Vikan


Vikan - 21.08.1958, Page 14

Vikan - 21.08.1958, Page 14
Litið inn hjá Hann var klæddur brúnum veiði- buxum, bláum skóm og hárauðri skyrtu, vinnufötum — sýnilega vegna þess að hann hafði verið að koma niður úr „turninum" svokall- aða. Þar vinnur hann að ritverkum sínum, stendur við arinhyllu og skrif- •ar frásagnir sínar og lýsingar með penna en vélritar öll samtöl í sögun- um til þess að fá í þau aukinn hraða og meira líf. „Fólk gerir sér ekki ljóst að ég er atvinnurithöfundur — að ég skrifa til að hafa í mig og á. Allir sem koma til Kúbu vita að ég á heima hér svo þeir líta inn til að rabba við mig, — ef ég setti þeim ekki stólinn fyrir dyrnar". Hvemig gengi með bókina? „Það veltur allt á því hvort ég get einbeitt mér að verkinu •—- þessvegna verti ég ekki viðtöl", svaraði hann, „náungi nokkur kom hingað til Kúbu og var sí og æ að heimsækja mig til að fá hjálp við sögu sem hann var að skrifa. Þegar ég las það yfir sem ég hafði skrifað gat ég séð upp á hár hvað ég hafði skrifað meðan hann stóð hér við. Ég gat ekki ein- beitt mér meðan hann var hér að trufla mig". Hemingway þagnaði við og dreypti ft kaffinu. ..Riíhöfundar verða að halda sínu sagði hann, ,,ef þeir missa þráðinn, má hamingjan vita hvenær þeir geta tekið hann upp á ný“. „Mér er heldur í nöp við ljósmynd- ara", hélt Hemingway áfram, „þeir koma hér með þrjár fjórar vélar ■dinglandi á maganum og gera mér heflmikinn skurk. Og mér gengur illa að svara spumingum blaðamanna. Þeir setja mig oft út af laginu. Það sem ég hef að segja, það geta menn fundið í bókum mínum. Ég er eng- ínn heimspekingur. Ég get ekki gert grein fyrir máli mínu með því að tala". Ýmsnm mun finnast furðulegt að Hiemíngway er í rauninni feiminn og hlédrægur og vill ekki sýnast. Að vísu hefur hann tekið þátt i blóðug- um styrjöldum ng það sanna ör hans og heiðursmerki. Og hann hefur eiimig verið rekinn í gegn af nauti, eltur af fílum og átt í erjum við risafiska. Hann hafði farið um alla veröld í leit að ævintýmm. Þó notar hann aldrei orðið ,,ég“ með þyngri áherzlu en önnur orð og hann brosir aldrei nema að mistök- um sínum. Hversvegna býr Hemingway á Kúbu ? Menn furða sig oft á þvi. Hann hefur þessu til að svara: „Mér hefur gengið vel að skrifa á Kúbu. 1 fyrstunni vandist ég á að koma hingað þegar ekki var mikið um fólk hér, þá reis ég úr rekkju í dögun, fór út að veiða eftir að hafa unnið við skriftir". „Ég flutti frá Key West þegar „Klukkan kallar" kom út. Þá keypti ég þennan stað. Ég vakna við sólar- upprás og tek til við að skrifa, þá sit ég í sólbaði og fæ mér staup meðan ég lít í blöðin. Ég glataði fimm árum úr ævistarfi mínu í Hemingway Framhald af bls. 6. heimsstyrjöldinni og ég er að reyna að vinna það upp. Ég hef aldrei get- að skrifað í New York". Ég spurði Hemingway hvort hann hefði mikið breyzt frá því hann vann við blaðið „Star Weekly" snemma á þriðja tug aldarinnar. „Ég hef breyzt, — við breytumst öll. Það verður ekki við neitt ráðið. Ef ég hefði þá vitað það sem ég veit nú, þá hefði ég skrifað bækur mínar undir dulnefni. Ég vil ekki vera fræg- ur. Ég vil ekki að gert sé veður út af mér. Ég á þá eina ósk að vinna, veiða, og fiska í friði." „Frægðin gerir mig bitran. Spurn- ingar eru plága. Ég hef fengið heim- sókn af blaðamönnum sem höfðu langa lista af spurningum um lífs- viðhorf mitt .... svoleiðis vitleysu. Það væri dagsverk að svara því“. „1 hverju er breytingin einkum fólgin?" „Ég var vanur að deila og kapp- ræða reiðinnar býsn. Ég hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum hlutum", svaraði hann, „nú hef ég lært að þegja og láta aðra um að tala. Ég hlusta á hvað menn segja . .. nema ég viti þeir séu að ljúga. Þá segi ég eitthvað til að vera viss. Ég hef komist að raun um að það er fánýtt að tala ... a. m. k. fyrir mig. Maður á ekki að gera sig að fífli með því að blaðra um málefni sem maður hefur ekkert vit á“. Hann svelgdi í sig kaffið og tæmdi bollann í einum teyg, hristi sig síð- an frá hvirfli til ilja. Ég skildi bend- inguna. Viðtalið sem var ekkert við- tal var búið. „Ég bið að heilsa öllum sem þekkja mig í Toronto", sagði hann, „Ég hef alls ekki verið ókurteis, finnst yður það?" spurði hann, „þér hljótið að skilja hvernig ástatt er. Reynið að setja yður í mín spor". „Hemingway, mér þykir leitt að hafa ekki fengið viðtal", sagði ég, „en ég hefði gaman af að leggja fyr- ir yður eina spurningu: Hvernig njóta menn lífsins bezt?" „Menn eiga ekki að elta uppi æv- intýrin", sagði hann eftir stundar- kom, „menn eiga að bíða eftir þeim". 916. KROSSGATA VIKUNNAR. ✓ <? 4 3 6 7 é 9 /o // is /3 * 1 r ■ w 77~ _ J M/ð /9 so tas/ ps _ rr m24 2~ 26 Pð 29 jol r ji Y 1 .34 ■ 36 3: PT ~w -(SJ jpr 46 1 ■" ■ »49 ' SO r _ SB |||| 1 1 WL 64 BjBBB WB»66 66 63 - J WL69 60 6/ I t r n : ŒBB ** Lárétt shýring: 1 margt um manninn — 3 örsmá — 13 missir — 15 vera urmull af — 16 járnsambandi — 17 farist í vatni — 18 það sem fer næst á undan — 20 upphrópun — 21 danskur náttúrulæknir — 24 óhreinka — 27 græðgina — 29 dundinu — 31 hjálparsögn — 32 tala —• 33 óréttvisi — 35 barna- huggun — 36 ómegin — 38 samhljóðar —■ 39 farða — 40 sk.st. — 41 frumefnistákn — 42 ys ■— 44 kjöt af sjálfdauðu fé — 47 greinir •— 48 bókstafur •—• 49 nautnalyfinu — 50 nýbyggi — 52 geislabaugar —• 53 missa — 55 mannsnafn — 57 styrkjast — 59 starfsmannsheiti — 61 gælunafn •— 62 sá sem drepur — 63 tímamark — 64 fiskimannstækinu — 65 fangamark. Lóðrétt skýring 1 málstofa — 2 meiðslis •— 4 færum — 5 erfðavisir — 6 eydd — 7 frumefnistákn — 8 leita ráða hjá •— 9 þjóðar menn — 10 torskilinn — 11 hreyfing — 12 ending — 14 dulur — 18 þaktir — 19 undii'lag — 22 sérhljóðar — 23 ofaníburð — 25 reiðarslag — 26 afleiðsluending — 28 spil — 30 dómur um búfjárafurðir — 34 hljóðir — 35 köldu — 37 óska — 40 af hafi komin — 43 iður — 44 leysir úr ánauð — 45 gæla — 46 lélega flíkin — 48 ekki neina — 51 greinir (fornt) — 54 fuglar — 56 ókyrrð — 57 þrír eins — 58 mannafli — 60 mannsnafn — 61 sk.st. — 62 sveitabýli. Lausn á krossgátu nr. 915. LÁRÉTT: 1 asa — 4 Messina — 10 vær — 13 leðr — 15 gutla — 16 gæfa — 17 skrif —• 19 mal — 20 lotur — 21 kisur — 23: roðar — 25 ragmennskan — 29 tf — 31 rl. — 32 Lie ■— 33 ur — 34 VI — 35 auk — 37 amt — 39 töf — 41 rot — 42 krabbi — 43 Femina — 44 kul — 45 Jói — 47 ull — 48 Sir — 49 ur — 50 fa — 51 nón — 53 la — 55 na — 56 markaðurinn — 60 langa — 61 engan —- 63 tangi — 64 aga —- 66 gatan — 68 auga — 69 sport — 71 rati — 72 Uni — 73. svitinn •— 74 not. LÖÐRÉTT: 1 Als — 2 sekk — 3 aðrir — 5 eg —-6 sum — 7 stafni — 8 ill —■ 9 na •— 10 vætan •— 11 æfur — 12 rar — 14 risar ■— 16 goðar — 18 fuglabjargi — 20 lokufelling — 22 RM — 23 rs — 24 stakkur — 26 elt — 27 net — 28 ritarar — 30 furur •— 34 Vonin — 36 kal — 38 Maó — 40 öfl — 41 ris — 46 ina —47 Unu — 50 fanga — 52 óðagot — 54 angrar — 56 mangi — 57 K.A. — 58 re — 59 Natan — 60 laun — 62 NATO — 63 tau — 64 api — 65 Ari — 67 nit — 69 sv — 70 tn. BÓKMENNTIR: Indverzk einyrkjasaga Framhald af hls. 11. sem reist er í hinu friðsæla sveitaþorpi færir íbúúnum litla blessun en flesta galla menning- arinnar, rýfur samræmi hinnar kyrrlátu en erfiðu lífsbaráttu fólksins. Hungur og hallæri geisa, flóð og vatnavextir leggja heim- ilin í rústir, þurrkar gera að engu margra ára strit og eyðileggja uppskeruna, sjúkdómar, eymd og volæði fylgir i kjölfarið, sífellt hallar undan fæti. Barnalánið er ekki mikið, tveir sonanna verða að flýja þorpið vegna óeirða sem þeir hafa stofnað til í sútunar- verksmiðjunni er þeim þótti gengið á rétt verkamannana, einkadóttirin hafði gifst efnuðum ungum mann en reyndist óbyrja og var skilað aftur til föðurhúsa, verður síðan hóra til að sjá bróð- ur sínum farborða sjúkum, þriðji sonurinn er drepinn er hann reyndi að stela sér málungi matar i hall- æri, enginn sonanna verður til þess að taka við jörðinni af föð- urnum. Enda kemur ekki til þess, einn daginn er hjónunum sagt upp jarðnæðinu og eru þau þá komin á gamals aldur, þá taka við ó- bærilegar hrakningar sem ekki verður lýst nánar hér. Hvað eftir annað vaknar sú spurning hjá les- andanum hvernig fólkið geti þolað eitt áfallið enn án þess að kikna, hvaðan þessu fólki komi sá kraft- ur að umbera þær þrautir sem verða á vegi þeirra bæði af völd- um manna og náttúrunnar. Persónum sögunnar og lífsbar- áttu þeirra er lýst svo ljóslifandi að átakanlegt er, þrátt fyrir fram- andi umhverfi og gerólíka þjóð- lífshætti hlýtur sá Islendingur að vera gerður úr steini sem ekki finnur til við lestur þessarar sögu. Enda kemur í ljós að náinn skyld- leiki er með einyrkjanum íslenzka sem í þúsund ár barðist hat- rammri baráttu fyrir lífi sinu hér á norðurslóðum og leiguliðanum indverska sem stríddi einn við örlög sín. 14 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.