Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 15
Frá vöruskiptalöndunum útvegum vér eftirtaldar vörur: LOFTÞJÖPPUK og LOFTHAMRA margar stærðir og gerðir. RENNIBEKKI og aðrar járnsmíðavélar. VERKFÆRI alls konar fyrir járn og trésmíði. LYFTUR í hús og vöruskemmur. FLUTNINGABÖND, margar stærðir. SMERGILSKÍFUR á borð, einnig HAND- SLlPISKÍFUR GÍJMMÍSLÖNGUR fyrir vatn og loft. Leitið upplýsinga hjá oss um þessar vörur og aðrar, áður en þér festið kaup annars staðar. Fjalar h.f. Hafnarstrœti 10—12 — Símar 179 75 & 179 76 Um Evrópusamkeppni í Ijósmyndum unglinga Eins og áður hefur verið sagt frá í blöðum og útvarpi hafa Evrópusamtökin þrjú, Evrópuráðið, Efnahags- samvinnustofnun Evrópu og Evrópusamfélagið svo- nefnda, efnt til samkeppni meðal evrópskra ljósmynd- ara, sem yngri eru en tuttugu ára. Keppni þessi átti að standa til 15. september, en skilafrestur hefur nú verið lengdur til 19. október, 1958, fyrir áskoranir margra aðila. Efni keppninnar er: „Evrópa, ein og hún kemur mér fyrir sjónir“, og eiga myndirnar að lýsa að einhverju ieyti hugmynd þátttakanda um sameiningu Evrópu. Myndirnar eiga að vera svart-hvítar, ekki minni en 9x9 cm og ekki stærri en 18x24 cm. Þátttakandi velur mynd sinni heiti og ritar það aftan á myndina ásamt nafni sínu, heimilisfangi aldri og þjóðerni. Ennfremur á að fylgja myndinni stutt setning er lýsi hugmynd þátttak- enda um sameiningu Evrópu og á hún ekki að vera lengri en tuttugu orð. 20 þúsund verðlaun eru í boði, þeirra á meðal flugferðir innan Evrópu, liósmyndavélar og ýmiskonar útbúnaður til myndatöku. Myndirnar skulu sendar til „Evrópusamkeppninnar í Ijósmyndum,“ c/o Aðalskrifstofa Ríkisútvarpsins, Thorvaldsensstræti 4, Reykjavík, fyrir 19. október næstkomandi. Ríkisútvarpið Ritvélar fyrir skóiafóik: Eigum fyrirliggjandi í heildsölu: UMSLÖG með og án glugga, 11,5x16,2 cm. á kr. 35,80 og 40,00 pr. þús. STENCILPAPPÍR kr. 101,35 pr. 48 stk. kassi. NUMERATORAR. Borgarfell h.f. Klapparstíg 26 — Sími 11372 BERGEN DIESEL Getum útvegað frá A/S Bergens Mekaniske Verk- steder, Bergen, hinar viðurkenndu BERGEN DIESEL bátavélar. Stærðir 250—660 hestöfl, 545/600 HK 4-gengis BERGEN DIESEL. BERGEN DIESEL fæst með fastaskrúfu eða skipti- skrúfu. Skiptiskrúfu-útbúnaðurinn er af hinni víð- kunnu Liaaen-gerð með vökva kúpíingu og skipti- búnaði. BERGEN DIESEL er hin fullkomna fiskibátavél með nýjustu endurbætur á sviði véltækninnar! Allar upplýsingar gefur: Vélawerksfæði Sig. Sveiitbjör^ssom bi. S:mi 15753. — Reykjavík. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.