Vikan - 05.02.1959, Blaðsíða 13
KkSTJÚMtNUSÞA ■£>
Vikan frá 6.—13. febrúar 1959
I þessari viku skeður margt, sem þig hefur aldrei grunað; Hruts- ,-y. Náinn ættingi, sem þú hefur ekki haft samband við lengi af merkið "^99 vissum ástæðum kemur til þín í ákveðnum tilgangi. Annars virðist ekki mikilla atburða von, nema sennilega verður reynt 21. marz 20. apr. ag rægja þjg seinníhluta vikunnar við vinnuveitanda þinn. Færð slæm skilaboð, sem geta haft nokkra erfioleika i V Ogar- y.l-> för með sér. Annars virðist þú ekki huga nóg að því að merkið w 4* sýna þínum nánustu nærgætni og skilning. Á sunnudag 24. .pnt 2S nlrt gerist óvæntur atburður, sem gleður þig mjög og lika gætu ‘ ** * ' veikindi verið á næsta leyti, ef þú ert ekki vel á verði.
E>ú virðist eiga í miklu stríði við mann, .sem lengi hefur Nauts- haft illan bifur á þér, en stilltu þig og sýndu festu, því merkið annars fær hann höggstað á þér. Ennfremur ættir þú að gæta þess að koma ekki illu orði á mann, sem reynir að 21. apr. 21. maí vinna kunningja þínum gagn, þótt það sé þér í óhag. _ . Þú átt það til að segja meira en þú getur staðið við. UreKa Reyndu að venja þig af þeim leiða sið, þvi ella getur illa merkið farið. Gættu þín ennfremur að lifa ekki um efni fram. 24 lrt 22 4 Kona ein kemur að máli við þig og leitar aðstoðar þinnar 44. OKt. 44. nov. j erfiðleikum, sem hún á við að stríða.
Þú virðist eiga í nokkrum erfiðleikum vegna skulda, sem Tvibura- . * ^ . þú hefur stofnað til í vandræðum. Að öðru leyti muntu merkið sennilega verða heppinn á þriðjudaginn, því óvænt slma- hringing boðar þér miklar gleðifréttir. Sýndu ennfremur 22. mai 23. júní meiri sáttfýsni og líttu á hlutina i réttu ljósi. Hafðu eftir fremsta megni betri stjórn á skapi þínu, ■**°§7 þú ert of viðkvæmur og lætur óréttmætar aðfinnslur fá of maðurinn mikið & þig. Þú hefur sýnt of migla fljótfærni i fjármálum 22 'v 21 d °S ættir að reyna að komast út úr því, áður en verra 4Ö. nov.—4X. aes. hlýzt af því fyrir þig og fjöiskyidu þina.
Maður kemur illa fram við þig, en fyrirgefðu honum Krabba- t, . samt. Að öðru jöfnu virðist þú of viðkvæmur fyrir smá- merkið trfpíf munum, sem i rauninni skipta engu máli. Reyndu að hafa gætur á vini þínum, sem hefur illt 1 hyggju gagnvart 22. júni 23. juU þ£ri Ofreyndu þig ekki við vinnu þína. . .. ÞÚ ert ákveðinn og vel hæfur til þess starfs, sem þú (xeitar- hefur þegar valið þér. Mikilvægt getur þó verið fyrir þig, merkið að hafa sem bezta samvinnu við félaga þina í einstökum 22 dps 20 ífln vandamálum. Sýndu ofurlítið meiri kurteisi og legðu þig 44. aes. 4U. jan. eftir því að gera öðrum meira til ge5s
Horfur eru sæmilegar framan af og ágætar, þegar á líður LiJÖnS- vikuna. Láttu fánýtar nábúakrytur ekki hafa áhrif á fram- merkið komu þína gagnvart vini þínum. í>ú leggur líka of mikið í sölurnar, ef þú heldur að takmark, sem þú hefur lagt 24. júlí—28. ag. þ.g eftir, vinnist með nostursemi og föndri. v . ÞÚ nærð takmarki, sem þú hefur lengi keppt að; sýndu vatns- samt ekki of mikið ákaflyndi og umfram ekki vanþakklæti, berinn þegar þar að kemur. Láttu þér annt um vin þinn, sem lent 21 jan jg febr he£ur ut á vafasamri braut og aðstoðaðu hann eftir megni.
. Fjölskylduvandamál virðast í óreiðu og sökin sennilega Meyjar- at<» at þín. Fjárliagsafkoma ágæt, þrátt fyrir það, en leggðu ekki merkið —of mikið upp úr slíkum hlutum en hugsaðu um innri hlið- ina líka. Komdu betur fram við ættingja þinn, sem lent 24. ag. 23. sept. hefur í vandræðum og reyndu að stunda starf þitt vel. . Komlu þér undan að vinna leiðinlegt verk, sem ekki er ElSka- virðingu þinni samboðið. Þú hefur unnið mikið að undan- merkið 8®*^- þinni. förnu og ættir að reyna að slappa af og ofbjóða ekki 20 f h 20 marv heilsu l)inn>. Verið gæti að þú tækist ferðalag á hendur fyrir 40. ieDr. 40. marz manni sem rekur verzlun. Óvænt heimsókn I kvöld.
Fornar ástir
Framhald af bls. 9.
ég vitlaust. En þú verður að telja það mér til
hróss, að ég leita fyrst til þín.“
,,Það er mér sönn ánægja."
Henni var órótt vegna grunsemda hans og
reyndi því að fá hann til þess að tala um eitt-
hvað annað. Henni heppnaðist það með því að
segja honum, með uppgerðarákafa, söguna af
sjálfsmorðstilraun Toni, og Carneilhan gaf frá
sér hranalegan hlátur, þegar hann heyrði, hve
Espivant hefði tekið þetta nærri sér.
„Þú veizt hvernig hann er,“ sagði Julie, „þegar
hann veit, að maður er að reyna að ná í konu,
sem hann þekkir. Hann er óttalegur kokkáll."
Þegar Léon sópaði brauðmolunum af borðinu
með höndinni — hreyfingu, sem virtist segja,
þetta kemur að engu gagni — varp Julie öndinni
léttara og hellti sér í glas. Henni varð allri
rórra, og hún ljómaði í skímunni frá lampanum,
þegar hún fann hlýjuna frá víninu stíga sér til
höfuðs. Henni fannst hún hafa unnið glæsilegan
sigur, þegar hún heyrði glaðværa rödd Carneil-
han, sem sagði: ,,Ég veit ekki hvernig þú ferð
að því, en þú virðist ekki eldri en þrjátíu ára
í kvöld.“ Hún þráði það að verða verðug þessa
lofsyrðis en í þvi fólst einnig afbrýðisemi bróður
hennar. Svo að hún reyndi að láta á litlu bera,
eins og fugl, sem dregur á eftir sér brotinn væng.
Hún skellihló, og tvö tár komu fram á hvörmum
hennar, síðan sagði hún Carneilhan, að hana lang-
aði til þess að losna við Coco Vatard, sem væri
farinn að fara í taugarnar á henni.
Síðan virtist dómgreindin bresta hana, og hún
vissi ekki hverju hún ætti að trúa Carneilhan
fyrir og hverju hún ætti ekki að trúa honum
fyrir. Hún tætti sundur aumingja sakleysingjann
hann Coco, lék sér að því að svívirða hana. „Að
vakna við hliðina á manni með fjólubláan kvið
og grænt nef.“ Cai'neilhan lét sér ekki segjast.
Varir Julie ljómuðu af koníakinu og hár hennar
sem var allt i óreiðu af völdum rigningarinnar tal-
aði um þennan leikfélaga sinn af biturri meinfýsni.
Carneilhan áræddi að segja, ósköp kæruleysis-
lega: „Fannst þér ekki Herbert hálfgerður ó-
nytjungur? Og finnst þér ekki dálítið einkenni-
legt, að Herbert skuli svo skyndilega þarfnast
þín?“ Hann gafst loks upp, og Julie tók ekki
lengur eftir nafninu, sem hann skaut inn í sam-
talið öðru hverju, til þess að leiða hana í gildru.
Samtalið varð að sundurlausum hávaða í eyrum
Julie, og skyndilega langaði hana mikið til þess
að sofna. Hún vafði um sig teppinu á legubekkn-
um og þagnaði. Léon de Carneilhan lokaði franska
glugganum, slökkti ljósin, nema lét loga á lampa
við rúmið, og slökkti í gasinu í eldhúsinu. Þegar
hann fór, steinsvaf Julie undir rauða teppinu,
og það lagði föla birtu frá stuttum lokkum henn-
ar. Henni brá ekki hið minnsta, þegar skellt var
hurðinni í forayrinu.
Næsta dag ákvað hún að láta verða af áætl-
unum sínum. „Áætlanir" hennar voru fjöldi á-
kvarðana, sem flestum hefði fundizt sundurlaus-
ar og oft voru þessar áætlanir fordæmdar af
vinum hennar og níddar af skyldmennum henn-
ar, því að hún lét sér aldrei segjast. 1 þetta sinn
gerði hún eina varúðarráðstöfun — hún leitaði
til kertaspákonunnar. Hún stakk nýju kerti í
barm sér og fór og vakti Lucie Albert, dró hana
upp úr rúminu, örþreytta og föla. Hún starði út
í tómið eins og dáleidd. En þessi litla næturvera
gleymdi ekki að ná sér í kerti af píanóinu,
bleikt margvafið kerti, sem hún stakk í barm sér.
„Hvað þá, Julie. Annar leigubíll?“
„Annar leigubíll. Og meira til. Komdu þér
inn og reyndu að sofna, þangað til við komum í
Avenue Junot.“
Þegar leigubillinn ók framhjá spegli, leit Julie
á hina grönnu, vagandi skuggamynd, föla og
svefndrukkna vinkonu sína, sem kom henni til
að miklast yfir myndinni af sjálfri sér,- svarta
og hvita, klæðskerasaumaða kjólnum (sem reynd-
ar var nýkominn úr hreinsun), og stuttu ólg-
andi hári sinu. Það mátti lesa dulda hugsun
hennar í svip hennar, nasirnar útþandar og munn
urinn hálfopinn, málaður með freistandi roða.
Hjá kertakonunni var fremur kulsælt, eins og
i kirkju. Reyrstólar stóðu upp við vegginn, og
eina veggskrautið var einhvers konar skjal, sem
hékk í svörtum ramma á veggnum.
„Hér með vottast,“ las Julie upphátt, „að frú
Elena gerði allt, sem í hennar valdi stóð til pess
að koma í veg fyrir, að min margsyrgða dóttir
fœri í skemmtiferð á snekkjunni, eftir að hafa
sagt henni, að þetta yrði hennar hinzta ferð.
Sveimér þá.“
„Ó, Julie! Þetta er ekkert hlægilegt! Hugsaðu
um aumingja stúlkuna, sem drukknaði! Þetta er
bara alls ekki fyndið!“
Julie stai-ði á litlu vinkonu sina.
„Hvernig i ósköpunum ættir þú að vita, elsku
kjáninn minn, hvað er fyndið og hvað er ekki
fyndið?“
Frú Elena kom inn geispandi, og vaggaði
til höfðinu vegna kvaða stéttar hennar og kvart-
aði undan því að sofa ekki nóg; að því er virt-
ist kallaði hún ekki svefnslikjuna sem hvildi
yfir bláum, syndandi augum hennar, svefn. Hún
var með köflótta svuntu og hárið sett í einn
heljarmikinn hnút, og hefði vel getað verið hrein-
gerningakona. Hún fitlaði við logandi kertið með
hníf, eins og hún væri að afhýða gulrót, og
muldraði draugalega, til þess að koma viðskipta-
vinum sínum i uppnám. Hún las úr storknu vax-
inu, að Julie væri við óábyggilegan mann riðin,
sem myndi fara i ferðalag og loks myndi hún
fara upp hringstiga. Hún varð enn dularfyllri,
þegar Lucie átti í hlut og sagði eitthvað, um
leið og hún þrýsti gamla, undan lcertinu á plöt-
una, eithvað sundurlaust um falið barn. En hvað
kom Julie og Lucie við þessi óábyggilegi maður
og þetta falda barn? Þær vildu einungis njóta
hins dularfulla, sem sæi aldrei dagsins ljós. Lucie
endurtók þrásinnis. „Já, já,“ og kinkaði kolli, eins
og hún væri að rifja eitthvað upp fyrir sér.
Julie setti upp tvíræðan varnarsvip, sém var
einkennandi fyrir Carneilhan-fjölskylduna. Hún
fór frá frú Elena, eins og hún væri að koma frá
nuddkonu og kom sér fyrir utan kaffihús. Lucie
Albert lánaðist loks að vakna, þegar hún sá kaffi
með rjóma fyrir framan sig.
„Ég er eins svöng og ég var vön að vera eftir
hámessuna í Carneilhan," hrópaði Julie.
„Og ég er líka glorhungruð!" hrópaði Lucie
Albert. „Julie, hugsaðu þér! Falið barn! Þetta
er stórfurðulegt!"
„En áttu nokkuð barn?"
„Nei, nei, Julie. En allir, sem ég hitti hér eftir,
munu koma mér til þess að hugsa um falin
börn; þetta er heillandi. Og sérðu sjálfa þig í
því, sem hún sagði þér?“
Julie brosti og smurði rúnstykki sitt.
Framhald í nœsta blaði.
VIKAN
13