Vikan - 12.02.1959, Blaðsíða 14
Hann ber höndina
upp að munnvikinu
eins og hann œtli
að klóra sér, læðir
töflunni upp í sig
og svo svolgrar
hann svart heitt
kaffið á eftir.
EITURLYF í
REYKJAVÍK
Viðtal við unga reykvíska
eiturlyf janeytendur
sem enginn opinber aðili nema
landlæknir hefur aðgang að. Svo-
kallaðar eiturbækur lyfjabúðanna
munu heldur ekki færðar alls stað-
ar eftir þeim reglum, sem landlækn-
ir hefur fyrirskipað, enda hefur
hann oft fundið að því við viðkom-
andi lyfjabúðir. Enginn efar vel-
vilja og réttsýni landlæknis í þessu
máli, annað er það, að fáeinir lækn-
ar hafa óhjákvæmilega gerzt sekir
um það að vera þessum ógæfu-
mönnum innan handar, sem þeir
hefðu heldur átt að beina á réttar
brautir í stað þess að greiða þeim
veginn niður á við.
Vikan hefur undanfarið kynnt
sér að nokkru eiturlyfjanoktun í
höfuðstaðnum, sem virðist vera
sorglega meiri en allan almenning
grunar.
Hér er aðallega um að ræða um-
komulausa og ráðvillta unglinga,
sem finna sér fró í lyfjum eins og
amphetamini, ritalini og grípa til
fleiri lyfja, sem tiltölulega er auð-
velt að fá hjá fáeinum læknum,
sem því miður virðast meta meir
f jármuni en virðingu stöðu sinnar.
Óhægt er að uppræta þennan
hryllilega löst, því bækur lækna og
lyfjaverzlana eru trúnaðarmál,
VIÐ höfðum mælt okkur mót á
fásóttu veitingahúsi, þar sem
engin hætta var á því að fólk
heyrði á tal okkar. Ég hafði beðið
nokkra stund þegar hann birtist í
dyrunum og gekk innar eftir, ung-
ur maður, grannvaxinn, litið eitt
álútur. Hann brosti dauflega til mín
um leið og hann settist. Við drukk-
um kaffi. Við töluðum um daginn
og veginn í fyrstu, hann var dálitið
óstyrkur og handfjatlaði teskeiðina,
sneri henni fyrir sér á ýmsa vegu
og horfði þunglyndislega fram fyrir
sig. Hann er 23 ára að aldri.
Hann hefir verið eiturlyfjaneytandi
í fimm ár.
Hann var kominn hingað til að
segja mér sögu sína. Innan skamms
víkjum við talinu að því efni, var-
lega í fyrstu og hálfhikandi. Hann
lítur snöggt til min, fer síðan ofan
í vasa sinn og dregur höndina upp
aftur. Við fingurgóm löngu tangar
loðir örlítil hvít tafla. Hann ber hönd-
ina upp að munnvikinu eins og hann
ætli að klóra sér, lœðir töflunni upp
í sig og svo svolgrar hann svart
heitt kaffið á eftir. Hann brosir til
mín en það er ekkert bros í augun-
um.
— Bara til áð koma mér í stuð,
segir hann, það er ekki gott að tala
um þetta.
Brátt er hann farinn að segja frá.
Frásögnin er skýr og ýtarleg, hann
rekur aldrei í vörðurnar og svarar
þeim fáu spurningum, sém ég legg
fyrir hann, hinsvegar hættir honum
stundum til að fara út í aðra sálma,
sem ekki beinlínis koma efninu við.
— Ég var 17 ára þegar ég byrjaði,
segir hann, þá var ég búinn að
bragða áfengi að einhverju leyti um
rúmiega eins árs skeið. Ég átti að
fara í próf, sem ég kveið fyrir. Ég
hafði alltaf verið latur námsmaður.
Ég hafði heyrt um örvandi lyf sem
mikið voru notuð .af prófmönnum.
Ég þekkti stúlku sem vann í lyfja-
búð, hún var góð vinkona mín og ég
kom að máli við hana og spurði hana
hvort hún mundi geta útvegað mér
lyf, sem gerðu mér kleift að lesa dag
og nótt undir prófið. Hún taldi engin
vandkvæði á því og útvegaði lyfið.
Það var amphetamin. Mér líkaði það
strax vel. En mér gekk illa á próf-
inu. Ég féll. En ég kærði mig koll-
14
VIKAN