Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 2
Kæra Vika: Við stallsystur mínar hlustuðum alltaf af spenningi þegar „79 af stöðinni" var flutt í leikritsformi í útvarpið í sumar. Nú langar okkur að spyrja þig hvort líkur séu til þess að það verði endurtekið. Okkur fannst það skemmti- iegra en margt annað sem hefur verið endurtekið í útvarp- ið. Viltu segja okkur hvort Gísli Haildórsson er giftur. Okkur langar iíka að frétta af því hvort kvikmyndin um „79 af stöðinni" sé væntanleg. Tvær óþreyjufullar. SVAR: Vikan hcfur spurst fyrir um það hjá útvarpinu hvort skáldsaya Indriða verði flutt að nýju og fengið þau svör að ckkert sé ákveðið um það. Gísli Halldórsson er kvasntur Theodóru Sverrisdóttur Thoroddsen og eiga þau S börn. Vikan hefur spurst fyrir um það hjá Guðlaugi Rósinkranz hvort vœntanleg sé kvikjnynd um „79 af stöð- inni“ en Guðlaugur er umboðsmaður Edda Film sem keypt hefur kvikmyndaréttinn. Guðlaugur tjáði okkur að málið sé í athugun ennþá en engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Kæra Vika: Oft hefurðu fiutt mér skemmtilegri þætti utan úr heimi en þessa dómadagsþvælu um morðin í Belgrad. Hvað varð- ar okkur íslenzkt sveitafólk um það hvernig einhverri dað- ursdrós suður á Balkanskaga hafi verið stútað, þó svo hún hafi átt að heita drottning. Aftur á móti fannst mér ágæt sagan um rússneska flugmanninn. Það var margt af henni að læra. Kæra Vika: Vinkonuf mínar segja mér að ég hafi leikhæfileika en sjálf er ég ekki viss. Viltu segja mér hvað ég á að gera. Mig hefur alltaf lang:að að læra að leika en alltaf verið svo skelfing feimin og óframfærin. Baddý. gVAS: Háfðu tál af forstöðumönnum leikskólanna t bœnum og láttu þá gefa þér upplýsingar. Auk Pjóðleikhns- slcólans starfrœkja þcir Lárus Pálsson, Ævar Kvaran og Haraldur Björnsson leikskóla, Kæra Vika: Þú gafst einu sinni vinkonu minni ráð í viðkvæmu vandamáli og það reyndist henni vel. Nú langar mig að skýra þér frá dálitlu sem fyrir mig hefur komið. Svoleiðis er að ég hef verið með strák undanfarin tvö ár. Hann er 23 ára gamall, tveimur árum eldri en ég. Hann hefur alltaf verið fjarska góður við mig og ég elska hann út af lífinu, veit að ég gæti ekki lifað án hans. En fyrir nokkru kom iii mín stúlka sem ég kannaðist aðeins við og sagði mér að hún væri ófrísk eftir kærastann minn. Hún virtist hafa ánægju af að segja mér þetta og sagði um leið að líklega mundu þau giftast. Strákurinn er fyrir norðan, vinnur þar á bífreiðaverkstæði og kemur ekki heim fyrr en undii' jól. Víð skrifuðumst á í hverri viku og ég skrifaði honum um þetta en þá hættu að koma bréf frá honum. Hvað á ég að gera? Á ég að fara norður og tala við hann? Ég á óhægt með það því ég er í fastri vinnu. Ég vil ekki segja föreidrum mínum frá þessu og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Lóló. SVAR: Það er ckki gott að vita hvernig bezt er að snúast i þessu máli. Pað veit ekki á gott að pilturinn skuli hafa hœtt að skrifa þér þegar þú sagðir honum hvað hefði komið fyrir. Hinsvegar skáltu ekki taka neina á- kvörðun fyrr en þú hefur náð tali af honum og veizt hvernig í öllu liggur. Það má vera að hann hafi móðgast þegar hann fékk bréfið frá þér. og hœtt að skrifa þess- vegna. Og þá er hann saklaus. Það er ekki að vita nema þessi „kunningjastúlkd“ þín hafi verið að koma illindum af st.að milli ykkar af einliverjum ástœðum. Þú skált sem- sagt biða þar til þú liefur náð tali af piltinum og fœrð að vita sanr.leikann í málinu. Reyndu að skrifa honum aftur cf þú kemst elcki til hans. Ólympíuskákmótið í Miinchen 1958 Þátttaka aldrei verið meiri — Rússar sigurstranglegastir að vanda. Skáksamband íslands hefur, um þessar mundir staðið að undirbúningi, að utanför íslenzkrar skák- sveitar á fyrirhugað Ólympíu-skákmót, sem hald- ið verður í hinni sögufrægu M^nchen, í tilefni af 800 ára afmæli borgarinnar. Mótið hefst 30. sept. og stendur til 23. október. Aldrei fyrr hefur þátttaka verið eins mikil, en 38 þjóðir hafa þegar tilkynnt þátttöku sína. Má þar nefna Rússa, Bandaríkjamenn, Júgóslava, Ungverja, Tékkóslóvakíu, Rúmena, Vestur- og Austur-Þýzkaland, Austurríki, Argentínu og Norð- urlöndin. Olympiumeistaramir. Núverandi olýmpíumeist- arar í skák eru Rússar, og senda þeir nú eitthvert sterkasta lið, sem þeir hafa nokkurntima sent til þessa, en þeir eru: Botvinnik, nú- verandi heimsmeistari; Smyslov, fyrrverandi heims- meistai'i; stórmeistarana Keres og Bronstein; og varamenn verða svo Rúss- landsmeistarinn Tal og stórmeistarinn Petrosjan. Ekki dónalegj; lið ,,tað arna.“ Eftir reglum „FIDE“ Hinum 38 sveitum verð- ur skipt i Miinchen sam- kvæmt reglum Alþjóða- skáksambandsins, (FIDE).: I hverri sveit eru fjórir aðalmenn. sem keppa og tveir varamenn. Fyrst' er sveitunum skipt í fjóra forhópa 10 sveitir í hvorum riðli, og svo aftur níu sveitir í þriðja og fjórða riðli. Samkvæmt úrslitum for- keppninnar verður siðan raðað niður í sigurflokka, A, B. og C með 12 löndum i A- og B-riðli og að lok- um 14 sveitum í C-riðli. Þrjár efstu sveitirnar í A-riðli fá svo olympíu- verðlaunin: gull, silfur og bronzmerki. Þýzk mörk í vasann........ Sérhvert land, sem sendir sveit verður að standa und- ir öllum ferðakostnaði síns liðs, en í Miinchen fá allar þátttöku-þjóðirnar ókeypis fæði og húsnæði; auk þess hver keppandi hundrað þýzk mörk í vasapeninga. Ferðastyrkjum vel tekið. Skáksamband fslands sótti uum bæjar- og ríkis- styrk til fararinnar og var því vel tekið hjá forsvars- mönnum. Menntamálaráðu- neytið og Reykjavíkurbær hafa þegar veitt samband- inu ríflegan farareyri, svo kleift er að senda sveit. Islenzka sveitin valin. Nú þegar hefur verið á- kveðið, hvaða skákmenn fari í hina eftirsóttu olym- píuför í Miinchen og tefli þar fyrir' hönd fslands. Stjórn skáksambandsins valdi eftirtalda keppendur: Á. fyrsta borði. Fyrst skal frægan telja okkar kæra stórmeistara Friðrik Ólafsson, sem er ný- } Stórmeistarar } a mótmu : Frá Argentínu: | Panno, Pilnik, } Eliskases. } = Frá Danmörku: § Larsen. } Frá Hollandi: | Euwe. j Frá Svíþjóð: } } Stahlberg. i Frá Tékkóslóvakíii: i I Filip og Pachmann. | : Frá Rússlandi: : Botvinnik, Keres, Bronstein, Smyslov. : : Frá Ungverjalandi: I Szabo og Barcza. : Frá Islandi: j Friðrik Ólafsson. } Frá Júgóslavíu: i Gligoric, Matanovic, i E Ivkow, Trifunovic. : Frá Vestur-Þýzkalandi: : i Unsicher. I = Frá Bandaríkjunum: : j Resewsky, L. Evans, i } Byme, Fischer. *v4iiiiiiiiiiininii 11111111111111111111 iii n 111111111»'' kQminn úr eldinum í svæða- keppninni í Portoros og komið hefur okkur í ofvæni hér heima vegna glæsilegr- ar og framúrskarandi getu og afreka á mótinu. Hann hefur vakið óskipta. athygli og verðskuldsið með ágætum stórmeistaratign sína. Hann hefur enn sýnt og sannað með skáksnilld sinni, að hann er einhver bezti menn- ingarfulltrúi okkar. Hann er stolt okkar og gleði. Á öðru borði. Þar verður núverandi fs- landsmeistari Ingi R. Jó- hannsson. Hann er vinsæll og þekktur. Hann er skák- gagnrýnandi Morgunblaðs- ins um þessar mundir og þekktur fyrir sína miklu bóklegu kunnáttu, sér í lagi í byrjunum. Á þriðja borði, Valinn er hinn kunni og góði skákmeistari Guð- mundur Pálmason, þekkt- astur fyrir stna góðu frammistöðu í stúdentamót- um. Áberandi er vandvirkni hans og prúðmennska. — Guðmundur hefur af Skák- sambandinu verið valinn fararstjóri liðsins. Og fer það vel. A fjórða borði valdist Freysteinn Þor- bergsson sem stundar sál- fræði við háskólann í Moskvu. Eins og kunnugt er, er hann staðgengill Frið- riks í Portoros og tók ný- lega þátt í nýafstöðnu stú- dentamóti og stóð sig þar með hinni mestu prýði. Hann var nr. 2 á eftir Frið- rik á Skákþingi íslands I fyrra, sem háð var um pásk- ana á Akureyri. Fyrsti varamaður: Kjörinn var hinn ungi efnilegi Akureyringur Ingi- mar Jónsson, sem hreppti annað landsliðssætið á fs- landsþinginu í vor. Hann er skapmikið hörkutól í skák- inni og býr yfir mikilli bar- áttugleði. Annar varamaður var svo kjörinn Jón Kristjánsson frá Hafnar- firði eftir harðvítugt ein- vígi við Pál G. Jónsson, Skákmeistara Keflvíkinga. Þeir skiptu í vor á milli sín þriðja og fjórða sæti á : kákþingi íslands. Jón er elztur af þessum utanförum . . . (Gæti verið pabbi þeirra allra þess vegna. —) . . . Hann hefur verið oftar en einu sinni Skákmeistari Hafnarfjarð- ar og stendur þar í fylking- arbrjósti. Jón Kr'. er mis- jafn skákmaður, en teflir vel þegar honum tekst upp. Hann hefur keppnisreynslu og hefur meðal annars sigr- að hinn unga Keflvikinga- meistara á því. Þjálfarinn. Hinn þekkti skákfrömuð- ur og góðkunni fararstjóri íslenzkra skákmanna und- anfarin ár, Guðmundur Arn- laugsson fer ekki með að þessu sinni. Það hefði verið mikill siðferðilegur styrkur og stoð að hafa hann með — í stað þess hefur hann verið fenginn til þess að þjálfa sveitina hér heima, og hafa með henni æfingar, áður en lagt verður af stað. Það verður góður skóli, því telja má Framh. á 3. síðu. Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaJur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.