Vikan


Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 04.09.1958, Blaðsíða 15
Einn gegn öllum Framhald af bls. l£. Clapp og Thursday hölluðu sér yfir gripina. Ungi maðurinn í hvíta sloppnum benti á myndirnar, alvarlegur í bragði, eins og prófessor, sem er að halda fyrirlestur. „Þessar myndir eru frá Long Beach. Þær eru allar af sömu kúlunni — kúlunni, sem grafin var undan hjarta Mace. 32 caliber. Þessar þrjár eru kúlur, sem ég skaut úr byssunni, sem þú lézt mig fá í kvöld." „Byssa Leos Spagnoletti," muldraði Clapp. Keating brosti skyndilega aftur. „Einmitt! Ég margfór yfir það — og allt kom frá byssu Leos. Hann hefur drepið lsekninn í Long Beach, það er eitt sem víst er." „Það er að segja, kúlan, sem drap Mace, kom úr byssunni það er dálítill munur." Glottið hvarf næstum af vörum Keatings. „Auðvitað." Clapp glotti til hans og segði: „Vel gert, samt. Þakka þér fyrir að koma hingað svona seint. Þú ættir að fara heim og sofa." Ungi maðurinn sagði: „Já, takk, lögregluforingi. Góða nótt." Skellur- inn í hurðinni bergmálaði eftir auðum göngum lögreglustöðvarinnar. Thursday hló. ,,Já, .takk lögregluforingi." „Keating er ágætur. Ég vildi að hann yrði alltaf svona áhugasamur." Clapp Jeit aftur á kúlurnar og síðan á myndirnar. „Þá er eitt morðið upp- lýst, býst ég við. Og um leið vitum við næstum því hverju var stolið úr Panda í kvöld." „Perlunum," muldraði Thursday og settist aftur. „Jamm. Ég held að Angel hafi sagt Spangolettunum frá því, að Elder og Mace væru í félagi með Clifford. Þegar Mace fór til Long Beach, var Leo á hælum hans. Mace náði í töskuna og síðan heyrðist bang í byssu Leos!" Thursday kinkaði kolli. „Nú hefur heyrzt „bang" í byssu einhvers annars — og einhver annar er með perlurnar. Hver?" „Þetta fer að skýrast. Spagnolettarnir náðu Clifford úti á bersvæði og losuðu sig við hann. Ljóshærða kærastan hans er á bandi Spagnolettanna. Þá er aðeins barátta milli tveggja flokka — Spagnolettarnir öðru megin og herra Saint Paul hinum megin." „Gleymdu ekki Stitch Olivera." Framhald í nœsta blaði. Verzlun Hjalta Friðgeirssonar RAUFARHÖFN. Sími 9. Seljum allar: NÝLENDUVÖRUR VEFNAÐARVÖRUR SJÖ- OG VINNUFATNAÐUR SMÁVÖRUR, ýmiskonar TÓBAKSVÖRUR SÆLGÆTI o. m. fl. Lögð er áherzla á hverskonar fyrirgreiðslu við sjómenn og aðra á síldarvertíðinni. Somið og sasinfærist um verðlag og vörugæði RAFLYSIIMG H.F. Sími 313 — Aðalgötu 14. — Siglufirði. Allskonar raflagnir í hús, skip og báta. Gerum uppdrætti að raflögnum. Dýptarmælaþjónusta. Sparisjóður Raufarhafnar og nágrennis RAUFARHÖFN Venjuleg sparisjóðsstörf Annast innheimtustörf Jóhann Jóhannesson RAFTÆKJAVERZLUN. Símar 231 og 365. — Siglufirði. Framkvæmir: VIBGERÐIR OG RAFLAGNIR í HÚS, BÁTA og SKIP. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.