Vikan - 05.02.1959, Blaðsíða 15
Þessi frásögn er sönn, því miður. Hún fjallar
um baráttu ungrar stúlku við grimm örlög. Hún
fjallar um störf kvenlögreglunnar hér, og...
Kl. 11.48 HÚN stendur fyrir
utan dyrnar ura-
vafin kuldalegu myrkri vetrarnæt-
urinnar. Hún horfir i þöglum ótta á
Ijós í glugga. Skuggum bregður fyr-
ir innan húss, það er hennar fólk á
ferli. Hún sjálf hefur verið þama
inni, en nú stendur hún- ein á kaldri
götu. Hún snýr sér hægt við og
gegnur burtu frá lokuðum dyrum.
Hún vefur kápunni þétt að sér, og
gengur eilítið álút á móti stormin-
um. Niður vanga hennar renna tár,
og hún bítur þétt í neðri vör og kyng-
,ir kekkinum sem situr i hálsi hennar,
En hann vill ekki fara og loks getur
hún ekki barist á móti lengur, hún
nemur staðar og gráturinn ber hana
brúnum, hendur hans er sterklegar
og skinnið er sprungið á handabök-
unum.
Hún stendur hreyfingarlaus rétt
fyrir innan dyrnar, hár hennar er
blautt og það falla dropar úr því
niður á andlit hennar. —- Það er
eins og hún sé að gráta, hugsar
hann.
— Ég er hræddur um að það sé
langt að bíða eftir bíl.
Hún svarar ekki strax. Hún horfir
aðeins á hann. Svo segir hún.
— Ég ætla ekki að bíða eftir bíl.
Hann skynjar kuldann í rödd henn-
ar og sér bak við sviplaust andlitið,
umkomuleysið og óttann. v.
Það er eitthvað að hjá) henni,
Börn götunnar
í
oí'urliði. Hún grætur sárt, en engin
heyrir til hennar nema vindurinn,
einmanaleikinn hertekur hana og
grátur hennar er reiði blandin. Hún
stendur þarna ein á miðri götu, 14
ára stúlka, sem trúir vindinum fyrir
sársauka sínum og sorgum. Og vind-
urinn sér aumur á henni. Hann
þurkar tárin af vöngunum, strýkur
henni um rauðar kinnar og fer
mjúklega um hár hennar, og hún
gengur af stað, augun eru nú þurr,
en hvarmarnir eru rauðir og sárir.
En hún grætur ekki meir, hún mun
aldrei framar gráta, því hún er nú
eitt af börnum götunnar og þau
gráta ekki . . .
... 00 ní, HANN er að
Kl. UU.U2 skella -á með byl.
Göturnar eru auð-
ar, nema einstaka bíll brýst í gegn
um snjóskafla sem skafið hefur upp
í norðan storminum. Lágvaxin ung
stúlka gengur eftir götu í úthverfi
borgarinnar. Hún er illa klædd,
þunnir sokkar veita litið skjól, og
fætur hennar eru rauðir af kulda, en
hún gengur áfram, hægt, og án
markmiðs.
... -0 Á bifreiðastöð-
MlI. UU.Io inni í úthverfinu
er mikið að gera.
Síminn hringir látlaust, menn biðja
um bíla, en færðin versnar stöðugt,
og bílstjórarnir eru að hætta akstri,
hver af öðrum. Afgreiðslumaðurinn
reynir eftir beztu getu að veita
mönnum úrlausn, en ekki verður
hægt að hafa stöðina opna mikið
lengur. Hann stendur við símann og
svarar, næstum þvi vélrænt.
— Nei því miður, enginn bíll. Já,
ég er hræddur um að það verði
nokkuð löng bið. Það eru svo fáir
bílar, það er að verða ófært um bæ-
inn.
Hann horfir út um gluggann á
bylinn fyrir utan. Snjó hleður upp
að húsinu og það hvín óhugnanlega í
þegar vindhviðurnar umfaðma húsið.
Skyndilega er hurðinni hrundið
upp. Snjór veltur inn gólfið með
gestinum. Blöð fyrir framan af-
greiðslumanninn fjúka til, kaldur
gustur leikur um afgreiðsluherberg-
ið, svo er dyrunum lokað. Afgreiðslu-
maðurinn horfir í undrun á gestinn.
Hún stendur þarna ögrandi í fram-
komu, rétt eins og hún vilji bjóða
honum birginn.
Hann er maður miðaldra, þrek-
vaxinn og góðlegur. Augun liggja
djúpt undir óvenjulega loðnum
hugsar hann, það er eitthvað mikið
að.
— Viltu ekki koma hingað inn fyr-
ir. Það er hlýrra hér hjá ofninum.
Hún hlýðir honum eins og i leiðslu
og sest á harðan stól. Ósjálfrátt rétt-
ir hún fram bláar og þrútnar hend-
urnar til að fá varma.
... LOKAÐAR dyr.
Kl. UU.JU Það er ekki leng-
ur ljós í glugga.
Það ríkir þögn í húsinu. Allir sofa
nema móðirin. Hún vakir og grætur.
Níu ung börn hennar eru loksins
fallin í faðm svefnsins, sem hjálpar
þeim að gleyma um stund hörmung-
um hins daglega lífs. En tíunda bar. 1-
ið hennar, næst elsta stúlkan hennar
er útl í storminum. En hvar? Smá-
vaxinn likami hennar titrar frá hvirfli
til ilja af sorg og reiði. Það er nú
svo komið að hægt er að kúga hana
til þess að horfa á er drukkinn mað-
ur hennar rekur barn þeirra að
heima.
Móðirin reynir að gleyma aug-
um dóttur sinnar, þegar hún
horfði á föður sinn, og hlustaði á
skammaryrði hins drukkna manns
með sársauka í hverjum drætti í
hinu unga andliti. — Þú ert ekkert
annað en hóra, heyrirðu það, Hóra
HÓRA HÓRA!
Móðirin snöktir upphátt og grúfir
andlitið niður í koddann og tekur
höndum fyrir eyrun. Hún er það ekki,
hún er það ekki, grætur móðirin ofan
í svæfilinn. Hún er dóttir mín, ég
hefi alið hana, hjúkrað henni, fylgst
með þroska hennar, ég hefi elskað
hana.
En önnur rödd segir. Já hún er
dóttir þín, en þú ert huglaus. Þú
hefur horft upp á mann þinn mis-
þyrma henni, allt frá því að hún
var lítil hnáta með liðaða lokka. Og
þú gast ekki horft í stóru bláu aug-
un hennar, sem svo oft spurðu þig af
hverju pabbi væri svona vondur.
Af hverju? Af hverju? Hvenær
mistókst mér ? Hvenær bAást ég
henni ? I
Mínúturnar líða hægt og sáVsauka-
fullt, en svefninn líknar ekki jmóður-
inni. Hún vakir ein, og myiatrið er
þrungið ednurminningum liðinna
ára.
-x. lögreglukon-
Kl. ÖU.40 ÁN stendur
þreytulega á fæt-
ur. Þetta hefur verið langur og
strangur dagur. Hún gengur út að
glugganum.
Þarna úti í snjókomunni eru börn
þessarar borgar. Sum hjálparþurfi.
Já, svo mörg hjálparþurfi. Hún hefur
nú starfað að lögreglumálum í rúmt
ár, og á þessum tíma hefur hún
kynnst lífinu meira en margur ann-
ar. Hún hefur miklu mest séð skugga-
hliðamar, hún hefur í rauninni lifað
og dvalist í forsælu borgarlífsins,
þennan tíma.
Það er oft, þegar erill dagsins er
liðinn, og hún er ein eftir á skrif-
stofunni, að hún lætur hugann reika.
Oft hefur hún spurt sjálfa sig, hvort
hún sé fær um að inna af höndum
þetta starf. Hún hefur all lengi haft
með unglinga að gera, og það var
henni dýrmæt reynsla að starfa á
uppeldisheimilinu í Danmörku.
Þegar hún kom heim var leitaö
eftir þvi við hana að hún tæki að
sér starf kvenlögreglu.
Hún andvarpar. Það versta er að
starfsskilyrði eru svo bágborin. Oft
hefur hún verið komin að því að
gefast upp, varpa allri ábyrgð frá
sér. Hún minnist atviks, þegar hún
fór um borð i skip nokkurt, til þess
að sækja þangað unga stúlku sem
var þar að skemmtun. Stúlkan vsir
utan af landi, saklaus sveitastúlka,
sem mölin gerði skemmtanasjúka og
lausa á kostum. Hún minnist þess
að þegar hún leiddi stúlkuna niður
landgöngubrúna og niður á bryggj-
una, vissi hún ekki hvað hún átti að
gera við hana. Ekki gat hún sett
hana i kjallara lögreglustöövarinnar,
sá kjallari var án efa þéttsetinn, og
ekki þannig að hún gæti með góðri
samvisku lokað inni unga stúlku.
Fangahúsið á Skólavörðustígnum
kom heldur ekki til greina. Eng-
inn uppeldisskóli fyrir stúlkur á glap-
stigum er til.
Það væri margt öðruvisi ef þess-
um nauðsynjamálum, byggingu hegn-
ingarhúss, og stofnun uppeldisskóla
fyrir stúlkur, hefði verið hrundið
fram. Það vantaði ekki að um þessi
mál hafi verið fjallað, en . . .
ARIÐ 1954
,,(74. löggjafaþing) — 14. mál.
Frumvarp til laga
um vistheimili fyrir stúlkur.
Flm.: Gísli Jónsson.
ED. 1. gr.
Hefja skal þegar undirbúning að
stofnun og rekstri vistheimilis fyrir
stúlkur samkvæmt fyrirmælum 37.
gr. laga. nr. 29, 9. april 1947, um
vernd barna og ungmenna ...
Gr einar ger ð.
Með lögum nr. 29 9. apríl 1947,
um vernd barna og ungmenna, er svo
fyrirmælt, að ríkissjóður skuli koma
upp að minnsta kosti tveimur vist-
heimilum fyrir unglinga, sem lent
hafi á glapstigum, þegar fé sé til þess
veitt á f járlögum___
Með því að mál þetta allt er mjög
aðkallandi, er þess vænst, að frum-
varpið nái fram að ganga á sem
allra skemmstum tíma.“
ÁRIÐ 1957
„(77. löggjafarþing) —- 64. mál.
Tillaga til þingsályktunar
S.Þ.
um uppeldisskóla fyrir ungar stúlk-
ur.
Flm.: Ragnhildur Helgalóttir
Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að hefjast þegar handa um
starfrækslu uppeldisskóla fyrir ung-
ar stúlkur.
Greinargerð.
Um nokkurra ára skeið hefur verið
starfrækt vistheimill fyrir drengi að
Breiðavík í Barðastrandarsýslu. Ár-
angur af þvi starfi hefur verið mjög
mikill — aðeins 1 drengur af 18,
sem þaðan hafa komið, liefur að ráði
lent út á afbrotabraut að nýju.
Nú háir það mjög starfi þeirra,
sem við ungmennavernd fást, að ekki
skuli vera til annað slíkt vistheimili
fyrir stúlkur.
. . . Barnaverndarnefnd og kven-
lögreglan fá nú aftur og aftur til
meðferðar mál ýmissa telpna, sem
ógerlegt er að hjálpa, nema til sé
fyrir þær vistheimili.
Siðastliðin 10 ár hefur ríkisstjórn-
inni verið skylt lögum samkvæmt að
stofna og reka slíkan uppeldisskóla,
þegar fé er veitt til þess á fjárlög-
um . . .
Á síðasta Alþingi felldu þingmenn
stjórnarflokkanna tillögu um fjár-
veitingu til uppeldisheimilis fyrir
ungar stúlkur, en samþykkt var
hinsvegar heimild til kaupa á landi
til að reisa þar uppeldisskólann.
. . . Nú hefur ríkisstjórnin látið
undir höfuð leggjast að nota þessa
heimild, svo aðkallandi sem þetta
mál er og hefur lengi verið."
mr■ ft. lft AFGREIÐSLU-
Kl. U1.1U MAÐURINN horf-
ir um stund á
stúlkuna. Hann hefur reynt að tala
við hana en ekki tekist. Hún situr
hreyfingarlaus við ofninn með sam-
anbitnar varir, og augun horfa eitt-
hvað langt í burtu. Hún er horfin á
vit minninganna. Afgreiðslumaður-
ir.n gerir sér ljóst að hér er eitthvað
að ske sem hann getur ekki ráðið
við. Stúlkan við ofninn tekur ekki
eftir því að hann tekur upp tólið
og hringir .
_.. SlMINN er að
Kl. U1.U hringja. Hún heyr-
ir hávaðann í
svefnrofunum. Hún stendur hálfsof-
andi á fætur og gengur að símanum.
Dimm og róleg karlmannsrödd
segir:
— Er þetta sími kvenlögreglunn-
ar? Þetta er á bifreiðastöðinni ....
það er hér hjá mér ungur gestur,
sem ég held að sé hjálpar þurfi.
Hvað er hægt að gera?
— ÍÉg kem innan stundar. Vinsam-
legast haldið henni hjá yður þar til
ég kem.
Hún stendur við símann litla stund.
Enn ein. O jæja, þannig er starfið.
Hún tekur upp simatólið og hringir
á lögreglustöðina. Hún talar við varð-
stjórann og biður um lögreglubíl. —
Síðan klæðir hún sig út í nóttina . . .
_ _ SNJÓKOMAN hef-
Kl. UI.Jo ur aukist. Lög-
reglujeppanum er
ekið hægt eftir þungfærum göt-
um og stefnt í úthverfið. Lög-
reglumaðurinn sem ekur bílnum rýn-
ir út um framrúðuna, hann verður að
gæta þess að festa ekki bílinn í ein-
hverjum skaflinum. Lögreglukonan
við hlið hans er þögul. Enn ein stúlk-
an er í vandræðum. Og hvar ætlast
þeir svo til að ég komi henni fyrir
ef hún er heimilislaus ? Við skulum
vona að hér sé ekki á ferðinni erfitt
vandamál. Stelpan kannski búin að
vera á flakki og þorir ekki heim.
Venjulegast er það svo í slikum til-
fellum, að foreldrarnir eru guðsfegnir
að fá barnið sitt heim aftur, stundum
auðvitað, of oft, er það svo, að það
er ekki lausn á vandanum að aka
stúlkunni heim. En bezt er að sjá
hvað setur.
ms o ft< on ÞAÐ er búið að
Kl. U1.J2 loka stöðinni. Bíl-
stjórarnir eru all-
ir hættir akstri. Afgreiðslumaðurinn
er einn eftir með gestinum. Hún sit-
ur enn hreyfingarlaus við ofninn, og
hefur ekkert sagt. Hann hefur ekki
reynt meira til þess að halda uppi
samræðum við hana. Hann biður
með henni. Svo sér hann bílljósin.
Þau færast nær, og bíllinn staðnæm-
ist fyrir framan dyrnar. Hurðin er
opnuð og þau koma inn. Lögreglu-
maðurinn lokar hurðinni en lögreglu-
konan gengur til stúlkunnar. Hún
horfir á hana litla stund. Ein ný.
— Hvað heitir þú?
Ekkert svar. Afgreiðslumaðurinn
veit ekkert, hann segir hvenær hún
hafi komið. Meira getur hann ekki
sagt.
— Hvar áttu heima?
— Hvergi. Röddin er hörð.
— Ertu utan af landi?
Ekkert svar. Lögreglukonan sest
fyrir framan stúlkuna.
— JSg er hér til þess að hjálpa þér.
Stúlkan lýtur upp.
— Það getur enginn hjálpað mér.
— Víst er hægt að hjálpa þér, en
þú verður að segja mér hvað þú
heitir, hvar þú átt heima, og af hverju
þú ert hér um hánótt.
— Pabbi rak mig út.
— Og af hverju rak hann þig út?
— Hann rak mig út, endurtekur
stúlkan, eins og hún trúi ekki sín-
um eigin orðum.
— Hann kallaði mig hóru.
— Hefurðu verið mikið úti?
— Eg þurfti stundum að flýja hús-
ið. Hann lagði hendur á mig. Hann
barði mig þegar hann var fullur, og
hann er oftast fullur.
— Hvar áttu heima?
Það var nokkur þögn áður en
stúlkan svarar.
Lögreglukonan stendur á fætur.
— Við skulum kóma vinkona,
heim til þín.
— Nei. Ég vil ekki, ég vil ekki.
— Svona svona, það verður allt í
bezta lagi, við komum með þér heim.
Þau ganga að dyrunum og hverfa
út í snjókomuna. Tvær fullorðnat
manneskjur með ungling á milli siii
Afgreiðslumaðurinn horfir á eftir
þeim og hristir höfuðið. Vonandl
lagast þetta. Svo eru þau horfin.
Afgreiðslumaðurinn klæðir sig • í
frakkann, slekkur ljósin, og læsir
dyrunum. Það er meira veörið þettá,
hugsar hann. Hann heldur heim já
leið og gengur boginn móti stornii-
inum. Heima bíður hans kaffi á hitar
brúsa, það verður gott að hita sép
við ilmandi kaffi og reykja eina pipú
í friði og ró áður en hann fer að sofsí.
Og innan stundar er hún gleymd,
unga stúlkan sem kom til hans út úr
snjókomunni, svo torráð og ögrandi
í umkomuleysi sínu, og sat þögul við
ofn hans, stutta næturstund. j
VIKAIM
færir lögreglustjóranum í
Rsykjavík beztu þakkir
fyrir aðstoð hans í sam-
bandi við greinafiokk
þennan.
VIKAN
VIKAN
15