Vikan


Vikan - 05.02.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 05.02.1959, Blaðsíða 21
þar að tala við mann með skipstjórahúfu — Bob, sem skipti sér næstum aldrei að búðinni. „Er Gérardine frænka við?“ „Hún bíður uppi.“ Hann fór upp hringstigann. I>að var dimmt á stigapallinum. Dyrnar opnuðust og það heyrðist kallað: „Er það Gilles? Komdu inn.“ Hann fór inn i setustofuna, þar sem hann sá Plantel. Hann hafði hálfvegis átt von á að sjá hann. Skipaeigandinn var fjörugur að vanda og uppstrokinn. Hann rétti fram höndina, án þess FORSAGA: Gilles Mauvoisin hlýtur óvænt allar eigur látins frænda sins að erfðum. Hann sezt að í húsi frænda síns. Viss skilyrði fylgja arfinum og ýmis vandahál virðast steðja að. 1 húsinu býr einnig hin ótrúa ekkja gamla mannsins, Colette, sem lengi hefur haft náið samband við lækninn Sauvaget. Hann er tekinn fastur, grunaður um morð á konu sinni. Óvæntir að standa upp. „Setjist niður, vinur minn.“ Það var augnabliks þögn, sem Gérardine frænka rauf: „Réttu mér frakkan þinn, Gilles. Hann er rennvotur.“ Hún og Plantel horfðust í augu. Plantel þrýsti vindli sinum inn i munnstykki, bandaði burt ösku, sem fallið hafði á vesti hans, krosslagði fæturna og sagði: „Mér þykir leitt að þurfa að segja yður, að það hefur verið gefin skipun um að grafa upp lík. Frændi yðar, Octave . . .“ Gilles leit á hann. Það var skuggsýnt í her- berginu og regnið heyrðist lemja blikkþakið. „Haldið þér að honum hafi verið byrlað eitur, Plantel ?“ Skipaeigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Það er ekki mitt að dæma um það. Ég veit bara, að frændi yðar trúði okkur frænku yðar fyrir ýmsu. En þér hafið ekki verið beinlinis samningsþýður. ‘ ‘ „Þú verður að viðurkenna, Gilles,“ skaut Gér- ardine frænka inn, „að þú hefur ekkert gert til þess að . . .“ En handahreyfing frá Plantel þaggaði niðri í henni. „Vinur minn, Octave Mauvoisin, vissi vafa- laust hvað hann gerði, þegar hann gerði erfða- skrá sína. Það hefur vakið menn til umhugsunar og æst þá, að frú Sauvaget var byrlað inn eitur. Mönnum finnst eðlilegt að draga þá ályktun, að maður sem drap konu sina með köldu blóði, gæti líka myrt eiginmann hjákonu sinnar. Eins og málum er háttað, getur ekkert dregið úr þessum efasemdum.“ „Nema sannleikurinn,“ svaraði Gilles. Plantel yppti öxlum. Síðan hélt hann áfram: „Það er ekkert til sem heitir sannleikurinn, heldur mörg afbrigði af sannleikanum. Sjáðu nú til, ungi maður. 1 gær fóru nokkrir af elztu starfs- mönnunum hjá yður til Babin og sögðu honum, að þeir gætu ekki lengur unnið hjá yður.“ „Hann sendi eftir þeim. Hann hringdi i Poi- neau.“ atburðir koma í ljós: Þau skötuhjúin liggja ondir þeim grun, að hafa myrt Mauvoisin gamla. Gilles gengur í hjónaband með Alice Lepart. Menn Gilles segja upp starfi og hann veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið. Plantel þóttist ekki heyra. „Þér eruð ungur. Þér þekkið ekki heiminn og þeim mun síður kaupsýslu. Það er hægt að af- saka fávísi — að vissu marki. Eh að dirfast að heimsækja Sauvaget lækni eftir að kona hans dó, og láta frænku yðar biða í kaffihúsi á með- an. Þetta kvisast. Þetta er hvíslað manna á milli, siðan endurtekið upphátt, og að lokum kemst þetta ef til vill í blöðin. Það er ótrúlegt hversu miklu orðrómur getur áorkað, þegar þeir, sem hann bera, eru í essinu sínu. Fólk er þegar farið að tala um „Mauvoisin-hneykslið“. Nafn- laus bréf eru send á hvei'jum deg.i Og nú hefur verið gefin skipun um áð grafa upp frænda yðar. Svo að við frænka yðar höfum ákveðið að . . .“ Hann stóð á fætur og sló af vindli sínum í eldstóna. „Við höfum komið okkur saman um, að það verði að stemma stigu fyrir öllum illverkum. Við megum engan tíma missa. Og það má græða á giftingu yðar. Það er venja, að nýgift hjón fari í ferð — brúðkaupsferð. Þér getið verið í burtu eins lengi og nauðsyn krefur, og þegar þér komið loks aftur, verður þetta mál með konuna og elskhuga hennar úr sögunni.“ Gérardine las svar Gilles úr augum hans og sagði skyndilega: „Svaraðu ekki af óyfirlögðu ráði, Gilles. Þetta er mun alvarlegra mál en þú gerir þér grein fyrir. Vertu ekki að flýta þér. Hugsaðu um þetta.“ „Ég hef hugsað um það. Ég fer ekki fet.“ Plantel leit á hann og sagði: „Hvað sagði ég ekki?“ Síðan hélt hann áfram hægt og hugsandi: „Sjáðu nú til, ungi maður. Hlustið nú á mig. Ég er ekki vanur að hafa yfir hótanir. Ég var allur af vilja gerður, þegar ég studdi yður á framabraut yðar, einungis vegna míns gamla vinar, Mauvoisin. En allt frá byrjun létuð þér það sem vind um eyru þjóta, í stað þess að þiggja aðstoð mína. Ég veit ekki hvort þessi auður, sem þér fenguð skyndilega upp í hend- urnar hefur stigið yður til höfuðs, en eitt er víst, og það er það, að þér öruð ekki annað en versti þrákálfui', sem ekki vill hlusta á leið- beiningar annarra." Gilles var risinn á fætur og hafði tekið frakka sinn, sem hafði verið lagður á stólbak: „Ég ætla ekki að skírskota til tilfinninga yðar, jafnvel þótt yður verði einhverntíma ljóst hversu illa þér hafið komið fram. Ég segi aðeins þetta: við vorum mörg vinir Mauvoisin og við viljum öll bera virðingu fyrir minningunni um Framhad á bls. 18. Framhaldssaga eftir G. Simonen Stutfir Tveetfrakkar vatteraðir kr. 950 POPLIIM FRAKKAR í IJRVALI Drengjahúfur nýkomnar PÓSTSENDUM P. EYFELD higólfsstræti 2 — Sími 1019Ú . BOX 137 £1 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.