Vikan


Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 7
AÐ var ekki sem verst á sumrin, hugsaði hann með sér. 1 góðu veðri var hægt að komast út undir bert loft og forðast þar með argið og þrasið í mannþrönginni. Þar voru alltaf sömu þræturnar endurteknar i sífellu, nóg til' að gera hvern mann frávita. Honum þótti einnig vænt um sól- ina sem sendi hlýja geisla sína til þeirra og yljaði þeim. En mest var um vert að hægt var að vera úti við einn eða tvo tíma dag hvern. Að vísu var ekki margt að sjá og því síður neitt sem hægt var að taka sér fyrir hendur; ekkert nema ráfa um malarborinn ferhyrninginn inn í miðj- um skóginum, ferhyrninginn sem var umgirtur margföldum gaddavír. Það var í mesta lagi hægt að stara á trén sem teygðu sig mót himni hinum megin við girðinguna. Það var á veturna sem Jardine fannst óbærilegt að vera fangi. Dimmur skógurinn allt í kring skaut honum skelk I bringu og gerði hann þunglyndan. Morgunþokan þrýsti sér þá gegnum gaddavírsflækjurnar og alla leið inn i húsin, inn í fangaklef- ana, jafnvel inn i sálir mannanna. Þetta var fjórða árið hans núna. Margt hafði breytzt. Minni hans var ekki eins trútt og áður. Stundum hafði hann áhyggjur af því að muna ekki greinilega eftir mannanöfnum eða staðarháttum... og hlutum. Hljómplata varð honum oft að liði. Þagar hann lék eitthvert hálfgleymt lag, vöknuðu minningar á brjósti hans og báru hugann aftur í liðinn tíma, hann var aftur samvistum við Maríu, hann hló og skemmti sér og elskaði, fann að honum héldu engin bönd, hann var fi'jáls .. . allt var heimilt . . . Þessum minningum skaut sjaldnar upp í huga hans en áður en voru j&fnframt sárari og hann stóð sjálf- an sig oft að því að gráta yfirbug- aður af sorg. Áður fyrr hafði hann getað hlegið að þessum minningum, en nú grét hann. Þetta skaut honum skelk í bringu. Hann hafði varla nokkru sinni grátið á ævinni. Hvernig vai' komið þeim manni sem grét beizklega þegar hann hug- leiddi liðnar hamingjustundir hvers- dagslífsins? Ef til vill var óljóst hugboð um nánd dauðans. En það var staðreynd að þessar minningar urðu slitróttari og þoku- kenndari. Nú var svo komið að hann var ekki fullviss um að hann væri á lífi í raun og veru. Hugur hans mundi hverfa heim frá landi minn- ingana þar sem María réði ríkjum og hvarfla aftur að fangelsinu sem um- lukti hann, hinum þöglu og mörkuðu andlitum samfanganna, gaddavírn- um og byssunum, fásinninu, frétta- leysinu, dapurleikanum, vonleysinu og tóminu . . . Mánuðum saman ráfaði Jardine um malai'borinn ferninginn umgirt- an á alla vegu og knúði sjálfan sig til að skipuleggja flóttann. Það var til- gangslaust að grafa göng. Hann hafði oft verið vitni að því þegar göng voru uppgötvuð og grafarnir teknir áður en þeim hafði tekist að ná und- ir girðinguna. Klæddir fangabún- ingi þar að auki . . . það var von- laust með öllu. Meðan hann ráfaði um í rigning- unni komst hann að þeirri niður- stöðu að ekki væri hægt að strjúka nema á einhvern nýjan áður óþekkt- an hátt. Hann einbeitti sér að þeirri hugsun og annað komst ekki að í huga hans. Flýja. Flýja, Jardine . . . flýja þennan stað . . . komast i burtu? Jardine, nú . . . nú . . . áður en það er um seinan. Þegar leið á sjöttu viku og komið var fram í skammdegi, ljóskeilurnar á útsýnisturnunum við girðinguna svifu um myrkrið, kom honum ráð í hug. ,,Ég verð að klifra yfir vírinn,“ hugsaði hann með sér, „klifra yfir vírinn, en til þess að það heppnist verð ég að vera ósýnilegur. Ég verð Smásaga eftir að rjúfa allt samband við hinn efn- islega heim til að gera sjálfan mig ósýnilegan.“ Yogar höfðu gert þetta, en til þess þurfti algei't vald andans yfir efn- inu. Hann varð að öðlast vald yfir sál sinni. Innan tveggja vikna frá þessari ákvörðun, var Jardine reiðubúinn að gera tilraun. Han beið þar til myrkr- ið skall á, gekk út að einu skýlanna þar sem logaði ljós og stóð þar í skjóli. Það rigndi án afláts án þess nokkurt hljóð heyrðist. Allt í kring léku ljóskeilurnar á gaddavírnum mönnunum til viðvör- unar. Jardine virti ljósin fyrir sér, hann hafði oft áður horft á þau með andúð og ógleði, fullur haturs og jafnvel fundið til æðis þegar hann horfði á þau. En þessa nótt var hann rór í huga og ljósin höfðu engin áhrif á hann. Hann var I mesta lagi ofurlítið kvíðafullur, þvi það sem hann ætlaði að talca sér fyrir hendur, var ekki síður hættulegt fyr- ir sálina en líkamann. Hann fikraði sig næi' gaddavírn- um og stóð nú í jaðri Ijóskeilunnar sem í sífellu sveiflaðist hring eftir hring. Hann sagði við sjálfan sig: Nú á þessu andartaki, mun ég, Jardine, öðlast algert vald yfir efninu, ég mun geta gert mig ósýnilegan, bjargföst trú mín mun hafa þau áhrif á líkam- ann að hann verður ekki sýnilegur berum augum. Þetta mun gerast núna . . . á þessu andartaki . . . nú Á þessu andartaki heyrði Jardine lágan hvin rétt yfir höfði sér. Hann heyrði lágróma raddir hvísla á orð- lausu máli rétt hjá honum, inn í huga hans: „Jardine er orðinn ósýni- Douglas Baker legur, Jardine er orðinn myndlaus, hann hefur enga lögun lengur, líkami hans er ekki lengur til . . . ertu hræddur við að ganga úr skugga um það, Jardine, líttu á sjálfan þig, nú hefur þú öðlast vald, láttu nú ekki happ úr hendi sleppa . . . Jardine leit seinlega niður. Hann vai'ð ekkert undrandi, þótt hann sæi hvergi votta fyrir lílcama sínum. Það var aðeins ofurlítil dæld í sandinum þar sem hann fann að fætur hans hvíldu. Hann lyfti höndunum upp í ljósið. Hann sá ekki neitt. Ekki neitt. Engii' handleggir, engar hendur, að- eins tilfinningin og tómið þar sem áður höfðu vei'ið ýmsir vefir, taugar, vöðvar, æðar og hörund. Hann gat ekki hreyft sig úr spor- um. Honum varð svo mikið um þenna skyndilega sigur. Hann var ekki í neinum vafa um að sér hefði heppn- ast, en sigurinn hafði þó verið svo al- ger að hann var nokkra stund að átta sig. Eitt andartak óskaði hann sér þess að hann væri aftur orðinn sýnilegur, aftur orðinn eins og hann á.tti að sér. Jafnskjótt og hann hafði óskað sér þess, fann hann einhver þyngsli leggjast á sig, hann varð aft- ur að venjulegri lifandi veru með mannslögun og mannsmynd. Hann fór aftur inn í klefann sinn, lagðist á fletið og skipulagði nú flóttann. Nú var hann öruggur og gat brætt með sér hvað hann gæti lagt til hliðar af hinum nauma mat- arskammti svo hann gæti haft með sér á flóttanum. Næstu daga stríddu hinir fangarn- ir honum og spurðu hvernig hann ætlaði að fara að, hvort hann ætlaði að fljúga yfir girðinguna? Þeir voru heldur kvíðafullir fyrir hans hönd og höfðu ekki mikla trú á að honurn tækist að komast undan. „Hvernig ferðu að, Jardine? Ég hef ekki séð þig grafa nein göng nýlega. Kannski þú ætlir að fara á stangarstökki yfir gii'ðinguna?“ Og einn spurði: „Kannski geturðu gert þig ósýni- legan og labbað út um hliðið?“ Þegar Jardine sneri sér að mann- inum og gnísti tönnum, urðu þeir hræddir um hann. Á fimmtudegi þeirrar viku ákvað hann að hefja flóttann næsta sunnu- dag. Nóttin var heldimm og lág ský grúfðu sig yfir skóginn, gleyptu í sig ljósin frá fangabúðunum. Jardine lagði af stað um ellefu- leytið og stefndi á dyrnar fyrir end- anum á húsasamstæðunni. Allt var kyrrt og hljótt. Hann læddist með- fram timburveggnum unz hann var kominn að ljósinu frá skotturninum. Ejósgeislarnir lýstu upp girðinguna og færðust fram og aftur, sterkir og voldugir og hlífðu engu. Nóttin var dimm og það bjó uggur í lofti, verðirnir voru órólegir. Jardine þrýsti sér upp að veggn- um og var viss um að undrið mundi gerast á ný. Nú þurfti hann mest á því að halda og hann vissi að trúin mundi ekki bregðast honum. Hann heyrði allt í einu mikinn gný í lofti sem lék um allar fangabúð- irnar og brátt heyrði hann raddirn- ar hvísla í huga sér: „Jardine er orðinn ósýnilegur, ósýnilegur . . .“ Hann sperrti eyrun til að vera viss livaðan þessar raddir voru. Á því lék enginn vafi, þær komu að innan. — „Formlaus, myndlaus, Jardine er ósýnilegur, ósýnilegur . . .“ Hann leit niður um sig en sá ekk- ert, rétti upp hendurnar, þær voru horfnar, hann kreppti hnéð, ekkert. Hann fann til valdsins, hann rétti fram hendurnar og var gráti næst af þakklátssemi. Svo rétti hann hægt úi séi', lagði pokaskjattann yfir öxl- in á sér og horfði á gaddavírsgirð- inguna. Hann lagði af stað, gekk hægum, rólegum skrefum. Hann gekk út úr skjólinu við vegginn út i myrkrið þar sem Ijós- keilurnar flöktu án afláts, þar sem vopnaðir menn voru á verði . . . Hann herti gönguna þegar hann r.álgaðist girðinguna. Hraðar . . . Framh. á bls. 14 FLÓTTINN VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.