Vikan


Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 25.09.1958, Blaðsíða 13
Bert skellti í góm og beygði til hœgri í öfuga átt. Það rumdi í Racco. Þegar hann opnaði munninn var rödd hans hás og tilbreytingarlaus. „Thursday, þú hefur rétt á einu, þú veizt hversvegna þetta er að gerast, en ég vil vera viss. Þú verður að borga fyrir dauða bróður míns.“ „Ég drap hann ekki, Spangoletti. Ég var bundinn í klefanum, þegar hann var skotinn.“ Rocco hristi höfuðið og órakaðir kjálkar hans skulfu. „Ég veit ekki. Enginn getur sannað neitt. Leo er dauður og liann var bróðir minn. Hingað til hef ég aðeins átt í viðskiptabrösum, en nú verð ég að fá blóðhefnd." Bíllinn ók undir götuljós. Thursday sá, að föt Roccos voru ekki einungis dökk, þau voru svört, sorgarlitur. Og yfir hvíta skyrtuna á breiðu brjósti hans lá svart bindi. Thursday sagði, og hreyfði næstum ekki þurrar varir sínar: „Olivera drap bróður þinn.“ „Ef til vill. Ef til vill gerðir þú það. Eða þessi Wilmingtonstelpa, sem Leo var méð á Panda! Ef til vill einhver annar. En það koma ekki margir til greina — aðeins þeir, sem voru þarna og þeir sem vita um perlurnar. Ég er ekki fljótur að hugsa. En þegar ég er búinn, er ég búinn að hefna Leos.“ „Olivera kom og náði í perlurnar. Hann stal krakka Mace og drap Elder. Hann drap bróður þinn. Þetta er svo auðséð.“ „Það er margt, sem þú ekki veizt, Thursday. Eða ef til vill þykistu ekki vita neitt. En ég ætla ekki að hætta á neitt. Þegar ég er búinn, veit ég vissu mína.“ Þrekni maðurinn í svörtu fötunum þrýsti sér upp að honum, byssan, holdið, óhaggándi, óréttlátt, banvænt. Rörr Thursdays skalf. „Ég verð að vera þér sammála, keppurinn þinn. Þú ert seinn að hugsa. Þú ert einfald- lega heimskur. Lögreglan kemst strax á sporið.“ Rocco dró andann djúpt. Billinn beygði inn í garð, þar sem geymt var timbur. Pramundan sást glampa á vita. Þeir voru næstum komnir að fló- anum aftur. „Reyndu ekki að hugga þig, Thursday. Angel er að fara úr bænum og kemur aldrei aftur. Bert á að hverfa dálítinn tíma. Þessi Wilm- ington stelpa getur ekkert sagt. Ég er einn eftir.E g þekki lögfræðinga og dómara í þessum bæ. Lögreglan er ekkert annað en hugmyndir." Hann ýtti byssunni fast upp að síðu Thursdays. „Jæja, þegiðu nú.“ Hendi Roccos skalf af reiði. Thursday fann, að handleggur Roccos skelf við olnboga sinn. Bert hafði slökkt á ljósunum. Bíllinn ók hægt eftir timburgarðinum að höfninni. Gömul bryggja skarst út í vatnið eins og margfætla. Ljós sáust á Strandgötunni. Bíll einhvers, sem var að fara til vinnu sinnar, eða koma úr vinnunni, eða einhver á skemmtiferð. Það brakaði í bryggjunni, þegar Bert ók út á hana. Vatnið skall gegn bryggjustoðunum undir þeim. Thursday hugsaði með sér: þá er þessari ferð lokið. Alltaf niðri við höfnina. Sunhudagsmorgunn — þegar allir sofa út. Bíllinn var kominn út á bryggjuna miðja. Bert beygði sig fram að framrúðunni. Dropar voru farnir að myndast á henni. Thursday leit niður á gólfið. Hann sá að fótur hans sjálfs lá á varahemlunum. Hann bað. Hann sagði, Guð, þetta er fyrir krakkann. Hjálpaðu mér aðeins í þetta sinn. Láttu mig sleppa.“ Thursday barði um sig í allar áttir. Hann sveigði langan líkama sinn og olnbogi hans ýtti byssunni upp að leðursætinu. Hún drundi uppi við hand- legg hans. Hann sparkaði með vinstra fæti, þannig að hann festi skó Berts milli stýrisins og gólfmottunnar. Með vinstri hendi dró hann út hand- bensínið og hélt fast um það. Bíllinn ók af stað. Það var hleypt af aftur. Reykur fyllti bílinn. Rocco togaði í byssuna og sló í andlit Thursday með lausa hnefanum. Bert hélt stýrinu réttu með annarri hendi. Hann fálmaði ósjálfrátt eftir varaheml- unum. Handleggur Thursdays, sem hélt i handbenzínið varð í vegi hans. Thursday sparkaði. Bert æpti. Framhjólin tók kipp og sigu niður. Hnefi Raccos skall á höku Thursdays, sem andaði djúpt að sér. Bíllinn hallaðist og hann veltist ofan á búk Roccos og leitaði með báðum höndum að bvssunni. Hann fann aðeins úlnliðinn á þeirri hendi, sem á byssunni hélt, svo að hann greip fast um hann. Bíllinn skall á vatninu. Það drundi í honum og hann seig hægt niður. Saltvatn. Vatnið gusaðist inn um glaggana í stríðum straumum. Thursday kastaðist til, þegar vatnsgusan skall á honum. Hendur Roccos voru tómar. Eins og óðir smokkfiskar þeirfuðu þeir með öllum skönkum um bílinn og reyndu að opna hurðirnar. Þeir rifu upp hurðina, sem rifnaði frá bílnum. Thursday dró að sér handlegginn og lét hnefann skella á breiðu baki Roccos. Aftu og aftur, meðan allt var svart. Hann ýtti skrokknum á undan sér og barði loftið úr feitum búknum. Það var eins og úthafið reyndi að mola á honum husinn með járnklóm. Bíllinn valt á hliðina og hann sogaðist upp gegnum dyrnar. Hann barði um sig og reyndi að halda augunum opnum, en hann sá ekkert, og hann barðist við að halda niðri í sér andanum, svo að banvænt vatnið sogaðist ekki niður í lungu hans. Leitandi fingur hans komu við eitthvað mjúkt. Hann togaði í það og þaut upp á yfirborðið, meðan hann sparkaði sem mest hann mátti. Þegar hann þaut upp á við, sá hann starandi andlit Roccos, afmyndað, ófreskt. Hann hafði gripiS í svarta jakkann. Sorgarjakkann. Augu hans komu upp á yfirborðið, en honum fannst líða óratími, áður en munnur hans gat andað að sér hreinu lofti, sem skar lungu hans. Ljósin skinu allt i kringum hann. Hann sá glitta í bryggjuna og landspildu bak við hana. Fimmtíu fet í land. Hann synti klunnalega og hélt höfðinu yfir vatns- boðinu. Hann hugsaði: Ég ætla aldrei að .halda niðri í mér andanum öftar á ævinni. Föt hans háðu honum mjög. Thursday synti með hægri hendinni og ýtti brakinu frá bryggjunni á undan sér með þeirri vinstri. Fúinn viður- inn var þakinn hrúðri og mjúkum sogdýrum. Hann gleymdi ströndinni og fór að telja spýturnar. Þegar hné hans komu við mjúkan botninn, hafði hann talið tólf. Hann lá í allri sinni lengd í flæðarmálinu, lafmóður. Bryggjan og hafnarbakkinn gnæfðu yfir honum og sltýldu honum. Fætur hans lágu enn I vatninu og litlar bárur gældu við þá án afláts. Einar var að kalla. Hann reis upp á fjóra fætur og hristi sandinn af andliti sínu. Skær ljóssúla lék um svartan flóann. Það heyrðist aftur í sírenunni. Thursday muldraði hásri röddu: „Lög- reglubátur!" Hann staulaðist að hafnarbakkanum. Það lá stígur hægra megin við bryggjuna. Hann staulaðist á fætur og féll síðan aftur. Leitarljósið skein nú á hafnarbakkann og hann reyndi að forðast það. Einhver kallaði: „— vatn! Stjórnborða!“, síðan hvarf röddin í vindinn. Það var aftur dimmt. Thursday lyfti höfðinu með gát. Lögreglubáturinn sigldi nú hægt umhverfis bryggjuna. Leitarljósið skein skjannahvítt út á flóann. Báturinn kom nær bryggjunni. Nokkrir merin hölluðu sér yfir borðstokkinn til þess að ná í eitthvað í vatninu. Eitthvað, sem flaut við hendurnar á þeim, kringlótt, mjúkt og svart. Eins og dauður selur. ,, — einhver annar.“ Einn maðurinn leit upp. Thursday stóð upp með erfiðismunum. Hann staulaðist að dökku'm timburhlöðunum. Sunnudaginn 12. fcbrúar, kl. 7,00 f. h. Thursday sá andlitið á Georgiu ógreinilega gegnum vírnetið í hurðinni, en hann sá að hún opnaði munninn og lyfti augabránunum spyrjandi. „Max —!“ , Hún opiiaði varlega. Hann gekk inn í fordyrið og lokaði á eftir sér. Hún hörfaði undan að þvottasnúrunni, og starði á hann spyrjandi. Það skrjáfaði í pilsi hiennar. Kjóllinn var úr svörtu rayon jersey með langar ermar. Fila- beinslituð greiða, sem nú var gleymd, var í annarri hendi hennar. , „Við skulum komast í skjól,“ stakk Thursday upp á. Hann gekk framr hjá henni inn í eldhúsið og þegar hún hafði hugsað sig um, hélt hún hikandi á eftir honum. Hann lokaði eldhúshurðinni og snei'i lyklinum í skránni. Síðan hallaði hann máttvana líkama sínum upp að ísskápnum og andvarp- aði. . . . „Hvað er að Max? Hvað hefur komið fyrir? Eru þeir búnir að finna Georgia þagnaði. Skjálfandi hendur, sem héldu á greiðu, þrýstust upp að munni hennar. ' ’ r i Thursdav reyndi að brosa hughreystandi. Hann íétti fram hendurnar og tók í handleggi hennar. Vöðvar hennar voru stífir. „Þú mátt ekki hugsa svona. Þeir eru ekki enn búnir að finna Tommy. Og þegar þeir finna háhn, liður honum áreiðanlega vel. Þú mátt ekki hugsa neitt ljótt,“ Tennur hennar slepptu takinu af neðri vör hennar og létu eftir sig rauðan hálfhring. Georgia leit á eldavélina. „Ég skal reyna. En ég get ekki hætt að hugsa um það. Ég verð — við skulum koma inn i herbergi." Hann hélt í handlegg hennar og gekk í humátt á eftir henni. Hann ösk- aði þess að hægt væri að fá að láni hluta þess krafts, sem hann fann. Brúnt hárið sveiflaðist um háls hennar. Gluggatjöldin voru dregin fyrir í gamla forherberginu. Grá dagsskíman breyttist í daufa birtu, þegar hún skein gegnum gluggatjöldin. Þau seltust á legubekkinn. Thursday titraði ósjálfrátt, þegar setan ýtti rökum buxunr um upp að fótum hans. Hún snerti hendi hans. „Ó, þér er kalt!“ Georgia stökk á fætur og hljóp að eldstónni. Hún fann eldspýtustokk bak við mynd af Mace fjölskyldunni. Hún kraup á kné og kveikti á gasofninum og þegar hún kom aftur, hélt hún enn á eldspýtustokknum. Thursday gat sér þess til, að hún hefði ekkí viljað lífa aftur á myndina af fjölskyldunni. Hann skildi hana mætavel. Þaið var erfitt að'horfa i augun á Tommy. Hann tók eina Camel úr öskjunni á kaffiborðinu. Hún kom sér fyrir á legubekknum og sló létt með hægri hendi á vinstri handarbakið. Hún kom aftur til sjálfrar sín. „Hvað ?“ ,,EIdspýtur.“ FramhaZd í nœsta blaði. Svör við spurningum af blaðsíðu 3 Og árangurinn? (1) — a,l;b,3;c,3 (2) — a,3;b,l;c,3: (31 — a,l;b,3; (4) — a,l;b,l;c,3.. (5) — a,3;b,l; c, 3. (6) — a,l;b,3. (7) — a,l;b,l;c,2; d,3. (8) — a,l;b,3. (91 — a,l;b,3. (101 — a,2;b,3 (111 — a,2;b,3. (12) a,3;b,l. (131 — a,3;b,l. (14) — a, 2;b,3. (15) — a,l;b,3. (16) — a,3; b, l. (17) — a,2;b,3;c,l. (18) — a,l; b 3. (19) —- a,l;b,3. (20) — a,l;b,3. 1 fyrsta lagi: Dragið frá þrjvi stig fyrir að hafa farið að svara spurn- ingunum! Undir 30 — Hvers vegna að háíá áhyggjur? Ekkert er vist! Reynið að lifa lífinu! 30—50 — Þér eruð í meiri hlutam um, eins og fólk er flest á vorum dögum, getið þér ekki verið rólegir með það ? ■•• : Yfir 50 — Hafið engal áhyggjuT: þér hafið engar áhyggjur!' ; 1B j VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.