Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 13
Unga fólkið —
Hjördís og Haukur
Framhald af bls. 6.
ir sjómenn. Mamma var á
sjó og móðursystur minar
hafa verið á sjó í 17 ár.
En þú mátt ekki segja frá
þvi, þær yrðu æfar gömlu
konurnar ef ég kæmi svona
upp um aldurinn.
Ég tók gagnfræðapróf
1948 á Húsavík, í loftskeyta-
skólann fór ég árið 1953
og lauk náminu á 10 mán-
uðum. Þá fór ég beint á
togara og hef verið á tog-
urum sínum, þangað til í
vor. Ég er fyrsta konan
sem fer til sjós á togara.
—• Og hvernig tóku karl-
arnir þér?
— Aldeilis prýðilega,
svarar Hjördís, þei’r tóku
mér Á-kaf-lega vel. Og mér
hefur fallið vel við þá.
— Túrarnir ekki langir
og þreytandi?
— Lengsti túr sem ég hef
farið var 40 dagar og við
fengum ekki bein úr sjó.
Vorum búin að reikna út að
við þyrftum að vera 132
daga til að fylla skipið með
sama áframhaldi. En þetta
var jafnframt skemmtileg-
asti túrinn. Mannskapurinn
var samvalinn og gerði sér
enga rellu út af fiskileys-
inu, við skemmtum okkur
semsagt prýðilega.
En skemmtilegasti skips-
félaginn sem ég hef kynnst
á minni sjómennskutíð er
hann Blásteinn bræðslumað-
ur á togaranum „Þorsteini
Ingólfssyni". Hann er hag-
ycðingur hinn mesti og hef-
ur ekkert fyrir þvi að kasta
fram stöku. Við höfum oft
stytt okkur stundir við að
kveðast á og kennir þar
margra grasa.
Hjördís fer með ýmsar
vísui' eftir sjálfa sig og
Blástein en harðneitar að
láta þær á þrykk út ganga,
þi'átt fyrir bænastað okkar.
— Við kváðumst á þann-
ig að við festum vísurnar
okkar upp á vegg í mat-
salnum. Áhöfnin fylgdist
alltaf vandlega með, enda
má segja að annar hver
maður um borð fengist við
yrkingar. Og allir höfðu
gaman af, jafnvel þeir sem
kölluðu þessar bókmenntir
okkar veggjalýs og þar
fram eftir götunum.
— Og ferðu á sjóinn í
haust ?
— Ekkert ákveðið enn,
svarar Hjördís, þó fer ég
sennilega. Mig blóðlangar I
stríð við Bretann. Ég skyldi
svoleiðis knúsa Tjallann,
þeir eiga allt illt skilið.
ÞAÐ ER LANGT frá þvi
að Haukur Hauksson eigi
að baki sér jafn viðburða-
ríka ævi og Hjördis, enda er
hann yngri maður, nýlega
tvitugur að aldri. Hann
er sonur Hauks heitins
Snorrasonar ritstjóra og
Else konu hans, fæddur og
uppalinn á Akureyri. Hauk-
ur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykja-
iúk s. 1. vor en starfar nú
sem blaðamaður við Tím-
ann. Við spyrjum hann hvað
hann hyggist taka fyrir.
— Ég held áfram við
blaðamennskuna, svarar
hann, en sennilega fer ég
í viðskiptafræði i haust.
— Og helztu áhugamál?
— Tónlist af öllu tagi.
— Iþróttir ?
Já, sldði. En ég hata
fótbolta.
— Segðu okkur annars
hvernig stóð á því að þið
Hjördís urðu fyrir valinu
til að stjórna þætti unga
fólksins í útvarpinu.
•— Það var auglýst eftir
fólki. Það var heill hópur
sem sótti um og við Hjör-
dís urðum hlutskörpust.
Allii' urðu að ganga undir
próf og síðan var dæmt um
hverjir hæfastir þættu.
—• Og þú kannt vel við
þig í útvarpinu.
— Já, það er gaman að
vinna að þessu, dálítið erfitt
á stundum, þegar þarf að
eltast við plöturnar út um
allan bæ. Og heldur finnst
mér hvimleitt þegar þátt-
urinn er stöðvaður til að
segja frá úrslitum í knatt-
spyrnuleik eða auglýsa eft-
ir týndum svefntöflum.
PEDERSEN
Framliald af bls. 6.
— Og nú ertu að byrja
sjálf stætt ?
— Já, ég fer til Sauðár-
króks í október og set þar
upp ljósmyndastofu. Þetta
ei bara tilraun. Það hefur
áðui’ verið ljósmyndari á
Sauðárkróki og lifað af því.
Annars stefni ég að því að
fara utan og læra meira
eftir tvö ár eða svo. Til
Svíþjóðar.
Stefán hefur líka áhuga á
fleiru en ljósmyndun. Tón-
list einkum djass og íþrótti
eru áhugamál hans. Ham:
spilar á harmóniku og seg-
ist hafa það í bakhöndinni
ef illa gengur með ljós-
myndastofuna norður þar.
Það má þó alltaf spila sér
inn fyrir húsaleigunni. Hann
hefur líka stundað iþróttir
og hlotið titil, sem hann
man ekki hvort heldur er
sundkóngur eða sundkappi
Skagafjarðar, en sundið,
sem titillinn veitist fyrir
heitir auðvitað Grettissund.
Aðspurður um Ijósmynd-
un á íslandi segir Stefán:
— Islendingar standa
öðrum þjóðum aftar í ljós-
myndun. Það er eins og
þeir séu ekki komnir af
stað. Samt eru margir til,
sem geta tekið myndir. Á-
huginn er líka vaxandi á
því og ég held að miðað
við fólksfjölda séu hér fleiri
félagsbundnir áhugaljós-
myndarar en víðast hvar
annars staðar.
Við kveðjum svo þennan
hamingjusama mann, sem
borið hefur gæfu til að
vinna það starf, sem hann
hefur brennandi áhuga á og
óskum Sauðkræklingum til
hamingju með þennan
ágæta ljósmyndara, sem
þeir eru að fá.
víða, og allt það sem hann hafði rekið nefið í hafði endað með skelfingu.
Hann andaði að sér svölu næturloftinu. Ef til vill gæti hann náð sér á
strik aftur.
Harvey iyfti gljáandi höfðinu, þegai' Thursday gekk inn í forsalinn. Augu
hans voru full af forvitni. „Hvar i fjandanum hefur þú verið?“
,,Því þá?“
„Langaði bara til þess að vita það. Smitty hefur haft áhyggjur út af
þér.“ Hann yppti lotnum herðunum. „Einkum vegna þess að þú komst ekki
i kvöld.“
Thursday glotti. „Ég átti stefnumót með einni ljóshærðri. Þú þekkir
þær.“
Næturvörðurinn fitlaði við skítugar tuskurnar, sem festar voru efst á
hækju hans. ,,Ég? Ég er örkumla — og þar að auki blankur.“ Andlit hans,
þakið kvalahrukkum, leit alvarlega á Thursday. „Heyrt nokkuð af krakk-
anum þinum ?“
„Nei,“ sagði Thursdy og hætti að glotta. ,,En ég er að komast nær og
nær.“
„Smitty sagði mér að taka eftir náunga, sem heitir Stitch Olivera.
Kannastu við hann?“
„Jamm.“ Thursday ygldi sig. „Þú ferð ekki oft út úr Bridgway, Harvey.
Hversvegna sagði hún þér að taka eftir honum ?“
„Ég býst við að hún hafi haldið að hann myndi líta hingað inn. Þeir
gera það flestir, þegar þeir eru á flótta, eins og þú veizt.“ Harvey hökti að
simaborðinu og stakk i það staut. „Þú getur sjálfur spurt hana ef þú vilt.
Ef þú hefur ekkert að gera, geturðu verið hérna dálitla stund. Það er
ósköp einmanalegt á þessari næturvakt."
„Kannski seinna."
Harvey sagði í símatólið. „Thursday er kominn. Hann vill tala við þig.“
Hann kinkaði kolli í áttina til símaborðsins, tók út stautinn og tölti aftur
að borðinu. „Hún segir að þú skulir bara koma.“
Thursday sagði yfir öxl sér. „Þakka þér, Harvey." Ljósrák birtist undir
hurðinn á herbergi Smitty, þegar hann bankaði. Síðan sneri hann húninum
og gekk inn.
Smitty gamla lá á legubekknum vafin í stagbætta ábreiðu. Rytjulegt
hár hennar hékk í óreiðu niður á axlir hennar og augnalok hennar voru
þung af svefni. Simi stóð á kaffiborðinu við legubekkinn og hún hafði
kveikt á gamaldags lampa yfir höfði sér.
„Guð minn almáttugur, hvað er klukkan eiginlega?“
„Það er annaðhvort framoröið eða snemma morguns. Eftir því hvernig
þú lítur á málið." Thursday smeygði sér milli hlútana, sem vour í einni
ringulreið á gólfinu. Smitty leitaði að vasaúrinu, sem hún hafði nælt við
legubekkinn, leit á það og stundi.
„Jæja, ég er vöknuð. Hvað er að, Max? Hvar hefurðu verið siðan Angel
lck á þig i gær?“
,,Ég hef verið að láta leika enn meir á mig. Það hefur margt lcomið
fyrir. Mér datt í hug að þú gætir gefið mér nokkur ráð.“ Smitty settist og
vafði ábreiðunni fastar utan um sig. Allur svefndrungi var horfinn úr aug-
um hennar, þegar Thursday skýrði frá atburðum dagsins. Samtali han::
við Clapp og Georgiu og fregninni um moi'ðið á Mace. Hann sagði frá þvi
er hann leitaði árangurslaust í „Panda“ að týnda drengnum. Hvernig hann
var handsamaður og barinn. Judith Wilmington. Moi'ðið á Leo Spagnoletti.
Skýrslan um Stitch Olivera og Edgar Jones.
Þegar hann hafði lokið máli sínu, sat Smitty og þagði. Stuttu síðar
klappaði hún á héndi hans og sagði: „Ertu viss um að bakið á þér, sé
komið í lag?“
„Já, ég þarf bara að læra að sofa á maganum."
„Svo að þú ert að leita að Olivera."
Thursday kinkaði kolli ákveðinn. „Ég held það, Smitty. Þetta er að lýsast.
Þetta er enn drungalegt, en það er að létta til.
Hún hugsaði um þetta og kinkaði kolli hægt. ,,Ég veit ekki, Max. Ef til
vill. En það er ekki hægt að reiða sig á neitt eins og þú veizt."
„Ég er ekki viss ennþá. En sjáðu nú til. Segjum svo, að það sé ekki til
neinn herra Saint Paul. Eða Saint Paul sé aðeins annað nafn á Stiteh
Olivera."
Smitty leit á hann efasöm. „Hversvegna?“
„Hlustaðu á söguna, áður en þú gripur fram í fyrir mér. Stitch Olivera
er ekki venjulegur glæpamaður. Hann er gimsteinaþjófur, valdamikill —
ef til vill valdamesti maðurinn á ”....'h''f~ströndinni. Aðsetur hans er i
San Francisco og hann notar einhv'rr. rn”.a!i I ' Angeles. og svo Spongo-
lettana hérna í Snn Diego. Cliffor’. sr'gC., n.t fjri'it Paul talaði alltaí ví'*
Spangolettana í sima. Jæja, það rf'i '—.'iJ lands'mir.n. Og lmrra
Saint Paul gæti veriö Stitch Oliv- r, a.eins viðskiptanafn fyrir öryggps
sakir.“ Hann leit á Smitty efins. „Of draumórakennt?"
Hún lét skína í gulitennur sínar. „Það hefur komið fyrir áður. Sérstak-
lega ef Olivera hefur slegið' einliverjum Saint Paul við. Það hefur líka
verið gert.“
„Jæja — hlustaðu þá á. Olivera lætur Spagnolettana vita um perurnar.
Þá verður hann áhyggjuful'.ur. Hann treystir ekki Spagnolettunum, og
hann hefur aldrei komizt yfir betri feng en þessar perlur. Svo að Olivera
ákveður að fara til Ssn Diego, til þess að vera viss um að allt gangi að
óskum. Hann segir Spangolettunum, að hann sé að koma."
„Og ætlar að koma i veg fyrir að þeir svíki hann?“
„Einmitt. En það er ekki hægt að hræða Spagnolettana. Þeir finna upp
á því að láta stela perlunum, svo að Stitch sýnist ekkert athugavert. Þeir
vilja ekki missa sambandið við Saint Paul. Og þeir vilja ekki láta perl-
urnar af hendi fyrir smámuni. Eins og allir glæpamenn vilja þeir fá sinn
skerf.“
Framhald í vœsta blaði.