Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 12
Þegar ég giftist Allan ætluðu vin-
konur minar að springa af öfund.
Bændur eru nefnilega í tízku þessa
stundina — allt frá forrríkum óðals-
bændum til rómantískra vinnumanna
með strá í hárinu og tvær tómar
hendur. Allan er einhvers staðar þar
á milli. Ég veit ekki almennilega,
hvað hann á stóra jörð, en íbúðar-
húsið í Söholm er rúmgott og úti-
húsin einnig mjög stór — gg þar
er aragrúi af grísum. Það borgar
sig betur að eiga svin en kýr, heyrði
ég Alian segja mömmu og pabba,
þegar þau voru að spyrja hann spjör-
unum úr um aðstæður hans og efni.
Ég hef ekki minnsta áhuga á slíku.
Áhugi minn beinist að Allan sjálfum
og þannig hefur það verið, síðan ég
hitti han nfyrst. Það var i afmælis
veislu hjá vinstúlku minni.
Mamma var ekki sérlega hrifin.
Rödd Allans var svo áköf, að ég fann
afbrýðissemina hellast yfir mig. Og
ég var ákveðin í að ég ætlaði ekki
að hlaupa eftir prímadonnuduttlung-
um eldastúlkunnar þegar við kæmum
heim til Söholm.
Þegar Alla lagði frá sér símann
kom ég fram úr baðherberginu. Hann
stóð þarna brosandi og hreykinn.
,,Hún er merkilegur persónuleiki, hún
Anna, sagði hann. Full af kímni,
sjálfstæði og töfrum . . .
— Takk, þetta er nóg, greip ég
fram í. Leyfist mér að spyrja hver
þessi undursamlega stúlka er?
Hann leit á mig, ruglaður á svip.
— Ætlarðu að segja að ég hafi
aldrei sagt þér frá Örinu ? spurði
hann og í svip hans var ósvikin
undrun.
— Já, þú hefur sýnilega gleymt því,
sagði ég kuldalega. Eða þig hefut'
DROTTNINGU STEYPT
AF STÚLI
„Svín,“ sagði hún og gretti sig. „Og
þú — rómantísk tuttugu ára stelpa.“
Ég hafði eiginlega átt að reiðast,
en ég var alltof ástfangin og ham-
ii.gjusöm til þess. Mamma reyndi
heldur ekki að koma í veg fyrir að
ég giftist Allan. Þvert á móti —
hún vandaði mjög allan undirbúning
brúðkaupsins. Og pabbi gaf okkur
fimm þúsund krónur til að við gæt-
um farið í brúðkaupsferð.
„Rivieran er undursamleg,“ sagði
hann dreymandi. „Blátt Miðjarðar-
hafið — spilavítið — há tré . . .“
En Allan kærið sig ekki um að
fara á Rivieruna. Hann vildi ferð-
ast um Danmörku og kynna sér
SvíiiSJwkt ög auðvitað lét ég hann
ráða.
Brúðkaupsferðin var í alla staði
ánægjuleg. Okkur leið dásamlega.
Auðvitað fannst mér stundum dálítið
leiðinlegt að sitja heilu klukkutím-
ana ein í bílnum, meðan Allan „rétt
skauzt" inn til að skoða grísi. En ég
vandist því og það var allt i lagi.
Nei, fyrsta skýið á sæluhimni okk-
ar kom í Kaupmannahöfn. Við vorum
nýkomin upp í hótelherbergið, og ég
var að klæða mig, því að við ætluð-
um í leikhúsið um kvöldið. Allan
hringdi heim til Söholm til að vita
hvemig gengi. Ég heyrði til hans inn
í baðherbergið.
— og hvernig liður Önnu, spurði
hann ákafur. Hvað segið þér, Niel-
sen? Gerði hún það virkilega?
Ég lagði við hlustirnar. Hver í
ósköpunum var Anna ? Allan hafði
aldrei minnzt á hana. En kannski var
hún eldastúlka eða kaupakona.
Allan kom sér makindalega fyrir á
skrifborðinu og ég heyrði hann segja:
— þér verðið að reyna að ginna hana,
Nielsen. Hún fær stundum príma-
donnuduttlunga, en hún lætur venju-
lega undan að lokum.
Það fór að síga í mig. Naumast
voru það lætin, sem hann gerði út
af þessari Önnu! Hamingjan mátti
vita, hvers kona stúlka hún var!
kannski rennt grun í að ég yrði ekki
ýkja hrifin af að búa undir sama
þaki og — vinkona þín.
Mér fannst sjálfri ég komast vel að
oi'ði, þvi að ég vildi ekki fyrir nokk-
urn mun æsa mig í augsýn Allans.
Mér til stói'kostlegrar furðu fór
Allan að skellihlæja, kastaði sér á
hjónarúmið og veltist þar um af
hlátri.
— Það áttu alls ekki að gera,
stundi hann milli hláturshviðanna.
Loks hafði hann jafnað sig, stóð upp
og þurrkaði sér um augun. Elsku
litli kjáninn minn, þú átt nú ekki að
búa undir sama þaki og Anna! Húri
er nefnilega grís! En lang fallegasti
og merkilegasti grísinn minn.
— Grís, sagði ég og gapti af undr-
un. Ég vissi ekki að grísir hétu
mannsnöfnum.
Allan varð hátíðlegur á svip.
— Anna er ekki neinn venjulegur
grís, sagði hann. Hún er drottning-
in í hópnum. Komdu til mín, elskan.
Hann breiddi út faðminn og ég
fékk nú að heyra langar sögur um
drottninguna, gáfur hennar og guð
veit hvað.
Svo komum við heim til Söholm —
fallega gamla bæjarins. Við áttum
hann og við vorum nýgift og allt
heðfi átt að vera dásamlegt. En það
var það bara ekki. Fljótlega byrjaði
striðið.
1 fyrsta lagi hafði ég ekki gert
mér grein fyrir að bóndi eyðir eins
litlum tíma innanhúss og mögulegt
er. Ég hafði ímyndað að hann riði
um landareignina á glæsilegum gæð-
ingi og segði vinnufólkinu fyrir verk-
um. Og þegar því væri lokið myndi
J AZZ
„Þrír stórir“ fyrir þrjátíu árum
COUNT BASIE
— enn í fullu fjöri
Jazzinn er farinn að eiga sér þó
nokkra sögu. Lítum ofurlítið aftur
í tímann, til ársins 1930. Þá þegar
var farið að myndast það form,
sem með stærri hljómsveitum hef-
ur að nokkru leyti haldizt til þessa
dags hvað jazzleik snertir.
Þrjú nöfn bar hæzt um þær
mundir: Duke Ellington, Count
Basie og Jimmie Luneheford. Þeir
stjórnuðu hver sinni negrahljóm-
sveitinni, höfðu að vísu hver sín
sérkenni, en voru þó um margt
áþekkir.
Enn er nafn Duke Ellingtons á
hvers manns vörum í jazzheimin-
um. Hann hefur haldið óslitið
áfram á sömu braut og hann
mai'kaði sér fyrir þrjátíu árum eða
meira. Negrahljómsveit hans er
starfandi enn af sama kappi og
fyrr, og ekkert lát virðist á tón-
smíðum frá honum. Nýlega var
gefin út plata með nýju verki
eftir hann. Þar semur hann tón-
list og notar sem undirstöðu til
hugmyndanna ýmsar setningar úr
verkum Shakespeares. Sjálfur
segir Duke um verkið: „Tilraun
til að framkalla i tónum smækk-
aða mynd af ýmsum athuga-
semdum persónanna i verkum
Shakespeare — stundum I gam-
ansömum tón.“ Ekki eru allir á
einu máli um ágæti verks þessa
í heild, en Duke er sem sagt í
fullu fjöri enn.
Count Basie hefur heldur ekki
slegið slöku við. Þeir, sem til
þekkja, segja hann hafa verið með
sina beztu hljómsveit nú síðustu
árin, og er þá talsvert sagt, því
að jazzfólk ræðir tæplega svo um
stórar hljómsveitir, að nafn Bas-
ies beri ekki á góma.
Þá er pað Jimmie Lunceford.
Hann hefur vericí þeirra þremenn-
inga minnst þekktur hér á landi,
en skipar þó enn veglegan sess i
sögu jazzins, þótt hann sé látinn
fyrir næstum tíu árum. Lunce-
ford fæddist í Missisippi 1902,
gekk í menntaskóla ofc síðar á
háskóla. 1927 setti hann saman
fystu hljómsveit sína, en það varð
þó ekki fyrr en 1934, að hún fór
að vekja verðskuldaða athygli.
Hljómsveitin tók að leika á plöt-
ur, sem enn seljasj, drjúgt i hljóð-
færaverzlunum, og var á sífelldri
uppleið, þar til hún var leyst upp
á stríðsái'unum. Eftir stríðið setti
Lunceford saman hljómsveit á
ný, og hafði honum tekizt að vinna
hana vel upp, er hann lézt, 1947.
Það er hætt við, að margt yngra
JIMMIE LUNCEFORD
— vert að minnast lians
fólkið hafi ekki heyrt Jimmie
Luncefords getið, að nafn hans
hafi fallið i skugga fyrir módern-
istunum, sem fremstir eru í flokki
þessa dagana. En þeim, sem vildu
kynnast hljómsveitinni, sem fyrir
þrjátíu árum var ein hinna
„þriggja stóru" í jazzinum, skal
bent á albúmin FOR DANCERS
ONLY og LUNCEFORD SPE-
CIAL, sem vafalaust eru fáanleg
í hljóðfæraverzlunum hér.
g■
um við i útreiðartúr um nágrennið
og kynntumst skemmtilegu fólki.
En hvernig varð þetta svo? Klukk-
an fimm á hverjum morgni hringdi
Bráðsmellin saga eftir Majken Gullborg
hann koma til mín og skemmta mér eldgömul vekjaraklukka og Allan
það sem eftir væri dagsins. flaug fram úr rúminu, hress og á-
Við myndum í sameiningu ræða um nægður og fullur löngunar til að
endurbætur á húsinu og saman fær- hefjast handa.
— 1 dag er mikið að gera, átti
hann til að hrópa til mín, þegar hann
stóð undir sturtunni í baðherberginu.
Það á að marka grísi.
Það var stundum dálítið hress-
andi að heyra svona nokkuð, þegar
ég hafði búizt við fögrum orðum um
að ég væri eins og nýútsprungin rós.
En ég bar vonbrigði mín i hljóði.
Einhvern veginn verð ég að fá hann
til að skilja að hann var giftur núna.
GIFTUR.
Framhald á bls. 18.
12
VIKAN