Vikan


Vikan - 12.02.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 12.02.1959, Blaðsíða 23
Lifandi afturganga Framhald af bls. 4. Hann fór höndum um hár sitt og flissaði i barm sér á þann hátt að við Celia vorum viss um að hann var aftur orðinn með sjálfum sér, ég heyrði Celiu kjökra af feginleik hinum megin á rúminu. ,,Það er nú það, sagði hann, ,,ég veit ég er kominn aftur til New York, ég sé það með því að horfa bara út um gluggann. Ég man ekkert sem gerðist síðan sprengjan sprakk þarna fyi'ir handan hafið. Ég man ekki einu sinni hvað er langt síðan það gerðist. Það eina sem ég man er það að þú stóðst á götuhorni og starðir á mig, Jimmi. .. Hvernig komst ég hingað?“ „Við vitum það ekki," sagði Celia, „það er dag- sanna. Aðeins einn maður gæti sagt okkur það. Náungi nokkur sem við Jimmi hittum uppi á þaki fyrir einum klukkutíma. En hann er ekki iengur á lífi.“ SPAIJG Leikgrindur Barnarúm og dýnur Ferðarúm með tjaldi og tjaldlaus. Barnarólur Bogga: „Þið Sigga eruð aftur orðnar beztu vinkonur. Ég var farin að halda, að þið mynduð aldrei sættast." Imba: „Já, ég skal segja þér dálítið. Henni fór svo mikið aftur í seinustu legunni, að mér var ómögulegt að vera reið við hana lengur.“ —O— Dómarinn: „Ætlið þér þá ekki, herra kaupmaður, að taka aftur skammar- yrðin, sem þér höfðuð um bæjarfull- trúann?“ „Kaupmaðurinn: „Því miður get ég það ekki; það brýtur í bág við verzlun- arvenju mína, herra dómari. Ég tek aldrei vörur aftur, þegar ég hefi einu sinni látið þær úti; en mér er það ljúft, ef bæjarfulltrúinn óskar þess, að hafa við hann skipti á þeim og öðrum skammaryrðum.“ —O— Götuslæpingur einn kom eina nótt seint heim. Konan ávítaði hann fyrir þetta, en hann sagði: „Já, en góða Rikka mín! Heldurðu, að það væri ekki orðið alveg eins fram- orðið núna, þótt ég hefði komið snemma heim í gærkvöldi?“ —O— Skáldkona ein sendi ritstjóra kvæði til prentunar. I bréfinu stóð, meðal annars: „Heiðraði herra! Meðfylgjandi kvæði hefir inni að halda helgasta leyndarmál sálar minnar.“ Ritstjórinn skrifaði skáldkonunni aftur og sagði meðal annars í bréfinu: „Þér getið reitt yður á þagmælsku mína. Frá mér skal hinn syndugi heimur aldrei fá að heyra yðar helgasta leynd- armál.“ —O— Dísa fer til pappírssala, býður góð- an daginn og biður að selja sér 100 bréfsefni. Kristján búðarmaður spyr hvort um- slög eigi ekki að fylgja með. Þá segir Dísa: „Jú, en látum okkur athuga hve mörg þau þurfa að vera . . .“ Kristján: „Með leyfi að spyrja! Á að hafa bréfsefnin undir ástarbréf?11 Dísa roðnar út undir eyru. Kristján: „Þá þurfið þér 20 umslög. Það er venjulega.“ —O— Sá ákærði segir hrærður við verjanda sinn: ,Þegar maður heyrir yður tala, og heyrir yður verja sig svo meistara- lega, liggur við, að það sé sönn ánægja að vera glæpamaðu’ “ — Póstsendum um allt land. — FA FNIR Bergstaðastræti 19, — sími 12631. Til þess að vernda húð yðar ættuð þér að verja noklrrum mínútum ó hverju kveldi til að snyrta ondlit yðor og hendur með Nivea-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar verða mjúkar og fallegor. Nivea-krem hefir inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. l’ess vegna genaur það djúpt inn í húðino, og hefir óhrif langt inn fyrir yfirborð hörundsins. Þess vegna er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. AC 177 VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.