Vikan


Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 8
FAGRIR MIJNIR , ÚR GULLI OG SBLFRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGREPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTBR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDEK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 18X3. — Síml 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN Cþurrhreinsun) BJ®RG SDLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI Z3337 Prjónastofan Hlín h.í. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. iíendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka jteim sem verzlað hafa í Sölutuminum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olíukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. IimP i Hi I SHÖkmð YYliif ERMÍtf ' \*}spe/Ji ^ Bo wiN/v^ MAttgalli handa litla barninu. Það eru hreinustu vand- ræði, þegar barnið tekur að sparka ofan af sér. Mamma verður alltaf að vera við höndina til að breiða ofan á barnið aftur, því að ekki þarf mikið til að litla skinnið ofkæli sig og fái kvef. Hér á myndinni sézt eins konar náttgalli, sem mjög auðvelt er að sníða og sauma. Efni: 1 meter af 90 senti- metra breiðu flúneli. Oréttlæti gagnvart eldri börnunum TJng stúlka K.G. sendir okkur eftirfarandi npp- skrift. ■ ! . ' l Smjörlíki sett á pönnu og nokkur bacon stykki brún- uð í feitinni (við hægan hita). Tvö til þrjú egg hrærð saman og sett á pönnuna, einnig baunir og fáeinar tómatsneiðar. Ofan á eru settar noitkrar þykkar sneiðar af mjúkum osti og síðan er þetta allt látið malla i fimm mínútur. Við þökkum K.G. fyrir þessa ágætu smáréttarupp- skrift og skorum á konui' að senda uppskriftir og fieira í Heimilishornið. Ef efnið er 70 eða 80 sentimetrar á breidd þarf 150 sm. Á myndinni er sýnt hvernig gallinn er sniðinn. Æskilegt er að sníða á rúðustrikaðan eða teiknað- an pappír og hver reitur á að vera 5x5 sentimetrar. Þegar sniðið hefur verið teiknað, eru þau lögð á efn- ið og gert ráð fyrir iy2 sentimetra í sauma. Punkta- línan á afturstykkinu á vitaskuld að leggjast á efn- ið þar sem það er tvöfalt til að bakið verði heilt. Rennilásinn er 40 sm. lang- ur. Til þess að hann meiði ekki barnið er gott að sauma smástykki undir hann. 1 hálsmálið og á ermar má setja leggingu í öðrum lit en gallinn er. Stykkið, sem hneppt er á, skal saum- að í, áður en rennilásinn er settur í. Vitið þér? að karrísósa verður miklu bragðbetri, ef fáein korn af kókósmjöli eru sett út í. að förum eftir gúmmihæla má ná burtu með spritti. ' að blómkálið verður mjalla- hvítt, ef dálitlu af mjólk ei' hellt i vatnið um leið og blómkálshöfuðið er sett í pottinn. að kaffi á alltaf að geym- ast á köldum stað. Ann- ars minnkar bragðið, þótt lokið á ílátinu sé þétt. að betur gengur að hreinsa fisk, ef hann er nuddað- ur með ediki. að silkibönd þarf ekki að strauja eftir þvott. Vefjið þeim heldur fast utan um allstóra flösku. að það smakkast vel að brytja banana saman við Corn Flakes. KAFFIBLETTI úr gólf- teppinu er hægt að ná burt með glycerini. Þveginn á eftir með vatni blandað lít- ið eitt með salmíaki spritt og nuddaðar þar til blettur- inn er þur. /. K. ÓIi er átta ára og Lóa litla fjögurra. Þau eru bú- in að leika sér saman f all- an dag og er ekki frítt við að þau séu orðin dálítið leið hvort á öðru og leikn- um. Lóa klifrar upp á stól og segist ætla að halda ræðu, en hún reynist ekki fimari en svo, að hún koll- steypist niður á gólfið og fær stóreflis kúlu á ennið. Ekki þarf að spyrja hvort hún fari að skæla, hún há- orgar. Mamma kemur hl'4upandi inn, tekur telpuna í fangið og reynir að hugga hana. Sjálf er móðirin þrevtt eft- ir daginn og uppscökkari en ella. Áður en hún veit af hefur hún snúið sér að Óla og sagt höstum rómi: ,,Að þú skulir ekki skamm- ast þín, Óli. Svona stór strákur að passa ekki syst- ur þína.“ Þetta getur Óli ekki skil- ið, enda er þetta illa sagt. Hann skilur ekki, að það geti verið honum að kenna að systir hans datt og hún átti náttúrlega að gá að sér og vera ekki að flana upp á stól. ,,Já, en mamma þetta var ekki mér að kenna,“ segir Óli. ,,Hún bara datt, ég gerði henni ekkert." Honum finnst mamma vera óréttlát og vond og verður öskureiður. Foi'eldrar sýna eldra barninu sorglega oft órétt- læti. Að ýmsu leyti getur eldra barnið verði þroskað og duglegt og gætt þess yngra og því vill brenna við, að alltof miklar kröfur séu gerðar til þess eldra. ÓIi á leikfélaga, sem heitir Pétur. Þeir eru fædd- ir í sama mánuði, en Pétur er yngstur af sínum syst- kinum. Hann á þrjár syst- ur og virðist miklu barna- legri og óþroskaðri en Óli. Engum dettur í hug að leggja nokkra ábyrgð á hann. Þegai' fullorðið fólk tal- ar um æsku sína, má fljótt heyra hvort það hefur verið elzt af systkinum sínum. Það er biturt í garð for- eldra sinna og yngri syst- kina. Þetta má einnig finna hjá níu til tíu ára stúlku, sem elzt er sinna systkina. Það er í sannleika sagt ótrúlegt hvað mæður leggja á ungar dætur sínar. Þær eiga að þvo upp eftir morg- unmatinn, fara út með yngri systkinin, þvo upp eftir matinn og fara aftur út með litlu krakkana, fara í búðir og ótalmargt fleira. Auðvitað er ekki nema rétt að börnin hjálpi móð- ur sinni, bæði hvað viðvík- ur uppþvotti, sendifei'ðum og barnagæzlu. En mæður mega ekki misnota dætur sínar svo að þær fái aldrei að leika sér við leiksystur sinar ,án þess að þurfa sí- fellt að hlaupa frá og gá að litlu krökkunum. Foreldrar ættu að íhuga vel að leggja ekki meira á börnin en þau geta borið. Það getui' hefnt sín síðar og þá er of seint að iðrast. Eggjahvítukaka. 200 g smjörlíki og 200 g sykur hrært saman. 250 g hveiti, 11/2 tesk. lyftiduft og átta stífþeyttar eggjahvítur hrærðar saman við. Sett í smurt form og bökuð í um það bil klukkutíma. Ofan á deigið má setja hakkaðar möndlur og rifinn sítrónu eða appelsínubörk, banana og grófann sykur. Lauksúpa. Þrir eða fjórir meðalstórir laukar skornir í sneiðar og brúnaðir í potti í 50 g af smjöri. Ein matskcið af hveiti hrærð saman við. Þynnt með 1 lítra af vatni og nokkrum súputeningum (smakkast þó bezt ef notað er kjötsoð). Gott er að setja saman við nokkra kjötbúðingsbita. Um leið og súpunni er hellt í er hrært saman við eitt egg. Halramjölseítirmatur. 40 g haframjöl, 4 dl mjólk, 2 matsk. sykur, 2 egg, nokkrar soðnar sveskjur. Haframjölið soðið í mjólkinni. Eggin og sykurinn hræi'ð og bætt út i, ásamt dálitlu af rifnum sítrónuberki. Sett í eldtrausta skál. Neðstar nokkrar sveskjur og deigið síðan ofaná. Bakað í um það bil 25 mínútur. Rababarakaka. V2 kg. rababari, y2 dl. vatn, ca. 2 matsk. ávaxtasafi, ca. 150 g sykur. Deigið: 125 g smjörliki, 125 g sykur, 1 egg, 75 g hveiti, Í4 tesk. lyftiduft, vanillusykur, 150 g möndlur. Rababarinn þveginn og skorinn í smábita. Látið sjóða í mauk. Sykur og ávaxtasafi sett eftir smekk og jafnað með kartöflumjöli. Deigið: 1) Smjörlíki og sykur hrært saman. 2) Lyftidufti og vanillusykri blandað saman við hveitið. 3) Egg og hveiti hrært með smjörlíki og sykri, sett lítið í einu af hveiti. 4) Þegar deigið hefur verið hrært vel eru möndl- urnar settar saman við. 5) Helmingur deigsins settur í allstórt og vel smurt form. 6) Rabarbaramaukið sett næst og loks það sem eftir er af deiginu. 7) Bakað í 45—60 mínútur. LEIKARASPJALL FRAIMK SINATRA elskar fyrrverandi konu sína Trujillo gefur skartgripi, bíla og blóm og lýgur sig svo útúr öllu saman . . . . Frank Sinatra bannað að leika á móti Birgitte Bardot . . . Mitzi Gaynor er „lag- leg stúlka en ekki gáfuð“ segir maðurinn hennar . . . Kim Novak hætti við að giftast á síðustu stundu . . . Mai Zetterling skellti sér í það heilaga . . . Pier Angeli og Vic Damone hætta við að skilja . . . Ingrid Bergman dútlar við smásagnagerð. Ingrid Bergman hejur að undanförnu dútlað við að skrifa smásögur í frí- stundum sínurn. Allt er enn í sómanum hjá Audrey Heburn og Mel Ferrer. Þó er sagt, að þeim BIRGITTE BARDOT — vill leika á nióti Sinatra. þykji mjög sorglegt að hafa enn ekki eignazt barn. Mun það vera Audreyar sök, a. m. k. mun Mel hafa átt mörg börn með fyrri konu sinni. RUSS TAMBLYN hefur sézt mikið með BARBÖRU LUNA undanfarið. Ekki segist hann þó vera hrifinn af henni, þau séu „aðeins vinir“. Getið er upp á að Russ sé ennþá skotinn í fyrrverandi konu sinni VENETIU STEVENSON, a. m. k. skrifar hann henni lcng bréf í hverri viku og hringir til hennar einu sinni til fimm sinnum á dag. JANE WYMAN sagði við blaðamenn, þegar hún var stödd í London um daginn, að hún hirti ekkert um að sýnast yngri en hún væri. „Ég er að verða fertug," sagði hún „og mér finnst hlægilegt, þegar lconur á mínum aldri reyna að spila ungar stúlkur!" BIRGITTE BARDOT hef- ur mikinn hug á að leika á móti FRANK SINATRA. Frank mun ekki hafa neitt á móti því, en LAUREN BACALL hefur harðbannað honum að leika á móti Bir- gitte. Hún er sögð vera dauðhrædd urn að Birgitte húkki Frank frá sér. Ann- að mál er, að Lauren virð- ist eiga erfitt með að átta sig á, hvort hún vill giftast Frank eða ekki. Hún er þó sögð afar hrifin af honum, en Frank er alltaf jafnást- fanginn af fyrverandi konu sinni, stjörnunni frægu, Ava Gardner. Þegar JACK BEAN, eig- inmaður MITZI GAYNOR var spurður, hvernig stúlka Mitzi væri, svaraði hann: „Hún er lagleg, en hún ei' ekki gáfuð.“ Blaða- menn spui'ðu, hvað Mitzi segði, þegar hún sæi þessi ummæli hans. Jack Bean brosti og sagði: „Það er allt í lagi. Hún heldur ég sé að gera að gamni mínu!“ Þau Mitzi og Jack hafa verið gift í þi'jú ár og er hjóna- bandið talið allgott. JANET LEIGH og TONY CURTIS eru nú farin að telja dagana þar til barn LANA TURNER — býr hjá mömmu. þeirra fæðist, en von er á því í nóvember. Þau eiga litla dóttur, Kelly, hún er tveggja ára gömul. Fyrir fjórum árum misstu þau fyrsta barn sitt nýfætt. NATALIE WOOD átti tvítugsafmæli í júli. Kvik- myndablöðin í Hollywood gerðu mikið veður út af af- mælinu og rifjuðu m. a. upp afmælisdaga hennai’ frá því hún var tólf ára. KIÍVl NOVAK — hætti við að giftast. Sjálf sagði Natalie að þetta væri merkilegur dagur, þar sem þetta væri fyrsta af- mælið, sem hún ætti eftir að hún giftist. Eins og kunn- ugt er, giftist hún í nóvemb- er 1957 leikaranum og kvennagullinu ROBERT WAGNER og eru þau sögð afar hamingjusöm. Það mun vera misskiln- ingur, að KIM NOVAK sé gift. Hún komst nefnilega að því á siðustu stundu, að unnustinn hafði enn ekki fengið skilnað frá fyrrver- andi konu sinni, en með henni á hann aðeins sex börn. Auk þess er TRUJ- ILLO ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum, er til dæmis alltaf öðru hverju að eltast við ZSA ZSA GABOR. Kim frétti það og setti nú Trujillo tvo kosti, annaðhvort hún eða Zsa Zsa. Truj- illo flýtti sér auðvitað að sannfæra Kim um, að hann hefði aldrei verið baun hrif- inn af Zsa Zsa. Hann fengi bara aldrei frið fyrir henni, því að hún væri alltaf á hælum sér. Til að Kim gæti verið alveg viss um ást hans gaf han nhenni nýjan Mer- cedes Benz bíl og allt var í góðu gengi um hríð. En þá barst Kim sú frétt að Truj- illo væri ekki aldeilis hætt- ur við Zsa Zsa og kom í ljós, að daginn eftir að hann gaf hann henni nýja bílinn, hafði hann gefið Zsa Zsa annan, nákvæmlega eins. Enn tók Kim hann í sátt, er hann sagði henni, að þetta hefði aðeins verið skilnaðargjöf, svona rétt til að hugga Zsa Zsa. Síðan var brúðkaupsdagurinn á- kveðinn, en viku fyrir brúð- kaupið kom sem sagt í ljós að hann hafði ekki enn hirt um að fá skilnað fi'á konu sinni, sem fyrr segir. Kim heldur þó áfram að fara út með honum og hann segist vera ofsalega ástfanginn af henni. En Zsa Zsa virðist ekki á því að sleppa hon- um og hafa þau sézt oft saman upp á síðkastið. En sagan er ekki alveg búin enn. Eins og kunnugt er á Zsa Zsa systur, sem heitír EVA GABOR og er einnig leikkona. Hún segist fá blóm, konfekt og pelsa frá Trujillo á hverjum degi og hafi hann oft boðið henni ut, en hingað til hafi hún alltaf a.fþakkað boðið og segist ekki fara út með honum nema hann gefi sér líka bíl! Ennfremur hefur Joan CoJ- ings skýrt frá því, að fyrir skemmstu hafi hún fengið armband, hring, hálsfesti og eyrnarlokka frá Ti'ujillo. Eru skartgripirnir metnir á tíu þúsund dollara. NANCY og RONALD REGAN eignuðust son fyrir nokkru. Það var annað barn þeirra, því að þau áttu dótt- ur fyrir. Með fyrri konu sinni, Jane Wyman átti Ronald tvö börn, dreng og stúlku, sem nú eru að verða uppkomin. Lana Turner hefur búið hjá móður sinni síðan elsk- hugi hennar, Johnny Stomp- anato, var myrtur. Fyrir skömmu keypti hún sér nýja lúxusvillu og býst við að flytja inn mjög bráð- lega. 8 VIKAN 1 VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.