Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 12
Einn á tnóti öllnwn FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leyniiögreglumaífur, er skil- inn og lagstur í drykkjuskap. Hann hefur ráðið sig sem löggæzlu- mann á hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að því, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama hóteli og hann. Hann reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið í skrifborði Elders læknis.- Gamla konan herti takið um ermi hans. „En hvað var hún að gera á bátnum með Leo Spagnoletti ? Hvernig stóð á þessu?“ Hödd Smitty var hálfkæfð og hás. ,,Þú mátt ekki halda neitt um hana. Hún hafði símanúmer Leos. Henni leiddist bara í skólanum og langaði í tilbreytingu. Judith sagðist geta séð um sig sjálf og ég held að hún geti það. Og hún fékk nógu mikla til- breytingu í gær, svo að það ætti að endast henni í nokkur ár.“ Smitty hugsaði um þetta og spennti varlega greipar í kjöltu sér. „Ég er hrædd um að ég geti ekki haldið henni í skefjum um alla eilífð. En, Max — mig langar svo mikið til að sjá hana að mig verkjar." Hún deplaði augunum nokkrum sinnum og hallaði sér aftur á legubekkinn. „Segðu mér eitthvað um hana —: hvernig gengur hún, hvernig er röddin hennar?“ Smithy og Thursday hrukku bæði við, þegar síminn hringdi. Smitty tók upp heyrnartólið og sagði: „Já?“ Thursday heyrði hrjúfa rödd Harveys. Smitty muldraði: „Jæja. Eftir augnablik.“ Og lagði tólið á. Hún reis upp við dogg og leit hugsandi á manninn. „Hver heldurðu að sé að fylgjast með húsinu hinum megin við götuna?“ Thursday þagði. Smitty sagði: „Angel.“ Það brakaði í legubekknum, þegar Thursday stóð upp. Hann staulaðist yfir draslið á gólfinu og þaut út að dyrunum. Hann heyrði Smitty kalla á eftir sér. Bak við afgreiðsluborðið sat Harvey og horfði á hann undrandi. Hann hikaði andartak á gangstéttinni. Birtan var þægileg saman- borfð við birtuna inni. Fimmta gata var auð, dauð. Thursday leit í allar $ttir: Hann sá glampa á nokkrar rúður. Hann grillti i fjóra sporvagnsteina á miðri götunni. Nálægt einum teininum logaði á sígarettu. Þá. heyrði hann í kvenskóm á hlaupum. Hann leit í norður. Konan var næstum komin að hoininu. Hún var í einhverju Ijósu, sem blakti til og frá, það hefði getað verið regnkápa Angels. Thursday hljóp yfir götuna. Konan hvarf fyrir hornið til vinstri. Han sá allt mjög greinilega núna. Hávaðinn frá skóm hans ómaði milli húsanna. Hann hljóp þétt upp að mexíkönsku veitingahúsi og síðan út á næstu götu. Það var allt kyrrt eins og á Fimmtu. Thursday snarstanzaði. Síðan hallaði hann sér þreytulega upp að rúðunni á veitingastaðnum. Konan var Angel. Hún stóð á miðri götunni, horfði til hans og beið. Hann reyndi að hugsa skýrt. Hann var móður, hann hafði hlaupið of hratt. Hann og Angel voru ekki ein á götunni. Það hafði aldrei verið ætlunin. t skugga frá húsi neðar í götunni sá hann tvo skugga hreyfast. Annar laumaðist út undan veitingastaðnum hinum megin við götuna. Lítill flutningabíll með logandi á biðljósunum staðnæmdist á gatnamótunum. önnur vél heyrðist hósta bak við hann, sem rauf þögnina. Thursday sneri sér við. Maðurinn stóð andspænis honum á gangstéttinni. Byssan í höndum hans var stór og hann sagði hæðnislega með röddu, sem Thursday kannaðist við: „Einmitt maðurinn, sem við vorum að leita að.“ Sunnudaginn, 12. febrúar, kl. Jf,30 f. h. Angel hló einu sinni, hranalega, þetta var kveðja hennar. Hún stóð á miðri götunni og horfði á Bert ýta Max Thursday inn í flutningabílinn á Eftir WADE MILLER horninu. Þau horfðu öll á hann. Angel, skuggarnir á báðum gangstétt- um og þrekni maðurinn sem hafði farið út úr bílnum. Það var Rocco. Kraginn á jakka hans var uppbrettur, vegna þess að morgunloftið var svalt. Hann sagði ekki neitt. Hann tók 45 byssuna af Bert og benti Thursday að fara í framsætið. Bert fór fram fyrir .bílinn og smeygði sér undir stýrið. Siðan settist Rocco stynjandi við hlið leynilögreglumannsins. Hann beindi byssunni að kvið hans. Þegar hann hafði skellt hurðinni, ýtti hann handlegg Thursdays fram og ýtti byssunni upp að síðu hans. Þegar Rocco hafði komið sér þægilega fyrir, veifaði hann handleggnum út um gluggann, án þess að hafa (augun af Thursday. Angel sneri sér við og gekk ein upp götuna. Hinir fóru á eftir. Þau gengu öll að Dodge ’46,’ sem lá við hliðina á maxíkanska veitingastaðnum. Thursday sagði ? ,,Angel virðist þreytt. Ég er ekki sá fyrsti sem hún handsamar í dag.“ Rocco var grafalvarlegur, og munnurinn skeifumyndaður. Bert ýtti gírstönginni upp að hné Thursdays og steig á benzínið. Mennirnir þrír sátu samanþjappaðir í framsæti bílsins. Gegnúm rúðuna sá Thursday að fram- hlífin var beygluð og málningin var farin að flagna af. En vélin malaði sannfærandi, þegar bíllinn beygði fyrir snarpa beygju. Thursday minntist þess ekki að hafa séð neitt nafn á hlið bílsins. Bert ók niður Fimmtu götu niður að höfninni. Handan við grimmilegt andlit Roccost sást glampa á flóann. Þeir þutu eftir hafnargötunni, sem lá í beygju meðfram höfninni. Að National City, mexíkönsku landamærunum, Tijuana. Thursday sagði skyndilega: „Hvað liggur á? Mér liggur ekkert á.“ Maðurinn í leðurjakkanum hló við. „Heyrðirðu þetta herra Spagnoletti ?“ Það var skollin á þoka, svo að hann setti gluggaþurrkurnar i gang. Þær slógust fram og aftur eins og til þess að telja mínúturnar. Rocco Spangoletti var enn þögull. Thursday var farinn að telja slögin i gluggaþurrkunum. Hann vætti varirnar. „Hvert erum við að fara?“ „Dálítið lengra." ,, Hvað er þar?“ Hann leit varlega í kringum sig í bílnum. „Áhöld." Bert starði á rúðuna. Þokunni var létt og hann slökkti á gluggaþurrkunum. „Byssur. Steinar. Kaðall. Og nokkrar skóflur og hakar — til þess að það verði reglulegur garðyrkjubragur yfir þessu.“ „Þangað sem Clifford fór?“ Bert kinkaði kolli. Þeir voru komnir framhjá verksmiðjunum og her- skipalæginu. Næsta gata var gatan milli San Diego og National City. „Maður brýtur á honum hálsinn. Það sést ekkert á honum, og margir hálsbrjóta sig, þegar þeir detta í vatnið." Þetta var forskrift — afar ein- föld. ,,Þá setur maður hann í poka með eitthvað áttatíu pundum af steinum í. Bindur fyrir pokann. Svo rotnar pokinn. Ef til vill hjálpa fisk- arnir og krabbarnir til og hann flýtur upp. Allt bendir til þess að það hafi verið slys. Ef til vill komast þeir aldrei að því hver náunginn • er.“ Bert hægði ferðina. Þeir voru komnir að McKinley stræti. Þetta var í fátækrahverfinu. Húsin voru að grotna niður beggja vegna götunnar. Trén vor-u rytjuleg og þakin sníkjuplöntum. Það sást ekki lengur út á flóann. Einhvers staðar til hægri heyrðist í skipi. Thursday stífnaði og fann byssuna rekast fastar að síðu sinni. Drauga- legur grár jeppi stóð við ljósastaur á næsta götuhorni. Sjóliðsforinginn við stýrið leit í kringum sig og sagði eitthvað við sjóliðann sem með honum var. Strandgæzla. Sjóliðsforinginn leit á vörubílinn, sem kom á móti hon- unr. Hann yppti öxlum og ók áfram niður eftir götunni. i2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.