Vikan - 28.08.1958, Page 5
8. KAFLI.
Vegurinn var skrautlýstur og þau heyrðu seiðandi tóna hljómsveit-
arinnar þegar þau nálguðust. Þau voru á leið á þorpsskemmtunina, sem
haldin var árlega. Stella hafði ekki viljað fara með. Hún sagðist vera orð-
in of gömul. Það varð úr að Pollý og Símon, Nan og Drew og Pamela
og Róbin fóru.
Þetta var unaðslegt kvöld; tunglskin og stjörnubjartur himinn. Nan
gekk milli Símonar og Drew. Þau voru sex ungar manneskjur, sem ætl-
uðu að fara og skemmta sér. En Nan fann að eitthvað var að. Það
voru bara Róbin og Pam sem voru eðlileg og léku við hvern sinn fingur.
Pollí og Símon voru hálfniðurdregin. Drew og hún voru heldur ekki vel
upplögð í kvöld. Hún vissi ekki hvers vegna, en hún fann að einhver kyn-
leg spenna lá í loftinu.
Allir höfðu tekið eftir að milli hennar og Pollíar ríkti ekki mikil vin-
átta. Hin héldu kannski að þær væru afbrýðissamar út í hvor aðra. Fjöl-
skylda Símonar hafði vitað, að hún og Símon höfðu verið góðir vinir,
áður en Pollí kom til sögunnar.
— Ég ætla að fara í allt, sagði Pamela glaðlega. — Þú verður að
vera fylgdarsveinn minn, Róbert.
— Ég er þinn undirgefinn þjónn.
Símon tók í hönd Pollýar. Hann hélt um hönd hennar, vinstri hönd, sem
í kvöld var hringlaus. Hann óskaði að hún hefði ekki týnt hringnum. Hon-
um fannst það vera óheillaboði. Hringurinn átti að vera henni dýrmætur
hlutur, sem hún skildi aldrei við sig.
Hann þrýsti hönd hennar. Hann fann spennuna milli þeirra og vildi
reyna að gera allt gott aftur. Hann vissi að hann hafði orðið mjög reiður
og kannski sagt margt miður fallegt. En hann hafði aðallega reiðst því
hvernig hún sagði frá þessu. Alveg eins og það væri einskis verður hlutur
sem hún hafði týnt.
— Já.
— Elskan?
— Fyrirgefðu, hvað ég var vondur.
— Vondur. Þú varst andstyggilegur. Ég gat ekki að því gert þótt ég
tindi þessum skítna hring.
— Ég hélt að þér hefði þótt vænt um hann.
— Ó auðvitað þótti mér það. En það var alveg óþarfi að sleppa sér þótt
ég týndi honum.
Þau gengu tvö og tvö. Drew hvíslaði að Nan.
— Er það sem mér sýnist að eitthvað sé að hjá þeim ástföngnu.
— Pollý týndi trúlofunarhringnum sínum. Ég held honum hafi gramizt
það.
— Stóra smargaðhi'ingnum ?
• — Já. Skrítið að týna honum, finnst þér ekki ?
— Jú, heldur undarlegt.
Nan hugleiddi, hvort hún hefði í raun og veru týnt hringinum. Hún
þekkti Pollý. Pollý hafði týnt hlutum áður.
Alls staðar úði og grúði af fólki, sem ruddist áfram masaði og hló.
Drew hélt þétt um handlegg Nan.
— Ég ætla ekki að týna þér, sagði hann og bætti við:
— Hvernig skemmturðu þér?
— Mér finnst gaman, allt svo fallegt og hátiðlegt.
— Ég hef ekki komið á svona stað, síðan ég var litill pottormur.
Símon og Pollý komu til þeirra.
Poliý horfði fyrirlitningaraugum á manngrúann.
— Hefurðu nokkurn tíma séð svona fjölda ?
Nan leit til hennar
— Já, á Hampstead Heath.
Pollý og hún höfðu farið á markað á Hampstead Heath þegar þær voru
börn. Þær höfðu búið þar skammt frá.
— Förum í rafmagnsbílana, sagði Símon.
Það fór hrollur um Pollý.
—• Æ, nei.
— Láttu ekki svona, elskan. Auðvitað förum við í biíana.
Símon tók utan um Pollý og hálfdró hana á eftir sér, þangað sem bil-
arnir stóðu, rauðir og gljáandi. Drew og Nan komu rétt á hæla þeirra.
— Húrra, sagði Drew, þegar bílarnir tóku að hreyfast, nú verður gam-
an. Hann lagði handlegginn utan um Nan. — Það er bezt ég haldi í þig.
Hún hjúfraði sig upp að honum. Venjulega gætti hún sín, að gefa honum
ekki undir fótinn. Hún var ekki ástfangin af honum og yrði það sjálfsagt
aldrei. En nú fannst henni svo eðlilegt að hann héldi utan um hana.
— Allt i lagi ?
Hún leit á hann og brosti og honum létti um hjartað, þegar hann sá
hve glaðleg hún var.
— Allt í lagi með mig.
Hraðinn jókst. Símon hélt fast utan um Pollý sem sat eins og líkneski
við hlið hans. Það var auðséð að hún hafði ekki ánægju af ferðinni. Hún
leit um öxl.
— Þetta er hræðilegt, hrópaði hún.
.— Röfl. Þetta er dýrlegt, kallaði Drew á móti.
Þau þutu niður, niður. Nan fann hjartað færast upp i háls og hún var
ekki viss um að henni þætti þetta dýrlegt. Fólk æpti og skrækti. Hún æpti
líka og þrýsti sér fastar að Drew.
Loks hægðu bílarnir á sér og námu síðan staðar. Þau reikuðu út rugluð
og utan við sig.
Frmnliald i nœsta blaði.
Húsgagnaverzlun
Benedikts
Guðmundssonar s.f.
Laufásvegi 18 A. — Sími 13692
Hefir jafnan fyrirliggjandi nýtísku
HÚSGÖGN og LJÖSATÆKI
Selur einnig HÚSGAGNAÁKLÆÐI,
LEIR- og KRISTALVÖRUR í heild-
sölu og smásölu.
VIKAN
s