Vikan - 05.02.1959, Blaðsíða 7
Liturinn sem alltaf er í tízku
Fyrsta myndin sýnir kjól úr svörtu, möttu flaueli eða þykku
satíni, með hvítum bryddingum að framan og slaufu í háls-
málinu. Hann nýtur sín bezt á ungum stúlkum eða vel vöxn-
um ungum konum.
Kjólinn er hægt að nota í minni háttar samkvæmi, á dans-
staði, leikhús og i stærri veizlur og vera þó alltaf vel klædd.
„Klæðnaður með einföldu sniði og
í litum, sem aldrei fara úr tízku er
fyrir þær konur sem ekki hafa mikil
peningai-áð“. Þetta er setningin sem
mun lengst lifa af öllu því sem hinrt
frægi framliðni tízkufrömuður Dior
hefir látið birta og hafa eftir sér.
Allt annað sem birt var eftir þennan
dánumann og yfirleitt birt er í tízku-
heiminum,. er miðað við það að vera
stundar fyrirbrigði og ekki til þess
ætlast að það verði annað.
Þessir kjólar sem myndir birtast
af hér á tízkusiðunni, eru fyrst
og fremst ætlaðir þeim sem óska
ekki eftir mikilli sundurgerð í klæða-
burði, en vilja vera vel og viðeigandi
klæddar hverju sinni.
Kjólarnir eru samkvæmt nýjustu
tízku, en þó ekki þannig að hætta
sé á að þeir verði farnir úr móð
næsta vetur. Á öllum aldri er konan
vel klædd í svörtu og enginn litur
á betur við virðulegan klæðnað.
Hverri mynd fylgir smá teikning
er sýnir baksvip kjólsins.
Annar kjóllinn sem sýndur er er einnig
svartur að lit úr ullar-georgette eða kashmir
og hentar betur fullvöxnum konum, en barn-
ungum stúlkum. Eins og hann er sýndur. á
efrti myndinni er hann frambærilegur hvar
sem er. Allt frá cocktail-veizlu kl. 5—7, í
leikhús og í kvöldsamkvæmi þótt dansað sé.
Þar er einnig hægt að nota treyju eins og sýnt
er á neðri myndinni og er hún brydduð með
svörtu satíni á ermum og að neðan. Þá væri
eins hægt að nota kjólinn til hádegis-verðar í
spilaklúbbinn og víðar. Hvítir háir hanskar
eru notaðir við þessa svörtu kvöldkjóla, en sé
treyjan höfð við kjólinn eru svartir stuttir
lianskar notaðir.
VIKAN
7