Vikan


Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 11.09.1958, Blaðsíða 12
Einn a wnóti ölluwn FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er rfdl- inn og lagstur í drykkjuskap. Hann hefur raðlð sig sem löggsezlu- mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gif t hekninum Homer Mace, kemur þangaS til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki aö Ieita tii ló'greglunnar. Max fer nu tíl samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er keknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ftalska brœður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að" koma Max undan fangelsun. Max kemst nu að því, að stulka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Hann reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið £ skrifborði Elders Iæknis.________ Clapp starði út i bláinn, hugsi. Hægri vísifingur hans dró upp óreglu- legar myndir á grænan þerripappírinn á skrifborðinu. Stuttu síðar opnaði hann efstu skúffuna í skrifborðinu og dró þaðan stórt spjald. Hann reif af þessu spjaldi tvö efstu blöðin og rétti hinum manninum. Blöðin voru með bláum spássíum og þakin illlæsilegu hrafnasparki. „Hvað er nú þetta?" „Lestu það. Ég aflaði mér upplýsinga um þessa tvo, vegna orðróms, sem um þá gengur." Á öðru blaðinu stóð „Primo Olivera." Á hinu stóð „Edgar Jones." Clapp hafði skrifað þetta. Thursday spurði. „Hvar náðirðu í þetta?" „Eg þekki Stevanson í Frisco. Ég sendi honum skeyti í dag og bað hann aS hringja í mig og gefa mér upplýsingar um Stiteh Olivera og fé- laga hans. Þetta hafði hann á spjaldskrá. Og þar að auki eigin hugmyndir.' Hann ætlar að senda með flugpósti myndir af þeim. En þetta er nóð tíl þess að byrja með." I Thursday leit yfir fyrstu skýrsluna. PRIMO OLIVESA, Öðru nafni Perry Olíver, Stitch. Aldur 37, 3. mai, 1909, Tocoma, Wash. 5 fet 11 þuml. 185 pd. þrekinn, mikið dökkbrúnt hár, brún augu. Hörundsl. dökkur, œttfl. ve. 2 þuml. ör á hœgri Tcinn m/saum- förum — lf á hverri hlið. Skýtur m/vinstri hendi. Fang. í'/2 ár 39 vopn. rán. Fang. 3 ár Jt3 lik. ár. Vopn 30 riffill. Engin fangélsun síðan. Tekinn fyrir morðtilr. í apr. Jf4 — kjötkaupm. 22 haglabyssa — ófuTln. sönn. Kjöt- kaupmaður (Charles S. Wurm.ax) fyrir. sprengjuár. í mai //4. Enginn siöðugur félagsskapur. Vann fyrir Sam Claypoól, jan.—mars Jf5 — 3 keppinautar skotnir — 1 m/ 30 riffli, 2 m/ 22 haglabyssn. Vann fyrir Caroll Hardin, verkf., i ág. J/6 — 2 menn skotnir — 22 hagiabyssa. önug- lyndur — engin kynferðisleg áhugamál — fáir vinir — spilar Mlliard öðru hverju — Hœttulegur. „Kaldur karl." Thursday kveikti sér í sígarettu. „Já. Og taktu eftir þessari 22 haglabyssu — hún er þarna eins og vörumerki. Ef það er tilviljun, er það að minnsta kosti fjandí einkennileg tilviljun." „Þetta kemur heim," sagði Thursday hægt. „Við vitum, að Olivera — ef hann er þá í borginn — er í félagi með Saint Paul. Spagnolettarnir hafa alltaf verið hræddir við hann. En —." Hann hætti skyndilega. „En?" spurði Clapp. „Sagði Stevenson þér um haglabyssumorðin í Friscor Hvar þau áttu sér stað, eða eitthvað annað " Clapp gretti sig. „Nú, á götunni, geri ég ráð fyrir. Hann minntist á það, að. kjötkaupmaðurinn hefði orðið fyrir sprengjuárásinni heima hjá sér, en ég,geri ráð fyrir að þetta með riffilinn og haglabyssuna hafi átt sér stað úti." Hann lét augabrúnirnar síga. „Nú. Eg held ég sjái .hvert þú ert að fara." „Það er einmitt það. Hversvegna að bera á sér heilmikla haglabyssu — þótt þetta sé nú ekki stór haglabyssa — þegar miklu hentugra væri að npta skammbyssu? Haglabyssan er notuð úti." „Það eru til undantekningar." „Manstu eftir nokkurri í velundirbúnum glæp?" Eftir stutta þögn hristi Clapp höfuðið. Thursday opnaði munninn úrræðalaus. „Svo að nóg Eftir WADE MILLER er að hugsa um. En við skulum ekki reyna að koma öllum morðunum, nema morðinu á Mace, yfir á Olivera. Hvað með bílinn, sem barnsræningjarnii voru i?" „Það er á hinu blaðinu. Jones er víst eini félagi Olivera. Og hann er eini vinur Olivera, sem ekki er í Frisco núna. Hann keypti dökkbláan Dodge '46 sedan. Stevenson sagði, að ekkert væri að marka númerið eða vélanúmerið þegar þeir eíga í hlut." „Einmitt." Thursday sneri sér hugsandi að hinni skýrslunni. EDGAR JONES, öðru nafni Ed Bowlby, Ed Carter, Jack Carter, Eddie Grant, Ed Simmons. Aldur 30. 27. des., 1916, Lincoln, Neb. 5 fet S þuml. 155 pd. meðalm., brúnt þunnt hár, brún augu, hörundsl. Ijós, œttfí. ve. Bólus. ör á vinstri handl. Fang. 1 ár 39 fyrir peningafólsun — hefur líki. kynnzt Oliv. þar. Engin fangelsun siðan. Tekinn grun. um morð apr. kh — ófuUn. sönn. Ekur bláum Dodge Jf6 sedan — tálinn bezti vinnr og bílstj. Oliv. Báðir menn sáust síðast % Frisco 2. feb. Thursday lét blaðið falla ofan á skrifborðið og Clapp muldraði: „Jæja, hvað finnst þér?" Augu hins mannsins voru björt err harðneskjuleg. „Segjum svo að þessir tveir menn séu í San Digo og þeir séu sekir — geta menn þínir tekið þá fasta?" Clapp sagði alvarlega: „Það er hægt. Það er erfitt, en það er hægt. Ég vona bara að það verði ekki of seint." Hann sveiflaði stól sínum fram og aftur. „Og úr því ég er að þessu á annað borð, ætla ég að ná í Rocco Spagnoletti. Það er nóg búið að koma fyrir, svo að ég missi ekki vinnuna — þótt hann hafi pólitísk sambönd. Ég vil tala við hann um dauða Leos. Eg vil tala við hann um allt, sem við vitum, þar á meðal bansránið og morðið á Clifford O'Brien og perlurnar." „Þú ætlar svei mér að tala," sagði Thursday. „Mundu að láta Rocco tala dálítið lika." „Til þess að allt sé á hreinu náum við í Bert Frees og þá IJóshærðu. Eftir því sem þú segir vill hún allt gera til þess að halda í sér Iíftórunni. Og nú er svo komið, að það er orðið nokkuð erfitt fyrir hana." Thursday stóð upp. „Eg skal veðja við þig, að hún kjaftar strax frá. En ef hún gerir það ekki —." Hann rétti úr særðu bakinu. „Jæja, ég skal ekki segja — en ég vil gjarnan hjálpa til." Sunnudagurinn, 12. febrúar, kl. 3,00 f. h. . Egg og bacon og tveir bollar af kaffi kosta sextíu og tvö cent. Max Thursday lagði peningana á borðið á næturveitingastaðnum í Market- stræti og gekk að Bridgway og hringlaði þrem centum í vasa sínum. Hon- um leið vel, nema hvað hann var nokkuð eftir sig eftir pyntingarnar. Það virtist vera að létta til, og kaffi hafði tekið burt þungatilfininguna undir augunum. Hann var glaður í bragði. Hvert sem hann leit sá hann eitthvað f allegt. Hann rétti úr fingrunum og hló við. Hann þurfti ekki að fá sér vínsopa. I fyrsta sinn í langan tíma gat hann hugsað um vín, án þess að magi hans segði til sín. Hann hló aftur og tautaði: „Þú ert að komast á réttan kjöl. Eg vissi ekki að þú ættir þetta til." Það voru tveir dagar síðan hann hafði smakkað vín. Og þá hafði hann drukkið af skyldu, með Angel. Það voru f jórir dagar síðan hann var drukk- inn. Það var hjá Elder, laglegt glappaskot. Thursday gretti sig og rétti aftur úr fingrunum. Hugsuninni skaut aftur upp í huga hans: ef til vill hefur þá svikið Tommy þá. En málið var að minnsta kosti að upplýsast núna. Hann hafði farið 12 VIKAIf

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.