvar. En Dante sá Beatrice aðeins einu sinni. Hann hikaði lítið eitt. Eins og þú veizt sjálf á ég við þig, Nan. Síðan þá hef ég ekkert gert annað en bíða eftír að sjá þig aftur. :— Mig furðar satt að segja á að heyra það. Eftir því sem blöðin sögðu átti ég það sízt skilið. — Ég trúði aldrei orði af því, sem skrifað var um þig. — Við skulum ekki tala um það, sagði hún. -— Ég veit ég lofaði því og ég skal ekki svíkja það. En þér hefur liðið iila, Nan ? — Já, en það er að lagast. — Enginn komið í stað John Cornell ? Hann sagði nafnið af ásettu ráði. Það kom við auman blett, en hún hafði haldið það yrði sárara. Sennilega vegna þess að annar hafði nú tekið sæti hans. — Var illa gert af mér að spyrja? — Það er dálitið nærgöngult, þegar maður athugar að við erum hvort öðru nær alveg ókunnug. Þú ert ekki ókunnug í mínum augum, vina mín. Það er satt að segja merkilegt hvernig ég hugsa um þig. Þegar ég sá þig á sýningunni um dag- inn fannst mér eins og ég hefði séð þig bara klukkutíma áður. Veiztu hvað það þýðir? — Það er árangur af miklu hugmyndaflugi. — Ó, nei, ég varð hrifinn af þér í fyrsta skipti sem ég sá þig. Hún roðnaði. Hún óskaði að hún gæti sagt að hún tryði honum ekki. Að hann væri kolvitlaus. Að enginn gæti orðið ástfanginn á einum degi. En hún vissi að það var ekki rétt. Því að einmtti svona hafði hún orðið hirfin af John. — Slikt gerist ekki nema einu sinni, sagði hann. — Ég er ekki viss um það. Hann leit skefldur á hana. Þá er það sem sagt annar? — Ég sagði það ekki. — Nei, en það lá í orðunum. Hver er hann? Ætlið þið að giftast? Hún svaraði ekki fyrri spurningunni en svaraði þeirra seinni. — Nei, ég ætla ekki að giftast honum. — Þú átt við að hann sé þegar kvæntur? Augu Nans skutu gneistum. — Heyrðu mig nú, þetta kalla ég ekki mannasiði. Hann hló. — Fyrirgefðu. Ég vildi bara vita það. Og hvernig átti ég að fá að vita það á annan hátt? Hann tók um arm hennar og færði hana nær sér. Jæja, það er léttir fyrir mig að heyra að þú ætlar ekki að giftast honum. Ef þú hefðir ætlað það hefði ég reynt að ryðja honum úr vegi. Eru nokkrir möguleikar á að ég geti fengið þig til að hætta að hugsa um hann? — Ekki held ég það. — Bíddu þangað til ég hefst handa. — Ég held þú ættir ekki að gera það. Hvers vegna getum við ekki verið vinir. — Það getum við hæglega. Vinir og elskendur. Hún brosti. — Ég verð að segja að þú gengur hreint til verks. Ef þú ert svona við allar stúlkur sem þú hefur baia hitt tvisvar er merkilegt að þú skulir ekki vera marggiftur. Hann tók um axlir henni og hristi hana. —Taktu þetta aftur og biddu afsökunar. — Því það ? — Af því að þetta er kvikindislegt og ekki líkt þér. Þú veizt að mér er alvara. Þú vissir það líka fyrir þremur árum. Þess vegna fórstu burtu. Ó, ég skildi þig vel. Þú varst svo sár og eyðilögð að þú trúðir ekki að þú gætir nokkru sinni orðið ástfangin aftur. En innst inni hlýturðu að hafa vitað að þú ættir það samt eftir. Hún sneri sér frá honum og gekk áfram. Hún hafði vitað það. Og hún hafði vitað að hann var alvarlega ástfanginn af henni. Þá hafði hún fengið sting í hjartað, þegar einhver nefndi orðið ,,ást“. Það hafði breytzt. En samt. .. — Viltu endilega tala um þetta, spurði hún. — Auðvitað ekki, sagði hann og brosti. Við biðum með það. Ég vildi bara að þú vissir hvar þú hefur mig. Kemurðu út með mér annað kvöld? — Ég get það ekki á morgun. Jenný fer í skólann og ég lofaði að koma með Móðurinni finnst hún þurfa einhvern annan með. Mömmu Jennýar? — Já, Stella. Þú hittir hana á sýningunni. — - Ég man það núna. Annars líkaði mér betur við þá yngri. Þau sátu öll í stofunni, þegar Nan og Drew komu aftur, nema Pollý. c VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.